Skipulagsnefndarfundur nr. 307 dags 18. ágúst 2025

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi mánudaginn 18. ágúst 2025 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Óskar Örn Gunnarsson skipulagsráðgjafi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Elísabet Dröfn Erlingsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa

 

Dagskrá:

 

 

1.  

    Ásahreppur:

Bergholt L238505; Íbúðarhús, gestahús og hesthús; Deiliskipulag – 2503060

Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Bergholts L238505 í Ásahreppi. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og þar verður heimilt að byggja íbúðarhús, gestahús og hesthús/reiðhöll. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og rökstuðningi fyrir undanþágu vegna byggingar hesthúss nær vegi en 50m.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu um fjarlægðamörk hesthúss frá vegi og að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ísleifur Jónasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bláskógabyggð:
 2.   Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2206013
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi-Efri. Athugasemdir og umsagnir bárust við auglýsingu skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt viðbrögðum og andsvörum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.   Skyrklettagata 1 L180797; Breytt byggingamagn og fjöldi húsa; Fyrirspurn – 2507061
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til niðurrifs á baðhúsi og stækkun núverandi sumarhúss að Skyrklettagötu 1 L180797.
Í gildandi deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið í Laugarási er heimilað byggingarmagn, á lóðum sem eru minni en 3.333 fm, allt að 100 fm. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlagðri fyrirspurn verði synjað.
4.   Fell L167086; Hamarsholt 4; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting – 2507021
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L167086 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lega lóðarinnar Hamarsholt 4 breytist en stærð hennar helst óbreytt. Lóðin er óstofnuð í fasteignaskrá.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eigendum lóða við Hamarsholt.
5.   Ærhúsbakki L235706; Skilgreining svæðis; Deiliskipulag – 2507018
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Ærhúsbakka L235706 í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst m.a. skilgreining þriggja byggingarreita. Heimilt er að reisa íbúðarhús á byggingarreit nr. 1 og 2 en á byggingarreit nr. 3 er heimilt að byggja við núverandi fjárhús eða reisa útihús s.s. gróðurhús, gripahús, skemmu/vélageymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
6.   Tungurimi 27 hreinsistöð (L238278); byggingarleyfi; dælustöð – 2507009
Móttekin var umsókn þann 30.06.2025 um byggingarleyfi fyrir 114,1 m2 dælustöð á lóðinni Tungurimi 27 hreinsistöð L238278 í Bláskógabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið er í ferli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
7.   Lindargata 1 L190545; Lindargata 3 L190546; Sameining lóða – 2508031
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 05.08.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar sameiningu tveggja lóða. Óskað er eftir að sameina Lindargötu 3 L190546 við Lindargötu 1 L190545 sem verður 7.500 fm eftir sameiningu skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Fyrir liggur jákvæð afgreiðsla sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þ. 21.05.2025 við fyrirspurn um sameiningu lóðanna.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
8.   Heiðarbær lóð (L170256); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2507044
Móttekin var umsókn þann 10.07.2025 um 25,3 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170256 í Bláskógabyggð. Lóðarstærð er 4.255 fm. Heildarstærð byggingar eftir stækkun verður 153,4 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna.
Flóahreppur:
 9.   Heiðargerði 9-18; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2412025
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til athafnasvæðis AT1 við Heiðargerði. Innan deiliskipulagsins eru afmarkaðar 10 lóðir sem ætlaðar eru til uppbyggingar hreinlegrar atvinnustarfsemi. Auk þess er gert ráð fyrir geymslu- og gámasvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Málið verði sérstaklega kynnt Hitaveitu Hraungerðishrepps.
10.   Tildra L235690; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi – 2508025
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar í landi Tildru L235690. Veglagningin er í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt deiliskipulag. Efnið í veginn kemur úr námum í Ingólfsfjalli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins.
11.   Merkurlaut 1 L193162; Axarhólsbraut 3; Deiliskipulag – 2507020
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Merkurlautar 1 L193162 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst afmörkun þriggja nýrra frístundalóða úr Merkurlaut 1 þ.e. Axarhólsbraut 2, 3 og 5. Byggingarreitir eru skilgreindir innan lóðanna þar sem heimilt verður að byggja frístundahús með bílskúr, gestahús og geymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
12.   Hnaus 2 L192333; Mosató 7 L232388 og Mosató 8 L232389; Rekstrarleyfi í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2504076
Lögð er fram að nýju umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags fyrir Hnaus 2, frístundabyggð, skv. beiðni málsaðila um endurupptöku máls. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram að nýju við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim. Málinu var synjað eftir grenndarkynningu en er nú tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd UTU vísar til fyrri afgreiðslu og mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að breytingu á deiliskipulagi verði synjað.
13.   Mosató 6 L231444; Breytt landnotkun; óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2507032
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á aðalskipulagi sem tekur til lóðarinnar Mosató 6 L231444 í Flóahreppi. Lóðin er skráð sem frístundalóð en í umsókninni felst að sótt er um breytingu á skráningu úr frístundasvæði F16 í íbúðabyggð.
Málinu vísað til umræðu í sveitarstjórn Flóahrepps.
14.   Hjálmholt L166235; Hvítárbyggð L238531; Breytt lega frístundasvæði F22; aðalskipulagsbreyting – 2406056
Lögð er fram, eftir kynningu, tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst skilgreining á breyttri legu frístundasvæðis F22, Hvítárbyggð L238531 sem áður var hluti jarðarinnar Hjálmholt. Breytingin tekur eingöngu til legu svæðisins, engar breytingar eru gerðar sem taka til skilmála. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt yfirlýsingu um samþykki á fyrirliggjandi landskiptum.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna frístundasvæðis F22 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
15.   Stóra-Ármót L166274; Ármótsflöt 10, 12 og 14; Íbúðarhúsalóðir; Deiliskipulag – 2412031
Lögð er fram, eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til um 4,5 ha landspildu úr landi Stóra-Ármóts L166274 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst að þrjár nýjar íbúðarlóðir eru stofnaðar út úr landi Stóra-Ármóts, Ármótsflöt 10, Ármótsflöt 12 og Ármótsflöt 14. Lóðirnar eru afmarkaðar og nýjir byggingarreitir innan þeirra. Á lóðunum er heimilt að byggja íbúðarhús og hesthús/skemmu. Aðkoma að nýju lóðunum er af Hallandavegi 2 og um nýja aðkomuvegi. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar er varðar umsögn Minjastofnunar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
16.   Hraunbyggð 9 L212392; Aukin byggingarheimild og breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2506108
Lögð er fram umsókn um heimild til að reisa 39,9 fm bílageymslu á lóðinni Hraunbyggð 9 L212392. Í núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar Kerhrauns, svæði E, í landi Klausturhóla er heimilt að reisa allt að 25 fm geymslu- eða gestahús.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið og mælist til þess að gerð verði breyting á skilmálum deiliskipulags Kerhrauns, svæði E, er varðar auknar byggingarheimildir aukahúsa. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri umsókn verði frestað og skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila og sumarhúsafélag svæðisins um framsetningu skipulagsbreytingar.
17.   Þrastalundur L168297; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2508024
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Þrastalundar L168297 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir heimild til aðalskipulagsbreytingar þar sem hluta landsins er breytt úr opnu svæði í frístundabyggð.
Málinu vísað til umræðu í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
18.   Kerhraun 50 L173742; Lóðamörk og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2508028
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til frístundabyggðar Kerhrauns, svæði A, B og C, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að mörkum milli lóðanna Kerhrauns 49 L173741 og 50 L173742 er breytt. Kerhraun 49 stækkar í 5.535 fm úr 4.982 fm og Kerhraun 50 minnkar í 6.467 fm úr 7.190 fm. Byggingarreitum lóðanna er breytt vegna breyttra lóðarmarka auk þess sem aðkomuvegur er lengdur lítillega.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóða.
19.   Bakkahverfi L236382 (Torfastaðir); Breytt staðsetning lóða og fækkun; Deiliskipulagsbreyting – 2507060
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Bakkahverfis L236382 í landi Torfastaða. Í breytingunni felst að skilgreind er ein ný 44.492 fm frístundalóð sunnan við þegar stofnaðar lóðir við Eiríksgötu (nr 13). Á móti eru felldar niður allar fimm lóðir við Njálsgötu. Heildarfjöldi frístundalóða innan skipulagssvæðis lækkar því úr 29 lóðum í 25. Samanlögð stærð frístundalóða er óbreytt fyrir og eftir breytingu. Fallið er frá gerð Njálsgötu, staðsetning annarra gatna og opins svæðis er óbreytt. Aðrar lóðir eru óbreyttar.
Framlögð deiliskipulagsbreyting samræmist ekki skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps um stærðir lóða á frístundasvæðum og mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri umsókn verði synjað.
20.   Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til Brúarholts II L196050 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að landbúnaðarland L2 er breytt í L3 í landinu en fyrirhugað er að byggja upp litlar landspildur til fastrar búsetu.
Framlagðri umsókn um breytingu á aðalskipulagi vísað til umræðu í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
21.   Neðan-Sogsvegar 41 L169422, 41A L235953, 42 L235957 og 42A L235956; Útleiga frístundahúsa; Deiliskipulagsbreyting – 2506075
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða við Neðan-Sogsveg 41-42A innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst heimild til að stunda stunda rekstur í formi útleigu frístundahúsa á lóðunum. Heimildin fellur undir flokk II – Frístundahús í skilgreiningu relugerðar nr. 1277/2016 er varðar veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Heimildin tekur til útleigu húsa í heild sinni en ekki til stakra herbergja. Bílastæði eru staðsett innan lóða og áætluður hámarksfjölda gesta er 6-8. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar telur skipulagsnefnd að skilyrðum aðalskipulags, er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni, ekki vera fullnægt. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breytingunni verði synjað eftir grenndarkynningu.
22.   Írafossvirkjun L168922; Endurnýjun á Selfosslínu 1; Fyrirspurn – 2505092
Lögð er fram fyrirspurn frá Landsneti sem undirbýr endurnýjun á Selfosslínu 1, sem liggur frá Ljósafossstöð að Selfossi. Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér að línan verður endurnýjuð að hluta með því að tengja hana inn á Írafossstöð í stað Ljósafossstöðvar. Breytingarnar fela í sér lagningu jarðstrengs á um 2 km leið frá Írafossstöð að mastri 8 í núverandi loftlínu. Á kafla verður núverandi loftlínuhluti línunnar tekinn niður. Jarðstrengurinn kemur hins vegar ekki fram á aðalskipulagsuppdrætti og því óskar Landsnet eftir því að strengurinn verði tekinn fyrir í breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Jafnframt liggur framkvæmdin innan deiliskipulags Írafoss- og Ljósafossvirkjunar (skipulagsnúmer 17473) og deiliskipulag frístundabyggðar í landi Syðri Brúar (skipulagsnúmer 6404). Ekki er gert ráð fyrir strengnum á þessum skipulagsuppdráttum og því þarf að gera breytingar á þessu skipulagi samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja að gerð verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Selfosslínu 1 ásamt því að samhliða verði gerðar breytingar á deiliskipulagi ofangreindra skipulagssvæða.
23.   Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.   Ásgarður, frístundasvæði; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2504062
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundalóða við Sólbakka innan frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu frístundahúsa innan svæðisins á grundvelli heimilda aðalskipulags. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar telur skipulagsnefnd að skilyrðum aðalskipulags, er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni, ekki vera fullnægt. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breytingunni verði synjað eftir grenndarkynningu.
25.   Klausturhólar gjallnámur L168965; Áframhaldandi efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2506103
Lögð er fram umsókn ásamt fylgigögnum frá Suðurtaki ehf er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í umsókninni felst beiðni um efnistöku á svæði E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka um 435.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 29.000 m3 á ári að meðaltali. Efnið er til notkunar í nágrenninu ásamt því að ráðgert er að árlega verði 12.000-15.000 m3 af gjalli ætlaðir til útflutnings. Tilgangur framkvæmdaleyfis er að auki afmörkun námusvæðisins og frágangur á því að efnistöku lokinni. Vísað er til umhverfismats um fyrirætlanir leyfisumsækjanda hvað þetta varðar. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu E24 sem samþykkt var í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 02.10.2024 var fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 151/2024.
Tekið hefur verið tillit til röksemda sem úrskurður 151/2024 byggðist á. Efnismagnið hefur verið minnkað og minna magn ætlað til útflutnings auk þess sem fyrirhugað er að takmarka efnisflutninga við rúma 6 mánuði á ári, þ.e. frá 1. apríl-30. júní og 20. ágúst-31. nóvember ár hvert. Efnistökusvæðið er 4,4 ha en ekki 6,5 ha eins og gert er ráð fyrir í greinargerð með aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að útgáfa leyfisins verði grenndarkynnt eigendum nærliggjandi landeigna.
Útgáfa leyfisins skal háð skilyrðum umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar þar sem m.a. tekið er til vöktunar og mótvægisaðgerða. Þar segir að gert sé ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur verði lagður bundnu slitlagi frá námu niður að Búrfellsvegi. Efnisflutningsbílar verði með ábreiðslur við efnisflutninga og einungis verði ekið á virkum dögum að degi til og bílstjórum uppálagt að aka rólega Hólaskarðsveg og Búrfellsveg. Framkvæmdaaðili skal vakta svæðið í vondum veðrum sökum hugsanlegt gjallfoks á svæði suðvestan við námu. Ef kemur til aukins gjallfoks vegna efnisvinnslu eða flutninga skal efnisvinnsla stöðvuð og framkvæmdaaðili leggja fram áætlun um endurbætur. Allar mótvægisaðgerðir verði unnar í samráði við sumarhúsaeigendur og skógræktina.
26.   Minni-Borg lóð B L198597; Breytt stærð húsa; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2507064
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Minni-Borgar lóðar B L198597 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á lóðum 5-26 aukast.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt með fyrirvara um uppfærð gögn er varðar málsmeðferð. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
27.   Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmisskonar húsum og tjöldum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hrunamannahreppur:
28.   Syðra-Langholt L172619; Breyttir skilmálar efnistökusvæðis E31; Aðalskipulagsbreyting – 2505033
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar sem tekur til grjótnámu á Syðra-Langholti L172619 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst stækkun á efnistökusvæði E31 úr 0,9 ha í 2,4 ha þar sem leyfileg efnistaka verður 138.000 m3 í stað 45.000 m3. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi efnistökusvæðis E31. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Í ljósi framkominna athugasemda mælist nefndin til þess að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði þess gætt að vinnsla í námunni fari fram á hefðbundnum vinnutíma.
29.   Hrafnabjörg L194595; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212038
Lögð er fram, eftir kynningu, skipulagstillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps landi Hrafnabjarga. Innan frístundahúsareits F20 verður landsvæði Hrafnabjarga leiðrétt með því að færa frístundahúsasvæðið út af núverandi skógræktarsvæði og yfir í klapparholt þar sem ræktunarskilyrði eru óhentug m.t.t. landbúnaðar. Skógræktarsvæði verður sýnt þar sem frístundabyggð er sýnd í landi Hrafnabjarga á reit F20 í gildandi aðalskipulagi. Í breytingunni felst því tilfærsla á landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði og frístundasvæði yfir í skógræktarsvæði. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna reits F20 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Bláskógabyggð:
 30.   Umsagnarbeiðni; Auglýsing; Aðalskipulag Skagafjarðar – 2508026
Lögð er fram umsagnarbeiðni til Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar málinu til kynningar sveitarstjórna Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
31.   Skriðufell L166597; Borhola SK-23; Frágangur, vatnslögn og vegagerð; Framkvæmdarleyfi – 2506104
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Skriðufells L166597 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst frágangur borholu SK-23, bygging mannvirkis utan um hana og lagning vatnslagnar og vegslóða að Gestastofu í Þjórsárdal.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar og vegslóða verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingu mannvirkis.
32.   Hlemmiskeið 8 L179908; Hlemmiskeið 8A; Staðfesting á afmörkun og stofnun lóðar – 2507043
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 10.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðar ásamt stofnun landeignar. Óskað er eftir að stofna 51.162 fm landeign, Hlemmiskeið 8A, úr jörðinni Hlemmiskeið 8 L179908 sem verður 35,62 ha eftir skiptin skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Þegar byggð mannvirki innan jarðarinnar færast öll yfir á nýju landeignina.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og skiptingu jarðarinnar skv. fyrirliggjandi merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
33.   Hlemmiskeið 3 L166466; Hlemmiskeið 3D; Staðfesting á afmörkun og stofnun lóðar – 2507042
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 20.06.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðar ásamt stofnun landeignar. Óskað er eftir að stofna 20,3 ha landeign, Hlemmiskeið 3D, úr jörðinni Hlemmiskeið 3 L166466 sem verður 27,8 ha eftir skiptin skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og skiptingu jarðarinnar skv. fyrirliggjandi merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
34.   Langamýri spilda L209076; Íbúðarhús og hesthús; Deiliskipulag – 2504014
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til Löngumýrar spildu L209076 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst m.a. að skilgreindur er byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús auk aðkomu að svæðinu. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
35.   Gunnbjarnarholt L166549; Breyttur byggingarreitur, byggingarmagn og mænishæð; Deiliskipulagsbreyting – 2508035
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Gunnbjarnarholts L166549 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulagsbreytingin nær til byggingarreits B2 þar sem fyrirhuguð er breyting á byggingarreit, hámarksbyggingarmagni og hámarksmænishæð byggingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjenda.
36.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-232 – 2508001F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-232.
37.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-231 – 2507002F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-231.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15