Skipulagsnefndarfundur nr. 313 dags. 12. nóvember 2025

 

Skipulagsnefnd – 313. fundur 

haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 5. nóvember 2025

og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Smári Bergmann Kolbeinsson, Herbert Hauksson, Sigríður Kristjánsdóttir og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

        Ásahreppur
1.   Lindarbær 1A L165304; Skilgreining svæðis, sólarsellugarður og gróðurbelti; Aðalskipulagsbreyting – 2510003
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Lindarbær 1A L165304. Áætlað er að land verði áfram skilgreint sem landbúnaður með heimild til orkuvinnslu. Búfé verður beitt á lífrænt vottað land og að landbúnaður sé ríkjandi landnotkun. Auk þess verður heimilt að nýta landið til uppsetningar á sólsellum (ljósrafhlöðum) til raforkuframleiðslu og framleiða allt að 2,4 MW. Stefnt er að því að raforkan verður seld inn á dreifikerfi Rarik.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps
að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.   Lindarbær 1A L1a65304; Skilgreining svæðis, sólarsellugarður og gróðurbelti; Deiliskipulagsbreyting – 2510004
Lögð er fram skipulagslýsing er varðar nýtt deiliskipulag fyrir Lindarbæ 1A L165304. Áætlað er að land verði áfram skilgreint sem landbúnaður með heimild til orkuvinnslu. Búfé verður beitt á lífrænt vottað land og að landbúnaður sé ríkjandi landnotkun. Auk þess verður heimilt að nýta landið til uppsetningar á sólsellum (ljósrafhlöðum) til raforkuframleiðslu og framleiða allt að 2,4 MW. Stefnt er að því að raforkan verður seld inn á dreifikerfi Rarik. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir fyrirkomulagi mannvirkja innan jarðarinnar ásamt aðkomu,
plönum og nánar gerð grein fyrir framkvæmdum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.   Sigölduvirkjun L165348; Efnistaka – náma E58; Framkvæmdarleyfi – 2511016
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E58 við Sigöldustöð. Heimilt verður að taka allt að 35.000 m3. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Sigöldustöðvar. Megnið af efninu verður tekið á næstu árum, mest árið 2027. Stærð svæðis er 1 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
4.   Nes 2 L230552; Birkines; Breytt heiti lóðar – 2510054
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L230552. Óskað er eftir því að Nes 2 fái nafnið Birkines. Einnig vantar staðfestingu á hnitum á landamerkjum.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við nafnið Birkines skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn samþykki erindið.
Til að hægt sé að staðfesta hnitin á landamerkjunum þá þarf að berast merkjalýsing.
Bláskógabyggð
5.   Efri-Reykir L167080; Skilgreining byggingarreits – 1. áfangi; Deiliskipulagsbreyting – 2509048
Lögð er fram á ný tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Efri-Reykja L167080 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir gistiskála sunnan við byggingarreit hótels og baðlóns. Þessi breyting er fyrirhuguð sem 1. áfangi uppbyggingar á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
6.   Hverabraut 1B L239460; Lagning á háspennustrengjum; Framkvæmdarleyfi – 2510061
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Hverabrautar 1B L239460 á Laugarvatni, Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst lagning tveggja háspennustrengja frá háspennu-stofnstreng við Lindarbraut á Laugarvatni að nýrri rofastöð sem staðsett verður á Hverabraut 1B. Framkvæmdin er hluti af styrkingu og rekstraröryggisaukningu rafdreifikerfis svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.   Eikarlundur 3 (L170384); byggingarheimild; sumarhús og geymslu – 2510048
Móttekin var umsókn þann 20.10.2025 um byggingarheimild fyrir 100 m2 sumarhúsi og 30 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Eikarlundur 3 (L170384) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU leggur til við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að grendakynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr skipulagslaga 123/2010 og ef ekki berast athugasemdir þá verði erindið samþykkt og vísað til byggingarfulltrúa.
8.   Skálabrekka lóð L170779 og Skálabrekka D,d,d1 L1707086; Móakot, Fjörukot, Hálsakot og Hlíðarkot; Stofnun lóða – 2510068
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 27.10.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Í merkjalýsingu kemur fram er um að ræða tvö upprunalönd, Skálabrekka lóð L170779 og Skálabrekka D,d,d1 L170786. Lóðin L170786 verður felld inn í L170779 en eftir sameininguna verður skipt út fjórum nýjum landeignum úr eftirstandandi lóð L170779. Eftir breytingu mun standa eftir hluti upprunalandsins L170779 ásamt fjórum nýjum fasteignum þ.e. Fjörukot, Hálsakot, Hlíðarkot og Móakot.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu.
9.   Syðri-Reykir lóð L167456; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2509080
Lögð er fram á ný tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóða innan frístundasvæðis F45 í landi Syðri-Reykja í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru fimm lóðir og byggingarreitur á öllum lóðum nema einni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Flóahreppur
10.   Skálmholt land L186112; Huldu- og Maríuhólar; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2510016
Lögð er fram tillga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Huldu- og Maríuhóla í landi Skálmholts í Flóahreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir eru rýmkaðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
11.   Krækishólar; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2510043
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur Krækishóla í Flóahreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir eru rýmkaðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
12.   Laugardælur – hverfi; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag – 2411053
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar, sem tekur til lands Laugardæla L166253. Í deiliskipulaginu felst nýr aðkomuvegur að Laugardælum frá mislægum gatnamótum við nýja brú yfir Ölfusá að austanverðu. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Jafnframt er búið að uppfæra gögnin sem við á með fullnægjandi hætti í samræmi við þær athugasemdir sem bárust við yfirferð skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
13.   Langholt 1 L166247; 3 Landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2510083
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Langholts 1 L166247 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru þrjár nýjar lóðir sem teknar eru úr landi Langholts. Gert er ráð fyrir einum byggingarreit innan hverrar lóðar þar sem heimilt er að byggja íbúðarhúsnæði, bílgeymslu, gesthús, skemmu og gróðurhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Jafnframt er mælst til að erindið verði grenndarkynnt innan hverfisins.
14.   Óshólar L210325; Aukið byggingarmagn og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2511009
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Óshóla L210325 í Flóahreppi. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1 stækkar til norðausturs og heimilt verður að byggja á honum allt að 400 m2 skemmu ásamt 350 m2 íbúðarhúsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
15.   Efri-Gegnishólar L165469; Spennistöð; Framkvæmdarleyfi – 2511001
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 20 m2 lóð undir spenni- og rofastöð í landi Efri-Gegnishóla L165469 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
16.   Hjálmholt L166235; Hvítárbyggð L238531; Breytt lega frístundasvæði F22; aðalskipulagsbreyting – 2406056
Lögð er fram tillaga að breytingu á Hvítárbyggð L238531 sem áður var hluti jarðarinnar Hjálmholt í aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir að skilgreina um 10 ha svæði sem verslun og þjónustu, heildar byggingamagn gæti orðið allt að 10.000 m2 og myndi tengjast ferðaþjónustu s.s. hótel, gistiheimili og veitingahús. Jafnframt er óskað eftir því að frístundasvæðið F22, verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð og það stækkað. Loks er óskað eftir að skilgreina um 12ha svæði undir golfvöll.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að
breytingu á skilgreindri landnotkun Hvítárbyggð L238531 sem áður var hluti jarðarinnar Hjálmholt í aðalskipulagi sveitarfélagsins: a) svæði sem verslun og þjónusta, í tengslum við ferðaþjónustu b) frístundasvæði F22, verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð og það stækkað c)12ha svæði undir golfvöll, verði vísað í endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps sem nú stendur yfir.
Grímsnes- og Grafningshreppur
17.   Kerhraun E-hluti; Aukin byggingarheimild; Deiliskipulagsbreyting – 2510063
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kerhrauns E-svæðis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á svæðinu eru rýmkaðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu þess efnis. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt verður erindið kynnt fyrir félag sumarhúsaeigenda á svæðinu.
18.   Langirimi 56 L235654 og 54 L235653; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting – 2510060
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóðamörk milli Langarima 54 og 56 færast um 6 m í suður þannig að Langirimi 54 minnkar um 668 m2 en Langirimi 56 stækkar um 668 m2. Byggingarreitir færast sem því nemur og verða 10 m frá lóðamörkum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
19.   Kvíanes L239311; Efri-Brú Kvíanes 4 L238165; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2510070
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Efri-Brú Kvíanes L191871 og Efri-Brú Kvíanes 4 L238165 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir frístundabyggð fyrir samtals 14 lóðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um uppfærð gögn er varðar fjölda húsa sem samræmist stefnu aðalskipulags og með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar nýtingarhlutfall og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.   Bakkahverfi L236382 við Álftavatn; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2501051
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Bakkahverfis L236382 við Álftavatn. Um er að breytingu á skilmálum í kafla 2.2. um hámarksstærðir bygginga á svæðinu. Nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,03 í 0,05 til samræmis við breytta stefnu aðalskipulags. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar nýtingarhlutfall. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.   Vesturhlíð L192153; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag – 2410072
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F16 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan svæðisins sem tekur til um 97 ha svæðis undir heitinu Vesturhlíð. Á svæðinu er gert ráð fyrir lóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar nýtingarhlutfall . Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.   Kiðjaberg L168940; Stækkun lóðar nr. 4; Deiliskipulagsbreyting – 2511008
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Kiðjabergi L168940. Í breytingunni felst að lóð nr. 4 stækkar um 4200 m2 til vesturs.
Skipulagsnefnd UTU mælist til við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að erindinu verði synjað þar sem að stærð lóðarinnar er ekki í samræmi við stefnu aðalskipulag sveitarfélagsins.

 

23.   Bíldsfell 3E lóð 1 L219971; Úr frístundabyggð í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2510086
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Bíldsfell 3 E lóð 1 L219971. Í breytingunni felst að lóðinni er breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.   Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskiplags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Ljósafossskóla L168468, með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu, verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Hrunamannahreppur
25.   Hverabakki 2 L166774; Skilgreining byggingarreita; Deiliskipulag – 2511002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Hverabakka 2 L166774 í Hrunamannahreppi. Í skipulaginu felst að skilgreindir eru byggingarreitir fyrir núverandi gróðurhús og nýir byggingarreitir fyrir fyrirhugaða stækkun á gróðurhúsum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
26.   Hrafnkelsstaðir 2 L216611; Spennistöð; Framkvæmdarleyfi – 2510085
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 20 m2 lóð undir spenni- og rofastöð í landi Hrafnkelsstaða 2 L216611 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
27.   Syðra-Langholt 4 (L166821); umsókn um byggingarheimild; vélageymsla – 2010096
Erindið sett að nýju fyrir fund. Sótt er um byggingarheimild til að byggja vélageymslu 415,2 m2 á jörðinni Syðra-Langholt 4 (L166821) í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
28.   Unnarholt I L220400; Unnarholt 5 L238509; Sameining lóða – 2511003
Lögð er fram umsókn er varðar sameiningu lóðanna Unnnarholts I og Unnarholts 5.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
29.   Unnarholt II L220401; Unnarholt 3 L238507 og Unnarholt 4 L238508; Sameining lóða – 2511004
Lögð er fram umsókn er varðar sameiningu lóðanna Unnarholts II, Unnarholts 3 og Unnarholts 4.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
30.   Langamýri spilda L209076; Aðkomuvegur; Framkvæmdarleyfi – 2510055
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Löngumýri spildu L209076 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst lagning vegar frá Löngumýrarvegi inn á Löngumýri spildu skv. deiliskipulagi. Þann 16.10.2025 veitti Vegagerðin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.   Stóra-Mástunga 1 L166603; Efnistökusvæði; Aðalskpulagsbreyting – 2511005
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er Stóra-Mástunga 1 L166603. Í breytingunni felst að sett er inn ný náma í landi Stóru-Mástungu, á svæði fyrir norðaustan bæinn, þar sem landeigandi hefur tekið lítilsháttar af efni til eigin nota. Svæðið er skilgreint sem
landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Markmið með breytingunni er að heimila allt að 45 þús. m3 efnistöku á 2 ha svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
32.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-237 – 2510004F
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-23.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-237.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30