12 sep Skipulagsnefndarfundur nr. 309. dags. 10. september 2025
Skipulagsnefnd – 309. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 10. september 2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Herbert Hauksson varamaður, Sigríður Kristjánsdóttir og Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur: | |||
1. | Ás 3 1-8lóð L204637; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag – 2508021 | ||
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Ás 3 I-8lóð L204637 í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindur er byggingarreitur á lóðinni þar sem heimilt er að reisa allt að 200 fm frístundahús, 40 fm gestahús og 25 fm geymslu. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna með fyrirvara um uppfærð gögn í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verður jafnframt grenndarkynnt innan svæðisins. | |||
2. | Búðarhálsvirkjun stöð L221893; Rafstrengur og ljósleiðari; Framkvæmdarleyfi – 2508080 | ||
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Búðarhálsvirkjunar. Í framkvæmdinni felst lagning rafstrengs og ljósleiðara frá rafstreng Langöldu að tengiskáp við Búðarháls til að bæta raforku á vinnusvæði Vaðöldu. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að fenginn jákvæðri umsögn frá Forsætisráðuneytinu að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
3. | Þjóðholt (áður Kálfholt K 3a) L219274; Íbúðarhús, bílskúr og skemma; Deiliskipulag – 2504035 | ||
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Þjóðholts (áður Kálfholt K 3a) L219274 í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og bílageymslu, skemmu og/eða hesthús og núverandi sumarhús. Hámarksbyggingarmagn verður 750 m2. Að öðru leyti verður landið nýtt sem beitiland eins og verið hefur. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ísleifur Jónasson vék af fundi undir þessum lið. |
|||
4. | Umsagnarbeiðni; Ytri-Skógar, breytingar á gamla héraðsskólanum; Deiliskipulagsbreyting – 2509015 | ||
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir gamla héraðsskólann við Ytri-Skóga. | |||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða deiliskipulagsbreytingu á gamla héraðsskólanum við Ytri-Skóga. Málin vísað til umræðu í hreppsnefnd Ásahrepps.
|
|||
Bláskógabyggð: | |||
5. | Brúarhvammur L167071; Fjarlægð við á; Fyrirspurn – 2509006 | ||
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Brúarhvamms L167071 í Bláskógabyggð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir svæðið er heimilt að byggja allt að 10 gistihús á byggingarreit 2. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að færa byggingarreit 2 nær ánni og þá hversu nálægt. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggð að erindinu sé hafnað í samræmi við 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerð 90/2013. | |||
6. | Tungubakki 1 L238041 og 2 L238042; Skilgreining lands; Deiliskipulag – 2509002 | ||
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Tungubakka 1 L238041 og Tungubakka 2 L238042 í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu felst að byggingarreitir eru skilgreindir á hvorri lóð þar sem heimilt er að reisa íbúðarhús að hámarki 300 fm. Auk þess er heimilt að reisa bílskúr og gestahús ásamt skemmu/geymslu. Hámarksbyggingarmagn er 500 fm með íbúðarhúsi og hámarksmænishæð er 5,5m. Aðkoma að lóðunum er frá Einholtsvegi. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
7. | Höfðavegur 1 L236450; Aðkoma um Ferjuveg 7; Fyrirspurn – 2508087 | ||
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Höfðavegar 1 L236450 og Ferjuvegar 7 L167394 í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að reisa smáhýsi við Höfðaveg 1. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að aðkeyrsla að Höfðavegi 1 verði í gegnum lóð að Ferjuvegi 7 og að bílastæði tengt smáhýsum verði einnig á lóð Ferjuvegar 7. | |||
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við málsaðila. | |||
8. | Einiholt 1 L167081; Holt; Stofnun lóðar – 2509001 | ||
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 10.07.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 40.015,5 fm landeign, Holt, úr landi Einiholts 1 L167081. Vegtenging er fyrirhuguð við Einholtsveg (358) sem liggur suðaustur af spildunni. | |||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggð geri ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar vegtengingar. Jafnframt er óskað eftir því að merkjalýsingin sé uppfærð þannig að fyrirhuguð vegtenging við Einholtsveg sjáist. |
|||
9. | Brekka L167067; Háabrekka; Stofnun lóðar – 2509016 | ||
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 03.09.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 31.304,4 fm landeign, Háabrekka, úr landi Brekku L167067. Aðkoma að lóðinni er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) og þaðan um vegslóða um jörðina. | |||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggð geri ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar vegtengingar. Jafnframt er óskað eftir því að merkjalýsingin sé uppfærð þannig að fyrirhuguð vegtenging við Laugarvatnsveg sjáist.Flóahreppur: |
|||
10. | Hnaus 2 L192333; Mosató 3 L225133; Breytt byggingamagn og ný lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2506071 | ||
Lögð er fram að nýju tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Hnaus 2 L225132 í Flóahreppi. Í breytingunni felst að byggingareit innan lóðar Mosató 3 L225133 er hnikað til fyrir bílageymslu og reit hagrætt. Þá eru smáhýsi felld út innan lóðar og byggingarmagn minnkar um 240 fm ofan jarðar og hótelherbergjum fjölgar um 4. Einnig eykst byggingarmagn um 700 fm neðan jarðar og verður byggingin neðanjarðar og því ekki sýnileg. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
11. | Ferjunes 2 land 2 (L213234); byggingarheimild; sumarhús – 2508091 | ||
Móttekin var umsókn þann 28.08.2025 um byggingarheimild að flytja 42,5 m2 sumarhús á landið Ferjunes 2 land 2 (L213234) í Flóahreppi. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja erindið, þar sem að undirskriftir allra landeigna sem eiga lóðir að tilvonandi byggingu liggja fyrir. Málinu vísað til byggingarfulltrúa. | |||
12. | Kríumýri L166232; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2508095 | ||
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til Kríumýrar L166232 í Flóahreppi. Í breytingunni felst að heimilt byggingamagn á byggingarreit 2 er aukið úr 200 fm í 350 fm. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
13. | Merkurhraun 1 L173885; Skipulag; Fyrirspurn – 2508075 | ||
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Merkurhrauns 1 L173885 í Flóahreppi. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir landið til að reisa þar sumarhús. | |||
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn Flóahrepps. | |||
14. | Vatnsendi land L216103; Úr íbúðabyggð í landbúnaðar og skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2509010 | ||
Lögð er fram umsóknum að breyta íbúðabyggðinni ÍB8 í Landbúnaðar og skógræktarsvæði á þeim hluta sem skilgreindur er sem íbúðabyggð á Vatnsenda L216103. Sveitarfélagið hefur nú þegar gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á þeim helmingi landsins sem skilgreindur er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. |
|||
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna breytingar á landnotkunarflokkum, úr íbúðabyggð ÍB8 í landbúnaðar og skógræktarsvæði verði vísað í endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps sem nú stendur yfir.
|
|||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | |||
15. | Miðbraut 3 L203104; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2509017 | ||
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðbrautar 3 L203104 í Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
16. | Torfastaðir 1 (L170828); byggingarheimild; íbúðarhús mhl 13 – breyting – 2507075 | ||
Móttekin var umsókn þann 17.07.2025 um byggingarleyfi vegna breytinga á mhl 13 íbúðarhús í farfuglaheimili á jörðinni Torfastaðir 1 (L170828) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki verði gerð krafa um grenndarkynningu vegna málsins þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | |||
17. | Biskupstungnabraut og Þingvallavegur; Hjólastígar; Aðalskipulagsbreyting – 2509014 | ||
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst gerð nýrra göngu- og hjólreiðastíga meðfram helstu vegum í sveitarfélaginu. Markmiðið er að bæta möguleika á vistvænum samgöngum, öryggi vegfarenda og heilsu íbúa og gesta, samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar þjónustu í sveitarfélaginu. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
18. | Minni-Borg L168263; Spennistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2509012 | ||
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Í breytingunni felst að ný lóð umhverfis spennistöð er afmörkuð og fær heitið Borgargil Spennistöð. Lóðin er 50m² og innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 10m² hús með mænishæð allt að 2,5m. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
19. | Hraunbraut 5-7 L204146 og 9-11 L204145; Fjölgun íbúða; Deiliskipulagsbreyting – 2508072 | ||
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Hraunbrautar 5-7 L204146 og Hraunbrautar 9-11 L204145 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 8 íbúðir á hvorri lóð þar sem lágmarksstærð hverrar íbúðar er 50fm. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
20. | Kiðjaberg lóð 102 L215467; Aukið nýtingarhlutfall; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2506066 | ||
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga deiliskipulagsbreytingar fyrir Kiðjaberg lóð 102 L215467 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst aukið nýtingarhlutfall innan svæðisins, allt að 0,05 fyrir kjallara og B-rými. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshreppur að hafna framlagðri breytingu á deiliskipulagi svæðisins vegna fjölda athugasemda sem bárust við grenndarkynningu. | |||
21. | Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255; Frístundabyggð í landi Hæðarenda; Deiliskipulag – 2504092 | ||
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundahúsasvæðis í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða skipulag á landskikunum Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255. Skipulagssvæðið er í heild um 29,7 ha en þar af eru lóðir um 19,1 ha. Samtals er gert ráð fyrir 28 frístundahúsalóðum á skipulagssvæðinu. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshreppur að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
22. | Umsagnarbeiðni; Borun og prófun tilraunaholu við Kaldárhöfða – 2508093 | ||
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna tilkynningar um matsskyldu sem tekur til borunar og prófunar tilraunaholu við Kaldárhöfða. | |||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða matsskyldu sem tekur til borunar og prófunar tilraunaholu við Kaldárhöfða. | |||
23. | Minna-Mosfell L168262; Mosfell L168268; Staðfesting landamerkjalínu milli jarðanna – 2508079 | ||
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 23.04.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri landamerkjalínu milli jarðanna Mosfells L168268 og Minna-Mosfells L168262. Um er að ræða landamerkjalínur milli hnitpunkta pt6-9 skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | |||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun landamerkjalínunnar samkvæmt framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemdir við framlagðri merkjalýsingu. | |||
24. | Klausturhólar 3 (L168960); byggingarheimild; sumarhús – 2506062 | ||
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu umsókn um byggingarheimild fyrir 75,8 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 3 (L168960) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim. | |||
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshreppur að farið verði fram á það að unnin verði merkjalýsing fyrir lóðina Klausturhóla 3 sbr. bókun skipulagsnefndar UTU 25. júní 2025. Umfjöllun um málið er frestað þar til merkjalýsing liggur fyrir. |
|||
25. | Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019 | ||
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Brúarholt II L196050. Í breytingunni felst að landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 þar sem landeigandi hyggst byggja upp litlar landspildur ca. 1 – 1,2 ha að stærð til fastrar búsetu. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 30 ha. |
|||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|||
Hrunamannahreppur: | |||
26. | Laugarland lóð L176084; Bílskúr, breytt skilgreining; Fyrirspurn – 2509003 | ||
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Laugarlands lóðar L176084 í Hrunamannahreppi. Á lóðinni er bílskúr sem er staðsettur nokkra metra frá íbúðarhúsinu. Í fyrirspurninni felst heimild til þess að breyta honum í íbúðarhús og selja sem slíkt og hvaða skilyrði þarf þá að uppfylla. | |||
Skipulagsnefnd UTU telur að fyrirspurnin samræmist ekki núverandi skipulagi og mælist til við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að erindinu verði synjað. | |||
27. | Hlíð spilda 1 L221538; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2008063 | ||
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulags vegna Hlíðar spildu 1 L221538 eftir auglýsingu. Deiliskipulagið tekur til skiptingu landsins, skilgreiningu byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Við gildistöku skipulagsins fellur núverandi deiliskipulag svæðisins úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahreppur að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
28. | Reitur ÍB3 Flúðum; Skilmálabreyting á íbúðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2411078 | ||
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til reits ÍB3 innan þéttbýlisins á Flúðum. Í breytingunni felst heimild fyrir auknu byggingarmagni og hæðum bygginga innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | |||
29. | Vesturbrún 2-8 og 10-20; Þjónustuíbúðir og félagsþjónusta; Deiliskipulagsbreyting – 2411043 | ||
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til Torfudals og Vesturbrúnar í Hrunamannahreppi. Við Vesturbrún er fyrirhugað að reisa þjónustuíbúðir og félagsþjónustu fyrir aldraða. Í breytingunni felst að núverandi íbúðir sem eru á einni hæð við Vesturbrún 10, 12 og 14 verði fjarlægðar og nýtt eins til tveggja hæða íbúðarhús auk kjallara og bílageymslu neðanjarðar byggt í þeirra stað. Áætlað er að í húsinu verði 28 þjónustuíbúðir fyrir aldraða auk 400 fm þjónustukjarni á einni hæð þar sem í verður félagsaðstaða aldraðra og matsalur. Íbúðarhúsin að Vesturbrún 2, 4, 6 og 8 og að 16, 18, og 20 komi til með að standa en þau verða endurgerð og íbúðum í þeim fjölgað. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | |||
30. | Brautarholt L166445; Parhúsalóð í einbýlishúsalóð; Deiliskipulagsbreyting – 2508045 | ||
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að lóðin Holtabraut 11-13 er breytt út parhúsalóð í einbýlishúsalóð. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppur að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | |||
31. | Hlemmiskeið 2C (L174528); byggingarheimild; skemma – 2509011 | ||
Móttekin var umsókn þann 01.09.2025 um byggingarheimild fyrir 240 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Hlemmiskeið 2C (L174528) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | |||
32. | Húsatóftir 4A L222395; Skilgreining svæðis; Deiliskipulag – 2509005 | ||
Lögð er fram umsókn um deiliskipulag sem tekur til Húsatófta 4A L222395 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í umsókninni er óskað er eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Húsatóftir 4A, sem er 7500 m2 að stærð. Heimilt verði að byggja allt að 150 m2 frístundahús og 30 m2 gestahús. Núverandi aðkoma er til suðurs af Vorsabæjarvegi, austan við Efri-Brúnavelli 1. Búið er að leggja vatn og rafmagn að lóðinni. Í aðalskipulagi er landið landbúnaðarsvæði og skv. kafla 2.3.8 um stakar framkvæmdir gilda eftirfarandi heimildir: Stök frístundahús á 0,5-1,0 ha lóðum. Ný hús skulu reist í nágrenni núverandi byggðar til að nýta sem best það þjónustukerfi sem fyrir er. Stök hús skulu að jafnaði reist utan verndarsvæða og landbúnaðarlands í flokki I og II. Nýtingarhlutfall frístundalóða er að jafnaði ekki hærra en 0,03, en getur við sérstakar aðstæður verið allt að 0,05 | |||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að unnið verði deiliskipulagi fyrir svæðið í heild sinni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. | |||
33. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-233 – 2509001F | ||
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 25-233 | |||
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram. | |||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45