Skipulagsnefnd fundur nr. 98 – 22. október 2015

Skipulagsnefnd – 98. fundur  

haldinn Laugarvatn, 22. október 2015

og hófst hann kl. 09:30

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Ingibjörg Harðardóttir, Varamaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá: 

1.   Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1507019
Sótt hefur verið um að byggja um 96 fm starfsmannahús úr timbri á lóðinni Mýrarstígur 3 á Flúðum. Málið lagt fyrir skipulagsnefnd til að meta samræmi umsóknarinnar við gildandi deiliskipulag svæðisins. Auk starfsmannahúss hefur verið sótt um leyfi fyrir um 350 fm stálgrindarhúsi á lóðinni.
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirhuguð umsókn skilmálum gildandi deiliskipulags enda er gert ráð fyrir byggingu atvinnuhúsnæðis á lóðinni.
 
2.   Hvammsvegur: Hrunamannahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1505018
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Í breytingunni felst færsla Hvammsvegar á um 500 m kafla milli Högnastaða og Hvamms. Tillagan var auglýst til kynningar 3. september 2015 með athugasemdafresti til 16. október. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
 
3.   Syðra-Langholt 3 166820: Syðra-Langholt 6 og 6a: Stofnun lóðar og sameining lóða – 1510035
Lögð fram umsókn dags. 18. október 2015 um stofnun 3,03 ha lóðar úr landi Syðra-Langholts 3 lnr. 166820. Gert er ráð fyrir að lóðin verði síðan sameinuð aðliggjandi lóð, Syðra-Langholt 6 lnr. 223470. Á þeirri lóð hefur verið samþykkt umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á grundvelli grenndarkynningar. Auk stækkunar lóðar er óskað eftir heimilt til að færa áður samþykkta staðsetningu íbúðarhúss til austurs, yfir á nýja hluta lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindrar lóðar og að hún verði í framhaldinu sameinuð aðliggjandi lóð. Aftur á móti telur nefndin að þar sem fyrirhuguð staðsetning hússins hefur breyst frá því að málið var grenndarkynnt að þá þurfi að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina að nýju.
 
4.   Sandamýri: Einiholt 1: Stofnun lóðar – 1502085
Lögð fram umsókn dags. 1. október 2015 um stofnun 10,37 ha spildu úr landi Einholts 1 lnr. 167081. Áður hafði skipulagsnefnd samþykkt stofnun 5,37 ha spildu á þessu svæði með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á landamörkum og samþykki vegagerðarinnar á aðkomu. Fyrir liggur að Vegagerðin gerir ekki athugasemd við aðkomuna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Jafnframt er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
5.   Brennimelslína: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1505060
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016, Bláskógabyggð, er varðar endurbyggingu Brennimelslínu 1. Breytingin er gerð vegna stækkunar Brennimelslínu úr 220 kv í 400 kV. Tillagan var auglýst 3. september 2015 með athugasemdafresti til 16. október. Athugasemdir hafa borist frá Kjósahrepp og eigendum Fremra-Hálsi í Kjósahreppi sem varða landamerki sveitarfélaganna og jarðanna Fellsenda og Fremra- Háls.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Sveitarfélagsmörk Bláskógabyggðar eins og þau eru sýnd í aðalskipulaginu eru í samræmi við þau mörk sem fram koma í gildandi aðalskipulagi Kjósahrepps enda eru þau fengin frá Landmælingum Íslands. Varðandi landamörk einstakra jarða að þá er ekki verið að taka afstöðu til þeirra í aðalskipulagi. Aðalskipulag er stefnumörkun sveitarstjórnar um landnotkun innan stjórnsýslumarka sveitarfélagsins og í dag telst umrætt svæði til Bláskógabyggðar. Beiðni um breytingar á stjórnsýslumörkum ber að beina til Landmælinga Íslands sem heldur utan um gögnin.
 
6.   Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009
Á fundi skipulagsnefndar 9. júlí 2015 var tekið fyrir erindi um heimild til gerðar deiliskipulags lóðar í landi Heiðarbæjar lnr. 222397. Taldi nefndin að deiliskipulagið þyrfti einnig að ná yfir lóð sem lægi aðeins sunnar. Nú er tillaga að deiliskipulagi lögð fram og nær það yfir tvær um 1,5 ha frístundahúsalóðir. Á annarri þeirra (lnr. 222397) er einn byggingarreitur þar sem byggja má allt að 250 fm frístundahús og 30 fm aukahús. Á hinni lóðinni (lnr. 170186) eru afmarkaðir 3 byggingarreitir og gert ráð fyrir að á hverjum þeirra verði heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús og 30 fm aukahús.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með að samþykkt verði deiliskipulag þar sem byggja má þrjú 150 fm frístundahús auk þriggja 30 fm aukahúsa á einni og sömu fasteigninni (einni lóð). Tveir möguleikar eru í stöðinni að mati nefndarinnar, annarsvegar að skilmálar lóðar með lnr. 170186 verði þeir sömu og á lóð með lnr. 222397, eða þá að gert verði ráð fyrir að lóð með lnr. 170186 verði skipt í þrjár um 0,5 ha lóðir. Ekki er gerð athugasemd við að slíkar tillögur verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að þá liggi fyrir samþykki landeigenda.
 
7.   Heiði lnr. 167104: Ný lóð undir íbúðarhús: Stofnun lóðar – 1510033
Lögð fram umsókn dags. 15. október 2015 um stofnun lóðar utan um íbúðarhúsið á jörðinni Heiði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
8.   Böðmóðsstaðir 1 land lnr. 222890: Breyting á heiti lóðar – 1510034
Lögð fram umsókn dags. 1. október 2015 þar sem óskað er eftir að landið/lóðin Böðmóðsstaðir 1 land (lnr. 222890) fái heitið Garðyrkjustöðin Brúará eða þá eingöngu heitið Brúará.
Að mati skipulagsnefndar er gerð athugasemd við báðar tillögur að nýju nafni á landinu. Æskilegt væri að landið héldi nafni Böðmóðsstaða með númeri á eftir.
 
9.   Syðri-Reykir 4 lnr. 167165: Syðri-Reykir 4, vegsvæði: Stofnun lóðar – 1510039
Lögð fram umsókn dags. 25. september 2015 um stofnun 1,18 ha spildu úr landi Syðri-Reykja 4 lnr. 167165 undir vegsvæði vegna endurbyggingar Reykjavegar. Meðfylgjandi er lóðablað unnið af Vegagerðinni dags. 12. maí 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Að mati nefndarinnar eru fyrirliggjandi gögn ófullnægjandi. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
10.   Syðri-Reykir 1 lnr. 167162: Syðri-Reykir 1, vegsvæði – 1510040
Lögð fram umsókn dags. 25. september 2015 um stofnun 11,04 ha spildu úr landi Syðri-Reykja 1 lnr. 167162 undir vegsvæði vegna endurbyggingar Reykjavegar. Meðfylgjandi er lóðablað unnið af Vegagerðinni dags. 12. maí 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Að mati nefndarinnar eru fyrirliggjandi gögn ófullnægjandi. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
11.   Vörðuás 7 og 9: Úthlíð: Deiliskipulagsbreyting – 1509005
Lögð fram að nýju umsókn dags. 17. september 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarskilmálum fyrir lóðina Vörðuás 9 í Úthlíð. Óskað er eftir að byggingarmagn aukist í 490 fm. Lóðin er 28.488,7 fm að stærð. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 28. september 2015 og í kjölfarið var fundur með fulltrúum sveitarstjórnar og umsækjenda um framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Þar kom fram að ekki eru uppi hugmyndir um breytingu á landnotkun lóðarinnar.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórna samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
 
12.   Grímkelsstaðir 170865: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1510009
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 82,2 ferm og 311,5 rúmm úr timbri.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
13.   Álftavatn 2A lnr. 168307: Álftavatn 1, 1A, 2 og bátaskýli: Stofnun lóðar og staðfesting á lóðamörkum – 1510037
Lögð fram umsókn dags. 2. október 2015 um stofnun lóðar úr landi Álftavatns 2A undir bátaskýli. Bátaskýlið er í dag skráð á lóð Álftavatns 1 og er í sameiginlegri eign eigenda fjögurra lóða. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar auk hnitsetta afmörkun lóðanna fjögurra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar undir bátaskýli og ekki er gerð athugsemd við afmörkun lóðanna fjögurra með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.
 
14.   Langholt 2 lnr. 166249: Deiliskipulag – 1509072
Á fundi skipulagsnefndar 28. september 2015 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta lands Langholts 2 þar sem gert var ráð fyrir tveim byggingarreitum, B1 og B2. Á B1 var heimilt að reisa allt að 70 fm gestahús og 40 fm gallerí og á reit B2 var heimilt að byggja 2 allt að 55 fm frístundahús til viðbótar við núverandi hús sem er 34 fm að stærð. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi 7. október þar til fyrir lægu gögn sem sýna afmörkun landspildna sem getið er um í afsölum gefnum út af Bakka sf Tryggvagötu 2A á Selfossi dags. 13. maí 1987. Afsölin eru undirrituð af Sigmari Eiríkssyni og Hreggviði Hermannssyni. Eru þessi gögn nú lögð fram auk þess sem deiliskipulagið er lagt fram með þeirri breytingu að stærð fyrirhugaðra húsa verði allt að 85 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurskoðaða tillögu og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Að mati nefndarinnar er kynningarferli deiliskipulagsins vettvangur til að fá fram formlegar athugasemdir sem varða t.d. landamörk.
 
15.   Kolsholt 1 166358: Kolsholt: Stofnun lóðar – 1510032
Lögð fram umsókn dags. 23. september 2015 um stofnun 2,39 ha lóðar úr landi Kolsholts lnr. 166358 utan um núverandi íbúðarhús. Á landinu er skemma sem fyrirhugað er að flytja á annan stað á jörðinni Kolsholt og verður hún því ekki skráð á nýja lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
16.   Skálmholt land 193160: Aðalskipulagsbreyting – 1412001
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að breyta hluta af svæði fyrir frístundabyggð úr landi Skálmholts, merkt F15, í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða 8 ha svæði og er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni. Tillagan var kynnt skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga með auglýsingu sem birtist 3. september 2015 með athugasemdafresti til 16. október. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst samhliða. Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Björgvin Skafti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
17.   Urðarlaut 193160: Skálmholt: 8,22 ha lögbýli: Deiliskipulag – 1503023
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi um 8 ha lögbýlis á spildu úr landi Skálmholts í Flóahreppi sem kallast mun Urðarlaut. Svæðið liggur við aðkomuveg að Skálmholtshrauni og samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þar verði heimilt að reisa allt að 360 fm íbúðarhús og bílageymslu og allt að 600 fm fjölnota skemmu. Á landinu stendur tæplega 37 fm sumarhús og 22 fm gestahús og verður heimilt að stækka þessar byggingar í 170 fm.Tillagan var auglýst 3. september 2015, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins, með athugasemdafresti til 16. október. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dags. 20. júlí 2015.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt og feli skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Björgvin Skafti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
18.   Lækur 166266: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – 1509076
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð úr timbri 210 ferm og 816,6 rúmm í stað húss sem hefur verið rifið.
Nefndin samþykkir að fallið sé frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki eru aðrir hagsmunaaðilar en sveitarfélagið og umsækjandi og ekki er um fjölgun íbúða á jörðinni að ræða. Erindinu er vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
 
19.   Fljótshólar 3 lóð lnr. 210325: Breyting á heiti lóðar – 1510046
Lögð fram umsókn dags. 8. september 2015 þar sem óskað er eftir að landið Fljótshólar 3 lóð fá nýtt heiti, Óshólar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýtt nafn á landinu.
 
20.   Hraunvellir: Ólafsvellir: Aðalskipulagsbreyting – 1508074
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem nær til lögbýlisins Hraunvellir. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt með auglýsingu sem birtist 3. september 2015. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar um lýsinguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
21.   Stærðarviðmið á vindmyllum: Beiðni stýrihóps Flóahrepps um álit Skipulagsnefndar Uppsveita – 1510038
Unnið er að endurskoðun aðalskipulags fyrir Flóahrepp og á fundi stýrihóps þann 30. september 2015 kom fram að óskað væri eftir áliti skipulagsnefndar á viðmiðunarmörkum varðandi hæð stakra mannvirkja eins og mastra og lítilla vindmylla til samanburðar.
Skipulagsnefnd telur æskilegt að settar verði samræmdar reglur um stök mannvirki í sem flestum sveitarfélögum. Áframhaldandi umræðum um málið vísað til næsta fundar.
 
22.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-15 – 1509007F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. september 2015.
 
23.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-16 – 1510001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. október 2015.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45