Skipulagsnefnd fundur nr. 91 – 11. júní 2015

Skipulagsnefnd – 91. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 11. júní 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

Flóahreppur

1.   Miklaholtshellir 166267: Miklaholtshellir 221775 og Miklaholtshellir 189762: Stofnun lóðar og afmörkun lóða – 1506025
Lögð fram umsókn um stofnun 15.000 fm lóðar úr landi Miklaholtshellis lnr. 166267 auk umsóknar um staðfestingu á hnitsetningu lóðarinnar Miklaholtshellir lóð 189762. Þá er einnig gert ráð fyrir að breyta heitum þeirrar lóðar og aðliggjandi lóðar í Miklaholtshellir lóð 1 og lóð 2. Ný lóð mun kallast Miklaholtshellir lóð 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um samþykki aðliggjandi eigenda og samþykki Vegagerðar á nýrri tengingu.
2.   Gaulverjabæjarkirkja 165481: Gaulverjabær 165480: Stækkun lóðar – 1506027
Lögð fram umsókn um stækkun lóðar Gaulverjabæjarkirkju lnr. 165481 úr landi Gaulverjabæjar lnr. 165480 úr 1.780 fm í 2.310 fm. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir fyrirhugaða stækkun.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt þjóðskrá er skráð stærð lóðarinnar 0,0 ha sem gæti þýtt að lóðin sé ekki þinglýst. Nefndin gerir þó ekki athugasemd við að lóð utan um Gaulverjabæjarkirkju verði afmörkuð í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
 

Grímsnes- og Grafningshreppur

3.   Lækjarbakki 12 og 33: Búrfell 1: Deiliskipulagsbreyting – 1506024
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Búrfells 1 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir gönguleið milli lóðanna Lækjarbakki 12 og 33. Lóð nr. 12 minnkar úr 6.988 fm í 6.719 fm og lóð nr. 33 úr 7.179 fm í 6.988.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með fyrivara um samþykki eigenda lóða nr. 33 og 12.
4.   Illagil 21: Kvörtun: jarðvegsmön – 1502033
Með bréfi byggingarfulltrúa dags. 9. apríl 2015 var óskað viðbrögðum eigenda lóðarinnar Illagils 21 í landi Nesja, Grímsnes- og Grafningshreppi, um ákvörðun skipulagsnefndar um að fjarlægja þurfi jarðvegsmön á lóðinni vegna áhrifa hennar á ásýnd og umhverfi. Fyrir liggur svarbréf Sveins Guðmundssonar hrl. dags. 14. maí 2015, f.h. lóðarhafa.
Skipulagsnefnd fellst ekki á rökstuðning þann sem fram kemur í bréfinu. Nefndin telur ekki að hægt sé að líta svo á að þáverandi byggingarfulltrúi hafi heimilað að gengið yrði frá uppgreftri hússins með þeim hætti sem gert var þó svo að hann hafi mælst til þess uppgröfturinn yrðin nýttur innan lóðar. Nefndin samþykkti á fundi þann 16. október 2014 að fjarlægja bæri mönina þar sem hún hefði áhrif á ásýnd og umhverfi frá aðliggjandi lóðum. Skv. X kafla laga um mannvirki nr. 160/2010 er lóðarhafa er gert að fjalægja mönina fyrir 1. ágúst 2015 að viðurlögðum dagsektum kr. 100.000 fyrir hvern dag sem verkið dregst fram yfir þann tíma.
 

Bláskógabyggð

5.   Kjósarskarðsvegur (48): Framkvæmdaleyfi – 1506004
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Kjósaskarðsvegar og lagningu slitlags. Alls er áætlað að endurbyggja 6,5 km og verður efnistaka í sveitarfélaginu Kjós samkvæmt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000 sem tók gildi 1. júní sl. fellur framkvæmdin undir lið 10.10 í 1. viðauka laganna (framkvæmd í flokki C), sem felur í sér framkvæmdina þarf að tilkynna til leyfisveitenda framkvæmdaleyfisins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar skipulagsnefndar sem verður 25. júní. Lagfæra þarf gögn til samræmis við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Einnig er það krafa nefndarinnar að breyta þurfi hönnun tengingar Kjósaskarðsvegar við Þingvallaveg á þann veg að gert sé ráð fyrir að- og fráreinum auk aðgreiningu akstursstefna við gatnamótin.
6.   Áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður- og kjarrelda – 1505063
Lögð fram til kynningar greinagerð dags. 19. desember 2014 sem kallast Áhættumat fyrir sumarhúsabyggðar í Bláskógabyggð vegna gróður- og Kjarrelda. Greinargerðin var unnin af Mannvit fyrir Bláskógabyggð.
Að mati nefndarinnar er um gott framtak að ræða og mikilvægt að haldið verði áfram með verkefnið á næsta skref.
7.   Árgil: Haukadalur: Stækkun húss – 1506030
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Árgils í Haukadal dags. 3. júní 2015 varðandi það hvort að heimilt verður að stækka veitingaaðstöðu núverandi húss þar sem í dag er rekinn 9 herbergja gisti- og veigingaþjónusta. Fyrirhugað er að stækka húsið úr 227 fm í 350 fm. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun núverandi húss um 123 fm en frestar afgreiðslu þar til drög að teikningum af stækkun húss liggja fyrir.
 

 

 

 

Ásahreppur

8.   Grasatangi við Þórisvatn: Vatnamælingastöð: Framkvæmdaleyfi – 1506028
Lagt fram erindi Landsvirkjunar dags. 4. júní 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa hús yfir mælabúnað og borholu á enda Grasatanga við Þórisvatn og leggja háspennustreng og ljósleiðara frá Vatnskoti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd, með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytisins og að skilað verði inn lóðablaði utan um mannvirki á svæðinu. Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar.
 

Hrunamannahreppur

9.   Leppistungur 166846: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – stækkun. – 1506023
Sótt er um stækkun á fjallaskála úr timbri. Byggt verður við húsið til austurs og suðurs, nýr svefnskáli og anddyri. Stækkun er 45 ferm, stærð eftir stækkun verður 116 ferm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytisins.
 

Bláskógabyggð

10.   Heiðarbær Birkilundur 170203: Umsókn um byggingarleyfi: Bátaskýli – 1506002
Sótt er um leyfi til að byggja við bátaskýli 27,8 ferm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun verður 82,9 ferm og 241,1 rúmm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
11.   Brú 167070: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús – 1506022
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús á eldri haugkjallara frá því um 1985. Haugkjallarinn var ætlaður undir fjósbyggingu sem hætt var við að byggja.
Nefndin samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir hesthúsi á áður fyrirhuguðum fjósgrunni. Fallið er frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
 

Hrunamannahreppur

12.   Ásgarður 166712: Stöðuleyfi: Herbergiseiningar – 1506018
Sótt er um stöðuleyfi fyrir allt að 10 nýjar herbergjaeiningar á grunn ofan við bílastæði norðan aðalhús. Herbergjaeiningarnar verða síðar notaðar sem 2. hæð fyrirhugaðrar hótelbyggingar
Nefndin tekur jákvætt í erindið og gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmið við óskir umsækjanda að uppfylltum skilyrðum um brunavarnir og hollustuhætti.

13.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-08 – 1506001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. júní 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00