Skipulagsnefnd fundur nr. 88 – 22. apríl 2015

Skipulagsnefnd – 88. fundur  

haldinn  á Þingborg, 22. apríl 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Mjóanes lóð 11: Mjóanes: Deiliskipulagsbreyting – 1504001 – Bláskógabyggð
Lagt fram erindi Samúels Smára Hreggviðssonar dags. 9. mars 2015, f.h. eigenda lóðarinnar Mjóanes lóð 11, Bláskógabyggð. Óskað er eftir breytingu á lóðarinnar sem felst í stækkun byggingarreitar þannig að hann verði 60 m frá vatnsbakka og 10 m frá lóðarmörkum. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða breytingu.
Í aðalskipulagi svæðisins kemur fram að almennt skuli miðað við að fjarlægð mannvirkja frá Þingvallavatni skuli vera 100 m og í deiliskipulagi svæðisins miðast byggingarreitir flestra við þá fjarlægð frá vatni þó svo að á nokkrum þeirra er gert ráð fyrir minni fjarlægð. Ekki er fallist að stækka byggingarreitin eins og sótt er um samþykkt að hann verði stækkaður umhverfis núverandi hús, en þó ekki nær vatni.
2.   Brekkuskógur: Orlofssvæði BHM: Deiliskipulagsbreyting – 1502035 – Bláskógabyggð
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM sem felst í að gert verði ráð fyrir áhaldahúsi sem er allt að 120 fm að flatarmáli og 3,8 m að hæð andspænis núverandi þjónustumiðstöð. Tillagan var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum með bréfi dags. 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 10. apríl. Fyrir liggur athugasemd Björn Jóhannessonar hrl. dags. 9. apríl 2015, f.h. landeigenda, þar sem fyrirhugaðri breytingu er mótmælt.
Að mati nefndarinnar er ekki fallist á röksemdir athugasemdar um að óheimilt sé að vera með áhaldahús á svæðinu en samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar er heimilt að vera með geymslur á slíkum svæðum. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd.
3.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði í landi Brúsastaða og Svartagils: Deiliskipulagsbreyting – 1503015 – Bláskógabyggð
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Hakið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í breytingunni felst stækkun á lóð og byggingarreit fræðslumiðstöðvar á Hakina vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í gildandi skipulagi var gert ráð fyrir 800 fm viðbyggingu á tveimur hæðum en nú er gert ráð fyrir allt að 900 fm viðbyggingu á einni hæð.Meðfylgjandi er deiliskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu og skýringaruppdrætti. Matsáætlun vegna umhverfisskýrslu hefur verið send til skoðunar Skipulagsstofnunar
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu, með fyrirvara um minniháttar breytingar á henni til að koma til móts við hugsanlegar ábendingar Skipulagsstofnunar við matsáætlun.
4.   Hverabraut 1: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504049 – Bláskógabyggð
Lögð fram umsókn Gufu ehf. dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir að skipulagi verði breytt á þann veg að gönguleið neðan baðstaðar á bökkum Laugarvatns verði lokuð til að hægt verði að taka niður girðingar sem hindra útsýni baðgesta. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir breytingu á gönguleið auk uppdráttar sem sýnir hugmyndir um nýtingu svæðis í Laugarvatni utan baðstaðar.
Skipulagsnefnd mælir með að lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna færslu göngustígs frá vatni verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar samræmast hugmyndir um byggingu bryggjukants út í vatnið gildandi deiliskipulagi.
5.   Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075 – Bláskógabyggð
Lögð fram tillaga að skipulagi lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Samkvæmt henni verður gert ráð fyrir byggingu 16 orlofshúsa á lóðinni. Tólf húsanna verða allt að 50 fm á einni hæð og fjögur allt að 70 fm. Eitt húsanna verður aðstöðu og inntakshús.
Það er mat nefndarinnar að ekki sé æskilegt að gera ráð fyrir uppbyggingu svona margra lítilla orlofshúsa á þessum stað í Reykholti. Ákvörðun um hvort að breyta eigi aðalskipulagi sveitarfélagsins úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu er vísað til sveitarfélagsins.
6.   Lindarskógur 6-8: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504050 – Bláskógabyggð
Lögð fram umsókn Sigurðars Sigurðssonar dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Lindarskóg. Óskað er eftir byggingarreitur lóðar 6-8 verði stækkaðar um 22 m í átt að götu og verða þá 4,2 m frá húsi að lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir að byggingarreitur stækki um 15 m til austurs.
Skipulagsnefnd mælir með að tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint erindi verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum innan svæðisins.
7.   Vatnsleysa 1 land 5: Frístundalóðir: Deiliskipulag – 1504043 – Bláskógabyggð
Lögð fram umsókn Hermanns Ólafssonar dags. 16. apríl 2015, f.h. landeigenda, um deiliskipulag fjögurra nýrra um 2,4 ha frístundahúsalóða á spildu (lnr. 217915) úr landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Innan svæðisins er ein eldri 5.000 fm lóð (lnr. 167619). Skilmálar svæðisins gera ráð fyrir að á lóðunum megi byggja eitt sumarhúsa auk 25 fm aukahuss. Nýtingarhlutfall lóðanna er 0.03.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst með fyrirvara um að í skilmálum komi fram upplýsingar um hámarkshæð hús og þakgerð. Að mati skipulagsnefndar getur hámarkshæð húss verið allt að 6,5 m. Gera þarf lagfæringar á texta greinargerðar í samráði við skipulagsfulltrúa. Helgi Kjartansson oddviti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
8.   Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargata frístundabyggð: Skálabrekka: Deiliskipulag – 1412015 – Bláskógabyggð
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 36 ha svæði úr landi Skálabrekku í Bláskógabyggð. Tillagan var auglýst öðru sinni 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar og bárust tvö athugasemdabréf á kynningartíma. Þá liggja fyrir umsagnir Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Umsækjendur deiliskipulags hafa lagt fram endurskoðaða tillögu þar sem komið er til móts við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi staðsetningu hreinsimannvirkja og umfjöllun um fráveitu í greinargerð, auk þess sem lega Lindarbrekku hefur verið breytt lítillega til að koma til móts við hluta athugasemda. Þá liggja einnig fyrir viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykku deiliskipulagið með eftirfarandi breytingum: 1) Að lóðarmörk frístundahúsalóða verði í a.m.k. 10 m fjarlægð frá vatnsbakka 2) Að eingöngu verði gert ráð fyrir einni tengingu við þjóðveg, þ.e. að ekki verði bætt við nýrri tengingu.
9.   Heiði: Frístundabyggð: Deiliskipulagsbreyting – 1502010 – Bláskógabyggð
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Heiðar í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkað var sem leikvöllur er breytt í frístundahúsalóð. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 21. janúar 2015 með athugasemdafrest til 19. febrúar. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.   Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag – 1504002 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir jörðina Kiðjaberg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan var auglýst 21. ágúst 2014 með athugasemdafresti til 3.október. Tvö athugasemdabréf bárust á kynningartíma auk þess sem fyrir liggja nýjar umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands. Deiliskipulagsgögnin er lögð fram með minniháttar breytingum varðandi neysluvatn og fráveitu til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þá liggja fyrir drög að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki ofangreinda tillögu að deiliskipulagi með breytingum sem gerðar hafa verið í tengslum við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og einnig með breytingu á byggingarreit lóðar nr. 78 sbr. samþykkt sveitarstjórnar frá 4. mars 2015. Ekki er gerð athugasemd við drög að umsögn um athugasemd og skipulagsfulltrúa falið að klára hana í samvinnu við lögfræðing sveitarfélagsins.
11.   Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10 í landi Ásgarðs. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 25. febrúar 2015 með athugasemdafresti til 27. mars. Frestur til að koma með athugasemdir var síðan lengdur til 10. apríl í samræmi við ósk þess efnis. Fimm athugasemdabréf bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum umsækjenda við innkomnum athugasemdum.
12.   Nesjavallavirkjun: Prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal: Framkvæmdaleyfi – 1504019 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram umsókn Orku Náttúrunnar dags. 25. mars 2015 um framkvæmdaleyfi vegna prófunar á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal á Nesjavöllum. Í framkvæmdum felst að lögð verði lögn frá Nesjavallaæð þar sem hún liggur um Kýrdal að umræddum holum innar í dalnum og losa þar umfram upphitað grunnvatn yfir sumarmánuðina og losna við að losa það á yfirborði eins og nú er gert. Ef tilraunin gengur vel verður óskað eftir breytingu á deiliskipulagi til að gera framkvæmdina varanlega. Fram kemur að send verði fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi það hvort framkvæmdin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum auk þess sem hún verður kynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Jarðskjálftavakt Veðurstofu Íslands.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Jafnframt er óskað eftir að forsvarsmenn Orku Náttúrunnar komi á næsta fund skipulagsnefndar og kynni málið fyrir nefndinni.
13.   Nesjavallavirkjun: Malarnáma við Stangarháls: Framkvæmdaleyfi – 1504020 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lagt fram erindi Orku Náttúrunnar dags. 25. mars 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir allt að 50.000 m3 efnistöku úr malarnámu við Stangarháls á Nesjavöllum. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í samræmi við fyrirliggjandi erindi, með fyrirvara um umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
14.   Nesjavallavirkjun: Prófun á holu HK-20 á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi – 1504022 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lagt fram erindi Orku Náttúrunnar þar sem óskað er eftir heimild til að gera tilraun með að farga upphituðu grunnvatni í 176 m tilraunaborholu HK-20 sem er staðsett austan til á Hellisheiði rétt við veginn sem liggur meðfram Nesjavallaæðinni. Er markmið tilraunarinnar að minnka förgun á á heitu vatni á yfirborði í nágrenni Nesjavallavirkjunar. Fyrir liggur minnisblað unnið af Vatnskil í mars 2015 um mat á áhrifum niðurdælingar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Jafnframt er óskað eftir að forsvarsmenn Orku Náttúrunnar komi á næsta fund skipulagsnefndar og kynni málið fyrir nefndinni.
15.   Hengill: Hjólaleið í afrétti Grafnings: Fyrirspurn – 1502082 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að merkja hjólaleið vestan við Hengil. Leiðin er innan þjóðlendu og liggur bæði í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélagsins Ölfus. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 26. febrúar 2015 og var skipulagsfulltrúa falið að leita samráðs við skipulagsfulltrúa Ölfus um málið. Þann 13. apríl sl. fóru skipulagsfulltrúar sveitarfélaganna á fund í Orkuveitunni þar sem verkefnið var kynnt betur. Fyrir liggur að málið hefur ekki verið afgreitt í sveitarstjórn Ölfus þar sem ákveðið hefur verið að fjalla um málið í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en afgreiðslu vísað til endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. 
16.   Ásborgir 7 og 22: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1504048 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram umsókn Grímsborga ehf. dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Ásborga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að lóðum nr. 7 og 22 verði breytt úr íbúðarhúsalóðum í lóðir fyrir gisti- og/eða veitingahús. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða breytingu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og formanni skipulagsnefndar falið að fara yfir málið með umsækjenda.
17.   Sólheimar: Endurskoðað deiliskipulag – 1501077 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í nýju deiliskipulagi er verið að samræma heiti og númer lóða innan svæðisins auk þess sem Íbúðabyggð ofan við Sesseljuhús er breytt lítilsháttar, gert ráð fyrir heilsugarði með 5 húsum vestast í byggðinni er nýr. Þar er stór byggingarreitur fyrir allt að 5 hús, sýndir eru byggingarreitir atvinnuhúsnæðis austan Sólheimavega og gert ráð fyrir stækkun verslunarhúss, gróðurhúsa, Bergheima, Sesseljushúss, Vígdísarhúss o.fl. Á fundi skipulagsnefndar 29. janúar 2015 var afgreiðslu frestað þar sem nefndin taldi að afmarka þyrfti byggingarreiti á öllum lóðum innan svæðisins og var skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagshönnuð um málið. Í þeirri tillögu sem nú er lögð fyrir hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar en skipulagshönnuður taldi ekki þörf á að gera ráð fyrir byggingarreit á öllum lóðum þar sem ekki eru fyrirhugaðar aðrar stækkanir en sýndar eru á tillögunni.
Skipulagsnefnd mælir með að fyrirliggjandi tillaga að endurskoðun deiliskipulags Sólheima verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
18.   Stangarhylur: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1504041 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram umsókn Magnúsar Jónssonar dags. 1. apríl 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi hluta landsins Stangarhylur, úr efnistökusvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu og að þar verði heimilt að reisa allt að 250 herbergja hótel. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu Hótels auk þess sem afmarkað hefur verið nýtt svæði fyrir efnistökusvæði.
Afgreiðslu málsins vísað til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
19.   Sunnubakki: Ásgarður: Fyrirspurn – 1504039 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram fyrirspurn Búgarðs ehf. dags. 14. apríl 2015 um hvort að mögulegt sé að breyta hluta frístundabyggðar í landi Ásgarðs svæði fyrir atvinnu- og ferðaþjónustutengt svæði og einnig hvort að heimilt yrði að byggja 4-5 hús á hverri lóð. Svæðið sem um ræðir kallast Sunnubakki og liggur að Soginu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru 11 frístundahúsalóðir á svæðinu á bilinu 6.209 til 15.593 fm. Meðfylgjandi er minnisblað A2F arkitekta ehf. dags. 25. mars 2015.
Afgreiðslu frestað og málinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
20.   Selmýrarvegur 9: Ásgarður: Fyrirspurn – 1504040 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Löðg fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Selmýrarvegur 9 dags. 13. apríl 2015 um hvort að staðsetja megi frístundahús á lóðinni utan byggingarreitar þannig að það verði 40 m frá Sogsvegi í stað 50 m. Ástæða fyrirspurnar er vilji til að staðsetja húsið á flöt sem er á svæðinu og sleppa við að eyða fallegum gróðri sem er innan byggingarreitar.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að byggingarreit verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi þar sem byggingarreitur er þegar nær þjóðvegi en gildandi skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir.
21.   Rimahverfi: Frístundasvæði: Klausturhólar: Deiliskipulag – 1504035 – Grímsnes- og Grafningshreppur
Lögð fram beiðni Péturs H. Jónssonar dags. 24. mars 2015, f.h. landeigenda, um að deiliskipulag fyrir Rimahverfi úr landi Klausturhóla verði tekið til umfjöllunar. Skipulagssvæðið er um 185 ha að stærð og eru 104 frístundahúsalóðir þar inna, þar af eru 60 byggðar og af þeim 44 sem eru óbyggðar en 14 af þeim eru til sem fasteignir í þjóðskrá. Deiliskipulag er í gildi fyrir efri hluta svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á kynningartíma skal leita umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
22.   Hraunvellir: Ólafsvellir: Deiliskipulagsbreyting – 1503011 – Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Lögð fram umsókn Haraldar Þórs Jónssonar dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Óskað er eftir heimild til að byggja 2 hús að hámarki 45 fm að stærð sem nota á sem gistirými fyrir ferðamenn. Á fundi skipulagsnefndar 12. mars 2015 var óskað eftir breytingu á deiliskipulaginu sem fól í sér nokkuð umfangsmeiri starfsemi en nú er gert ráð fyrir og taldi skipulagsnefnd að gera þyrfti breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Eigandi landsins vill halda áfram með það mál en óskar jafnframt eftir heimild til að fá að breyta deiliskipulaginu í styttra skrefi til að byrja með sem væri í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags um landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að samþykkt verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um að í skilmálum komi fram sambærilegar kröfur til bygginga og gert er fyrir aðrar byggingar á svæðinu vegna flóðahættu. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.   Sandlækjarkot 2 179080: Vélageymsla/hænsnahús: Fyrirspurn – 1501078 – Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Lagt fram að nýju erindi Eiríks Kristins Eiríkssonar f.h. Strá ehf. þar sem óskað er eftir að vélageymsla á jörðinni Sandlækjarkot 2 lnr. 179080 verði breytt í hænsnahús að nýju, en það var upphaflega byggt og notað sem slíkt árið 1983. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi nefndarinnar 29. janúar 2015 og skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um málið. Nú liggur umsögnin fyrir sbr. tölvupóstur dags. 23. mars 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu vélageymslunnar í hænsnahús og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
24.   Hraunhólar: Skaftholt: Stækkun íbúðarsvæðis sunnan Árness: Aðalskipulag – 1504015 – Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Lögð fram aðalskipulagsbreyting til samræmis við bókun skipulagsnefndar frá 8. september 2014 sem staðfest var í sveitarstjórn 16. september.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.   Hraunhólar: Skaftholt: Íbúða- og frístundalóðir: Deiliskipulag – 1504014 – Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Lagt fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Hraunhóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem felur í sér að afmarkaðar eru þrjár nýjar íbúðarhúsalóðir austaun við núverandi íbúðarhús auk þriggja frístundahúsalóða þar sunnan við. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu að aðalskipulagi svæðisins sem einnig er til meðferðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
26.   Egilsstaðir I: Ferðaþjónustusvæði: Deiliskipulag – 1504017 – Flóahreppur
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Egilsstaðir I í Flóahreppi. Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 4. desember 2013 var samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga þegar undanþága umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fjarlægðar frá vegi lægi fyrir. Undanþágan var veitt með bréfi dags. 10. október 2014 en þar sem langur tími hefur liðið frá samþykkt sveitarstjórnar auk þess sem ný hefur tekið við er málið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.   Ísgöng í Langjökli: Beiðni um umsögn – 1504042
Lagt fram erindi Borgarbyggðar dags. 26. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 varðandi ísgöng í Langjökli ásamt umhverfisskýrslu og einnig um deiliskipulag skála- og þjónustusvæði fyrir ferðamenn á Langjökli og Geitlandi ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreindar skipulagstillögur. Þó er bent á að sérstakt er að fá tillögu um skipulag til umsagnar sem varðar framkvæmdir sem þegar eru langt komnar miðað við fréttaflutning af málinu.
28.   Lindarbær 1 C 176845: fyrirspurn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1504007 – Ásahreppur
Fyrirspurn hvort flytja megi sumarhús 41,3 ferm og 114,8 rúmm úr timbri. Húsið verður endurgert og stækkað þannig að það uppfylli ákv. byggingarreglugerðar sem íbúðarhús. Til stendur að byggja við húsið 47,2 ferm. og síðan stakstæða bílgeymslu 41 ferm. Heildarstærð 129,5 ferm og 344,4 rúmm.
Skipulagsnefnd mælir með að auglýst verði að nýju deiliskipulagstillaga fyrir svæðið. Afgreiðslu byggingarleyfis frestað þar til deiliskipulagið hefur tekið gildi.
29.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-04 – 1503002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 27. mars 2015.
30.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-05 – 1504001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00