Skipulagsnefnd fundur nr. 86 – 12. mars 2015

Skipulagsnefnd – 86. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 12. mars 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Galtastaðir: Flóahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1502072
Lagt fram erindi Odds Hermannssonar dags. 6. mars 2015 þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd rökstyðji afgreiðslu sína um að vísa beiðni um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps, í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi, til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Það var mat Skipulagsstofnunar að forsenda deiliskipulags fyrir móttökustöð í landi Galtastaða væri að gera þyrfti breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í ljósi þessa og að um er að ræða breytingu á almennri stefnumörkun sem nær til alls lands sveitarfélagsins að þá telur skipulagsnefnd eðlilegt að taka málið upp í vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags Flóahrepps sem er að fara af stað á næstunni.
2.   Miklholtshellir: Byggingarreitur fyrir alifuglahús: Deiliskipulag – 1503013
Lagt fram erindi Eflu verkræðistofu dags. 9. mars 2015 ásamt uppdrætti sem sýnir byggingarreit fyrir nýtt lausagönguhú fyrir 11 þúsund varphænur. Húsið verður 65 x 14 m með 3,7 m vegghæð og staðsett um 5 m frá núverandi húsi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna málið fyrir aðliggjandi landeigendum og að leitað verði umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins.
3.   Miklholtshellir 166267: Miklholtshellir 2: Stofnun lóðar – 1503014
Lagt fram erindi Eflu verkfræðistofu dags. 6. mars 2015 ásamt uppdrætti sem sýnir afmörkun 34,7 ha spildu, Miklholtshellir 2, úr jörðinni Miklholtshellir lnr. 166267. Lóðin er utan um nýlega samþykkt alifuglabú austan Ölfusholtsvegar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindrar spildu með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
4.   Borgarhólsstekkur 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501075
Granni 20140996-5657. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir gestahús úr timbri 25,8 ferm. Byggingarleyfi hússins var fellt úr gildi með úrskurði UUA, dags. 19/09/2014.
Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að fara yfir málið með lögfræðingi sveitarfélagsins.
5.   Árgil: Haukadalur: Veitingastaður: Fyrirspurn – 1502092
Lagt fram erindi Gests Ólafs Auðunssonar og Vignis Daða Valgeirssonar dags. 16. febrúar 2015 þar sem kynntar eru hugmyndir um byggingu veitingahúss á lögbýlinu Árgil lnr. 167054. Á landinu er í dag skráð 227,7 fm íbúðarhús sem hefur verið nýtt sem gistihús undanfarin ár.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda byggingu veitingahúss á lóðinni að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins og að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.
6.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði í landi Brúsastaða og Svartagils: Deiliskipulagsbreyting – 1503015
Lögð fram matsáætlun vegna breytingar á deiliskipulaginu Aðkoma að þjóðgarði í landi Brúsastaða og Svartagils sem nær til lóðar svæðis við fræðslumiðstöðina á Hakinu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 800 fm viðbyggingu við fræðslumiðstöð á tveimur hæðum en nú er verið að vinna að breytingu sem felur í sér að viðbyggingin verði 850 fm og á einni hæð. Deiliskipulagið fellur undir ákvæði laga um umhverfismat áætlana og er matsáætlunin því lögð fyrst fram.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirliggjandi matsáætlun og samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að leita samráðs við Skipulagsstofnun í samræmi við ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
7.   Höfðaflatir: Úthlíð, Stekkholt og Hrauntún: Aðalskipulagsbreyting vegna efnistökusvæðis – 1412009
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepp í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns.Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði sunnan Högnhöfða, í jaðri Úthliðarhrauns. Svæðið hefur þegar verið raskað að hluta í tengslum við efnistöku til eigin nota innan jarðarinnar en nú er gert ráð fyrir að heimilt verði að taka allt 30 þúsund rúmmetra efnis. Gerð er breyting á hálendisuppdrætti aðalskipulagsins og greinargerð. Tillagan var auglýst 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur ný umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
8.   Hrosshólsnáma: Syðri-Reykir: Aðalskipulagsbreyting – 1412010
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja ásamt umhverfisskýrslu. Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir nýju efnistökusvæði syðst í landi Syðri-Reykja. Aðkoma að námunni verður frá Reykjavegi um veg meðfram suðurmörkum jarðarinnar. Tillagan var auglýst 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna með minniháttar breytingum til að koma til móts við ábendingar í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
9.   Búrfellsvegur (351-01): Búrfell – Þingvallavegur: Framkvæmdaleyfi – 1503012
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 24. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum á Búrfellsvegi (nr. 351) frá Sogsvegi áleiðis að Búrfelli. Vegurinn verður að mestu í óbreyttri legu nema á kafla í landi Ásgarðs þar sem vegurinn verður færður á um 400 m kafla. Er það í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmið við fyrirliggjandi erindi.
10.   Hraunsveigur 12-18: Kerhraun E-svæði: Göngustígur: Deiliskipulagsbreyting – 1503016
Lagt fram erindi Þorvaldar Garðarsson dags. 4. mars 2015, f.h. Hrímgrundar ehf., þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Kerhrauns, svæði E, sem felur í sér að göngustígur sem liggur á milli lóðanna Hraunsveigur 14 og 16 verði færður og verði í staðinn á milli lóða nr. 16 og 18 við sömu götu. Er Hrímgrund eigandi að lóðum 12, 14 og 16 en ekki lóð 18.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum lóðar nr. 18 og félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu. Umsækjandi þarf að leggja fram tilheyrandi skipulagsgögn.
11.   Kerhraun C80 og C81: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1503017
Lagt fram erindi Guðnýjar Esther Gunnarsdóttur dags. 1. mars 2015 þar sem hún óskar eftir að fá að sameina frístundahúsalóðirnar Kerhraun C80 og C81. Búið er að byggja frístundahús og geymslu á lóð C81 og var lóð C80 eingöngu keypt til að stækka lóðina.
Skipulagsnefnd mælir ekki með því að heimilt verði að sameina lóðirnar enda væri það í ósamræmi við almenna stefnu sveitarfélagsins undanfarin ár um að hvorki heimila skiptingu eða sameiningu lóða innan skipulagðra frístundabyggða þar sem uppbygging er farin af stað.
12.   Hraunvellir: Ólafsvellir: Breyting á deiliskipulagi – 1503011
Lagt fram erindi Haraldar Jónssonar dags. 24. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda deiliskipulagsbreytingar að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að gera breytingu á aðalskipulaginu sem verði auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Breyting er veruleg að mati nefndarinnar og þarf að byrja á að kynna lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
13.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-03 – 1503001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 4. mars 2015.
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 4. mars lögð fram til kynningar.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00