Skipulagsnefnd fundur nr. 85 – 26. febrúar 2015

 

Skipulagsnefnd – 85. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 26. febrúar 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Ingibjörg Harðardóttir, Varamaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Iðnaðarsvæði: Flúðir: Aðalskipulagsbreyting – 1501021
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði norðan Flúða, svæði merkt P1, var auglýst til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2015. Frestur til að koma með athugasemdir eða ábendingar eru í lok dags. Drög að deiliskipulagi svæðisins var kynnt með. Aðalskipulagsbreyting svæðisins hafði áður verið samþykkt sem óveruleg breyting en Skipulagsstofnun féllst ekki á það mat skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Er þetta með fyrirvara um að engar athugasemdir eða ábendingar berist í lok þessa dags sem haft geta áhrif á forsendur málsins.
2.   Iðnaðarsvæði P1: Flúðir: Deiliskipulag – 1501022
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnðarsvæði/gámasvæði á svæði norðan Flúða, Hrunamannahreppi. Svæðið er í aðalskipulagi merkt P1. Í dag er þar starfrækt móttökusvæði fyrir úrgang, gámasvæði, en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir stækkun svæðisins úr 0,7 ha í 3 ha auk þess sem starfsemin er útvíkkuð í tengslum við frekari meðhöndlun á lífrænum úrgangi. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem er einni í vinnslu og voru báðar tillögurnar auglýstar til kynningar 12. febrúar 2015 með fresti til að koma með athugasemdir eða ábendingar til 26. febrúar (í dag).
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
3.   Hrepphólar166767 : Umsókn um byggingarleyfi: Haugþró – 1502091
Leyfi til að byggja haugþró úr forsteyptum einingum frá Ístak hf. Stærð 304,8 ferm. og 1.280,2 rúmm.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
4.   Fótboltagolf: Dalbær 2 – 1502088
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Páls og Rutar, Dalbæ 2 í Hrunamannahreppi, um hvort að nefndin hafi eitthvað við það að athuga að þau starfræki fótboltagolf á landi Dalbæjar 2.
Afgreiðslu frestað. Óskað er eftir ítarlegri gögnum um starfsemina.
5.   Galtastaðir: Flóahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1502072
Lagt fram erindi Odds Hermannssonar hjá Landform ehf. dags. 18. febrúar 2015, f.h. Isavia, þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps verði breytt þannig að heimilt verði að byggja upp varamóttökustöð í landi Galtastaða. Óskað er eftir að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu.
Að mati skipulagsnefndar er mælt með því að þetta mál verði tekið upp í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er að fara af stað um þessar mundir.
6.   Efling: Reykholt: deiliskipulagsbreyting – 1502074
Lögð fram tillaga Landforms ehf. að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar innan lands Eflingar í Reykholti, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að íbúðarhúsalóðum fjölgar úr 8 í 12 auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að svæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að sveitarstjórn og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fallist á útfærslu fráveitu frá svæðinu.
7.   Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Tage Bjarnasonar dags. 16. febrúar 2015 f.h. eiganda lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti lnr. 167089, Bláskógabyggð, um breytta nýtingu lóðarinnar. Meðfylgjandi erindi er uppdráttur sem sýnir tillögu að uppbyggingu lóðarinnar sem felst í að gert er ráð fyrir tólf 50 fm og þrjú 70 fm orlofshúsum til útleigu. Auk þeirra er gert ráð fyrir allt að 200 fm aðstöðuhúsi fyrir starfsmenn.
Að mati skipulagsnefndar er um að ræða verulega breytingu á landnotkun lóðarinnar sem felur ekki eingöngu í sér breytingu á deiliskipulagi heldur einnig aðalskipulagi. Nefndin getur ekki mælt með ákveðinni afgreiðslu að svo stöddu þar sem áður er nauðsynlegt að umsækjandi fari yfir málið með fulltrúa sveitarfélagsins og skipulagsfulltrúa.
8.   Haukadalur 2 lnr. 167100: Haukadalur 4 spilda 1: Stofnun lóðar – 1501038
Lagt fram að nýju lóðablað sem sýnir 5,15 ha spildu sem taka á úr landi Haukadals 2 lnr. 167100. Á fundi skipulagsnefndar 29. janúar 2015 var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi samþykki aðliggjandi landeigenda, sem nú liggur fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
9.   Skipholt 1 og 2: Kjaransstaðir: Fyrirspurn – 1502081
Lagt fram erindi Maríu Þórunnar Jónsdóttur dags. 10. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir að skipulagi sem nær yfir lóðirnar Skipholt 1 og 2 (lnr. 205374 og 205375) úr landi Kjaranstaða, Bláskógabyggð, verði breytt. Lóðirnar eru í dag frístundahúsalóðir en óskað er eftir að lóðirnar verði sameinaðar og breytt í lögbýli. Einnig er óskað eftir að byggingarreitur á annarri lóðinni verði stækkaðar/færður þar sem land er óhagstætt til bygginga.
Að mati skipulagsnefndar er ekki æskilegt að breyta skipulagi svæðisins eingöngu fyrir þessar tvær lóðir. Ef vilji er til að gera ráð fyrir nýju lögbýli á svæðinu er að mati nefndarinnar nauðsynlegt að taka allt deiliskipulagið upp í samráði við aðra lóðarhafa á svæðinu og þá einnig gera breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
10.   Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087
Lagt fram erindi Sjafnar Kolbeins dags. 18. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir að landnotkun á um 6 ha svæði úr landi Einiholts 1 verði breytt úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu til samræmis við bókun skipulagsnefndar 29. janúar 2015 og sveitarstjórnar 5. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins sem felur í sér að gert verði ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði til uppbyggingar ferðaþjónustu með útleiguhúsum. Að mati nefndarinnar er um verulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.   Sandamýri: Einiholt 1: Stofnun lóðar – 1502085
Lagt fram lóðablað fyrir 5,37 ha spildu úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu málsins frestað þar sem gera þarf grein fyrir aðkomu að lóðinni auk þess sem skýra þarf betur út fyrirhugað nýtingu spildunnar. Á lóðablaði kemur fram að lóðin sé „sumarbústaðaskiki“, en svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
12.   Austurey 1: Verslun- og þjónusta í stað íbúðarsvæðis: deiliskipulagsbreyting – 1502012
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi í landi Austureyjar I og III. Fram kemur að í skilmála vanti upplýsingar varðandi fyrirkomulag bygginga, fjölda þeirra, stærð, hámarkshæð og bílastæði.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vera í samráði við umsækjenda um framhald málsins.
13.   Eskilundur 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1502043
Lagðar fram reyndarteikningar að lokinni byggingu sumarhús. Húsið er 8,5 ferm og 22,8 rúmm stærra en upphaflegar teikningar sögðu til um.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi afgreiði erindið þar sem stærð hússins er innan við 60 ferm og form þessi það sama.
14.   Reynilundur 6: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging sumarhús – 1502024
Granni 20141111-5716. Sótt er um viðbyggingu við sumarhús úr timbri,stærð 3 ferm. Eftir stækkun 39,5 ferm.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu, skv. ákvæðum 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem framkvæmdin sem sótt er um varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjanda.
15.   Brúnavegur 35: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1502077
Lagt fram erindi Sævars Péturssonar dags. 13. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir skiptingu lóðarinnar Brúnavegur 35 í landi Ásgarðs, Grímsnes- og Grafningshreppi, í tvær 0,5 ha lóðir. Í upphaflegu afsali lóðarinnar kemur fram að heimilt sé að byggja tvö hús á lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins á þann veg að lóðin Brúnavegur 35 verði skipt í tvær lóðir. Málið tekið fyrir að nýju þegar skipulagsgögn liggja fyrir.
16.   Kiðjaberg lóð 78: Byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1502080
Lögð fram ósk um breytingu á afmörkun byggingarreitar á lóð nr. 78 í Kiðjabergi.
Að mati nefndarinnar mun breyting á byggingarreit ekki hafa nein áhrif á aðliggjandi lóðarhafa þar sem svæðið liggur upp að opnu svæði. Mælt með að sveitarstjórn samþykki að breyting á byggingarreit lóðar nr. 78 verði hluti af endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Kiðjabergs sem er til meðferðar hjá sveitarfélaginu.
17.   Ljósafossskóli sundla 168930: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1502052
Granni 50140420-5319. Breyting á notkun húss – Sótt er um að breyta sundlaugarhúsi í parhús, stærð hússins breytist ekki.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu, skv. ákvæðum 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem framkvæmdin sem sótt er um varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjanda. Afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
18.   Land starfsmannafélags Reykjavíkur: Úlfljótsvatn: Stækkun lóðar – 1502084
Lagt fram erindi Úlfljótsvatns Frítímabyggðar ehf./Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. febrúar 2015 ásamt lóðablaði sem sýnir afmörkun 2.678 fm skika úr landi Úlfljótsvatns lnr. 170830. Um er að ræða lóð undir rotþró fyrir hluta sumarhúsa sem eru innan svæðis Starfsmannafélags Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að sameina þessa spildu við lóð Starfsmannafélagsins (lnr. 170944) sem stækkar þá úr 42,1 ha í 42,36 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og sameiningu hennar við land Starfsmannafélags Reykjavíkur. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
19.   Hengill: Hjólaleið í afrétti Grafnings: Fyrirspurn – 1502082
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að merkja hjólaleið vestan við Hengil. Leiðin er innan þjóðlendu og liggur bæði í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélagsins Ölfus.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita samráðs við skipulagsfulltrúa Ölfus um málið.
20.   Villingavatn 170953: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús. – 1502054
Lagðar fram breyttar teikningar á sumarhúsi þar sem hefur verið bætt við lagnarými í kjallara, húsið er óbreytt af öðru leyti.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að erindið verði afgreitt og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
21.   Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079
Lögð fram matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Búrfellsvirkjun í samræmi við ákvæði 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Fyrir liggur aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið sem sveitarsjórn hefur samþykkt og er nú í ferli staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Nú í vikunni barst bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir lagfæringum á gögnum aðalskipulagsbreytingarinnar auk þess sem fram kemur það mat stofnunarinnar að nauðsynlegt sé að vinna lýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir deiliskipulagið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi matslýsingu. Þá er nefndin ekki sammála áliti Skipulagsstofnunar um að þörf sé á gerð lýsingar vegna deiliskipulags svæðisins og er skipulagsfulltrúa falið að svara bréfi Skipulagsstofnunar í samræmi við umræður á fundi.
22.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-02 – 1502001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá fundi 24. febrúar 2015.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. afgreiðslufundar 2015 hjá byggingarfulltrúa

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00