Skipulagsnefnd fundur nr. 83 – 29. janúar 2015

Skipulagsnefnd – 83. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 29. janúar 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Miðhús 167150: Miðhús dælustöð: Stofnun lóðar – 1501072
Lögð fram umsókn um stofnun 19,3 fm lóðar utan um dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur úr landi Miðhúsa, lnr. 167150. Lóðin er staðsett við veg að frístundabyggð í Miðhúsaskógi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.
2.   Haukadalur 2 lnr. 167100: Haukadalur 4 spilda 1: Stofnun lóðar – 1501038
Lagt fram lóðablað sem sýnir 5,15 ha spildu sem taka á úr landi Haukadals 2 lnr. 167100
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur samþykkti aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamarka.
3.   Efri-Reykir lóð 2 (Ánaland): Deiliskipulagsbreyting – 1501074
Lögð fram umsókn Kjartans Ágústsonar þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags fyrir lögbýlið Ánaland úr landi Efri-Reykja verði breytt á þann veg að heimild verði að byggja allt að 220 fm íbúðarhús og 60 fm gestahús. Gildandi skilmálar gera ráð fyrir 180 fm íbúðarhúsi og 40 fm gestahúsi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdi við breytingu á skilmálum svæðisins. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
4.   Aðkoma að svæði Eflingar:Reykholt:Aðalskipulagsbreyting – 1412012
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Reykholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði (svæði Eflingar) upp á holtinu austan við grunnskólann. Fyrirhugað er að leggja nýjan um 220 m langan veg frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 8. janúar 2015 með fresti til athugasemda til 22. janúar. Leitað hefur verið eftir umsögn Umhverfisstofnunar en hún liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Æskilegt væri að hún yrði auglýst samhliða breytingu deiliskipulagi íbúðarsvæðis Eflingar sem vegurinn á að tengjast.
5.   Norðurtúnsnáma:Syðri-Reykir:Aðalskipulagsbreyting – 1412011
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja, Norðurtúnsnáma. Breyting var kynnt með auglýsingu dags. 8. janúar 2015 með fresti til að koma með athugasemdir og ábendingar til 22. janúar. Ein athugasemd barst auk umsagna frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Einnig var leitað umsagnar Umhverfisstofnunar en hefur hún ekki borist.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins með breytingum til að koma til móts við ábendingar í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að bíða með samþykkt breytingarinnar þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir að ferli tilkynningarskyldu fari fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
6.   Reykjavegur:Aðalskipulagsbreyting – 1412013
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna Reykjavegar. Tillagan var kynnt með auglýsingu dags. 8. janúar 2014 með fresti til athugasemda til 22. janúar. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Einnig hefur verið leitað umsagnar Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands en þær liggja ekki fyrir.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga með breytingum til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að bíða með samþykkt breytingarinnar þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir að ferli tilkynningarskyldu fari fram áður en framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Efri-Reykja verður gefið út.
7.   Borgarhólsstekkur 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501075
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 beiðni um byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóðinni Borgahólssteekkur 1 í landi Miðfells í Bláskógabyggð. Ein athugasemd barst frá eigendum Krummastekks 1 og Borgarhólsstekks 2.
Afgreiðslu málsins frestað. Byggingarfulltrúa er falið að leita viðbragða umsækjanda við framkominni athugasemd og jafnframt að leita álit lögfræðings embættisins.
8.   Rennslisvirkjun: Lækjarhvammur: Deiliskipulag – 1501081
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsing skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi um 480 KW rennslisvirkjun í landi Lækjarhvamms í Bláskógabyggð. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 2. október 2014 með athugasemdafresti til 14. nóvember. Ein athugasemd barst og var afgreiðslu tillögunnar frestað á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2014 og skipulagsfulltrúa falið að leita eftir nánari upplýsingum frá umsækjenda deiliskipulags varðandi ákveðin atriði athugasemdar, þ.e. um staðsetningu frárennslisstokk virkjunarinnar. Með bréfi dags. 9. desember 2014 bárust frekari upplýsingar frá umsækjenda þar sem fram koma nánari rök fyrir hönnun virkjunarinnar eins og hún er sett frá í deiliskipulaginu. Fram kemur að með því að hafa frárennslistokkinn ofar að þá þyrfi að sprengja í gegnum klöpp sem hefði mun meira jarðrask í för með sér en að hafa stokkinn neðar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki ofangreint deiliskipulag, með fyrirvara um að í greinargerð komi fram að við hönnun frárennslis virkjunarinnar verði gerðar ráðstafanir til að framkvæmdir hafi ekki neikvæð áhrif á aðliggjandi s.s landbrot.
9.   Ragnheiðarstaðir 2: Deiliskipulag – 1501005
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Ragnheiðarstaði 2 í Flóahreppi lnr. 222006. Svæðið er í heild 193,7 ha og eru 77,7 ha norðan Villingaholtsvegar og 116 ha sunnan vegarins. Afmarkaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús, vélageymslu og hesthús norðan vegar og sunnan vegar er afmarkaður byggingarreitur fyrir sex allt að 1.500 fm landbúnaðarbyggingum. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 8. janúar með fresti til athugasemda til 22. janúar. Engar athugasemdir hafa borist.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar.
10.   Iðnaðarsvæði P1: Flúðir: Deiliskipulag – 1501022
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Flúðum. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt með auglýsingu sem birtist 15. janúar 2015 með fresti til að gera athugasemdir til 29. janúar. Engar athugasemdir hafa borist. Leitað hefur verið umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar um lýsinguna. Umsögn Heilbrigðiseftirlitsins liggur fyrir og er þar ekki gerð athugasemd við lýsinguna en bent á ákveðin atriði sem hafa þarf í huga við gerð deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda hana til umsagnar sömu aðila og fengu lýsingu deiliskipulagsins nema Skipulagsstofnun.
11.   Efri-Kisubotnar: Kerlingafjöll: Svæðis- og aðalskipulagsbreyting – 1501080
Lagt fram að nýju erindi Páls Gíslasonar dags. 8. september 2014, f.h. Fannborgar ehf, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps þannig að hægt verði að deiliskipuleggja svæði í Efri-Kisubotnum fyrir gistiaðstöðu. Jafnframt er óskað eftir að leitað verði eftir sambærilegri breytingu á svæðisskipulagi Miðhálendisins. Á fundi sveitarstjórnar 2. október 2014 var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi umsögn Landbúnaðarnefndar varðandi staðsetningu gistisvæðisins. Nú liggur fyrir umsögn Landbúnaðarnefndar dags. 24. nóvember 2014 þar sem ekki er gerð athugasemd við staðsetninguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á svæðis- og aðalskipulagi sem felur í sér að gert verði ráð fyrir gistiaðstöðu í Efri-Kisubotnum.
12.   Sólheimar: Endurskoðað deiliskipulag – 1501077
Lögð fram lagfærð tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í nýju deiliskipulagi er verið að samræma heiti og númer lóða innan svæðisins auk þess sem m.a. er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir menningarhús, sundlaug og verslunarhús,stækkunar á Bergheimum auk byggingarreits fyrir heilsugarð (allt að fimm 100 fm hús).
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um afmörkun byggingarreita á lóðum innan skipulagssvæðisins. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að afmarka byggingareiti á öllum lóðum innan svæðisins.
14.   Sandlækjarkot 2 179080: Vélageymsla/hænsnahús: Fyrirspurn – 1501078
Lagt fram erindi Eiríks Kristins Eiríkssonar f.h. Strá ehf. þar sem óskað er eftir að vélageymsla á jörðinni Sandlækjarkot 2 lnr. 179080 verði breytt í hænsnahús að nýju, en það var upphaflega byggt og notað sem slíkt árið 1983.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um málið.
16.   Landsskipulagsstefna 2015-2026 – 1501017
Lögð fram að nýju tillaga Skipulagsstofnunar að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.Í tillögunni er sett fram stefna um Skipulag á miðhálendi Íslands, Skipulag í dreifbýli, Búsetumynstur og dreifingu byggðar, og Skipulag á haf- og strandsvæðum. Gefinn er frestur til 13. febrúar 2015 til að koma með athugasemdir.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna drög að umsögn um landsskipulagsstefnuna á grunni umræðna á fundinum og leggja fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
13.   Hrútshagi 172701: Fyrirspurn: Uppbyggingar lóðar – 1501079
Fyrirspurn um að byggja einbýlishús,bílskúr,hesthús og gestahús Hrútshaga 172701.
Nefndin telur að vinna skuli deiliskipuag af umræddu landi.
15.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2014 – 1501082
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. des til 31. des 2014
Lagt fram til kynnar.