Skipulagsnefnd fundur nr. 82 – 8. janúar 2015

Skipulagsnefnd – 82. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 8. janúar 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.   Landsskipulagsstefna – 1501017
Lögð fram til kynningar tillaga Skipulagsstofnunar að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.Í tillögunni er sett fram stefna um Skipulag á miðhálendi Íslands, Skipulag í dreifbýli, Búsetumynstur og dreifingu byggðar, og Skipulag á haf- og strandsvæðum. Gefinn er frestur til 13. febrúar 2015 til að koma með athugasemdir.
Málinu vísað til næsta fundar skipulagsnefndar.
2.   Þrastahólar 2-10: Búrfell: Deiliskipulagsbreyting – 1501016
Lagt fram erindi Eflu verkfræðistofu dags. 12. desember 2015 varðandi afmörkun lóðanna Þrastahólar 2-10 úr landi Búrfells. Fram kemur að í tengslum við endurskoðun deiliskipulags aðliggjandi svæðis í landi Ásgarðs hafi komið í ljós misræmi í hnitsetningu og skörun aðliggjandi lóða. Vegna þessa eru lögð fram lagfærð lóðablöð fyrir lóðirnar Þrastahólar 2, 4, 6, 8 og 10.
Skipulagsnefnd samþykkir að málið verði sett upp sem breyting á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna það fyrir eigendum þeirra lóða sem breytast.
3.   Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar við Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að búið er að hnitsetja allar lóðir á svæðinu upp á nýtt til samræmis við raunverulega afmörkun og stærð. Felur þetta í sér að lega og stærð lóða breytist miðað við gildandi deiliskipulag, mismikið eftir svæðum. Auk breytingartillögu hefur borist bréf frá lögfræðingi eigenda lóðar nr. 27 við Ásabraut þar sem breytingunum er mótmælt.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingartillöguna fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu.
4.   Holtamannaafréttur: Skrokkalda og Vatnsfell: stofnun lóða – 1501011
Lögð fram lóðablöð yfir tvær lóðir utan um fjarskiptahús og fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Holtamannaafrétti, við Vatnsfell og Skrokköldu. Vatnsfellslóðin er 15 x 15 m að stærð en lóðin á Skrokköldu 20 x 20.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna.
5.   Ásgarður: Kerlingarfjöll: deiliskipulagsbreyting – 1501008
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 13. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember. Engin athugasemd barst á kynningartíma en borist hefur umsögn frá Umhverfisstofnun dags. 29. desember. Þá liggja einnig fyrir viðbrögð umsækjenda dags. 31. desember 2014 við athugasemdum og ábendingum Umhverfisstofnunar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu.
6.   Iðnaðarsvæði P1: Flúðir: Deiliskipulag – 1501022
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags gámastöðvar og svæðis til meðhöndlunar seyru á svæði norðan við Flúðir. Svæðið er í aðalskipulagi merkt sem iðnaðarsvæði P1. Á svæðinu er í dag starfrækt gámasvæði en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að útvíkka starfsemina. Gert er ráð fyrir að samhliða afgreiðslu deiliskipulags verði aðalskipulagi breytt á þann veg að svæðið stækkar frá 0,7 ha upp í um 3 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
7.   Iðnaðarsvæði: Flúðir: Aðalskipulagsbreyting – 1501021
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 sem felst í að iðnaðarsvæði norðan Flúða, merkt P1 stækkar úr 0,7 ha í um 3 ha. Er breytingin gerð í tengslum við gerð deiliskipulags svæðisins og fyrirætlanir um að bæta við starfsemi í tengslum við meðhöndlun á úrgangi. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða þar sem ekki er verið að gera verulegar breytingar á núverandi starfsemi svæðisins auk þess sem stækkun þess er minniháttar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.   Langholt 1: Langholt 1a: Stofnun lóðar – 1501015
Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 3. desember 2014 var tekin fyrir beiðni um stofnun um 8 ha lóðar úr landi Langholts 1 (lnr. 166247) utan um íbúðarhús með fastanr. 220-0886. Sveitarstjórn samþykkti málið með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða á hnitsetningu landamarka. Fyrir liggur að eigendur Hallanda sem liggur norðan við spilduna samþykkja hnitsetningu en komið hefur fram ábending um að vafi leiki á mörkum suðausturhluta spildunnar. Í ljósi þessa er lagður fram lagfærður uppdráttur þar sem austurmörk (hnit L4 og L5) hafa verið færð til vesturs til að koma móts við ábendinguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðablað, með fyrirvara um að fram komi kvöð um aðkomu að spildunni auk þess sem að á uppdrætti komi fram upplýsingar um heiti og landnúmer aðliggjandi lands.
9.   Stóru-Reykir 166275: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging við fjós. – 1501014
Lögð fram umsókn Gísla Haukssonar um 1.265 fm viðbyggingu við fjós á jörðinni Stóru-Reykir, lnr. 166275, í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu.
10.   Dalsholt: Kjarnholt 1: Deiliskipulagsbreyting – 1501010
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem varðar lögbýlið Dalsholt (lnr. 209270) í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að spildan Einiholt 1 land 1 (lnr. 217088) sunnan Einiholtslækjar felld inn í lögbýlið sem verður að því loknu 24,2 ha að stærð. Tillagan gerir jafnfram ráð fyrir að stofnuð verði 6 ha lóð, Dalsholt 1, úr lögbýlinu Dalsholt á svæðinu sunnan Einiholtslækjar og þar verði heimilt að reisa allt að tíu 60 fm gistihús og allt að 120 fm þjónustuhús. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði og er þar heimilt að gera ráð fyrir að uppbygging ferðaþjónustu („ferðaþjónusta bænda“) sem aukabúgreinar verði leyfileg innan landbúnaðarsvæða.
Miðað við umfang starfseminnar telur skipulagsnefnd að breyta þurfi svæðinu í verslun- og þjónustu í aðalskipulagi.
11.   Heiðarbær lóð 170227: Fyrirspurn – 1501020
Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Helgu Ágústsdóttur dags. 18. desember 2014, f.h. lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbær 170227, um hvor að heimilað verði að reisa nýtt 90-110 fm frístundahús á lóðinni. Á lóðinni er eldra um 35 fm frístundahús sem verður fjarlægt, en nýtt hús verður síðan reist fjær vatni.
Skipulagsnefnd samþykkir að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt þegar gögn liggja fyrir.
12.   Mjóanes lóð 7: deiliskipulagsbreyting – 1501019
Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2014 var tekið fyrir erindi Páls Hjaltasonar arkitekts dags. 14. nóvember 2014, f.h. eigenda lóðarinnar Mjóanes lóð 7, þar sem óskað var eftir að byggingarmagn lóðarinnar yrði aukið í allt að 150 fm. Í dag er á lóðinni þrjú hús sem samtals eru 62 fm og skilmálar deiliskipulags gera ráð fyrir að það sé hámarksbyggingarmagn lóðarinnar. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu með vísun í gildandi deiliskipulag svæðisins. Í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar barst nýtt erindi, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að heimilað verði að byggja allt að 120 fm á lóðinni sem fæli í sér að eldri húsin yrðu gerð upp auk þess sem tengibygging yrði reist á milli þeirra.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu með vísun í nýtingarhlutfall lóðarinnar.
13.   Fossnes 166548: Hellholt: Stofnun lóðar – 1501018
Lagt fram lóðablað sem sýnir afmörkun nýrrar 45,25 ha spildu úr landi Fossness í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem á að fá nafnið Hellnaholt. Aðkoma að lóðinni er frá Gnúpverjavegi nr. 325 sem liggur í gegnum spilduna. Innan spildunnar eru nokkrar frístundahúsalóðir sem áður hefur verið skipt út úr jörðinni Fossnes og kemur fram kvöð um aðkomu að þessum lóðum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
14.   Fossnes 166548: Breytt stærð – 1501025
Lagt fram erindi Sigrúnar Bjarndóttur eiganda jarðarinnar Fossnes lnr. 166548 þar sem óskað er eftir að stærð jarðarinnar verði lagfærð í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Í fasteignaskrá kemur fram að jörðin sé 300 ha að stærð en samkvæmt mælingum er hún 952 ha.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjenda um framhald málsins.
15.   Fossnes lóð 176972 og Fossnes lóð 176472: Sameining lóða – 1501023
Lagt fram erindi Sigrúnar Bjarnadóttur dags. 15. október 2014 þar sem óskað er eftir að tvær frístundahúsalóðir (lrn. 176972 og 176472) úr landi Fossnes verði sameinaðar. Samkvæmt fasteignaskrá eru lóðirnar 7.200 fm hvor en samkvæmt hnitsettri afmörkun á uppdrætti eru þær samtals 14.100 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa.