Skipulagsnefnd fundur nr. 272 – 10. janúar 2024

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2024 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Nefndarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað og fundargerð send til rafrænnar undirritunar.

Dagskrá: 

 

  Ásahreppur:
 1.   Sumarliðabær 1 L165276; Efri-Sumarliðabær; Breytt heiti jarðar – 2312047
Lögð er fram umsókn um breytt staðfang jarðar. Í breytingunni felst að heiti jarðarinnar breytist úr Sumarliðabær 1 í Efri-Sumarliðabær.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang jarðarinnar.
2.   Hlíð L208423 úr landi Króks II L174663; Skilgreining frístundalóðar; Hlíðarkot; Deiliskipulagsbreyting – 2312063
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lands Hlíðar L208423 úr landi Króks II. Markmið breytingarinnar er skilgreining nýrrar lóðar út frá lóðinni Hlíð L208423 fyrir sumarhús. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir sumarhús. Heildarbyggingarmagn skipulagssvæðis eykst úr 1.100 fm í 1.220 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að byggingarreitur hinnar nýju lóðar verði skilgreindur í 100 metrar fjarlægð frá vegi í samræmi við kröfur 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar lið d. Jafnframt mælist nefndin til þess að tekin verði afstaða til staðfangs landsins, þ.e. hvort um Miklagarð eða Hlíð er að ræða. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndakynnt aðliggjandi jörðum.
3.   Litlaland lóð L204654 og Litlaland L172908; Byggingarreitir og aðkoma; Deiliskipulag – 2310030
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Litlaland lóð L204654 og Litlaland L172908. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, hesthús, reiðhöll og gestahús. Tveir byggingarreitir eru skilgreindir og þar standa fyrir tvö hús. Skipulagssvæðið er um 2 ha að stærð og fyrirhugað að stækka lóð Litlalands lóð L204654 úr 7.688 fm í 10.000 fm. Heildarbyggingarmagn er skilgreint 1.500 fm fyrir Litlaland lóð og 550 fm fyrir Litlaland. Ný tenging að frístundahúsi Arnkötlustaða lóð L165183 sem var gert grein fyrir innan auglýstrar tillögu hefur verið felld út úr skipulaginu. Athugasemdir og umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Athugasemdir sem bárust vegna tillögunnar snúa að vegtenginu að frístundahúsi á lóð Arnkötlustaða lóð 165183. Á auglýsingatíma skipulagstillögunnar var tekin ákvörðun um að fjarlægja tillögu að nýrri tengingu að lóðinni úr skipulaginu. Landeigandi Litlalands telur ekki forsvaranlegt að færa tenginguna með þeim hætti sem gerð er tillaga að í athugasemdum lóðarhafa L165183 þar sem sú tenging þverar núverandi gerði sem er mikilvægt starfsemi svæðisins. Að mati skipulagsnefndar telst því núverandi tenging að lóðinni óbreytt m.v. núverandi forsendur. Engar athugasemdir eru gerðar við uppbyggingu á grundvelli skipulagsins og telur nefndin því ekki ástæðu til að auglýsa eða kynna skipulagið að nýju þrátt fyrir breytingar á tillögunni eftir auglýsingu. Mælist nefndin til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að framlagt deiliskipulag verði samþykkt eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bláskógabyggð:
4.   Efra-Apavatn 1B L226188; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag – 2311089
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Efra-Apavatns 1B L226188. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa frístundahús allt að 250 fm auk bílskúrs/skemmu að 100 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
5.   Laugarvatn; Einbúi, Reitur 8; Breyttir skilmálar og fjölgun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2310057
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar reit 8 (Einbúa) á Laugarvatni eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að uppbygging innan lóðar verður eingöngu á efra svæði en engin byggð á neðra svæði. Einnig eru gerðar breytingar á byggingarskilmálum, í stað bygginga í fornum stíl verði 32 ferðaþjónustuhús, 30-40 fm að stærð og mænishæð þjónustuhúss hækkar úr 5,9 m í 6,5 m. Bílastæði verða staðsett við ferðaþjónustuhús og þjónustuskála. Nýtingarhlutfall skal vera óbreytt 0,15 frá gildandi tillögu deiliskipulags í takt vð bókun sveitarstjórnar þess efnis. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Í uppfærðri skipulagstillögu eftir auglýsingu er gert ráð fyrir minnkun lóðar sem skipulagstillagan tekur til. Að mati nefndarinnar eru því hugsanleg áhrif tillögunnar á fornminjar svæðisins hverfandi. Mælist nefndin því til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.   Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi – 2309040
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst m.a. breytt lega VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum. Skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með hringtákni á lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Skipulagslýsing vegna málsins var kynnt frá 19.10 – 10.11.23. Umsagnir sem bárust við kynningu lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.   Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306089
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti eftir auglýsingu. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra uppfærðra gagna. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og taki gildi samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar sem unnin var samhliða.
8.   Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2304027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli eftir kynningu. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða upp á jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
9.   Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 er varðar Útey 2. Breytingin nær til þess hluta af frístundasvæði F21 sem er innan Úteyjar 2 L167648 auk nýrra svæða austan Laugarvatnsvegar. Reitur F21 nær yfir nokkrar jarðir en í breytingu þessari er aðeins lagt til að breyta þeirri landnotkun sem er innan Úteyjar 2 og í henni felst tilfærsla á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og öfugt. Lýsing breytingarinnar var kynnt 05.04. – 03.05.2023.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn. Mælist nefndin til þess að frístundasvæði sem skilgreint er við Apavatn verði í 100 metra fjarlægð frá vatnsbakka.
10.   Apavatn 2 lóð L167xxx; Byggingarskilmálar; Deiliskipulag – 2401015
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til lóðar Apavatns 2 lóð úr landi Lækjarhvamms. Í tillögunni felst heimild til viðbyggingar við núverandi sumarhús innan lóðarinnar auk 40 fm gestahúss og 15 fm geymslu innan nýtingarhlutfall 0,03. Núverandi hús er í 16 metra fjarlægð frá árbakka, gert er ráð fyrir að viðbygging fari fjær árbakka.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að afgreiðslu málsins verði frestað. Mælist nefndin til þess að skilgreind verði heimild fyrir viðbyggingu við núverandi hús innan lóðarinnar. Byggingarreitur lóðarinnar verði hins vegar skilgreindur í að minnsta kosti 32 metra fjarlægð frá árbakka í samræmi við undanþágu innviðaráðuneytisins þess efnis er varðar lóðir við Grafará.
11.   Reykholtsskóli (Mosar 1) L167198; breyting á notkun – 2401005
Móttekin er umsókn um breytta notkun á mhl 04 innan lóðarinnar Reykholtsskóli (Mosar 1) L167198. Óskað er eftir að notkuninni verði breytt úr einbýlishúsi í rými fyrir skólavistun/frístund.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 12.     Myrkholt L217197; Verslunar- og þjónustulóð; Deiliskipulag – 2401013
Lögð er fram umsókn er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ25 í landi Myrkholts 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir heimild til að stækka núverandi hús um allt að 600 fm. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingum ætlaðar fyrir ferðaþjónustu og henni tengdri s.s. nýtt gistihús, smáhýsi og starfsmannahús. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 2.300 fm og gistirúm mega vera allt að 80.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
13.   Hrosshagi 2 L194843; Laufhagi; Breytt heiti lóðar – 2401018
Lögð er fram umsókn er varðar breytt staðfang sumarbústaðalóðarinnar Hrosshaga 2 L194843. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Laufhagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar í takt við framlagða umsókn.
14.   Hrosshagi 4 L228432; Klettaholt, Breytt heiti lóðar – 2401025
Lögð er fram umsókn er varðar breytt staðfang íbúðarhúsalóðarinnar Hrosshaga 4 L228432. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Klettaholt.
Skipulagsnefnd UTU bendir á að nú þegar eru til lóðir innan Bláskógabyggðar undir heitinu Klettsholt. Mælist nefndin til þess að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samskipti við umsækjanda um breytt staðfang.
15.   Hrosshagi L167118; Hrosshagi 2, Hrosshagi 2B, Garðshorn; Stofnun lóða – 2401024
Lögð er fram umsókn um stofnun 3ja lóða úr landi Hrosshaga. Um er að ræða 6.551,5 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2B, 8.035 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2 og 3.325,5 fm lóð umhverfis frístundahús sem fær staðfangið Garðshorn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að það verði ekki gerð athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfærð gögn.
Flóahreppur:
 16. Hjálmholt L166235; Uppbygging frístundabyggðar; Fyrirspurn – 2312003
Lögð er fram fyrirspurn er varðar uppbyggingu innan frístundasvæðis F22 sem er innan skilgreinds vatnsverndarsvæðis samkvæmt aðalskipulagi Flóahrepps.
Innan greinargerðar aðalskipulags kemur eftirfarandi fram er varðar svæði F22:
„Við gerð deiliskipulags og hönnun fráveitu þarf að taka tillit til þess að svæðið er innan vatnsverndar­svæðis í flokki 3. ÍSOR hefur gert úttekt á vatnsvernd­arsvæði í Merkurhrauni. Þar kemur fram að huga þarf vel að fráveitu og umhverfismálum á svæð­inu. Ef þurfa þykir skal í deili­skipulagi setja ákvæði um umgengni um svæð­ið, í samráði við Heilbrigðiseftirlit.“
Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem fjarsvæði vatnsverndar, verndarákvæði er varðar fjarsvæði vatnsverndar eru skv. 13. gr. laga um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999:
„Þar sem vitað er um sprungur eða misgengi skal gæta fyllstu varúðar í meðferð efna sem talin eru upp undir grannsvæði vatnsbóla. Stærri geymslur fyrir slík efni eru bannaðar á svæðinu. Heilbrigðisnefnd getur gefið út frekari fyrirmæli varðandi umferð á þessu svæði, svo og um byggingu sumarhúsa og annarra mannvirkja“
Að mati skipulagsnefndar felst í skilgreindri landnotkun svæðisins að á svæðinu sé áætlað að heimilt sé að byggja upp frístundabyggð með fyrirvara um fyrrgreindar takmarkanir er varðar geymslu mengandi efna og hreinsun fráveitu. Tiltaka skal sérstaklega um hvernig skal staðið að þeim takmörkunum innan deiliskipulags fyrir svæðið. Innan fyrirspurnar er vikið að „annars konar svipaðri starfsemi“, skipulagsnefnd leggur áherslu á að svæðið er skilgreint sem frístundasvæði, standi til að stunda aðra starfsemi á svæðinu s.s. verslun- og þjónustu er æskilegt að óskað sé eftir því að viðeigandi landnotkun verði skilgreind í takt við hugsanlega notkun.
Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari umræðu í sveitarstjórn Flóahrepps.
17.   Flóahreppur og Árborg; Selfosslína 1; Breytt lega loftlínu SE1; Aðalskipulagsbreyting – 2311074
Lögð er fram skipulags- og matslýsing er varðar breytingu á aðalskipulagsáætlunum Árborgar og Flóahrepps. Í breytingunni felst breytt lega Selfosslínu 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.   Stóru Reykir L162665; Skilgreining og afmörkun lóðar og byggingarreita; Deiliskipulag – 2312058
Lögð er fram umsókn um nýtt deiliskipulag sem tekur til lögbýlisins Stóru-Reykja L166275 í Flóahreppi. Í skipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda á bæjarhlaðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
19.   Mjósyndi (L166367); byggingarheimild; sumarbústaður – 2305079
Erindi sett að nýju fyrir fund eftir grenndarkynningu. Fyrir liggur umsókn Friðriks Ólafssonar um byggingarheimild fyrir hönd Önnu L. Gunnarsdóttur og Grétar G. Halldórssonar, móttekin 22.05.2023, fyrir 121,5 m2 sumarbústað á jörðinni Mjósyndi L166367 í Flóahreppi. Athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma og er því málið lagt fram að nýju fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd UTU tekur undir þær athugasemdir sem bárust vegna málsins er varðar flutning umsóttrar byggingar á svæðið án leyfa. Hins vegar bendir nefndin á að lagaumhverfi byggingamála er þess eðlis að engin önnur viðbrögð koma til greina en að vísa fólki á að sækja um byggingarleyfi eða fara fram á að húsið verði fjarlægt, að öðrum kosti verði lagðar á dagsektir. Þeir sem aðgerðin beinist gegn skal hafa viðeigandi tíma til að bregðast við og gæta skal meðalhófs í aðgerðum opinberra aðila gagnvart almenningi. Engin ákvæði eru innan skipulags- og/eða byggingarlaga sem gefa heimildir til álagningar sekta vegna óleyfisframkvæmda. Í þessu tilfelli eru viðbrögð málsaðila þau að sótt er um byggingarleyfi fyrir húsinu þótt svo að það sé gert eftir að það kemur á svæðið og fær málið málsmeðferð í takt við þá umsókn. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og fékk málið því málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar grenndarkynningu. Þar sem efnislega eru ekki gerðar athugasemdir við staðsetningu hússins innan grenndarkynningar, nema er varðar áhyggjur nágranna af hugsanlegum flóðum að þá mælist skipulagsnefnd til þess við byggingarfulltrúa að byggingarleyfi verði samþykkt með þeim fyrirvara að hæð hússins verði tekin út m.t.t hugsanlegrar flóðahættu með aðliggjandi byggingar á svæðinu til hliðsjónar gagnvart hæð í landi.
20.   Laugardælur land L206145; Stækkun Svarfhólsvallar; Framkvæmdaleyfi – 2104105
Lögð eru fram uppfærð gögn vegna framkvæmdaleyfis sem er í gildi og tekur til framkvæmda við stækkun golfvallarins Svarfhólsvallar. Athugasemdir bárust frá landeiganda aðliggjandi jarðar vegna efnisflutninga inn á svæðið. Brugðist hefur verið við athugasemdum með samantekt á stöðu verkefnisins og áætlunum og efnisflutning inn á svæðið og lok framkvæmda.
Að mati skipulagsnefndar er hófleg keyrsla á efni í takt við framlagða áætlun framkvæmdaaðila sem tekur til efnis utan svæðisins úr uppgreftri húsgrunna eðlilegur hluti að framvindu verkefnisins. Ákveðnar hönnunarforsendur eru lagðar fram um mótun lands á svæðinu sem er til þess fallið að brautir og flatir geti losað vatn með eðlilegum hætti og að völlurinn falli að náttúrurlegum aðstæðum á svæðinu. Aðkeyrsla að efni kemur til vegna minna magns af jarðvegi innan svæðisins sem áætlað var. Að mati nefndarinnar er jákvætt að hægt sé að endurnýta jarðveg sem kemur frá uppgreftri utan svæðisins í stað þess að hann sé fluttur til förgunar um lengri veg með tilheyrandi sliti á vegum og mengun. Að mati nefndarinnar hefur þessi móttaka á efni til landmótunar ekki neikvæð áhrif á verkefnið og/eða aðliggjandi nágranna um fram það sem fyrir er. Ein af forsendum þess að hönnun vallarins standist þær kröfur sem til framkvæmdarinnar eru gerðar er að nægt efni fáist inn á svæðið. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að engar athugasemdir verði gerðar við framvindu verkefnisins á grunni framlagðra gagna og lýsinga.
21.   Villingaholt 2 (L166403); byggingarleyfi; geymsla mhl 04 – breyting á notkun í íbúðarhús – 2312057
Móttekin er umsókn þ. 20.12.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á mhl 04 geymslu 120 m2, byggingarár 1985 í íbúðarhús á jörðinni Villingaholt 2 L166403 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 22. Villingavatn L170831; Lóð undir bátaskýli; Stofnun lóðar – 2401012
Lögð er fram umsókn er varðar stofnun lóðar úr landi Villingavatns L170831. Um er að ræða 12.000 fm lóð þar sem fyrirhugað er að reisa ca. 800 fm skýli fyrir báta sumarbústaðaeiganda á Villingavatni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd tekur fram að heimildir til uppbyggingar á lóðinni geta eftir atvikum verið háðar gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan hennar.
23.   Grímkelsstaðir 1-32 og Grímkelsstaðir L170861-863; Krókur L170822; Staðfesting á afmörkun og stærð lóða – 2312046
Lögð er fram umsókn sem tekur til staðfestingar á stærðum og hnitsetningum á frístundalóðum að Grímkelsstöðum 1-32 og Grímkelsstöðum L170861-863.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað m.a. vegna misræmis á milli framlagðra gagna og þinglýstra gagna. Nefndin mælist til þess að staðföng lóðanna verði tekin til endurkoðunar á grundvelli staðfangareglugerðar.
24.   Minna-Mosfell L168262; Staðfesting á afmörkun og breytt skráning jarðar – 2312045
Lögð er fram beiðni um staðfestingu á hnitsetningu og afmörkun jarðarinnar Minna-Mosfell L618262.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki viðkomandi eigenda aðliggjandi landeigna. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
Hrunamannahreppur:
25.   Borgarás og Efra-Sel; Frístundabyggð við Kjóabyggð; Kjóabraut 7-12; Stærðir og lóðamörk; Deiliskipulagsbreyting. – 2309071
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til Kjóabrautar 7-12 innan frístundabyggðar í Kjóabyggð. Í breytingunni felst breyting á afmörkunum Kjóabrautar 7, 9, 11, 8, 10 og 12 auk þess sem lóð Kjóabrautar 12 stækkar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt öllum hlutaðeigandi lóðarhöfum auk landeigenda upprunalands.
26.   Reykjabakki L166813; Reykás; Breytt heiti lóðar – 2401011
Lögð er fram umsókn Sólveigar Sigfúsdóttur er varðar breytt staðfang íbúðarhúsalóðarinnar Reykjabakka. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Reykás.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 27.  Minni-Núpur L166583; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2309099
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Minna-Núps L166583. Um uppfærða tillögu er að ræða breytingu frá tillögu sem sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestaði á fundi sínum þann 20.12.23. Í tillögunni felst skilgreining byggingarreitar og byggingarheimildar á 8.760 fm lóð þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á frístundahúsi ásamt tveimur gestahúsum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
28.   Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2401008
Lögð er fram skipulagslýsing er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 7 ha svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29.   Þrándarlundur L166619; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting – 2312032
Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags. Í breytingunni felst að skógræktarsvæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins og vinnslu nýs deiliskipulags þar sem skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði í stað skógræktarsvæðis á rúmlega 40 ha svæði. Að mati skipulagsnefndar hentar staðsetning svæðisins vel gagnvart nálægð við þjónustu í Árnesi og tengingar við stofnveg.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10