Skipulagsnefnd fundur nr. 269 – 8. nóvember 2023

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 08. nóvember 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árni Eiríksson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Nefndarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað og fundargerð send til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá: 

      Bláskógabyggð:
1.   Úthlíð 1 L167180; Vörðás 5-9 (áður Vörðás 5, 7 og 9); Ferðaþjónusta og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302016
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til lóða Vörðáss 5, 7 og 9 í Úthlíð eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Lóðirnar eru verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir sameiningu lóðanna í Vörðás 5-9 og að heimiluð verði uppbygging á ýmiss konar þjónustu, einkum fyrir ferðamenn. Heildarstærð núverandi bygginga er 1.163,6 m2. Leyfilegt heildarbyggingarmagn á Vörðási 5-9 er allt að 1.850 m2. Heimilt er að viðhalda núverandi byggingum eða byggja nýjar í þeirra stað. Auk þess er heimiluð áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu s.s. veitingaaðstaða, gisting sem hvort sem er getur verið í gistihúsi eða minni gestahúsum, einnig ýmiss konar afþreying sem fellur vel að þjónustu við gesti staðarins og eigendur frístundahúsa í nágrenninu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða. Samhliða er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundasvæðisins að Úthlíð þar sem viðkomandi svæði er fellt út úr gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagna og innan samantektar á umsögnum og andsvörum. Þar sem Skipulagsstofnun afgreiddi málið ekki í afgreiðslu sinni dags. 8.9.2023 mælist nefndin til þess að deiliskipulagið verði sent til afgreiðslu Skipulagsstofnunar að nýju og taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 2.    Austurbyggð 17 L192592 og 19 L192593 (verða 9 og 11) í Laugarási; Stækkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2310087
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu vegna deiliskipulags Laugaráss. Í breytingunni felst að mörk lóða Austurbyggðar 7 og 9 (áður 17 og 19) er breytt til samræmis við eldra skipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
3.   Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306089
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt var til kynningar á 268. fundi skipulagsnefndar.
Flóahreppur:
 4.   Dalbær L165468; Birkiland 2; Stofnun lóðar – 2311006
Lögð er fram umsókn um stofnun lands úr jörðinni Dalbær L165468. Um er að ræða 49.962 fm (5 ha) land sem gert er ráð fyrir að fái staðfangið Birkiland 2. Aðkoma er frá Gaulverjabæjarvegi um sameiginlegan aðkomuveg á mörkum Birkilands L211313 og Birkilands 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið með fyrirvara um að gögn málsins séu fullnægjandi. Nefndin bendir á að allar framkvæmdir innan lóða eru háðar deiliskipulagi.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
5.   Borgarhóll L168437, Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð 1. áfangi; Framkvæmdarleyfi – 2311008
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar íbúðarbyggðar að Borg í Grímsnesi. Í framkvæmdinni felst gerð á nýjum götum. Leggja á hluta af stofngötu (Miðtún) og tvo botnlanga út frá stofngötu (Borgartún og Lækjartún) auk göngustíga samsíða götum. Einnig skal leggja fráveitu og vatnsveitu að fyrirhugaðri hreinsistöð og leggja frá-, vatns- og hitaveitu meðfram Skólabraut að tengipunktum við núverandi kerfi. Umsóknin er í takt við deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins.
6.   Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10; Ásgarður; Stofnun og breytt stærð lóða – 2111038
Lögð eru fram lóðablöð sem sýna hnitsettar afmarkanir lóða við Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10 sem taka til leiðréttinga á mörkum lóða innan svæðisins á grundvelli gildandi deiliskipulags. Fyrir liggur undirritað samþykki allra lóðahafa innan svæðisins vegna lóðamarka nema frá eigendum Ásabrautar 11, 17 og 19.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun viðkomandi lóða skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til mögulegs eignaréttarlegs ágreinings er varðar hnitsetningu lóða Ásabrautar 11, 17 og 19 og mælist til þess að skráningar lóðanna innan svæðisins verði kláraðar. Eigendum viðkomandi lóða sem hafa ekki samþykkt með undirritun sinni mörk lóða verði send tilkynning um niðurstöðu málsins í framhaldi af skráningu.
7.   Borg í Grímsnesi; Skilmálabreyting VÞ15; Aðalskipulag – 2311009
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi er varðar heimildir innan landnotkunarflokks VÞ15 að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að heimild verði fyrir íbúðum til fastrar búsetu innan reitsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Breytingin verði grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum samhliða deiliskipulagsbreytingu.
8.   Borg í Grímsnesi; Hraunbraut 13-15 og Gamla-Borg, Deiliskipulagsbreyting – 2311010
Lögð er fram tillaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að heimilað er raðhús í stað fjölbýlishúss á lóð Hraunbrautar 13-15 auk þess sem gert er ráð fyrir að íbúðir geti verið innan reits VÞ15 við Gömlu-Borg. Samhliða er unnið að óverulegri breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins eftir að óveruleg breyting á aðalskipulagi sem lögð er fram samhliða hefur hlotið samþykki Skipulagsstofnunar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum.
9.   Syðri-Brú L168277; Útleiga húsa flokk II í frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2306072
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar eftir grenndarkynningu vegna frístundasvæðis í landi Syðri-Brúar. Málið er lagt fram til kynningar.
Málið var kynnt innan svæðisins í heild með útsendingu tilkynningar í gegnum island.is. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins. Breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
10.   Minna-Mosfell L206810; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2307044
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði, flatarmál gróðursetningar tekur til 62 ha. Með umsókn er lögð fram uppfærð ræktunaráætlun frá því að málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar þann 18.10.23.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt landeigendum aðliggjandi jarða.
11.   Reykjalundur L168273; Aukið byggingarmagn gestahúss á reit 6; Deiliskipulagsbreyting – 2310037
Lögð er fram beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags er varðar Reykjalund í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimild fyrir 40 fm gestahúsi á reit 6 verði aukin í 100 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
12.   Minni-Borg golfvöllur L208755; ÍÞ5 við Biskupstungabraut og Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2310072
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til golfvallarsvæðis við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað 29,8 ha svæði fyrir níu holu golfvöll, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Samhliða er unnið að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til sama svæðis þar sem einnig eru skilgreindar heimildir fyrir verslun- og þjónustu innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
13.   Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð F14; Deiliskipulag – 2310074
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis F14 í landi Úlfljótsvatns. Deiliskipulagið nær til alls 37 lóða. Svæðinu er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að í uppbyggingu 1. áfanga verði 30 lóðir til uppbyggingar. Heildarbyggingarmagn innan hverrar lóðar er skilgreint allt að 200 fm og innan hverrar lóðar má byggja tvö hús, frístundahús og gestahús/geymslu/gróðurhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
14.   Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042 eftir auglýsingu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha að stærð, og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.   Þverholtsvegur 12 L191506; Sameining lóða; Fyrirspurn – 2310077
Lögð er fram fyrirspurn er varðar sameiningu lóða innan frístundasvæðis að Ormsstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst heimild til deiliskipulagsbreytingar sem í fælist sameining lóða vegna takmarkanna er varðar rafmagnslínu á svæðinu og landgæða.
Að mati skipulagsnefndar UTU eru forsendur fyrir því að heimilað verði að sameina þær lóðir sem teljast óbyggilegar vegna raflínu sem liggur um svæðið við aðliggjandi lóðir séu að sömu eigiendur séu af viðkomandi lóðum. Almennt séð er ekki heimilt að skipta upp eða sameina lóðir innan þegar byggðra og skipulagðra frístundasvæða samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags. Að mati skipulagsnefndar þarf þó að líta til aðstæðna hverju sinni og í framlagðri fyrirspurn felst að hluti þeirra lóða sem um ræðir eru óbyggilegar auk þess sem nokkuð stórt svæði er án byggingarreits og ætlað fyrir hrossabeit samkvæmt upplýsingum frá lóðarhafa, sem er í raun í ósamræmi við núverandi stefnu aðalskipulags er varðar skepnuhald innan frístundasvæða. Að mati nefndarinnar væri því ekki óeðlilegt að lóð Þverholtsvegar 16 rynni inn í lóðir Þverholtsvegar 6-12 og að lóð 10 væri sameinuð aðliggjandi lóðum 8 og 12. Eftir stæðu 3 lóðir í stað 5. Slík breyting er háð umsókn um breytingu á deiliskipulagi og að lögð verði fram lóðarblöð sem geri grein fyrir þeim breytingum.
Hrunamannahreppur:
 16. Þverlág 8 L201186; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting – 2310075
Lögð er fram umsókn frá Marian-Stefan Stroe er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags Heiðarbyggðar í Hrunamannahreppi. Um er að ræða breytingu sem tekur til lágmarksþakhalla innan svæðisins. Núverandi heimildir deiliskipulags gera ráð fyrir 14-45° þakhalla, eftir breytingu verði hann 0-45°.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir eru hús innan svæðisins sem eru með þakhalla undir 14° er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
17.   Kluftir L166791; Kluftir 2; Stofnun lóðar – 2310084
Lögð er fram umsókn um stofnun lóðar úr jörðinni Kluftir L166791 í Hrunamannahreppi. Um er að ræða 1.320,91 fm lóð, umhverfis þegar byggt íbúðarhús, sem óskað er eftir að fái staðfangið Kluftir 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfært lóðablað.
18.   Birtingaholt 3 land (L174000); byggingarleyfi; breytt notkun í gistihús og viðbygging – 2311019
Móttekin er umsókn þ. 03.11.2023 um byggingarleyfi fyrir að breyta notkun á íbúðarhúsi í gistihús ásamt því að byggja við það. Heildarstærð verður 171 m2 á lóðinni Birtingaholt 3 L174000 í Hrunamannahreppi.
Að mati skipulagsnefndar er breytt notkun hússins innan heimilda aðalskipulags er varðar aðra starfsemi á landbúnaðarlandi innan jarða þar sem er föst búseta. Mælist nefndin til þess að breytt notkun húss og stækkun þess verði grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.   Gata L166750; Brekkuhlíð; Stofnun lóðar – 2301036
Lagt er fram lóðablað sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar Gata Stöðull L187731 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir afmörkuninni. Við stofnun lóðarinnar Brekkuhlíð úr landi Götu L166750 kom athugasemd frá sýslumannsembættinu vegna þinglýstra gagna fyrir L187731 sem skv. eignaskiptasamningi frá 25. nóvember 1999 er óskipt sameign eigenda jarðarinnar Götu. Til að hægt sé að staðfesta stofnun Brekkuhlíðar þá hefur sýslumaður farið fram á að fá til sín m.a. skilgreinda afmörkun L187731 sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin mælist 4.221 fm skv. meðfylgjandi mæliblaði og er í samræmi við skráða stærð í fasteignaskrá. Fyrir liggur samþykki eigenda lóðarinnar og jarðarinnar Götu L166750.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
20.   Holtstagl, iðnaðarsvæði Brautarholti; Breyting lóðamarka nr. 1 L179531 og 3 L166450; Deiliskipulagsbreyting – 2310088
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Holtstagl í Brautarholti. Í breytingunni felst breyting á stærðum lóða innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
21.   Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting – 2306043
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á námusvæði í landi Haga 2 L166551 eftir kynningu. Með breytingunni verður sett inn 1,5 ha efnistökusvæði þar sem heimilt er að vinna allt að 45 þús. m3 af efni. Markmið með breytingunni er að heimila meiri efnistöku en getur fallið undir að vera til eigin nota og er því skilgreint sem efnistökusvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á námusvæði í landi Haga 2 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
22.   Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Laugatún; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Deiliskipulag – 2301017
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Brjánsstaða lóð 4 (Laugatún) L213014 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst heimild til að byggja þyrpingu lítilla gistihúsa auk þjónustuhúsa og húsnæðis fyrir starfsfólk með fasta búsetu ef á þarf að halda. Nýtingarhlutfall lóðar geti orðið allt að 0.1. Samhliða er afgreidd breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.   Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Laugatún; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting – 2301064
Lögð er fram skipulagstillaga sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Laugatún) eftir auglýsingu. Með breytingunni verður sett inn 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir fasta búsetu, gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með breytingunni er að efla atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

24.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-194 – 2310005F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-194

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00