SKIPULAGSNEFND FUNDUR NR. 264 – 23. ÁGÚST 2023

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 23. ágúst 2023 og hófst hann kl. 8:15

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Haraldur Þór Jónsson, Walter Fannar Kristjánsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árni Eiríksson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa. Aðal- og varamaður Ásahrepps voru fjarverandi.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

  Bláskógabyggð:
 1.   Apavatn 2 lóð (L167668); byggingarheimild; gestahús – 2307028
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Raven Design ehf., móttekin 10.07.2023, um byggingarheimild fyrir 40 fm gestahúsi á sumarbústaðalandinu Apavatn 2 lóð L167668 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2.   Haukadalur 4; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2304002
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hótel Geysi og þjónustumiðstöðvar á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði að Haukadal 4 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreitur stækkar, verður 26 ha í stað 13 ha áður, lóðamörk einstakra lóða breytast, byggingarreitur Hótels Geysis stækkar og öll herbergi innan deiliskipulagsreits flytjast þangað. Öll smáhýsi verða gerð víkjandi og byggingarreitur hótelbyggingar sunnan þeirra fjarlægður. Samanlagður herbergjafjöldi verður óbreyttur. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar stækkar og íbúðarhús sem þar er verður víkjandi. Bílastæði verða færð og þeim einnig fjölgað, þar sem hluti þeirra verða rafhleðslustæði. Bensínafgreiðsla færist til suðurs. Nýr byggingarreitur fyrir áhaldageymslu kemur syðst á skipulagssvæði á lóð Suðurgafls og aðkoma fyrir rútur breytist og færist en rútum verður áfram lagt á núverandi stæði norðan við smáhýsi. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna og samantektar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Hverabraut 3; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2308038
Lögð er fram tillaga deiliskipulagbreytingar sem tekur til stækkunar lóðar Hverabrautar 3 á Laugarvatni. Samhliða er gert ráð fyrir að lóðir 5 og 15 falli niður innan skipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
5.   Heiðarbær lóð L170244; Niðurrif og nýbyggingar; Fyrirspurn – 2307046
Lögð er fram fyrirspurn frá Sigurði Hallgrímssyni er varðar niðurrif og hugmyndir um uppbyggingu á lóð Heiðarbæjar lóð L170244.
Ekkert deiliskipulag er í gildi sem tekur til viðkomandi lóðar sem er skráð í fasteignaskrá 5.800 fm að stærð. Hámarksbyggingarmagn innan lóðar samkvæmt skilmálum aðalskipulags gæti þá verið allt að 174 fm í formi frístundahúss gestahúss allt að 40 fm að stærð og geymslu allt að 15 fm að stærð. Framlagðar hugmyndir fara því umfram þær heimildir. Húsið er auk þess innan svæðis á náttúruminjaskrá og vatnsverndar vatnasviðs Þingvallavatns samkv. lögum 85/2005. Við allar framkvæmdir, sama hvort um niðurrif eða uppbyggingu þarf því að hafa sérstaka aðgát gagnvart hugsanlegri mengun vatnsins. Kæmi til þess að sótt væri um byggingarleyfi fyrir nýju húsi á lóðinni á grundvelli heimilda aðalskipulags þyrfti að lágmarki að uppfylla kröfur skipulagsreglugerðar um 50 m fjarlægð byggingarreitar frá vatnsbakka og 10 m fjarlægð frá aðliggjandi lóðarmörkum. Þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir væru allar framkvæmdir innan lóðar háðar grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Lóðin er leigulóð og telur nefndin því nauðsynlegt að allar framkvæmdir innan hennar séu unnar í samráði við Framkvæmdasýslu Ríkisins og að öllum skilyrðum leigusamnings lóðarinnar sé fullnægt. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn.
6.   Reykholt; Brekkuholt 9 L231181; Einbýli í Parhús; Deiliskipulagsbreyting – 2307040
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst að einbýlishúsalóð að Brekkurholti 9 er breytt í lóð fyrir parhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
7.   Útey 1 L167647; Stórholt 2; Stofnun lóðar – 2307038
Lögð er fram umsókn frá Bjarna Finnsyni er varðar stofnun 34.766 fm lóðar út landi Úteyjar 1.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
8.   Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2307018
Lögð er fram fyrirspurn frá Daða Freyr Guðmundssyni er varðar breytta landnotkun lóðar Bjarkarhöfða L167731.
Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirferðar og afgreiðslu sveitarstjórnar en vill koma á framfæri eftirfarandi:
– Lóðin er á skilgreindu frístundasvæði samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Slíkur rekstur væri því í öllum tilfellum háður því að óskað væri eftir breyttri landnotkun svæðsins í verslunar- og þjónustusvæði.
– Þótt svo að lóðin sé á skilgreindu frístundasvæði á aðalskipulagi er hún skráð sem lögbýli. Rétt skilgreining landnotkunar á lóðinni samkvæmt því ætti því að vera landbúnaðarland.
– Lóðin hefur sér aðkomu frá Böðmóðsstaðavegi sem getur talist vera kostur vegna hugsanlegrar breyttrar landnotkunar í takt við fyrirspurn.
– Innan fyrirspurnar er gert ráð fyrir allt að 15 smáhýsum. Gera má ráð fyrir að 40-50 manns geti gist á svæðinu. Nefndin telur að huga þurfi vel að aðliggjandi svæðum gagnvart svo mikilli aukningu á fjölda fólks innan svæðisins.
9.   Gröf lóð L167794; Staðfesting á stærð og afmörkun lóðar – 2307016
Lögð er fram umsókn er varðar staðfestingu á hnitsetningu og stærð lóðarinnar Gröf lóð L167794.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
10.   Útey 1 lóð L191795; Frístundalóð; Deiliskipulag – 2302028
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóðarinnar Útey 1 lóð L191795 eftir auglýsingu. Í skipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu sumarhúss ásamt aukahúsi allt að 40 fm og geymslu að 15 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að bregðast sérstaklega við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins á auglýsingatíma þess. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.   Klif í landi Spóastaða; L167134 og L192315; Deiliskipulag – 2202035
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags í landi Spóastaða eftir auglýsingu. Skipulagið nær yfir liðlega 2,3 hektara á lögbýlinu Klifi L167134. Á landinu eru nú þegar íbúðarhús og sumarhús (landnúmer L192315). Markmið skipulagsins er að skipta landinu í tvær lóðir þar sem nyrðri lóðin verði lögbýlislóð og syðri lóðin íbúðarhúsalóð. Vegtengingar að lóðunum eru til staðar sem og vatn, rafmagn og rotþrær. Samþykkt var óveruleg breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á 233. fundi skipulagsnefndar þar sem samþykkt var að umrætt svæði skyldi flokkast sem landbúnaðarsvæði. Samhliða er lögð fram undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægðar frá vegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.   Fyrirspurn til skipulagsnefndar; Stardalur L125755; Staðfesting á lóðarmörkum sveitarfélaga – 2308054
Lögð er fram fyrirspurn frá Þórði Magnússyni er varðar staðfestingu á sameiginlegum lóðarmörkum lands Stardals L125755 í Reykjavík að mörkum Bláskógabyggðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við skilgreiningu viðkomandi jarðarmarka sem liggja að sveitarfélagsmörkum Bláskógabyggðar. Nefndin gerir þó athugasemdir við skýrleika framlagðra gagna. Ekkert er tiltekið innan þeirra um hvaða heimildir liggja að baki framlögðum mörkum, ekki er vitnað til þinglýstra gagna eða landamerkjabóka, nánast engin örnefni eru sjáanleg á kortingu og ekki er tiltekið um með hvaða hætti talið er að aðliggjandi sveitarfélagamörk liggja. Þrátt fyrir það telur nefndin ljóst að þar sem mörk Stardals eru dregin upp að sveitarfélagsmörkum Bláskógabyggðar séu þau skilgreind í Rjúpnagili til austurs.
13.   Gröf lóð (L167788); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2305038
Lögð er fram endurtekin beiðni er varðar viðbyggingu við sumarhús á Gröf lóð L167788. Lögð er fram afstöðumynd sem gerir grein fyrir afstöðu hússins fyrir og eftir viðbyggingu. Að mati hönnuðar er um svo óverulega nálgun við vatnsbakka að ræða að engar líkur eru á að fyrirhuguð viðbygging muni hafa meiri áhrif á lífríki árinnar eða hefti för fóks um árbakkann umfram það sem orðið er. Óskað er eftir því að skipulagsnefnd leggi það til við sveitarstjórn að álit sveitarstjórnar vegna undanþágu verði endurskoðað.
Nefndin vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Flóahreppur:
 14.   Hnaus lóð (L178933); byggingarheimild; íbúðarhús og gestahús – 2307006
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Andrzej Leszczynski, móttekin 03.07.2023, um byggingarheimild fyrir 84 m2 íbúðarhús og 24,5 m2 gestahús á landinu Hnaus lóð L178933 í Flóahreppi.
Það sem um uppbyggingu á áður óbyggðri lóð er að ræða mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að farið verði fram á að unnið verði deiliskipulagsáætlun sem tekur til byggingarheimilda innan lóðarinnar. Að mati nefndarinnar er deiliskipulagning landsins forsenda útgáfu byggingarheimildar fyrir íbúðarhúsi og gestahúsi innan þess. Nefndin mælist til þess að útgáfu byggingarheimildar verði frestað.
 15.    Mjósyndi (L166367); byggingarheimild; sumarbústaður – 2305079
Fyrir liggur umsókn Friðriks Ólafssonar um byggingarheimild fyrir hönd Önnu L. Gunnarsdóttur og Grétar G. Halldórssonar, móttekin 22.05.2023, fyrir 121,5 m2 sumarbústað á jörðinni Mjósyndi L166367 í Flóahreppi.
Að mati skipulagsnefndar UTU má ætla á framlögðum uppdráttum að um gistihús sé að ræða en ekki sumarhús. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfu byggingarheimildar verði frestað í núverandi mynd og nánar verði gert grein fyrir áætlaðri notkun hússins. Ef um gistihús er að ræða telur nefnin æskilegast að unnið verði deiliskipulag fyrir bæjarhlaðið sem skilgreinir heimildir fyrir uppbyggingu gistihúss á landinu.
16.   Skálmholt land E L190226; Kvistur og Hæðarþúfa; Stofnun lóða – 2303078
Fyrir liggur umsókn frá Kristínu Benediktsdóttur er varðar stofnun 50.000 fm lóðar, Kvistur, úr landi Skálmholts land E L190226. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu þar sem gert var ráð fyrir stofnun 20.000 fm lóðar er því málið lagt fram að nýju vegna stækkunar á lóðinni. Jafnframt er óskað eftir því að stofna 50.000 fm lóð sem fái staðfangið Hæðarþúfa. Upprunalandið verður 5.091,6 fm eftir skiptingu landsins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
17.   Eystri – Loftsstaðir 10 L227155 og 12 L227157; Sameining lóða og byggingarskilmálar; Deiliskipulag – 2308006
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða Eystri-Lofsstaða 10 og 12. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, gestahús, skemmu, hesthúss og stökum smáhýsum ætluðum til útleigu. Jafnframt gerir skipulagið ráð fyrir að heimilt verði að sameina lóðirnar í eina lóð.
Að mati skipulagsnefndar fellur framlögð deiliskipulagsáætlun ekki að markmiðum aðalskipulags er varðar aðra atvinnustarfsemi á á landbúnaðarlandi þar sem engin eiginleg landbúnaðarstarfsemi er innan landsins í dag. Að mati nefndarinnar er því eðlilegt að meginnotkun hluta landsins verði skilgreind í aðalskipulagi sem verslunar- og þjónustusvæði í takt við framlagða breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd mælist því til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að umsækjanda verði eftir eftir atvikum ýmist gert að minnka umfang verslunar- og þjónustutengdra byggingar eða óska samhliða eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi þar sem skilgreindur verði viðeigandi landnotkunarreitur fyrir verslun- og þjónustu innan svæðisins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.
18.   Voli 166287 L166287; Framkvæmdarleyfi – 2308037
Lögð er fram umsókn frá Sigurði Degi Sigurðssyni er varðar framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar og nýrrar vegtengingar við Villingaholtsveg að jörðinni Vola L166287. Vegurinn fer um lóð Lambastaða land 3 L199639 sem er einnig í eigu umsækjanda. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar vegna málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
19.   Skógsnes 2; Verslun- og þjónusta; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2308042
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæðis í landi Skógsness 2.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags um að landbúnaður verði efldur sem atvinnugrein og að byggð í dreifbýli sé styrkt. Hún samræmist einnig landskipulagsstefnu um að skipulag í dreifbýli gefi kost á fjölbreyttri nýtingu lands. Að mati nefndarinnar er viðeigandi að skilgreina verslun- og þjónustu með hringtákni fyrir afmarkaðan reit á jörðinni til að stefna um uppbyggingu innan hennar sé skýr. Að mati nefndarinnar um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða þar sem hún samræmist öllum markmiðum gildandi aðalskipulags uppbyggingu á smábýlum þar sem landbúnaður er meginstarfsemi.
20.   Laugardælur L166253; Efri-Laugardælaeyja vegsvæði; Stofnun lóðar – 2307045
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 4.691 fm lóðar fyrir vegsvæði úr landi Laugardæla L166253.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
21.   Kríumýri L166232; Færsla lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2307042
Lögð er fram umsókn frá Herði Harðarsyni er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi að Kríumýri. Í breytingunni felst að lóð 2 er færð norð-vestur sem nemur um 33 m og nýr aðkomuvegur kemur að lóðinni meðfram lóð nr. 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
22.   Hraungerði L166239, Tækjahús Mílu ehf lóð; Stofnun lóðar – 2307019
Lögð er fram umsókn frá Mílu er varðar stofnun 72 fm lóðar umhverfis tækjahús Mílu í landi Hraungerðis.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
23.   Hraungerði L166239; Spennistöð lóð; Stofnun lóðar – 2307013
Lögð er fram umsókn frá Flóahreppi um stofnun 55 fm lóðar umhverfis spennistöð RARIK á landi Hraungerðis L166239.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
24.   Hnaus 2; Mosató 3 L225133; Stækkun hótels; Aðalskipulagsbreyting – 2207020
Fyrir liggur tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu á lóð Mostató 3 að Hnausi 2. Með breytingu á aðalskipulagi er gert ráð fyrir auknu umfangi hótelsins. Heimilt verður að byggja við núverandi hótel og fjölga herbergjum úr 20 í 27. Heildarbyggingarmagn svæðis verður allt að 3.000 m2. Einnig er fellt út vatnsból, VB5, sem sett var inn með aðalskipulagsbreytingu, dags. 21.04.2020, í B-deild, enda er byggðin tengd Vatnsveitu Flóahrepps. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags á Hnausjörðinni, þar sem skilgreind frístundabyggð og skógræktar- og landgræðslusvæði breytist í landbúnaðarland. Gerð er breyting á greinagerð aðalskipulags er varðar verslunar- og þjónustusvæðið VÞ11. Unnin er umhverfismatsskýrsla fyrir aðalskipulagsbreytinguna skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.   Mosató 3 L225133; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2111083
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Mosató 3 L225133 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn á lóð hótelsins. Heimilt verði að hafa hótelið á 2 hæðum. Samtals er gert ráð fyrir um 3.000 m² byggingarmagni á lóðinni. Stækkun hótels og tæknirýmis eru þar innifalin ásamt jarðhýsi með böðum og sauna sem búið er að byggja. Gert er ráð fyrir allt að 27 hótelherbergjum, veitingasal, eldhúsi, móttöku, skrifstofu fyrir starfsmenn, herbergi starfsmanna, salerni, skolherbergi, inntaksrými og fl. Stök lítil (65m²) starfsmannahús eru einnig heimiluð á lóðinni enda tengjast þau beint starfsemi hótelsins. Hámarkshæð frá gólfi í mæni er 8 m. Heimild er að setja lyftu í hótelið og á þeim stað má heildarhæð vera í samræmi við þann búnað sem lyftuhús krefst. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til aukinna heimilda á lóðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Innan umsagnar Umhverfisstofnunar er tiltekið að nánar skuli fjallar um fráveitumál í breytingunni. Skipulagsnefnd telur að fjallað séu um fráveitumál svæðisins með fullnægjandi hætti innan gildandi deiliskipulags þess, breyting þessi tekur ekki sérstaklega til breytinga á fráveitumálum og gilda því núverandi skilmálar skipulagsins er það varðar. Engar aðrar athugasemdir komu fram vegna málsins hvorki almennar né innan umsagna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 3.   Syðri-Brú lóð L169624; Færsla byggingarreits; Fyrirspurn – 2308001
Lögð er fram fyrirspurn frá Hermanni Unnsteini Emilssyni er varðar stækkun byggingarreits á lóð Syðri-Brúar lóð L169624. Gróðursetning og lagning stofnlagna að lóðinni hafa gert ráð fyrir staðsetningu bústaðar nokkuð sunnar en byggingarreitur er skilgreindur á deiliskipulagi svæðisins. Óskað er eftir því að reiturinn verði skilgreindur 10-15 metrum sunnar en hann er í dag skilgreindur í um 35 m fjarlægð frá lóðarmörkum til suðurs.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við gerð deiliskipulagsbreytingar sem tekur til endurskilgreiningar á byggingarreit lóðarinnar í takt við framlagða fyrirspurn.
26.   Neðan-Sogsvegar 15 L169420; Neðan-Sogsvegar 15B, 15C og 15D; Stofnun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306090
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Neðan-Sogsvegar 15. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í 4 mismunandi hluta í takt við núverandi byggingarheimildir lóðarinnar. Með tillögu deiliskipulagsbreytingar er lögð fram greinargerð til rökstuðnings ákvörðun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar ásamt skriflegu samþykki meðeigenda lóðarinnar. Athugasemdir bárust á kynningartíma breytinganna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Skipulagsnefnd UTU tekur í meginatriðum undir þau atriði sem fram koma innan andsvars málsaðila við þeim athugasemdum sem bárust við framlagða deiliskipulagsbreytingu. Að mati nefndarinnar hafa þær athugasemdir sem gerðar voru við málið ekki með inntak breytingar tillögunnar að gera. Í tillögunni felst engin önnur breyting en sú að heimilt er að skipta lóðinni upp í 4 lóðir. Byggir það á heimildum núverandi deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir 4 húsum á tveimur lóðum innan svæðisins. Skipulagsnefnd mælist því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.   Þrastalundur (L168297); byggingarheimild; 13 tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi – 2308010
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd V63 ehf., móttekin 19.07.2023, um byggingarheimild fyrir 13 tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi á viðskipta- og þjónustulóðinni Þrastalundur L168297 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri umsókn um byggingarheimild fyrir 13 tjaldhýsum verði synjað. Að mati nefndarinnar er forsenda slíkrar uppbyggingar að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið sem tekur til allra framkvæmdaheimilda innan þess. Fyrir liggur bókun frá stjórn UMFÍ að ekki standi til að fara í neinar breytingar á núgildandi samningum varðandi leigu og rekstur viðkomandi svæða. Ekki var veitt heimild fyrir því af hálfu UMFÍ að rekstraraðila svæðisins væri falið að vinna deiliskipulagsáætlun sem tekur til þess. Samkvæmt rekstrarsamningi um tjaldsvæðið, sem fylgir með umsókn, er tiltekið að rekstraraðila sé heimilt að reisa mannvirki á lóðinni með samþykki landeiganda. Það samþykki liggur ekki fyrir.
28.   Nesjavallavirkjun L170925; Stækkun borsvæða og fjölgun borhola; Endurskoðun deiliskipulags – 2308004
Lögð er fram beiðni frá Orku náttúrunnar um að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags Nesjavallavirkjunar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að Orku náttúrunnar ohf. verði veitt heimild til að vinna að endurskoðun deiliskipulags fyrir Nesjavallavirkjun.
29.   Minna – Mosfell L206810; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2307044
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfu framkæmdaleyfis verði frestað. Mælist nefndin til þess að lögð verði fram ræktunaráætlun með umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar þar sem nánar verði gert grein fyrir verkefninu, skiptingu svæðisins, tímaáætlun, tegundalista o.s.frv.
30.   Klausturhólar frístundabyggð; Baulurimi 14 L168979 og Baulurimi 16 L168982; Færsla lóðarmarka; Deiliskipulagsbreyting – 2307017
Lögð er fram umsókn frá VIK Holdings ehf. er var varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Klausturhólum. Í breytingunni felst hliðrun á lóðarmörkum milli lóða Baulurima 14 og 16. Eftir breytingu verði lóð Baulurima 16, 6.700 fm og lóð Baulurima 14, 13.300 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
31.   Kiðjaberg frístundabyggð; Vegtenging; Deiliskipulagsbreyting – 2307015
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðisins að Kiðjabergi. Í breytingunni felst að vegtengingu verði breytt þannig að í stað tengivegar verði tvær botnlangagötur. Vegtenging verður að lóðum 18-26 frá afleggjara að Arnarbæli og tenging að lóðum 1-17 frá Kiðjabergsvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
32.   Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042 eftir kynningu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha að stærð, og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
33.   Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2302025
Lögð er fram tillaga frá Þóroddi ehf. er varðar breytingu á skilmálum frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaða eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016. Mælst var til þess að málið væri sérstaklega grenndarkynnt öllum innan svæðisins eftir auglýsingu þess. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
34.   Björk 1 L211337; Björk vatnsból; Stofnun lóðar – 2308046
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi um stofnun lóðar úr landi Bjarkar 1 L211337. Um er er ræða 24 ha lóð sem fær staðfangið Björk vatnsból.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
35.   Mosabraut 9 L212967; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2306044
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Mosabrautar 9 í Vaðnesi. Í umsókninni felst beiðni um að heimild verði veitt fyrir breytingu á byggingarreit lóðarinnar þannig að hann verði skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 29.6.2023 þar sem ekki voru talin liggja fyrir fullnægjandi rök fyrir umsóttri breytingu. Meðfylgjandi eru lagðar fram röksemdir lóðarhafa fyrir breytingunni. Málið lagt fram að nýju til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Hrunamannahreppur:
 36.   Sóleyjarbakki (L166830); byggingarheimild; sumarbústaður – 2308022
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Guðmundar Kristinssonar, móttekin 14.08.2023, um byggingarheimild fyrir 172,5 m2 sumarbústað mhl 13 á jörðinni Sóleyjarbakki L166830 í Hrunamannahreppi.
Fyrir liggur að umsótt frístundahús er staðsett á landbúnaðarlandi í flokki 1 samkvæmt flokkun Steinsholts frá 2016 sem telst vera kjörlendi til akuryrkju. Nýjar byggingar eru almennt ekki reistar á landbúnaðarlandi í flokki 1 nema í nágrenni núverandi bygginga eða veitukerfa. Að mati skipulagsnefndar uppfyllir viðkomandi bygging þau skilyrði þar sem hún er staðsett í nálægð við núverandi byggingar á svæðinu. Innan aðaluppdrátta er tiltekið að nýtingarhlutfall húss/ræktaðs lands sé 0,005. Að mati nefndarinnar telst það mjög óveruleg röskun á ræktunarlandi. Að auki virðist landið nú þegar vera nýtt undir skógrækt en ekki akuryrkju sé litið til loftmyndar af svæðinu. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
37.   Fannborgartangi 1, 3, 5 og 7 L236077; Byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2308040
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi lóða Fannborgartanga 1, 3, 5 og 7. Í breytingunni felst innbyrðis breyting á skiptingu byggingarreitar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
38.   Hólakot L166762; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2209063
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Hólakots L166762 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að skilgreint er frístundasvæði í stað landbúnaðarlands á um 12 ha spildu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða ítrekar nefndin fyrri bókun vegna málsins er varðar að RML meti landið nánar m.t.t. flokkunar landbúnaðarlands vegna skilmála aðalskipulags er varðar verndun úrvals landbúnaðarlands.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 39.   Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
40.   Laxárdalur 2 (L166575); byggingarleyfi; eldishús mhl 32 – 2307002
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Grís og Flesk ehf., móttekin 30.05.2023, um byggingarleyfi fyrir 2.494,3 m2 eldishús mhl 32 í Laxárdalur 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samkvæmt auglýstu starfsleyfi frá því árið 2022 er núverandi starfsemi með heimild fyrir allt að 1.200 grísum og 200 gyltum. Samkvæmt teikningu má gera ráð fyrir því að umfang eldisins aukist um sem nemur 120 stæðum fyrir gyltur. Fjallað er um þauleldi alifugla eða svína í lið 1.06 í viðauka 1 í lögum um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Framkvæmd þessi er utan þess sem telst háð mati á umhverfisáhrifum. Hins vegar eru stöðvar eða bú með þauleldi svína utan þess sem tilgreint er í tölul. 1.06 tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Skipulagsnefnd telur jafnframt æskilegt að umsækjandi vinni deiliskipulag sem tekur til framtíðar uppbyggingar í Laxárdal auk þeirra takmarkana um og umhverfisáhrifa sem uppbygging og rekstur á svínabúi getur haft í för með sér. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn að afgreiðslu byggingarleyfis verði frestað.
41.   Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302014
Lögð er fram eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar tillaga nýs deiliskipulags að Minni-Ólafsvöllum. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðara fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að bregðast sérstaklega við athugasemdum Skipulagsstofnunar líkt og fram kemur í samantekt og andsvörum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
42.   Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
43.   Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205037
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
44.   Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205036
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
45.   Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
46.   Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
47.   Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202086
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
48.   Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
49.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-189 – 2308001F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-189

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00