Skipulagsnefnd fundur nr. 258 – 12. apríl 2023

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 258. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2023 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Nefndarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað og fundargerð send til rafrænnar undirritunar.

Dagskrá: 

  Ásahreppur:
 1.   Skammilækur (L202060); byggingarheimild; gestahús – 2303054
Fyrir liggur umsókn Reynis Arnar Pálmasonar, móttekin 20.03.2023, um byggingarheimild fyrir 61 m2 gestahúsi með svefnlofti á jörðinni Skammilækur L202060 í Ásahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2.   Ásmúli Ássel L165327; Ás-Sel; Deiliskipulag – 2303058
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Ás-Sels L165327 í Ásahreppi. Skipulagið tekur til afmörkunar lóðar auk byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr, skemmu/hesthús og tveggja gestahúsa. Innan svæðis er heimilt að byggja upp að hámarki 1.500 m2. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur víki fyrir nýjum aðkomuvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bláskógabyggð:
3.   Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár, eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við gildistöku málsins eftir auglýsingu og eru athugasemdir þeirra lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Útey 1 lóð L191795; Frístundalóð; Deiliskipulag – 2302028
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til frístundalóðarinnar Útey 1 lóð L191795. Í skipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu tveggja sumarhúsa ásamt aukahúsi að 40 fm og geymslu að 15 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdaheimildir deiliskipulagsins sem taka til tveggja sumarhúsa ekki vera í takt við markmið aðalskipulags Bláskógabyggðar. Að mati nefndarinnar skal á hverri sumarhúsalóð að hámarki gera ráð fyrir einu sumarhúsi, aukahúsi að 40 fm og smáhýsi að 15 fm innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Nefndin frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að skipulagsfulltrúi annist samskipti við umsækjanda um uppfærslu gagna.
5.   Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Fellsenda lands L222604. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 119,6 ha landi Fellsenda lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa og útihúss. Gert er ráð fyrir uppbyggingu landbúnaðar sem tengist ræktun hunda og hundahaldi auk þess sem áfram verði rekin ferðaþjónustustarfsemi tengd sleðahundum á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
6.   Haukadalur 4; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2304002
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hótel Geysi og þjónustumiðstöðvar á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði að Haukadal 4. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreitur stækkar, verður 26 ha í stað 13 ha áður, lóðarmörk einstakra lóða breytast, byggingarreitur Hótels Geysis stækkar og öll herbergi innan deiliskipulagsreits flytjast þangað. Öll smáhýsi verða gerð víkjandi og byggingarreitur hótelbyggingar sunnan þeirra fjarlægður. Samanlagður herbergjafjöldi verður óbreyttur. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar stækkar og íbúðarhús sem þar er verður víkjandi. Bílastæði verða færð og þeim einnig fjölgað, þar sem hluti þeirra verða rafhleðslustæði. Bensínafgreiðsla færist til suðurs. Nýr byggingarreitur fyrir áhaldageymslu kemur syðst á skipulagssvæði á lóð Suðurgafls og aðkoma fyrir rútur breytist og færist en rútum verður áfram lagt á núverandi stæði norðan við smáhýsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Tillagan verði auglýst og kynnt innan svæðisins auk þess sem leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila.
7.   Háholt 8 L225324; Fyrirspurn – 2304004
Lögð er fram fyrirspurn frá Jóni Magnúsi Halldórssyni er varðar breyttar heimildir fyrir uppbyggingu á lóða Háholts 8 að Laugarvatni. Í breytingunni fælist að heimilt væri að byggja parhús í stað einbýlishúss á viðkomandi lóð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlagðri fyrirspurn verði synjað. Umsækjanda verði gert að fara að núverandi skilmálum deiliskipulags fyrir Laugarvatn í takt við úthlutun lóðarinnar.
Flóahreppur:
 8.   Hófgerði L215457; Hófgerði 2; Breyttir skilmálar; Deilisk.breyting – 2303075
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Hófgerðis. Breytingin tekur til skilmála Hófgerðis 2 þar byggingarheimildir verða auknar úr 120 fm íbúðarhúsi á einni hæð í 250 fm íbúðarhús á 1-2 hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Hámarksmænishæð innan reitsins verði aukin úr 5 m í 8,5 m.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
9.   Ölvisholt land L166325 (Miklholt); Lóð 1 og 2; Deiliskipulagsbreyting – 2304003
Lögð er fram tillaga sem tekur til breytinga á deiliskipulagi að Ölvisholt landi (Miklholt) L166325. Í breytingunni felst að heimilt verði að stofna tvær nýjar lóðir innan jarðarinnar þar sem heimilt verði að byggja allt að 2.500 fm hesthús/reiðskemmu og 300 fm sumarhús. Eftir breytingu verði því heimild fyrir tveimur frístundahúsum og einu hesthúsi. Fyrir er innan svæðisins hesthús og frístundahús.
Svæðið sem skipulagið tekur til er allt skilgreint sem frístundasvæði innan aðalskipulags Flóahrepps. Samkvæmt framlagðri breytingu er gert ráð fyrir því að innan svæðisins geti verið tvö hesthús og þrjú sumarhús en byggingarreitir eru eingöngu skilgreindir umhverfis óbyggð hús innan breytingartillögunnar. Að mati nefndarinnar er uppbygging hesthúsa innan frístundasvæða ekki í takt við stefnumörkun aðalskipulags vegna frístundasvæða. Að mati nefndarinnar er framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi því ekki í takt við aðalskipulag sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að breytingunni verði synjað.
10.   Skálmholt land E L190226; Kvistur; Stofnun lóðar – 2303078
Lögð er fram umsókn frá Kristínu Benediktsdóttur er varðar stofnun 20.000 fm lóðar úr landi Skálmholts land E L190226.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Nefndin bendir á að allar framkvæmdir innan lóðar eru háðar vinnslu deiliskipulags sem gerir grein fyrir framkvæmdaheimildum innan lóðarinnar. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 11.   Villingavatn (L170971); byggingarheimild; gestahús – 2302022
Fyrir liggur umsókn Ásgerðar Þ. Bergset Ásgeirsdóttur, Bjargar Óskarsdóttur og Óskars Arnar Ásgeirssonar, móttekin 13.02.2023, um byggingarheimild fyrir 53 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Villingavatn L170971 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samanlögð stærð núverandi frístundahúss og umsótt aukahúss á lóð fer umfram hámarksbyggingarmagn lóðar m.t.t. stefnumörkunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 þar sem segir að á lóðum sem eru minni en 1/3 ha geti heimilt byggingarmagn verið allt að 100 fm. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um byggingarheimild verði synjað.
12.   Vaðnes; Frístundabyggð; 4. áfangi; Deiliskipulag – 2204055
Lögð er fram tillaga deiliskipulags er varðar stækkun frístundabyggðar í landi Vaðness eftir auglýsingu. Í tillögunni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði. Athugasemdir og umsagnir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum umsækjanda.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila vegna athugasemda sem bárust vegna málsins.
13.   Borg þéttbýli; Verslunar-, þjónustu- og íbúðalóðir við Miðtún; Deiliskipulag. – 2210039
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til miðsvæðis (M1) innan þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Í skilgreiningu á miðsvæði kemur fram að gera megi ráð fyrir blöndu af verslun og þjónustu og einnig íbúðum, aðallega á efri hæðum húsa. Æskilegt er að atvinnustarfsemi geti þróast innan svæðisins í bland við íbúðabyggð. Starfsemi á lóðunum getur verið af ýmsum toga og skal horft til skilgreiningar á miðsvæði og markmiða þessa skipulags þegar mat er lagt á það hvaða starfsemi hentar innan reitsins. Má þar nefna gistiheimili, veitinga- og menningartengdan rekstur, litlar verslanir með áherslu á framleiðslu úr héraði, handverksiðnað, smærri verkstæði, gallerí o.fl. Einnig er gert ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.   Stangarlækur 2 L208879; Stangarlækur 2B; Færsla á byggingarreit og ný lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2303051
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Stangarlæk 2 L208879. í breytingunni felst að byggingareitur við íbúðarhús er stækkaður og færður u.þ.b. 7 m til norð-vesturs. Skilmálar vegna byggingarheimilda á byggingareit fyrir íbúðarhús breytast. Skilgreind er ný lóð norðan við íbúðarhús sem ber heitið Stangarlækur 2B.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eiganda aðliggjandi lands.
15.   Hamrar 3 L224192; Fyrirspurn – 2304005
Lögð er fram fyrirspurn frá Þorsteini Garðarssyni fh. Gyðuborga ehf sem tekur til breyttrar skráningar veiðihúsa í landi Hamra 3 L224192. Óskað er eftir því að skráning húsanna breytist úr veiðihúsi í skála.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytta skráningu húsanna. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
16.   Bíldsfell III L170818; Breyttar lóðastærðir; Fremriklettur og Fremriklettshagi; Deiliskipulagsbreyting – 2304012
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Bíldfells III L170818. Í breytingunni felst hliðrun á stærð lóða innan deiliskipulagsins þar sem lóðin Fremriklettshagi minnkar og lóðin Fremriklettur stækkar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki nágranna og engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Hrunamannahreppur:
 17.   Ás (L166710); byggingarheimild; þjónustuhús – 2303080
Fyrir liggur umsókn Magnúsar V. Benediktssonar fyrir hönd Steindórs Eiríkssonar, Helenu Eiríksdóttur og Guðrúnar Eiríksdóttur, móttekin 28.03.2023, um byggingarheimild fyrir 17,9 m2 þjónustuhúsi á jörðinni Ás L166710 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 18.   Auðsholt 1 L166716 og Auðsholt 3 L166718; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóða – 2303041
Lögð er fram landamerkjagreinargerð ásamt uppdrætti sem tekur til hnitsettrar afmörkunar jarðanna Auðholts 1 og 3 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
19.   Ásatúnsvallarland L218490; Skilgreining bygg.reita og bygg.heimilda; Deiliskipulag – 2206005
Lögð er fram tillaga er varðar deiliskipulag sem tekur til Ásatúnsvallarlands L218490 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan landsins sem er skilgreint sem landbúnaðarland innan aðalskipulags Hrunamannahrepps. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss allt að 300 fm, hesthúss eða skemmu allt að 250 fm auk allt að 6 ferðaþjónustuhúsa innan hámarks byggingarmagns að 300 fm. Athugasemdir bárust við málið að hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagaðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU þakkar Skipulagsstofnun fyrir ábendingar við afgreiðslu málsins. Að mati nefndarinnar samræmist tillagan ágætlega heimildum aðalskipulags Hrunamannahrepps þar sem tiltekið er að heimilt sé þar sem föst búseta er að starfrækja rekstur á landbúnaðarsvæðum sem ekki tengjast beint landbúnaðarframleiðslu. Viðkomandi landsvæði deilir afleggjara með jörðinni Ásatún sem landið var stofnað úr á sínum tíma og er lóðin í um 600 metra fjarlægð frá bæjarhlaðinu að Ásatúni. Á svæðinu var um tíma eingöngu gert ráð fyrir rekstri þar sem húsakosti svæðisins var ætlað að þjónusta golfvöll. Með breyttri notkun húsa og lóðar er tekið tillit til landnotkunar svæðisins samkvæmt aðalskipulagi Hrunamannahrepps þar sem gert er ráð fyrir því að lóðin sé innan landbúnaðarsvæðis. Innan landsins er ætlunin að byggt verði íbúðarhús ásamt hesthúsi eða skemmu og að föst búseta verði innan landsins. Samhliða þeirri búsetu verði heimild að byggja rekstur í formi útleigu smáhýsa. Að mati skipulagsnefndar samræmist slíkt búsetumynstur vel þeim markmiðum aðalskipulags að gefa kost á bættri nýtingu húsakosts og styrkja byggð í dreifbýli. Nýta byggingar á býlum með viðbótum og/eða breytingum, án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.   Gata L166750; Brekkuhlíð; Deiliskipulagsbreyting – 2303056
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna Götu í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að skilgreind eru mörk nýrrar lóðar úr landi Götu L166750 auk þess sem skilgreindur er stærri byggingarreitur innan svæðisins. Heimilað hámarksbyggingarmagn er aukið úr 6.700 fm í 7.500 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrumannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
21.   Ás L166710; Náttúrulaugin Hrunalaug; Deiliskipulag – 2303064
Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags sem tekur til Hrunalaugar í landi Áss L166710. Meginmarkmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu er að tryggja að svæðið geti með öruggum hætti tekið á móti þeim fjölda gesta sem leggja leið sína um svæðið, án þess að minjar og náttúra þess verði fyrir skemmdum vegna ágangs. Skipulagið tryggir aðstöðu fyrir staðarhaldara til að taka á móti gestum og sinna eftirliti og umsjón svæðisins. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að byggja upp lítið þjónustuhús til að þjónusta móttöku gesta við Hrunalaug.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
22.   Þéttbýlið Árnesi í landi Réttarholts; Heiðargerði og Hamragerði; Aukin byggingarheimild; Deiliskipulagsbreyting – 2303076
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Árnesi. Í breytingin felst að byggingarheimildir á íbúðalóðum við Heiðargerði og Hamragerði eru rýmkaðar. Heimilt verður að vera með kjallara á íbúðarlóðum þar sem aðstæður og landhæð gefa tilefni til.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
23.   Hlíð 1 Laufvallargil L220188; Tvö frístundahús og aukahús; Deiliskipulag – 2303077
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar Laufvallagils L220188. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindir eru tveir byggingarreitir þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu tveggja sumarhúsa allt að 120 fm að stærð á einni eða tveimur hæðum. Einnig er gert ráð fyrir tveimur aukahúsum, gestahús, geymslu eða baðhúsi. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,02.
Að mati skipulagsnefndar fellur stefna deiliskipulagsins ekki að heimildum aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir tveimur frístundahúsum innan stakrar lóðar. Skipulagið fellur jafnframt ekki að heimildum aðalskipulags er varðar landskika allt að 3 ha þar sem ger ráð fyrir heimild fyrir allt að 3 hús innan nýtingarhlutfalls 0,03 s.s. íbúðarhús, gestahús og skemmu/geymslu. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir allt að 6 byggingum, einu sumarhúsi og tveimur aukahúsum á hvorum byggingarreit. Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda.
 

24.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-182 – 2303004F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-182.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00