Skipulagsnefnd fundur nr. 256 – 9. mars 2023

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 256. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 8. mars 2023 og hófst hann kl. 09:45

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Nanna Jónsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

     Ásahreppur:
1.   Áshamrar L165337; Aukið byggingamagn (B1); Deiliskipulagsbreyting – 2302063
Lögð er fram umsókn frá Óðni Erni Jónssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Áshamra L165337. Óskað er eftir að byggingarmagn á byggingarreit B1 verði 450 fm í stað 200 fm. Á lóðinni er heimilt að byggja íbúðarhús og bílskúr.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt eigendum Húsa 1 L165292 og Húsa 1 land L165334.
2.   Áskot L165263; Deiliskipulag – 2204011
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag innan jarðar Áskots í Ásahreppi eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda sem taka til núverandi íbúðarhúsa, reiðhallar og hesthúss, viðbyggingar við núverandi skemmu og reita fyrir gistihús og tækjaskúr. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við gildistöku tillögunnar eftir auglýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum skipulagsgögnum. Breytingar eru gerðar á skipulagsstillögu eftir auglýsingu þar sem byggingareitur B1 sem upprunalega var skilgreindur fellur út og í staðinn skilgreindur; B1-íbúðarhús-1 og B1-íbúðarhús-2, ásamt nýjum skilmálum sem taka til endurbygginga eða viðhalds á núverandi húsnæði. Að auki eru gerðar breytingar sem taka til skilmála fyrir gistihús og tækjaskúr; B3 og B4. Hæð yfir gólfkóta verður 4.5 m í stað 3.5 m.
Þakhalli og þakform verður frjálst í stað einhalla þaks.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Að mati nefndarinnar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu ekki þess eðlis að þörf sé á að auglýsa málið að nýju. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bláskógabyggð:
 3.   Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2209096
Lögð er fram að nýju umsókn frá Rúnari Gunnarsyni er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Efri-Reykja L167080. Um er að ræða skipulagningu 26 frístundalóða á um 23 ha svæðið innan skipulagsreits F73 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Stærðir lóða innan svæðisins eru á bilinu 6-8.000 fm og gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða fari ekki umfram 0,03. Heimilt er að byggja sumarhús, gestahús allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm innan nýtingarhlutfalls. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar 19.10.22 og er nú lögð fram uppfærð tillaga.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
4.   Miðhús (L167415); umsókn um byggingarleyfi; miðlunartankur – 2110082
Fyrir liggur nánari staðsetning á miðlunartanki ásamt greinagerð frá Arnari I. Ingólfssyni fyrir hönd VR, móttekin 23.2.2023, á sumarbústaðalandinu Miðhús L167415 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem tilgreindur verði byggingarreitur ásamt byggingaskilmálum fyrir viðkomandi uppbyggingu. Útgáfu byggingarleyfis verði frestað þar til breytingu á deiliskipulagi er lokið.
5.   Miðhús (L167415); byggingarheimild; dæluhús – 2302049
Lögð er fram umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd VR um byggingarheimild fyrir 7,1 m2 dæluhús í stað þess sem fyrir er á sumarbústaðalandinu Miðhús L167415.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem tilgreindur verði byggingarreitur ásamt byggingaskilmálum fyrir viðkomandi uppbyggingu. Útgáfu byggingarleyfis verði frestað þar til breytingu á deiliskipulagi er lokið.
6.   Tungurimi 16a L234821 og Tungurimi 11 L234818; Staðsetning spennistöðvar; Deiliskipulagsbreyting – 2302055
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Reykholt í Bláskógabyggð. Við Tungurima 16A var gert ráð fyrir spennistöð á iðnaðarlóð en komið hefur í ljós að sú staðsetning er óhentug. Sú lóð verður því felld út og þess í stað verður bætt við 56 fm iðnaðarlóð fyrir allt að 15 fm spennistöð við Tungurima 11B.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt lóðarhafa Tungurima 11.
7.   Gýgjarhóll 1 L167092; Hvammur; Stofnun lóðar – 2302038
Lögð er fram umsókn um stofnun lóðar úr landi Gýgjarhóls 1 L167092. Um er að ræða 13.789,3 fm landeign, skv. mæliblaði, sem óskað er eftir að fái staðfangið Hvammur. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar fyrir aðkomu að landinu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
8.   Traustatún 6 L234172 og Traustatún 8 L234174; Breyttur íbúðafjöldi; Deiliskipulagsbreyting – 2302054
Lögð er fram umsókn Pálma Pálssonar, f.h. Pálmatrés ehf, er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Laugarvatn í Bláskógabyggð. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum í húsunum við Traustatún 6 og 8 úr fjórum upp í fimm íbúðir í hvoru húsi. Húsin munu ekki fara upp fyrir uppgefið nýtingarhlutfall lóðanna og falla að öllu öðru leyti undir skilmála lóðanna. Í húsunum yrðu þrjár íbúðir á jarðhæðum, ca. 60 fm, og tvær íbúðir á efri hæðum, ca. 90 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
9.   Kötluholt L224404; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2302044
Lögð er fram umsókn Guðnýjar Rósu Magnúsdóttur f.h. eigenda er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Kötluholts L224404 úr landi Tjarnar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum innan greinargerðar deiliskipulagsins sem tekur til göngustíga, vatnsveitu og hitaveitu, sorphirðu og almennra byggingaskilmála. Eftir breytingu verði gert ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að byggja frístundahús, gestahús og geymslu. Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 m2 og geymslu allt að 15 m2. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03, nema á lóðum sem eru minni en 0,3 ha að stærð, þar er leyfilegt byggingarmagn 100 m2. Heildarbyggingarmagn á lóðum skal aldrei fara yfir 500 m2. Leyfileg mænishæð er allt að 6,5 m yfir gólfkóta aðalhæðar. Þakhalli geti verið á bilinu 0 – 45 gráður.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
Flóahreppur:
10.   Krókur L166243; Krókur III; Lóð utan um byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2303003
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Krók L166243. Í breytingunni felst að afmörkun byggingarreits B2 minnkar og skilgreind er lóð utan um byggingarreitinn. Fyrir liggur umsókn eigenda Króks um stofnun lóðarinnar úr jörðinni þar sem gert er ráð fyrir að hún fái staðfangið Krókur III.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
11.

  

Miklaholtshellir 166267; Hellisbrún; Hellislundur (áður Miklaholtshellir lóð) L221775 og Hellistún (áður Miklaholtshellir lóð) L189762; Stofnun lóðar og afmörkun lóða – 1506025
Lögð er fram að nýju umsókn byggð á gögnum frá Guðmundi Einarssyni um stofnun einnar lóðar úr landi Miklaholtshellis L166267 ásamt breyttri afmörkun tveggja lóða úr sama landi og breyttu staðfangi. Málið var áður tekið fyrir á 91. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gerð athugasemd við erindið með fyrirvara um samþykki viðkomandi eigenda og samþykki Vegagerðarinnar fyrir nýrri tengingu. Nú hafa borist uppfærð gögn og fyrir liggur samþykki eigenda fyrir hnitsetningu. Nýja lóðin er 14.996,4 fm og fær staðfangið Hellisbrún. Hellislundur L221775 er í dag skráð 7.440 fm en verður 7.385,2 fm og Miklaholtshellir lóð L189762 er í dag skráð 3.852 fm en verður 3.859,7 fm og fær nú staðfangið Hellistún. Kvöð er um aðkomu að Hellisbrún frá Ölvisholtsvegi (nr. 303) sem er um sama aðkomuveg og liggur fyrir í samþykktu endurskoðuðu deiliskipulagi Miklaholts 2 m.a. vegna stækkunar alifuglahúss vestan við veg 303.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun og breytta afmörkun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
12.   Bitra land L200843; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2302064
Lögð er fram skipulagslýsing er varðar breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Alls er um að ræða um 43 ha lands sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 21 ha lands frístundabyggð (F21). Í breytingunni felst að svæðið verði skilgreint landbúnaðarsvæði og um 5 ha verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið er m.a. að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli og auka þannig fjölbreytni í búsetu. Gert er ráð fyrir að vinna deiliskipulag fyrir svæðið samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er tiltekið innan skipulagslýsingar með hvaða hætti er nákvæmlega áætlað að nýta viðkomandi landbúnaðarsvæði eða hver áætlaður fjöldi landspildna verði innan svæðisins. Tiltekið er að markmið breytingarinnar sé m.a. að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli og má því ætla að um sé að ræða smábýli á landbúnaðarlandi sbr. kafla 2.4.1. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar skal tilgreina með ítarlegum hætti um áætlaðan íbúafjölda innan svæðisins og fjölda landspildna.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 13.    Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdarleyfi – 2302043
Lögð er fram umsókn frá Suðurtaki ehf er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í umsókninni felst beiðni um efnistöku á svæði E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Með umsókninni er lagt fram álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt umhverfismatsskýrslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að útgáfa leyfisins verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna og að álit Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrsla framkvæmdaaðila verði lögð fram til grundvallar við kynningu málsins. Útgáfa leyfisins skal háð skilyrðum umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar þar sem m.a. er tekið er til vöktunar og mótvægisaðgerða. Þar segir að gert sé ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur verði lagður bundnu slitlagi frá námu niður að Búrfellsvegi. Efnisflutningsbílar verði með ábreiðslur við efnisflutninga og einungis verði ekið á virkum dögum að degi til og bílstjórum uppálagt að aka rólega Hólaskarðsveg og Búrfellsveg. Framkvæmdaaðili skal vakta svæðið í vondum veðrum sökum hugsanlegt gjallfoks á svæði suðvestan við námu. Ef kemur til aukins gjallfoks vegna efnisvinnslu eða flutninga skal efnisvinnsla stöðvuð og framkvæmdaaðili leggja fram áætlun um endurbætur. Allar mótvægisaðgerðir verði unnar í samráði við sumarhúsaeigendur og Skógræktina.
14.   Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 og I15; Deiliskipulag – 2210061
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til fyrsta áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnesi. Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og Skólabraut í austri. Mörk svæðisins til norðurs og vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) og iðnaðarsvæða fyrir skólphreinsistöðvar (I14 og I15) í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið er óbyggt og á því eru engin mannvirki ef frá eru talinn vegspotti og búnaður skólphreinsistöðvar vestan Skólabrautar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Hrunamannahreppur:
 15.   Auðsholt 5 L166721; Spennistöðvarlóð; Deiliskipulagsbreyting – 2303002
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Auðsholt 5 L166721. Í breytingunni felst skilgreining 49 fm lóðar ásamt byggingarreit undir spennistöð fyrir RARIK.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
16.   Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum; Neðri-Hveradalir reitur 10; Deiliskipulagsbreyting – 2302065
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Kerlingarfjöll, svæði Fannborgar, staðfest í janúar 2014. Breytingin tekur til hluta þess skipulags og nær yfir núverandi bílastæði og salerni við Neðri-Hveradali merkt sem reitur 10, sem verður felldur úr gildi. Unnið hefur verið nýtt deiliskipulag fyrir þann hluta svæðisins sem samþykkt var til auglýsingar í sveitarstjórn Hrunamannahrepps þann 2.3.2023.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu og mælist nefndin til þess að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda samhliða nýju deiliskipulagi vegna reits 10 og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 17.  Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
18.   Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 19.    Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205037
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
20.   Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205036
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
21.   Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
22.   Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
23.   Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202086
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
24.   Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

25.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-180 – 2302003F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-180 lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45