Skipulagsnefnd – Fundur nr. 252 – 11. janúar 2023

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 252. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn  að Laugarvatni, miðvikudaginn 11. janúar 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Nanna Jónsdóttir, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

  Bláskógabyggð
1.   Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066
Lagt er fram deiliskipulag Kringlubrautar 1 og 3 eftir auglýsingu og afgreiðslu sveitarstjórnar. Athugasemdir bárust við gildistöku deiliskipulagsins frá skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum og samantekt andsvara og viðbragða frá umsækjanda.
Skipulagsnefnd UTU telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti þar sem við á. Nefndin telur ekki ástæðu til að taka afstöðu til umsagnar Vegagerðarinnar þar sem vegurinn er ekki skráður héraðsvegur og ekki liggur fyrir hvort að landeigendur ætli að beita sér fyrir því að viðkomandi vegur verði skráður sem slíkur. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem við á. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnunar til varðveislu.
2.   Skálabrekka L170163; Færsla malarnámu E3; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2301014
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til tilfærslu á námupunkti E3 í landi Skálabrekku.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.

 

3.   Skálabrekka L170163; Vegakerfi; Framkvæmdarleyfi – 2212093
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Heiðarás ehf. í framkvæmdinni felst veglagning í landi Skálabrekku, L170163. Framkvæmdin byggir á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem allar helstu forsendur leyfisins komi fram innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
4.   Hrosshagi L167118; Ærhúsbakki; Stofnun lóðar – 2212079
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Sverrissyni um stofnun lands úr landi Hrosshaga. Um er að ræða 5,63 ha land sem fær staðfangið Ærhúsbakki.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið. Nefndin bendir á að hverskyns framkvæmdir innan landsins eru háðar gerð deiliskipulagsáætlunar.
5.   Lyngbraut 5 L190167; Spennistöðvarlóð; Stofnun lóðar – 2212073
Lögð er fram umsókn frá Jarðaberjalandi ehf er varðar stofnun lóðar fyrir spennistöð úr lóð 190167.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða umsókn og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins sem gerir grein fyrir staðsetningu lóðarinnar. Deiliskipulagsbreyting fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
6.   Böðmóðsstaðir 1 L167625; Staðfesting á afmörkun jarðar og breytt stærð – 2212056
Lögð er fram umsókn frá Auðunni Árnasyni er varðar staðfestingu á afmörkun jarðar Böðmóðsstaða 1, L167625.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar og framlögð gögn skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
7.   Laugarvatn; Krikinn; Deiliskipulagsbreyting – 2301018
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða Krika 1 og 2 innan deiliskipulags að Laugarvatni. Í breytingunni felst minnkun lóðanna og skilgreining nýrrar aðkomu að Krika 2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
8.   Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Austureyjar 1 og 3 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara og viðbragða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar er framlögð breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins ekki þess eðlis að hafa veruleg áhrif umfram núverandi notkun svæðisins. Breytingin tekur til húss sem er nú þegar í notkun en ekki til nýframkvæmdar innan lóðarinnar. að mati nefndarinnar er eðlis munur notkunar hússins eftir því hvort húsið er á skilgreindu frístundasvæði eða skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði ekki slíkur að veruleg breyting verði á högum nágranna vegna þessa. Nefndin leggur áherslu á að skilgreind bílastæði séu afmörkuð með skýrum hætti innan deiliskipulags og að frjáls för almennings um vatnsbakkan verði ekki hindruð á lóðum innan svæðisins. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem skilgreind notkun hússins er uppfærð í takt við breytt aðalskipulag auk þess sem gestafjöldi er hámarkaður við 15 gesti. Samantekt á umsögnum og athugasemdum er lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum og andsvörum sem nefndin leggur til við sveitarstjórn. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.   Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurey I og III eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illósvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara og viðbragða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna þar sem við á. Breytingin tekur til húss sem er nú þegar í notkun en ekki til nýframkvæmdar innan lóðarinnar. að mati nefndarinnar er eðlis munur á notkun hússins eftir því hvort húsið er á skilgreindu frístundasvæði eða skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði ekki slíkur að veruleg breyting verði á högum nágranna vegna þessa. Nefndin leggur þó áherslu á að skilgreind bílastæði séu mörkuð með skýrum hætti innan deiliskipulags og að frjáls för almennings um vatnsbakkan verði ekki hindruð á öllum lóðum innan svæðisins. Samhliða breytingu á deiliskipulag er lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem skilgreind notkun hússins er uppfærð í takt við breytt deiliskipulag. Innan deiliskipulags er gestafjöldi hámarkaður við 15 gesti sem skal taka tillit til við útgáfu rekstrarleyfis. Nefndin telur að breytingar sem taka til Illólsvegar 6 séu ekki þess eðlis að íþyngjandi verði fyrir nágranna eða umhverfis umfram það sem fyrir er á svæðinu. Byggingarmagn minnkar og lóðin að sama skapi. Að öðru leiti vísar nefndin til samantektar á umsögnum og athugasemdum sem lögð er fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum og andsvörum sem nefndin leggur til við sveitarstjórn. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Flóahreppur
10.   Skálmholt land G L199351; Fyrirspurn – 2212096
Lögð er fram beiðni frá Kolbeini Þór Sigurðssyni er varðar heimild til deiliskipulagsgerðar á landi Skálmholts land G, L199351.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða fyrirspurn. Landnotkun svæðisins samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði. Samkvæmt flokkun landbúnaðarlands virðist landið falla í flokk 4 – annað land. Við gerð deiliskipulagsáætlunar fyrir landið skal horfa til skilmála aðalskipulags Flóahrepps er varðar landbúnaðarland auk annarra takmarkanna s.s. varðandi fjarlægð frá stofn- og tengivegum, minjaskráningar, veitna, umhverfisáhrifa, aðkomu og/eða annarra kvaða sem gætu tekið til svæðsins.
11.   Lynghæð L196512; Deiliskipulagsbreyting – 2206038
Lögð er fram umsókn frá Þorvaldi Árnasyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Lynghæðar L196512. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar 5.7.2022. Nýr uppdráttur lagður fram til afgreiðslu. Í breytingunni felst ný skilgreining byggingarreita innan lóðar og uppfærsla á byggingarheimildum. Áður skilgreindum byggingarreitum fækkar um einn. Skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir fyrir gestahús neðan við núverandi skemmu og nýr reitur fyrir útihús suðvestan við núverandi skemmu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi
Grímsnes- og Grafningshreppur
12.   Snæfoksstaðir (L168278); byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2301005
Fyrir liggur umsókn Gautar Þorsteinssonar fyrir hönd Nova hf. með umboð landeiganda, móttekin 21.12.2022 um byggingarheimild til að reisa 8m fjarskiptamastur á jörðinni Snæfoksstaðir (L168278) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu. Málið verði kynnt lóðarhöfum Kolgrafarahólsvegar 2, 4 og 6 og Austuheiðarvegar 8, L169527.

 

13.   Borg þéttbýli; Verslunar-, þjónustu- og íbúðalóðir við Miðtún; Deiliskipulag. – 2210039
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Í skilgreiningu á miðsvæði kemur fram að gera megi ráð fyrir blöndu af verslun og þjónustu og einnig íbúðum, aðallega á efri hæðum húsa. Æskilegt er að atvinnustarfsemi geti þróast innan svæðisins í bland við íbúðabyggð. Starfsemi á lóðunum getur verið af ýmsum toga og skal horft til skilgreiningar á miðsvæði og markmiða þessa skipulags þegar mat er lagt á það hvaða starfsemi hentar innan reitsins. Má þar nefna gistiheimili, veitinga- og menningartengdan rekstur, litlar verslanir með áherslu á framleiðslu úr héraði, handverksiðnað, smærri verkstæði, gallerí o.fl. Einnig er gert ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Skipulagstillagan var kynnt frá 1.12.22 – 22.12.22 engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins
14.   Minni-Bær beitiland L168265; Breyting landnotkunar; Fyrirspurn – 2301010
Lögð er fram fyrirspurn vegna Minni-Bæjar beitilands, L168265. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að unnin verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til viðkomandi lands með þeim hætti að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði L3.
Skiuplagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða fyrirspurn og að samþykkt verði að unnin verði óverulega breyting á aðalskipulagi sem tekur til viðkomandi landsspildu með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda aðliggjandi landeigna.
15.   Álfaskeið L233749; Framkvæmdarleyfi – 2301012
Lögð er fram umsókn frá Skógarálfum ehf um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á landi Álfaskeiðs. Óskað er eftir áframhaldandi framkvæmdarleyfi til viðbótar gróðursetningar á 57,7 ha. Nú þegar er búið er að gróðursetja í um 75 ha sem búið er að veita framkvæmdarleyfi fyrir. Áætlunin gerir ráð fyrir því að gróðursett verði í samtals í 132,7 ha sbr. meðfylgjandi ræktunaráætlun.
Skipulagsnefnd vísar í fyrri bókun vegna málsins þar sem mælst var til að viðkomandi svæði yrði skilgreint sem skógræktar og landgræðslusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Við gildistöku nýs aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps kemur hins vegar fram undir almennum skilmálum er varðar skógræktar- og landgræðslusvæði, að skógrækt er heimil á landbúnaðarlandi í flokkum L2 og L3 og skjólbeltarækt er heimil alls staðar í byggð. Viðkomandi svæði fellur undir þá landnýtingu. Hins vegar telur nefndin mikilvægt að sveitarfélagið móti sér ítarlegri stefnu er varðar viðkomandi landnýtingu innan sveitarfélagsins í heild. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að málið verði grenndarkynnt með sambærilegum hætti og fyrra framkvæmdaleyfi sem gefið var út vegna skógræktar í umræddu landi.
16.   Grænahlíð opið svæði L233882; Veglagning; Framkvæmdarleyfi – 2212095
Lögð er fram beiðni frá Brúarholti ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu í landi Grænuhlíðar. Framkvæmdin byggir á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem allar helstu forsendur leyfisins komi fram innan gildandi deiliskipulags Grænuhlíðar.
17.   Brúarey 3 L225702; Úr sumarhúsi í íbúðarhús; Deiliskipulagsbreyting – 2212092
Lögð er fram umsókn frá Ara sigurðssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brúarey 3, L225702. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi í stað frístundahúss innan deiliskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan deiliskipulagssvæðisins.
18.   Brekkur 8 L225993 og Brekkur 9 L219238; Stækkun bygg.reita; Deilisk.breyting – 2212069
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Efri-Brúar sem tekur til lóða Brekkur 8, L225993 og Brekkur 9, L219238. í breytingunni felst að byggingarreitir beggja lóða eru skilgreindir í 10 metra fjarlægð frá innbyrðis lóðarmörkum á milli lóðanna. Lóðirnar eru í eigu sama aðila.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
19.   Villingavatn L170953; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2212094
Lögð fram umsókn Kjartans G. Jónssonar er varðar stækkun lóðarinnar Villingavatn L170953. Lóðin er í dag skráð 5.533 fm en verður 8.053 fm eftir stækkun. Stækkunin kemur úr jörðinni Villingavatn L170831.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða tillögu að stækkun lóðarinnar.

 

      Hrunamannahreppur
20.   Flúðir iðnaðarsvæði; Spennistöðvalóðir, Deiliskipulagsbreyting – 2301007
Lögð er fram umsókn frá Hrunamannahreppi er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Flúðum í Hrunamannahreppi. Koma þarf fyrir 3 smáum spennistöðvum í vaxandi iðnaðarbyggð. Breytingin samræmist aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 innan reits AT2. Að öðru leyti er ekki um að ræða breytingu á deiliskipulaginu og skilmálar haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
21.   Miðfell 7 L234761; Lögbýlislóð og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2212041
Lögð er fram umsókn frá Herdísi Skúladóttir er varðar nýtt deiliskipulag fyrir land Miðfell 7, L234761. Innan deiliskipulagsins er gert er ráð fyrir stofnun lögbýlis, ásamt byggingu íbúðarhús, hesthús og tengdra mannvirkja.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
22.   Brúarhlöð L166757; Land Hauksholts 1; Móttaka ferðamanna; Deiliskipulag – 2010064
Lögð var fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Brúarhlaða L166757 í landi Haukholts eftir auglýsingu. Deiliskipulagið tekur til um 6 ha svæðis á austurbakka Hvítár við Brúarhlöð þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

23.   Holtabyggð lóð 308 L200527; Holtabyggð land L190742; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2301030
Lögð er fram umsókn um staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Holtabyggð lóð 308 L200527. Afmörkun lóðarinnar breytist örlítið frá skipulagi og málsettu lóðablaði sem fylgdi með stofnskjali á sínum tíma þar sem breytingin á afmörkun fer inn á Holtabyggð land L190742. Skráð stærð lóðarinnar í fasteignaskrá breytist ekki. Fyrir liggur samþykki eiganda lóðareiganda og lóðarhafa, sem og eiganda landsins sem breytingin nær inn á, fyrir hnitsetningu lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn, með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins sem gerir grein fyrir breyttri legu lóðarinnar. Deiliskipulagsbreyting fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
24.   Reykholt í Þjórsárdal; Deiliskipulagsbreyting – 2208038
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts í Þjórsárdal eftir auglýsingu. Í breytingunum felst að hliðra til byggingarreit B1, breyta lóðarmörkum lítillega án þess þó að breyta lóðarstærð, uppfæra byggingarmagn á byggingarreitum og skilmála um lón og að bæta inn byggingarreit yfir borholu. Tilgangur breytinganna er að fella megi byggingar fyrirhugaðra fjallabaða betur að landinu. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma breytingartillögunar sem eru lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum og viðbrögðum umsækjanda og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðrar samantektar vinnsluaðila deiliskipulagsbreytingarinnar sem lögð er fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
25.   Kálfhóll 2 L166477; Stofnun lóðar – 2212071
Lögð er fram umsókn frá Gesti Þórðarsyni er varðar stofnun lóðar úr landi Kálfhóls 2. Um er að ræða 3ha lóð sem fær staðfangið Kálfhóll 3 sbr. umsókn.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd bendir á að innan lóðarinnar er gerð deiliskipulags, forsenda framkvæmda.
26.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-176 – 2212003F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-176.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00