Skipulagsnefnd – Fundur nr. 243 – 13. júlí 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 243. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 13. júlí 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Nanna Jónsdóttir, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð var send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Bláskógabyggð:

Eyjavegur 1 (L195857); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2206093

Fyrir liggur umsókn Guðna S. Sigurðssonar fyrir hönd Fagurhól Investment, móttekin 23.06.2022, um byggingarheimild fyrir 146,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Eyjavegur 1 L195857 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarfélagið vinnur að gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem byggir á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Haukadals III frá árinu 2002 sem ekki kláraðist í ferli með gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
2. Eyjavegur 17 (L195876); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2206113
Fyrir liggur umsókn Guðna S. Sigurðssonar fyrir hönd Fagurhól Investment, móttekin 29.06.2022, um byggingarheimild fyrir 106,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Eyjavegur 17 L195876 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarfélagið vinnur að gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem byggir á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Haukadals III frá árinu 2002 sem ekki kláraðist í ferli með gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
3.   Birkilundur 11 L205492; Innkeyrsla á lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2207021
Lögð er fram umsókn frá Friðheimum ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst breyting á aðkomu að lóð Birkilundar 11.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
4.   Bjarkarbraut 11 L194933; Fyrirspurn – 2206098
Lögð er fram fyrirspurn frá Arnhildi Pálmadóttur fh. lóðareigenda að Bjarkarbraut 11, Reykholti, er varðar breytingu á deiliskipulagi. í fyrirspurninni felst að byggingarreitur lóðar Bjarkarbrautar 11 verði stækkaður og heimild verði veitt fyrir þremur litlum húsum innan byggingarreits, samtals 75 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við breytingu sem tekur til skilgreiningar á stækkun byggingarreits innan lóðar í takt við fyrirspurn. Fyrirspurn er varðar breytingar á byggingarskilmálum er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.  Bjarkarbraut 14 L190016 og Bjarkarbraut 16 L190017; Færsla lóðamarka; Fyrirspurn – 2207006
Lögð er fram fyrirspurn frá Fanneyju Hauksdóttur fh. lóðarhafa lóða 14 og 16 við Bjarkarbraut er varðar færslu lóðamarka í takt við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Breytingar á lóðamörkum og byggingarreitum eru háðar umsókn um breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Að auki skulu unnin ný lóðarblöð fyrir lóðirnar sem gera grein fyrir breytingum á afmörkun og stærðum.
6.   Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á landnotkun á jörðinni Klif L167134.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.   Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011
Lagt er fram deiliskipulag sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Í tillögunni felst skipulagning 8 ha frístundahúsasvæðis í Mýrarskógi. Innan svæðisins hafa nú þegar verið byggð 6 frístundahús og nær deiliskipulagið yfir þær lóðir auk þess sem bætt er við 4 lóðum innan reitsins svo lóðirnar verða 10 samtals. Lóðamörk mót suðri hafa verið aðlöguð að lóðarmörkum lóða í landi Úteyjar 1, lóða L168174 og L220202. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

8.  

Flóahreppur:

Skógsnes 3 (L229834); aðstöðuhús – 2206109

Fyrir liggur umsókn Axels Davíðssonar með umboð landeiganda, móttekin 28.06.2022, um leyfi til að setja tímabundið niður 33 m2 aðstöðuhús á lóðina Skógsnes 3 L229834 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að umsækjanda verði gert að sækja um byggingarleyfi fyrir umsóttu aðstöðuhúsi. Umsókn um byggingarleyfi fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Nefndin mælist jafnframt til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir landið sem tilgreini framtíðar byggingarheimildir sem ætlunin er að ráðast í innan svæðisins og viðkomandi aðstöðuhús á að nýtast fyrir.
9.   Tjarnastaðir (L207509); umsókn um byggingarheimild; geymsla – 2207010
Fyrir liggur umsókn Knúts E. Jónssonar fyrir hönd Reynis Jónssonar, móttekin 30.06.2022, um byggingarheimild fyrir 151 m2 geymslu á jörðinni Tjarnastaðir L207509 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10.   Laugardælur land L206118; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2206076
Lögð er fram umsókn frá sveitarfélaginu Árborg er varðar stofnun lóðar fyrir vegsvæði úr landi Laugardæla L206118.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
11.   Vatnsholt 2 L166398; Tjaldstæði; Deiliskipulag – 2106162
Lögð er fram umsókn frá Margréti Ormsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag að Vatnsholti 2 L166398. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á svæði fyrir tjaldsvæði innan jarðarinnar ásamt byggingarheimildum fyrir 100 fm húsi tengt rekstri tjaldsvæðis. Auk þess er gert grein fyrir núverandi byggingum innan svæðisins og nýrri aðkomu. Skipulagið var áður tekið fyrir og frestað afgreiðslu í sveitarstjórn þann 10. ágúst 2021. Framlögð gögn eru uppfærð í takt við fyrri bókun sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
12.   Laugardælur land L206114; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2206075
Lögð er fram umsókn frá sveitarfélaginu Árborg er varðar stofnun lóðar fyrir vegsvæði úr landi Laugardæla land L206114.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
13.   Hnaus, Hnaus 2; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2207019
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin nær til frístundasvæða F16 og F16D sem skilgreint verður sem landbúnaðarland og mun eftir atvikum hafa áhrif á skógræktar- og landgræðslusvæði, SL6. Um er að ræða svæði sem tilheyra lóðunum Hnaus L166347, Hnaus lóð L178934, Hnaus lóð L17893, Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.   Svarfhólsvöllur L166322; Svarfhólsvöllur vegsvæði; Stofnun lóðar – 2206074
Lögð er fram umsókn frá Sveitarfélaginu Árborg er varðar stofnun lóðar undir vegsvæði í landi Svarfhólsvallar L166322.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
15. Hnaus 2, Mosató 3 L225233; Stækkun hótels; Aðalskipulagsbreyting – 2207020
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að reiknað er með auknu umfangi og heimildum fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi á lóð Mosató 3 L225233. Gerð verður breyting á töflu í kafla 2.4.1 um verslun og þjónustu. Gerð verður grein fyrir auknu umfangi hótels með gistiplássi fyrir allt að 60 manns. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn á lóð hótelsins, heimilt er að byggja hæð ofan á hótelið þannig að byggingin verði 2 hæðir, án kjallara. Heildarbyggingarmagn innan lóðar eykst úr 2.000 m2 í 2.300 m2 og hámarksfjöldi herbergja eykst úr 20 herbergjum í 27 herbergi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.   Uppsalir land L206119; Uppsalir vegsvæði; Stofnun lóðar – 2206073
Lögð er fram umsókn frá Sveitarfélaginu Árborg er varðar stofnun lóðar undir vegsvæði úr landi Uppsala lands L206119.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
17.   Þingborg íbúðarbyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2204026
Lögð er fram tillaga er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags íbúðarsvæðis við Þingborg eftir auglýsingu. Deiliskipulagið nær til um 8 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við framlögðum umsögnum vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.   Skyggnir L197781; Fjölgun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2207005
Lögð er fram umsókn frá Helga Eyjólfssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Skyggnis L197781. Í breytingunni felst að byggingarreitum er fjölgað um tvo auk þess sem legu og lögun reita nr. 2 og 3 er breytt. Byggingarmagn innan núverandi byggingarreita er óbreytt en hámarks byggingarmagn innan skipulagssvæðisins eykst úr 1.910 fm í 2.290 fm með tilkomu nýrra byggingarreita.
Að mati skipulagsnefndar fellur framlögð deiliskipulagsbreyting ekki að markmiðum aðalskipulags er varðar aðra atvinnustarfsemi á á landbúnaðarlandi þar sem engin eiginleg landbúnaðarstarfsemi er innan landsins í dag. Að mati nefndarinnar er því eðlilegt að meginnotkun hluta landsins verði skilgreind í aðalskipulagi sem verslunar- og þjónustusvæði í takt við framlagða breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

19.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2106009

Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum og ný lega byggingarreits á lóð 8. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eftir auglýsingu. Við afgreiðslu málsins var lagt fram þinglýst afsal og uppdráttur frá 1979 sem tekur til aðliggjandi lóðar. Jafnframt er lagt fram vinnuskal skipulagsfulltrúa þar sem lögð hafa verið saman gögn frá 1979 og framlögð deiliskipulagsbreyting. Nefndin telur ekki ástæðu til að bregðast við athugasemdum er varðar fjarlægð frá lóðarmörkum til vesturs. Skilgreindur byggingarreitur er innan takmörkunar skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.12 er varðar fjarlægð frá lóðarmörkum auk þess sem um 40 metra svæði innan jarðarinnar Hests á milli viðkomandi lóðar og næstu lóðar í landi Kiðjabergs. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu. Mælst er til þess að þeir sem athugasemdir gerðu við grenndarkynningu málsins verði send uppfærð gögn til skoðunar og kynnt niðurstaða skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
20.   Hestur lóð 81 L168587; Byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206102
Lögð er fram umsókn frá Rafni Benediktssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Hests lóð 81 L168587. Í breytingunni felst að byggingarreitur er skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 15 metra.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um lagfærð gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
21.   Hraunalundur C 88 L197677; Bílastæði; Byggingareitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206111
Lögð er fram umsókn frá E. Sigurðssyni ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Kerhrauns C88 L197677. Í breytingunni felst breyting á aðkomu og byggingarreit lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum lóða Kerhrauns C89 L197686 og Kerhrauns C101 L173009.
22. Öndverðarnes 2 lóð (L170138); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2206090
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Mest ehf., móttekin 22.06.2022, um byggingarheimild fyrir 236,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð L170138 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað vegna afmörkunar lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Nefndin bendir á að nýtingarhlutfall frístundalóða skal ekki fara umfram 0,03 og að eingöngu er heimilt að byggja eitt sumarhús og eitt aukahús á lóð innan frístundalóða sbr. skilmála aðalskipulags. Innan framlagðra gagna virðist vera gert ráð fyrir öðru eins húsi innan sömu lóðar til framtíðar sem er umfram framangreindar heimildir.
23. Kóngsvegur 12A (L169440); umsókn um byggingarheimild; breyta notkun á sumarbústaði í bílgeymslu og byggja nýjan sumarbústað – 2104035
Fyrir liggur ný aðalteikning frá Gísla G. Gunnarssyni fyrir hönd Seyluvíkur ehf., móttekin 23.06.2022, um byggingarheimild til að breyta notkun á 58,9 m2 sumarbústaði mhl 01, rífa að hluta og endurbyggja í 38,9 m2 bílgeymslu og byggja 75,2 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kóngsvegur 12A L169440 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
24.   Ásborgir; Umsókn um deiliskipulagsmál – 2207015
Lögð er fram umsókn frá Pétri H. Jónssyni fh. Grímsborga ehf. er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Ásborga. Skipulaginu er ætlað að taka yfir núgildandi deiliskipulag svæðisins m.s.br.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
25.   Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulag – 2204055
Lögð er fram umsókn frá Páli Helga Kjartanssyni er varðar stækkun frístundabyggðar að Vaðnesi. Í umsókninni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn. Félagi sumarhúsaeigenda á aðliggjandi svæði verði sérstaklega kynnt tillagan sé það til staðar.
 

 

 

26.  

Hrunamannahreppur:

Túngata 5 (L232412); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum – 2206100

Fyrir liggur umsókn Þóreyjar E. Elíasdóttur fyrir hönd Karls Hallgrímssonar og Grétu Gísladóttur, móttekin 14.06.2022, um byggingarleyfi fyrir 194,9 m2 íbúðarhúsi á tveimur hæðum á íbúðarhúsalóðinni Túngötu 5 L232412 í Hrunamannahreppi. Misræmi er á milli framlagðra gagna og deiliskipulags er varðar aðkomu og bílastæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
27.   Haukholt 2 L166759; Deiliskipulag – 2204009
Lagt er fram deiliskipulag sem tekur til Haukholts 2 í Hrunamannahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreits fyrir íbúðarhús og bílskúr. Umsagnir bárust vegna málsins á auglýsingatíma þess og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

28.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018

Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttur á milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gjúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjabotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L1666521).
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

29.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-167 – 2206005F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-167.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45