Skipulagsnefnd – Fundur nr. 237 – 13. apríl 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 237. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 13. apríl 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hrafnkell Guðnason, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur:

Gásagustur í Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2203063

Lögð er fram tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna fjallasels að Gásagusti í Holtamannaafrétti.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða tilkynningu um matsskyldu vegna fjallaselsins Gásagustur á Holtamannaafrétti. Að mati nefndarinnnar eru framkvæmdir innan svæðisins á grundvelli viðkomandi gagna ekki líklegar til að hafa umfangsmikil umhverfisáhrif og telur að framlögð gögn geri á fullnægjandi hátt grein fyrir hugsanlegum framkvæmdum og umhverfisáhrifum þeirra. Framkvæmdir innan svæðisins eru eftir atvikum háðar útgáfu byggingar- og/eða framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins.
 
2.   Áskot L165263; Deiliskipulag – 2204011
Lögð er fram umsókn frá Grétu Vilborgu Guðmundsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag innan jarðar Áskots í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda sem taka m.a. til vélaskemmu, reiðhallar og hesthúss, viðbyggingar við núverandi skemmu og reitar fyrir gistihús og tækjaskúr.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn.
 

 

 

3. 

Bláskógabyggð:

Litla-Fljót 4 L225223; Skilmálabreytingar; Hústegundir; Deiliskipulagsbreyting – 2203060

Lögð er fram umsókn frá Sigríði Garðarsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi vegna Litla- Fljóts 4 L225223. Í breytingunni felst breyting á byggingarskilmálum innan lóða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
4.   Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Syðri-Reykja 2 L167163 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðaþjónustu. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan greinargerðar tillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5. Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088 eftir kynningu. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Einiholts 1 land 1 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar tekur umrædd skipulagsbreyting ekki til meira lands en þörf krefur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins. Ekki er talið að breytt landnotkun muni hafa áhrif á aðlæg svæði eða takmarki búrekstarnot til framtíðar. Nefndin telur skynsamlegt að beina áframhaldandi uppbyggingu á verslun- og þjónustu á sama svæði m.t.t. núverandi landnotkunar svæðisins og sameiginlegra vegtenginga frá stofnvegi. Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er umrætt land að mestu misgróinn melur sem landeigendur hafa reynt að græða upp undanfarin ár og telst landið því ekki vera gott landbúnaðarland að mati nefndarinnar. Nefndin mælist því til þess við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
6.  Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066
Lögð er fram umsókn frá Einari E Sæmundsen er varðar nýtt deiliskipulag í landi Bergsstaða L167060 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
7.  Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár eftir kynningu. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um að byggingarreitir á óbyggðum lóðum sem skilgreindir eru innan við 50 metra fjarlægð frá ám og vötnum verði felldir út innan deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd mælist til þess að málið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
8.   Stekkatún 5 L224218; Sveinsstaðir; Breytt heiti lóðar – 2204001
Lögð er fram umsókn frá Sveini Sigurjónssyni er varðar breytt staðfang lóðarinnar Stekkatún 5 L224218. Óskað er eftir að landið fái staðfangið Sveinsstaðir.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða beiðni um breytingu á staðfangi landsins. Nefndin mælist til þess að staðföng innan svæðisins í heild verði tekin til skoðunar.
 
9.   Stekkatún 1 L222637; Hóll; Breytt heiti lóðar – 2204005
Lögð er fram umsókn frá Halldóri Sigþóri Harðarsyni er varðar breytt staðfang lóðarinnar Stekkatún 1 L222637. Óskað er eftir að landið fái staðfangið Hóll.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða beiðni um breytingu á staðfangi landsins. Nefndin mælist til þess að staðföng innan svæðisins í heild verði tekin til skoðunar.
 
10.   Efsti-Dalur 2 (L167631); umsókn um byggingarheimild; geymsla – 2203058
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Efstadalskot ehf., móttekin 21.03.2022, um byggingarheimild fyrir 77 m2 geymslu á jörðinni Efsti-Dalur 2 L167631 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
11.   Böðmóðsstaðir; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2201041
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar vegna frístundabyggðar að Böðmóðsstöðum eftir auglýsingu. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna málsins og er hún lögð fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Innan umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er gerð athugasemd við skilgreiningu rotþróa. Umrædd breyting tekur ekki til skigreiningar á rotþróm innan svæðisins eða breytinga á staðsetningum þar sem staðsetning þeirra eru merkt inn á gildandi deiliskipulag svæðisins frá 1999 auk þess sem settir eru fram skilmálar sem tekur til þeirra innan 8. gr. skipulagsskilmála. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vigfús vék af fundi við afgreiðslu málsins, Elísabet tók við ritun fundarins.
 
12. Úthlíð 2 L167181; Vörðuás 5, 7 og 9; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Úthlíðar eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingarinnar. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur nefndin að brugðist hafi verið við athugasemdum með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 
13. Eyjavegur 3 L(195859); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2204027
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Geysis ehf., móttekin 07.04.2022, um byggingarheimild fyrir 139,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Eyjavegur 3 L195859 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Nefndin mælist til þess að deiliskipulag svæðisins verði tekið upp og sett í viðeigandi ferli. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að úrlausn málsins.
 

 

 

14.  

Flóahreppur:

Bergholt L197225 (áður Hróarsholt spilda G); Deiliskipulag – 2201050

Lagt er fram deiliskipulag í landi Bergholts L197225 (áður Hróarsholt spilda G) eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, útihús og gestahús ásamt því að ný aðkoma er skilgreind að landinu. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra skipulagsgagna. Nefndin telur að ekki sé þörf á að skilgreina aðkomu að landi Hróarsholts 1, norðan skipulagssvæðisins, innan deiliskipulagstillögu að svo stöddu enda taki framlagt skipulag ekki til framkvæmdaheimilda innan lands Hróarsholts 1. Landið liggur að vegi og er því möguleiki á að komast að landinu að óbreyttu m.v. núverandi notkun þess. Komi til framkvæmda innan lands Hróarsholts 1 norðan skipulagssvæðisins verði tekin afstaða til aðkomu að henni með deiliskipulagningu viðkomandi lands og/eða breytinga á deiliskipulagi þessu, sé talin þörf á að samnýta afleggjara. Rotþró innan skipulagssvæðisins hefur verið færð til í takt við athugasemdir. Byggingarreitur fyrir hesthús hefur að sama skapi verið færður til innan skipulagsmarka með það að markmiði að minnka grenndaráhrif vegna framkvæmda innan lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur fyrir útihús megi vera í allt að 50 metra fjarlægð frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5 lið d. skipulagsreglugerðar. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
15. Krókur (L166243); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2204004
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Ólafs Bjarnasonar, móttekin 01.04.2022, um byggingarleyfi fyrir 238 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Krókur L166243 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að útgáfa byggingarleyfis fari fram samhliða gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið.
 
16.   Flóaskóli og Þjórsárver; Skólasvæði og félagsheimili; Deiliskipulag – 2204025
Lögð er fram umsókn frá Flóahreppi er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags vegna Flóaskóla og Þjórsársvers. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar heimildir fyrir framtíðaruppbyggingu innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
17.   Loftstaðir-Vestri; verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2204020
Lögð er fram umsókn frá Nýhugsun ehf. er varðar nýtt deiliskipulag innan jarðarinnar Loftsstaðir-Vestri. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir heimildum er varðar uppbyggingu á allt að 11 gistihúsum 40-75 fm að stærð hvert auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustuhúss allt að 120 fm að stærð. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir uppsetningu tjalda til útleigu fyrir gistingu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
18.   Þingborg íbúðarbyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2204026
Lögð er fram umsókn frá Flóahreppi er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags vegna íbúðarsvæðis við Þingborg. Deiliskipulagið nær til um 8 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
19.   Krókur L166243; Deiliskipulag – 2112033
Lagt er fram nýtt deiliskipulag sem tekur til Króks L166243 í Flóahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan jarðarinnar. Innan skipulagsins er m.a. gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, skemmu, geymslu og gestahúsum. Óverulegar breytingar voru gerðar á deiliskipulaginu á auglýsingatíma skipulagsins. Innan greinargerðar er bætt við umfjöllun er varðar flóðahættu, skerpt er á texta er varðar verndun minja og texti er varðar brunavarnir er uppfærður. Helstu breytingar á uppdrætti taka til þess að lóð L2 fyrir íbúðarhús og gróðurhús er felld út úr skipulaginu, íbúðarhúsi og gróðurhúsi er bætt við byggingarreit B2 og skilgreiningu á hreinsivirki er bætt við.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Í takt við skilmála deiliskipulagsins telur nefndin mikilvægt að Minjavörður Suðurlands verði viðriðinn allar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á grundvelli skipulagsins og eru í grennd við skilgreindar minjar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
20. Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983 og Smáholt L208386; Deiliskipulag – 1907022
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til smábýlalóða í landi Heiðarbæjar. Alls er gert ráð fyrir 11 lóðum innan skipulagssvæðisins þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og útihús eða vélageymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn.
 

 

 

21.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þórisstaðir land L220557; Ferðaþjónustusvæði; Deiliskipulag – 2002002

Lögð er fram umsókn frá Birgi Leó Ólafssyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir gistihús á um 2,1 ha svæði innan jarðarinnar. Heimilt verður að byggja allt að 15 smáhýsi, þ.e. gistihús undir 40 fm að stærð, ásamt þjónustuhúsi allt að 40 fm. Skilgreindur er einn byggingarreitur fyrir uppbygginguna í heild sinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
22.   Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2112047
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til breytingar á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalæks L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Landnúmer er 192476 og helst óbreytt. Skipulagssvæðið er landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi GG og er skráð sem lögbýli sbr. staðfestingu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi, allt að 6 gestahúsum og atvinnuhúsnæði. Landið er að hluta ógróinn melur og syðsti hluti þess nýttur sem malarnáma fyrir mörgum árum síðan. Landið er ekki talið hafa verndargildi sökum gróðurs eða jarðfræði. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd UTU tekur undir framlagðar athugasemdir nágranna að hluta til og telur að skilgreina þurfi með ítarlegri hætti fyrirhugaða uppbyggingu innan svæðisins og hverskonar landbúnaður verði stundaður innan landsins. Landnotkun skal skilgreind á grundvelli meginlandnotkunar. Sé meginlandnotkun viðkomandi svæðis verslun- og þjónusta umfram landbúnað telur nefndin ástæðu til að skilgreina þá landnotkun innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin frestar afgreiðslu málsins eftir auglýsinu vegna framlagðra athugasemda nágranna og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við skipulagshönnuð og lóðarhafa varðandi málið.
 
23. Nesjar L170877 og L170890 (Litla-Hestvík 1 og 2) og Kleifakot L170903; Deiliskipulag – 2204007
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Jónassyni er varðar deiliskipulag lóða Nesja L170877 og 170890 og Kleifarholts L170903. Á lóðunum gert ráð fyrir byggingareitum sem eru 10 m frá lóðamörkum þar sem heimilt er að reisa ný sumarhús eða stækka þau sem fyrir eru. Ennfremur er heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm, þ.e.a.s. ef að engir skúrar eða aukahús eru þar fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninghsrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
24.   Bíldsfell III L170818; Deiliskipulag – 2204008
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Bíldsfells III. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 5 lóða og byggingarreita þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
25.   Syðri-Brú L168277; Stækkun námu E9b; Aðalskipulagsbreyting – 2204012
Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar stækkun námu E9b að Syðri-Brú L168227. Gert er ráð fyrir því að heildarefnistaka úr námunni geti verið allt að 450.000 m3. Lögð er fram tilkynning um matsskyldu verkefnisins sem send hefur verið Skipulagsstofnun. Óskað er eftir því að stækkun námunnar fari inn í heildarendurskoðun aðalskipulags. Samhliða er óskað eftir heimild fyrir efnistöku úr námunni að 50.000 m3.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða umsókn eða tilkynningu er varðar matsskyldu verkefnisins. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar er varðar heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku að 50.000 m3.
 
26.   Steinar L168288; Svínavatn L168286; Stækkun lands – 2204024
Lögð er fram umsókn Jóns Ingileifssonar um stofnun viðbótarlóðar úr landi Svínavatns L168286 í þeim tilgangi að sameina við landið Steinar L168288 sem stækkar úr 18.500 fm í 30.241 fm eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar eða sameiningu hennar við land Steina L168288 skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
 
27. Leynir L230589; Leynigata 1 og 2 (Leynirsgata 1 og 2;) Nýr staðvísir innan skipulags – 2204021
Lögð er fram umsókn Viðhaldsfjelagsins ehf um samþykki fyrir nýjum staðvísi innan skipulagsins fyrir frístundasvæði í landi Leynis úr Miðengi. Óskað er eftir aðkomuvegurinn að lóðum merktum nr. 2 og 4 á skipulaginu fái heitið Leynigata eða Leynirsgata til vara og að númer lóðanna verði 1 og 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á staðvísum skv. fyrirliggjandi umsókn með þeim fyrirvara að nýtt staðfang verði Leynisgata. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
 

 

 

28.  

Hrunamannahreppur:

Smiðjustígur 9 L167030; Stækkun á byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2203052

Lögð er fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Smiðjustígar 9 að Flúðum. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits til að koma nýju húsi betur fyrir á lóðinni. Ætlunin er að reiturinn verði staðsettur 3 metra fjarlægð frá lóðarmörkum til austurs og 3 metra frá lóðarmörkum til norðurs. Breytingin er í takt við fjarlægð byggingarreita frá lóðarmörkum á aðliggjandi lóðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi þegar viðeigandi gögnum hefur verið skilað inn til embættis UTU.
 
29.   Haukholt 2 L166759; Deiliskipulag – 2204009
Lögð er fram umsókn um nýtt deiliskipulag sem tekur til Haukholts 2 í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreits fyrir íbúðarhús og bílskúr.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
30.   Kotlaugar 4 (L233316); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2203072
Fyrir liggur umsókn Helga G. Bragasonar fyrir hönd Sigurjóns Sigurðarsonar og Sigrúnar Einarsdóttur, móttekin 29.03.2022, um byggingarleyfi fyrir 120 m2 íbúðarhús á lóðinni Kotlaugar 4 L233316 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Þar sem fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar og jarðareiganda er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Nefndin mælist til þess að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
31.   Birkihlíð 11-15 L232274; Nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2204023
Lögð er fram umsókn frá Flott mál ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Birkihlíðar 11-15. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall innan lóðar verði aukið úr 0,30 í 0,35. Við fyrri breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem lóðir minnkuðu skertist heimilað byggingarmagn innan lóða. Breytingunni þessari er því ætlað að ná til baka fyrra byggingarmagni innan lóða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni muni felast að nýtingarhlutfall allra raðhúsalóða innan deiliskipulagsins verði 0,35 í stað 0,30. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
32.   Dalabyggð; Stækkun frístundasvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2107002
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi að Dalabyggð í Hrunamannahreppi eftir auglýsingu. Í breytingunni felst fjölgun lóða innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamanahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

33.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Miðhúsa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir kynningu. Svæðið sem um ræðir er í landi Miðhúsa 1 og 2 og liggur beggja vegna Þjórsárdalsvegar (nr. 32). Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Miðhúsa 1 og 2 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 

 

 

34.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-162 – 2204001F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-162.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15