Skipulagsnefnd – Fundur nr. 236 – 23. mars 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU

236. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 23. mars 2022 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð:

Lækjarhvammur L167642; Lækjarhvammsvegur (Bakkabraut) 2 L167917 og 4 L216467; Stækkun lóða – 2111084

Lögð er fram beiðni Gunnars Hafsteinssonar um nýjan staðvísi innan jarðarinnar Lækjarhvammur. Fyrir liggur umsókn um stækkun lóðanna Lækjarhvammur lóð L167917 og L216467 í samræmi við samþykkta skipulagsbreytingu fyrir lóðirnar í máli nr. 2103047. Óskað er eftir að aðkomuvegurinn að lóðunum fái staðvísinn Bakkabraut í stað Lækjarhvammsvegar eins og kemur fram í skipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðvísinn Bakkabraut. Nefndin mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið og að aðrar lóðir sem hafa aðkomu um sama veg fái einnig nafnið Bakkabraut og viðeigandi númer.
2.   Stakksárhlíð; Þakhalli; Skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2203036
Lögð er fram umsókn frá Þórdísi Geirsdóttur er varðar breytingu á skilmálum frístundabyggðar Stakksárhlíð. Í breytingunni felst að skilmálar er varðar þakhalla eru felldir úr deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
3.   Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar er varðar jörðina Klif L167134. Breytingin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 17. febrúar 2022 þar sem mælst var til þess að breytingin tæki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun afgreiddi málið með bréfi til embættis UTU dags. 11. mars 2022 þar sem stofnunin hafnaði því að um óverulega breytingu væri að ræða. Málið lagt fram að nýju ásamt afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að unnin verði veruleg breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins í takt við umsögn Skipulagsstofnunar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja gerð skipulagslýsingar vegna fyrrgreindra breytinga og að hún verði kynnt og send til umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.  Böðmóðsstaðir 1 L167625 og Böðmóðsstaðir (4) L167628; Rimaskógur; Stofnun lóðar og breytt heiti – 2203053
Lögð er fram umsókn Auðuns Árnasonar um stofnun lands úr Böðmóðsstöðum. Óskað er eftir að stofna 30,4 ha land sem fengi staðfangið Rimaskógur. Landið kemur úr sameignarlandi Böðmóðsstaða 1 L167625 og Böðmóðsstaða L167628 skv. þinglýstri landskiptagerð nr. 409/2000. Aðkoma að landinu er um núverandi veg sem liggur m.a. að frístundasvæðinu við Kolviðarholt. Jafnframt er óskað eftir að staðfangi L167628 verði breytt úr Böðmóðsstaðir í Böðmóðsstaðir 4.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn eða skilgreiningu nýs staðfangs. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
 

 

 

 

5.  

Flóahreppur:

Mosató 4 L230715; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2203009

Lögð er fram beiðni frá Look North ehf. er varðar breytingu á landnotkun á lóð Mosató 4 L230715. Í breytingunni felst að að reitur F16d verði felldur út sem frístundabyggð og svæðið myndi samfellt skógræktar- og landgræðslusvæði. Samhliða verði unnin breyting á deiliskipulagi svæðisins sem gerir ráð heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss á lóðinni Mosató 4 í stað frístundahúss.
Áður hefur verið tekin fyrir beiðni um breytingu á aðalskipulagi sem tekur til hluta frístundasvæðis F16 sem er aðliggjandi við umrætt svæði F16d. Þeirri breytingu var frestað þar sem ekki var talið forsvaranlegt að breyta landnotkun stakrar frístundalóðar innan svæðisins. Fyrir liggur samþykki frá eiganda Skógarhnauss fyrir því að skipulagssvæði F16 innan jarðarmarka Skógahnauss verði fellt undir skógræktar- og landgræðslusvæði eða landbúnaðarsvæði í samræmi við beiðni eigenda Hnaus lóð L178933. Nefndin telur að umrætt svæði F16d og F16 geti fallið undir sömu aðalskipulagsbreytinguna. Mælist nefndin til þess að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Í breytingunni muni felast breytt landnotkun F16 og F16d með þeim hætti að afmörkun F16 minnkar eða fellur niður og frístundasvæði F16d verði fellt út úr skipulagi. Haft verði áframhaldandi samráð við aðra lóðarhafa innan marka F16 um umfang breytinganna.
Nefndin bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir núverandi svæði F16. Allar framkvæmdir innan svæðisins eru háðar gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan lóðanna. Líkt og kemur fram í framlagðri umsókn vegna svæðis F16d er gert ráð fyrir því að gert verði samsvarandi breyting á deiliskipulagi svæðisins sem tekur til Hnauss II.
6.   Mosató 3 L225133; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2111083
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Mosató 3 L225133 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn á lóð hótelsins. Í upphaflegu deiliskipulagi frá 16. ágúst 2016 var gert ráð fyrir að hótelið yrði með steyptum kjallara þar sem suðurhlið hótels yrði með fulla lofthæð en norðurhlið yrði felld inn í landið. Tilfellið er að hótelið var reist sem ein hæð og kjallarinn var ekki byggður. Nú er óskað eftir heimild til þess að byggja hæð ofan á hótelið þannig að byggingin verði 2 hæðir, án kjallara. Heildarbyggingarmagn innan lóðar eykst úr 2.000 fm í 2.300 fm og hámarksfjöldi herbergja eykst úr 20 herbergjum í 27 herbergi. Málinu var frestað á 235. fundi skipulagsnefndar. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum og uppfærðum gögnum frá skipulagshönnuði. Með uppfærðum gögnum hefur umfang breytinganna minnkað nokkuð.
Skipulagsnefnd UTU telur að brugðist sé við athugasemdum og umsögnum vegna málsins þar sem það á við með minnkuðu umfangi byggingaheimilda innan deiliskipulagsins. Að mati nefndarinnar er aukning um 7 herbergi frá núverandi heimildum deiliskipulags ekki þess eðlis að verulega óæskileg grenndaráhrif umfram núverandi starfsemi hótelsins með tilliti til sjón- ljós- eða hljóðmengunar muni hljótast vegna þessa. Að sama skapi telur nefndin svo óverulega stækkun ekki þess eðlis að hún breyti núverandi forsendum starfseminnar með verulegum hætti. Nefndin telur þó að núverandi heimildir aðalskipulags Flóahrepps geri ekki ráð fyrir fjölgun herbergja eða stækkun starfseminnar umfram núverandi heimildir deiliskipulags, þótt svo að heimilaður gestafjöldi sé nánast í takt við áætlaða stækkun. Mælist nefndin til þess að skilmálar vegna svæðisins verði uppfærðir í takt við framlagða breytingu innan aðalskipulags Flóahrepps. Í því felst að unnin verði veruleg breyting á aðalskipulagi sem geri ráð fyrir auknu umfangi hótelsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst og kynnt á nýjan leik samhliða breytingu aðalskipulags.
7.  Fljótshólar 1 L165474; Framkvæmdarleyfi; Lagning ljósleiðara um Þjórsá – 2203050 – 2203050
Lögð er fram umsókn frá Ljósleiðaranum ehf. er varðar lagningu ljósleiðara um Þjórsá.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar liggja fyrir samþykki hlutaðeigandi hagsmunaaðila vegna framkvæmdarinnar og er því ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.
8.   Urriðafoss L166392; Urriðafoss (gamli bær); Stofnun lóðar – 2203037
Lögð er fram umsókn Haralds Einarssonar f.h. Urriðafossbúsins ehf um stofnun lóðar úr landi Urriðafoss L166392. Óskað er eftir að stofna 2.345 fm lóð undir þegar byggt íbúðarhús sem fengi staðfangið Urriðafoss Gamli bær.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 

 

 

 

9.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Matsáætlun fyrir gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi; Umsagnarbeiðni – 2112056

Lögð er fram beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn er varðar matsáætlun framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu 30b í landi Klausturhóla. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða matsáætlun sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu 30b í landi Klausturhóla. Nefndin telur að innan matsáætlunar sé á fullnægjandi hátt gert greint fyrir valkostum, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismati og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Framkvæmdir innan svæðisins eru háðar útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins og eftir atvikum byggingarleyfa.
10.  Hraunkot; Hraunborgir; Breytt stærð aukahúsa; Deiliskipulagsbreyting – 2203027
Lögð er fram umsókn frá Sveini Inga Ólafssyni er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðis Hraunborga í landi Hraunkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimildir er varðar stærðir aukahúsa eru auknar úr 25 fm í 40 fm. Skriflegt samþykki Sjómannadagsráðs, eigenda Hraunkots, liggur fyrir við umsókn breytinganna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki landeiganda svæðisins fyrir viðkomandi breytingu telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu enda felst ekki í breytingunni skerðing á núverandi byggingarheimildum innan svæðisins eða aukningu umfram gildandi nýtingarhlutfall.
11.   Umsögn um matsáætlun; Niðurdæling CO2 á Hellisheiði – 2202082
Lögð er fram beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn er varðar matsáætlun framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana sem tekur til niðurdælingar á CO2 á Hellisheiði.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða matsáætlun sem tekur til niðurdælingar CO2 á Hellisheiði. Nefndin telur að innan matsáætlunar sé á fullnægjandi hátt gert greint fyrir valkostum, gagnaöflum, úrvinnslu gagna, umhverfismati og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Framkvæmdir innan svæðisins eru háðar útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins og eftir atvikum byggingarleyfa.
12.   Þóroddsstaðir L168295; Álfaskeið; Stofnun lóðar – 2202062
Lögð er fram umsókn Bjarna Bjarnasonar um stofnun lands úr jörðinni Þóroddsstaðir L168295. Óskað er eftir að stofna 141,5 ha land sem fengi staðfangið Álfaskeið. Aðkoma er frá Laugarvatnsvegi (37) um sameiginlegan aðkomuveg um Álfhól og Álfabrekku eins og sýnd er á uppdrætti. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu landsins skv. uppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
13.   Neðra-Apavatn L168269; Skógarbrekkur; Stofnun lóðar – 2202063
Lögð er fram umsókn Hannesar Lentz um stofnun lands úr jörðinni Neðra-Apavatn L168269. Óskað er eftir að stofna 120 ha land sem fengi staðfangið Skógarbrekkur. Fyrirhugað er að vera með skógrækt á landinu. Aðkoma að landinu er frá Laugarvatnsvegi (37) um reiðveg sem liggur m.a. að skála í Kringlumýri á Lyngdalsheiði. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu landsins skv. uppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
14. Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Heildarendurskoðun deiliskipulags – 2202007
Lögð er fram umsókn frá Sameyki-stéttarfélagi í almannaþjónustu vegna nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar við Úlfljótsvatn L170830. Í dag er í gildi deiliskipulagsuppdráttur, deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsettur 16.6.1993. Á því skipulagi var gert ráð fyrir alls 26 húsum, 25 sumarhúsum og svo Úlfljótsskála sem áður var þjónustumiðstöð. Við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu allt að 29 bygginga, frístundahús og þjónustuhús auk leiksvæða og aðstöðu fyrir tjaldsvæði. Málinu var frestað á 234. fundi skipulagsnefndar, málið lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninghrepps að viðkomandi endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt með fyrirvara um uppfærð gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
15. Minni-Bær land L169227; Giljabakki 1; Stofnun lóðar og nýtt staðfang – 2203040
Lögð er fram umsókn frá Gluggasmiðjunni ehf. er varðar staðfang nýrrar frístundalóðar úr landi Minni-bæjar lands L169227. Stofnun lóðarinnar byggist á deiliskipulagi svæðisins og óskað er eftir því að staðfang lóðarinnar verði Giljabakki 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við staðfang lóðarinnar.
16. Kiðjaberg lóð 90 L168955; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2201021
Lögð er fram umsókn frá Bergþóri Jóhannssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis að Kiðjabergi. Áður hefur sveitarstjórn hafnað umsókn vegna stækkunar á byggingarreit lóðarinnar á fundi sínum þann 02.02.22 . Í umsóttri breytingu felst breytt lega byggingarreits innan lóðar Kiðjabergs lóð 90. Stærð reitsins helst óbreytt og engar breytingar eru gerðar á skipulagsskilmálum svæðisins. Jafnframt er óskað eftir undanþágu vegna stærðar á aukahúsi á lóð innan lóðarnnar. Áætlun lóðarhafa er að byggt verði nýtt hús á lóðinni og núverandi sumarhús sem er 45,5 fm að stærð fái að standa óbreytt áfram sem aukahús á lóð. Með umsókn er lagður fram rökstuðningur hönnuðar fyrir afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðum innan skipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd telur ekki forsvaranlegt að stærð aukahúss á lóð fari umfram heimildir aðal- og deiliskipulags.
 

 

 

 

17.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting – 2104010

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar deiliskipulag Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu og uppfærslu á skipulagsgögnum. Helstu breytingar á deiliskipulaginu er þær að gatan Vallarbraut færist um 10-12m til austurs og suðurs. Bætt er við gönguleiðum, útivistarsvæði og leiksvæði bæði vestan við byggðina og eins sunnan við núverandi borholu hitaveitunnar auk þess sem skilgreint er svæði fyrir grenndargámasvæði norðan sundlaugar. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst á ný vegna uppfærðra skipulagsgagna. Málið verði sérstaklega kynnt þeim sem athugasemdir gerðu við fyrri auglýsingu málsins.
18.   Búrfellsvirkjun sundlaug L166702; Borhola; Framkvæmdarleyfi – 2203026
Lögð er fram umsókn Rauðukamba ehf. um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða umsókn sem tekur til endurútgáfu á framkvæmdaleyfi til borunar rannsóknarhola við Rauðukamba í Þjórsárdal, tilvísunarnúmer 1908075. Með umsókninni fylgja gögn fyrri umsóknar. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða mun bora þegar leyfi hefur verið endurnýjað og veður og aðstæður leyfa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
19.   Bæjarás; Veiðihús; Deiliskipulag – 2203038
Lögð er fram umsókn frá Stóru-Laxárdeild veiðifélags Árness er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til veiðihúss að Bæjarási í landi Laxárdals. Innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 400 fm hús á einni hæð sem þjónar starfsemi tengdri veiðifélagi árinnar. Hús sem gestir geta haft tímabundna gistingu í og þegið þá þjónustu sem verður í boði. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að leigja húsið út til gistingar fyrir ferðamenn allt árið um kring.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlögð deiliskipulagstillaga sé ekki í fullu samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem núverandi landnotun veiðihúss svæðisins er skilgreind sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Nefndin telur eðlilegt að landnotkun nýs veiðihúss verði skilgreind með sambærilegum hætti og þegar er gert innan aðalskipulags vegna veiðihúsa. Mælist nefndin því til þess að unnin verði skipulagslýsing vegna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem skilgreint verði landnotkunin afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagstillagan tekur til. Samhliða verði heimildir er varðar AF2 sem tekur til veiðihúss í landi Skarðs 1 og 2 teknar til endurskoðunar í takt við bókun sveitarstjórnar frá 02.03.2022 vegna samsvarandi deiliskipulags á því svæði. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði kynnt samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar.
20.   Selið L222243; Fyrirspurn – 2202061
Lögð er fram fyrirspurn frá Selshjáleigu ehf til skipulagsnefndar vegna lóðar Sels L222243. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir heimild til að setja niður stöðuhýsi og sumarhús á landinu á litlum lóðum í samræmi við framlagðan uppdrátt.
Skipulagsnefnd telur að núverandi heimildir aðalskipulags er varðar frístundasvæði nái ekki utan um framlagðar áætlanir um uppbyggingu innan svæðisins. Nefndin beinir því til umsækjanda að hafa samráð við skipulags- og byggingarfulltrúa UTU um hugsanlegar lausnir sem gætu hentað svæðinu og verið í takt við heimildir aðalskipulags er varðar uppbyggingu á frístundasvæðum og heimildum byggingarreglugerðar. Afgreiðslu málsins frestað.
21.   Búðarnáma E13; Aukið umfang efnistöku; Aðalskipulagsbreyting – 2203049
Lögð er fram skipulagslýsing ásamt umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst stækkun á Búðarnámu merkt E13 á aðalskipulagi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er stærð Búðanámu 50.000 m3. Með breyttu aðalskipulagi verði efnismagn námunnar allt að 125.000 m3. Nánar verður gert grein fyrir breytingunni í greinargerð aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

 

22.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-161 – 2203002F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-161.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30