Skipulagsnefnd – Fundur nr. 234 – 25. febrúar 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 234. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn föstudaginn 25. febrúar 2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.
Dagskrá:
 

 
1.  
Bláskógabyggð:
Aphóll 10 L167657; Fyrirspurn – 2202025
Lögð er fram fyrirspurn Sigrúnar Bjargar Ásmundsdóttur er varðar framkvæmdir á lóð Aphól 10 L167657. Í fyrirspurninni felst hvort að skipulagsnefnd gerir athugasemdir við niðurrif geymsluskúrs og byggingu gestahúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að tekið verði jákvætt í framlagða fyrirspurn. Nefndin setur þann fyrirvara á að takmörkunum er varðar fjarlægð frá lóðarmörkum verði fullnægt og að ekki verði byggt nær ám og vötnum en fyrir er. Umsókn um byggingarleyfi komi aftur til afgreiðslu nefndarinnar fyrir grenndarkynningu.
2.   Skálholt L167166; Endurheimt votlendis; Framkvæmdarleyfi – 2202027
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni vegna endurheimtar votlendis í landi Skálholts. Fyrirhugað er að endurheimta fyrrum votlendi í landi Skálholts eða um 13,5 ha. Fyrirhugað er að fylla upp í/stífla um 1.670 metra af skurðum. Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt. Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina.
Skipulagsnefnd UTU telur að umrædd framkvæmd stuðli að endurheimt náttúrulegra vistkerfa á svæðinu án þess þó að hafa áhrif á önnur aðliggjandi svæði með neikvæðum hætti. Skipulagsnefnd mælist því til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna endurheimtar á votlendi innan jarðar Skálholts verði samþykkt.
3.   Klif í landi Spóastaða; L167134 og L192315; Deiliskipulag – 2202035
Lögð er fram umsókn frá Hannesi Garðarsyni er varðar nýtt deiliskipulag í landi Spóastaða. Skipulagið nær yfir liðlega 2,3 hektara á lögbýlinu Klifi L167134. Á landinu eru nú þegar íbúðarhús og sumarhús (landnúmer L192315). Markmið skipulagsins er að skipta landinu í tvær lóðir þar sem nyrðri lóðin verði lögbýlislóð og syðri lóðin íbúðarhúsalóð. Vegtengingar að lóðunum eru til staðar sem og vatn, rafmagn og rotþrær. Samþykkt var óveruleg breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á 233. fundi skipulagsnefndar þar sem samþykkt var að umrætt svæði skyldi flokkast sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan áður samþykktar breytingar á aðalskipulagi. Nefndin mælist til þess að málið verði auglýst eftir að Skipulagsstofnun hefur staðfest óverulega breytingu á aðalskipulagi.
4. Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Úthlíðar eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingarinnar. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna þar sem við á. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
5. Stakkholt og Vallarholt í landi Reykjavalla; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2111050
Lögð er fram umsókn frá Kress ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Stakkholts og Vallarholts í landi Reykjavalla eftir auglýsingu og kynningu innan svæðisins. Í breytingunni felst skilgreining nýrra skilmála fyrir deiliskipulagssvæðið. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umrædd breyting á deiliskipulagi svæðisins verði synjað gildistöku eftir auglýsingu. Í takt við framlagðar athugasemdir og fundargerð frá stjórn félags landeiganda í Vallarholti og Stakkholti hefur verið samþykkt að unnin verði heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins sem Verkís vinnur að. Framlögð umsókn var ekki unnin í samráði við sumarhúsafélag svæðisins samkvæmt framlögðum gögnum. Sökum þess og vegna þeirra athugasemda sem að bárust telur nefndin að ekki sé forsvaranlegt að fara gegn vilja stjórnar landeigendafélags svæðisins við endurskoðun deiliskipulagsins.
6.   Reykholt; Nýjar spennistöðar; Deiliskipulagsbreyting – 2202044
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst skilgreining lóða og byggingarreita fyrir spennistöðvar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
7.  Minna-Fljót (L232804); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2202037
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Þórðar J. Halldórssonar og Einars Þ. Einarssonar, móttekin 11.02.2022, um byggingarleyfi fyrir 232,2 m2 íbúðarhús með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Minna-Fljót L232804 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8.  Syðri-Reykir lóð (L167461); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – vinnustofa – 2202041
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Magnúsar D. Ingólfssonar, móttekin 14.02.2022, um byggingarheimild til að byggja 42 m2 við sumarbústað og byggja 28,8 m2 geymslu/vinnustofu á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð L167461 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 105 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
9. Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum. Athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma skipulags- og matslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins vegna misræmis í gögnum. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð.
10. Umsögn Blásk.b. um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022; Umsagnarbeiðni – 2202054
Lögð er fram beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði fyrir Bæjargil og land Húsafells 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
 
 
 
11.  
 
 
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Neðan-Sogsvegar 14 L169341; Gestahús; Niðurrif; Frestun; Fyrirspurn – 2111077
Lagt er fram erindi er varðar beiðni um frestun ákvörðunar um niðurrif gestahúss á lóð Neðan-Sogsvegar 14 L169341. Afgreiðslu málsins var frestað á 229. fundi skipulagsnefndar.
Að mati skipulagsnefndar var ein forsenda útgáfu byggingarleyfis á lóðinni sú að húsið sem um ræðir yrði fjarlægt af lóðinni. Nefndin mælist því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að beiðni um frestun ákvörðunar um niðurrif gestahúss á lóð Neðan-Sogsvegar 14 verði synjað. Nefndin mælist til þess að húsið verði fjarlægt innan árs frá staðfestingu sveitarstjórnar.
12. Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2202007
Lögð er fram umsókn frá SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu vegna nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar við Úlfljótsvatns L170830. Í dag er í gildi deiliskipulagsuppdráttur frá árinu 1993. Deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsett 16.6.1993. Á því skipulagi var gert ráð fyrir alls 26 húsum, 25 sumarhúsum og svo Úlfljótsskála sem áður var þjónustumiðstöð. Við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu allt að 29 bygginga, frístundahús og þjónustuhús auk leiksvæða og aðstöðu fyrir tjaldsvæði.
Skipulagsnefnd telur að lóðarstærðir og byggingarskilmálar innan deiliskipulagsins samræmist ekki stefnu eða markmiðum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps með fullnægjandi hætti. Nefndin frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við hönnuð deiliskipulagsins.
13. Mosfell 168267 L168267; Endurheimt votlendis; Framkvæmdarleyfi – 2202026
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni í landi Mosfells L168267. Í framkvæmdinni felst endurheimt á fyrrum votlendi í landi Mosfells. Svæðið er um 50 ha að stærð og skiptist í tvö svæði. Fyrirhugað er að fylla upp í/stífla um 3.665 metra af skurðum. Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt. Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina.
Skipulagsnefnd UTU bendir á að hluti svæðisins sem um ræðir er skilgreindur sem frístundasvæði á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Nefndin telur ólíklegt að frístundabyggð og endurheimt votlendis geti farið saman á þessu svæði. Telur nefndin því æskilegt að landeigandi óski eftir því að viðkomandi frístundasvæði verði fellt út úr aðalskipulagi sem slíkt og viðeigandi landnotkun skilgreind innan svæðisins í takt við umsókn þessa. Nefndin mælist þó til þess við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimtar á votlendi á norðurhluta svæðisins sem umsóknin tekur til og verði kynnt á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar.
14.   Kothólsbraut 24 L202220; Nýtingarhlutfall; Fyrirspurn – 2202034
Lögð er fram fyrirspurn frá Rúnari Inga Guðjónssyni er varðar Kothólsbraut 24 í Öndverðarnesi. Óskað er eftir því að B-rými verði ekki talið með í nýtingarhlutfalli Kothólsbrautar 24 því ekki hefur verið brugðist við fyrirvara Skipulagsstofnunar um að skilmálar um nýtingarhlufall hafi verið yfirfarnir innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU telur að umrædd skilgreining á nýtingarhlutfalli hafi einnig átt við árið 2006 þegar deiliskipulag svæðisins tók gildi. Líkt og fram kemur í tilkynningu skipulagsstofnunar um málið var viðkomandi skilgreining á nýtingarhlutfalli felld út úr byggingarreglugerð árið 2013 en tekin aftur upp innan skipulagsreglugerðar árið 2016. Að mati nefndarinnar tekur því umræddur fyrirvari til þess að ekki hafi verið sérstaklega tilgreint innan deiliskipulagsáætlana á milli áranna 2013-2016 að B-rými skyldu ekki teljast til nýtingarhlutfalls lóða. Nefndin mælist til þess að farið verði að skilmálum deiliskipulags og kröfum skipulagsreglugerðar.
15. Umsögn GOGG um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022; Umsagnarbeiðni – 2202053
Lögð er fram beiðni um umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði fyrir Bæjargil og land Húsafells 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
 
16.  
Hrunamannahreppur:
Skollagróf 166828; Skollagróf 1; Stofnun lóðar – 2202016
Lögð er fram umsókn frá Sigurði Hauki Jónssyni er varðar stofnun lóðar umhverfis íbúðarhús í landi Skollagrófar L166828. Um er að ræða 3.242 fm lóð sem fengi staðfangið Skollagróf 1.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
17. Hvítárholt (Nátthagi) L166940; Hvítárholt 166776 ; Stækkun lóðar og breytt staðfang – 2201068
Lögð er fram umsókn Guðlaugs R. Guðmundssonar um stækkun íbúðarhúsalóðarinnar Hvítárholt L166940. Lóðin er skráð 3.000 fm í fasteignaskrá en verður 7.200 fm eftir stækkun skv. lóðablaði. Stækkunin kemur úr jörðinni Hvítárholt L166776. Jafnframt er óskað eftir að lóðin fái staðfangið Nátthagi sem hefur fylgt húsinu og lóðinni frá því það var byggt af Nátthaga Sjóðnum.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
18.  Laufskálabyggð 12 L213318; Laufskálabyggð 10; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2202031
Lögð er fram fyrirspurn frá Fjallinu Hafþór ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi að Laufskálabyggð í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst heimild fyrir rekstri í formi útleigu til ferðamanna innan svæðisins.
Skipulagsnefnd telur að forsenda fyrir breyttum heimildum innan deiliskipulags svæðisins sé að samþykki allra hlutaðeigandi lóðarhafa liggi fyrir. Fyrirspurn vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
19.   Efra-Langholt L166738; 10 lóðir; Deiliskipulag – 2106048
Lagt er fram deiliskipulag í landi Efra-Langholts eftir auglýsingu. Málið er lagt fram að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar um gildistöku deiliskipulagsins. Í deiliskipulaginu felst skipulagning 10 frístundalóða sem eru hver um 1 ha. Samskipti við Vegagerðina eru lögð fram við afgreiðslu málsins.
Athugasemdir bárust við gildistöku málsins frá Skipulagsstofnun vegna umsagnar Vegagerðarinnar. Lögð eru fram tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og Vegagerðarinnar þar sem fram kemur að miða skuli við fyrri umsögn stofnunarinnar við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.   Skollagróf L166828; Efnistaka; Aðalskipulagsbreyting – 2106085
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á efnistökusvæði í landi Skollagrófar L166828 eftir auglýsingu. Innan tillögu er gert ráð fyrir 2 ha efnistökusvæði með heimild til að vinna allt að 40.000 m3 af efni og haugsetja samsvarandi magn af jarðvegi. Umsagnir bárust á augýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
21.   Brekkukot (L166925); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2202033
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Halldóru D. Gunnarsdóttur og Hreins V. Hreinssonar, móttekin 11.02.2022, um byggingarheimild til að byggja 24,3 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Brekkukot L166925 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd bendir á að innan umsóknar er gert ráð fyrir að umrætt gestahús skuli standa í um 3,2 m fjarlægð frá lóðarmörkum sem er undir lágmarkskröfum skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.12 er varðar fjarlægð frá lóðarmörkum innan frístundabyggðar. Nefndin bendir jafnframt á að umrædd lóð er skráð 1.000 fm innan fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands. Hámarks byggingarmagn innan hennar er því um 50 fm sé miðað við nýtingarhlutfall 0,05. Umsótt gestahús er því umfram heimildir aðalskipulags er varðar frístundasvæði. Nefndin telur þó að þar sem landnotkun svæðisins í skilgreiningu aðalskipulags er landbúnaðarland en ekki frístundasvæði og þar sem húsið stendur stakt án þess að vera hluti af stærri frístundabyggð að ekki sé ástæða til að synja útgáfu byggingarleyfis vegna smáhýsis á lóð. Út frá þessum forsendum mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa
22.  Sunnuhlíð í Hrunamannahreppi; Íbúðarbyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2202058
Lögð er fram umsókn frá Hrunamannahreppi er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Sunnuhlíðar í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að bætt er við raðhúsalóðum inn á skipulagssvæðið sem tekur til götunnar Norðurtanga. Innan götunnar verður því gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir raðhús, parhús og einbýlishús ásamt nánari byggingarskilmálum er það varðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 
23.  
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Ásar L166523 og Móar 166584; Staðfesting á afmörkun lóða – 2202014
Lögð er fram umsókn frá Höllu Guðmundsdóttir er varðar afmörkun eignamarka fyrir jarðirnar Ása og Móa sem eru í eigu sömu aðila. Móar verða 45.4 hektarar og það sem eftir stendur af Móalandi sameinast Ásum sem verða 254.2 ha.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun eignarmarka skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið með fyrirvara um uppfærð gögn.
24.   Skarð 2 L166595; Vegslóði við Stóru-Laxá; Framkvæmdarleyfi – 2202017
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegslóða við Stóru-Laxá. Lagning 800 metra vegslóða við Stóru-Laxá. Frá núverandi veiðihúsi í landi Skarðs 2 upp með ánni. Slóðinn verður einungis nýttur af leigutaka Stóru-Laxár og landeigendum. Slóðinn fylgir bakka árinnar og sameinast svo eldri slóða (sjá meðfylgjandi slóðablað). Slóðinn liggur um beitiland þar sem ekki er að finna vistgerðir sem friðaðar eru skv. náttúruverndarlögum. Ekki er um ræktað land að ræða. Efni í slóðann verður tekið á eyrum Stóru-Laxár, u.þ.b 5.000 m3. Um er að ræða minniháttar efnistöku sem landeigendum er heimil án leyfis skv 13. gr. skipulagslaga. Efnistökusvæði merkt E9 í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt hlutaðeigandi landeigendum á svæðinu.
25.   Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag – 2202036
Lögð er fram umsókn frá Stóru-Laxárdeild veiðifélags Árnes er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðar Strengjar veiðihús L166685. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðhús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m². Mænishæð húsa skal ekki yfirstíga 6.0 m frá gólfplötu. Nýtingarhlutfall lóðar verði mest 0.2. Ekki skal byggja nær lóðamörkum en í tveggja metra fjarlægð. Gólfkóti húsa skal taka mið af flóðahættu vegna nálægðar við Stóru-Laxá og skal ákveðinn í samráði við byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir gistirými fyrir um 10 manns á svæðinu og að gert sé ráð fyrir viðhaldi mannvirkja innan þess. Að mati nefndarinnar eru framlagðar áætlanir umfram heimildir aðalskipulags. Skipulagsnefnd mælist því til þess að samhliða gerð deiliskipulags fyrir lóðina verði unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem heimildir lóðarinnar verði auknar í takt við framlagt deiliskipulag.
26. Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Miðhúsa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Svæðið sem um ræðir er í landi Miðhúsa 1 og 2 og liggur beggja vegna Þjórsárdalsvegar (nr. 32). Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha. Lýsing aðalskipulagsbreytingar var kynnt frá 19. janúar – 8. febrúar. Umsagnir sem bárust er lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
27.  
Öll sveitarfélög:
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-159 – 2202002F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-159.

 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30