Skipulagsnefnd – Fundur nr. 233 – 9. febrúar 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 233. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn á Flúðum þ. 9. febrúar 2022 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Ásahreppur:

Sumarliðabær 2 (L165307); umsókn um byggingarleyfi; tvö starfsmannahús – 2112059

Fyrir liggur umsókn Davíðs Kristjáns C. Pitt fyrir hönd Svarthöfða-Hrossarækt ehf., móttekin 16.12.2021, um byggingarleyfi til að byggja tvö jafnstór 29,8 m2 starfsmannahús á jörðinni Sumarliðabær 2 L165307 í Ásahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

2.  

Bláskógabyggð:

Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035

Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að jörðin Klif L167134 er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis.
Skipulagsnefnd telur að framlögð breyting sé leiðrétting á raunverulegri landnotkun svæðisins og mælist því til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Klifs í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
3. Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis (F84). Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun um 12 ha frístundasvæði í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4. Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis (F84). Annars vegar er um að ræða stækkun um samtals rúma 6 ha í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun um 12 ha frístundasvæði í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5. Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066
Lögð er fram umsókn frá Einari E Sæmundsen er varðar nýtt deiliskipulag í landi Bergsstaða L167060. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
 
6. Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á gögnum.
 
7.   Hulduland L180194; Efri-Reykir; Deiliskipulag – 2202006
Lögð er fram umsókn frá Hafsteini Viðari Árnasyni er varðar nýtt deiliskipulag lóðar Huldulands L180194 úr landi Efri-Reykja. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum á lóðinni B1 og B2. Innan B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús og gestahús auk geymsluhúss eða skemmu. Á B2 verður heimilt að byggja útihús, svo sem tækjaskemmu eða fjárhús. Samhliða er gert ráð fyrir breytingu á aðkomu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
8.  Refabraut 10 L167610; Úthlíð; Fjölgun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2202008
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Refabrautar 10 L167610. Í breytingunni felst stækkun byggingarreitar og skilgreining á nýjum byggingarreit innan lóðar. Á byggingareit B1 er sumarhús og gestahús. Stærð þeirra er samtals 82,8 m2. Heimilt er að stækka núverandi byggingar og/eða byggja nýtt. Heildarbyggingarmagn reitsins er allt að 240 m2. Á byggingarreit B2 er gert ráð fyrir gestahúsi/geymslu, allt að 40 m2. Heildarbyggingarmagn lóðar helst því óbreytt m.v. deiliskipulagsbreytingu frá 2009, eða 280 m2. Að öðru leyti halda byggingaskilmálar gildandi skipulags sér óbreyttir.
Samkvæmt skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar er gert ráð fyrir því að innan hverrar frístundalóðar megi byggja frístundahús, aukahús/gestahús allt að 40 fm og geymslu að 15 fm. Skilmálar framlagðrar deiliskipulagsbreytingar fara því umfram heimildir aðalskipulags að mati nefndarinnar. Skipulagnsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að breytingu deiliskipulags verði synjað.
 
9. Sigríðarflöt 3 (L170203); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – viðbygging – 2201080
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar með umboði lóðareigenda, móttekin 31.01.2022, um byggingaheimild að byggja 23 m2 viðbyggingu við bátaskýli á sumarbústaðalandinu Sigríðarflöt 3 L170203 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á bátaskýli eftir stækkun verður 82,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU vísar til þess að Ríkiseignir vinna nú að gerð deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis úr landi Heiðarbæjar þar sem byggingarheimildir innan svæðisins ásamt lóðarmörkum verða skilgreindar til framtíðar. Fyrir liggur umsögn frá Ríkiseignum er varðar bátaskýli innan sumarhúsasvæðis í landi Heiðarbæjar. Samkvæmt henni eru breytingar á bátaskýlum ekki heimilar af hálfu landeigenda og bygging nýrra með öllu óheimil. Einungis er hefðbundið viðhald heimilað á bátaskýlum sem fyrir eru innan lóða. Á grundvelli viðkomandi umsagnar og skorts á framkvæmdaheimildum þar sem deiliskipulag svæðisins er enn í vinnslu mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn að umsókn um byggingarleyfi verði synjað.
 
10. Laugagerði lóð (L193102); umsókn um byggingarleyfi; tvö gistihús – 2202004
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfars Arnar Valdimarssonar, móttekin 01.02.2022, um byggingarleyfi til að byggja tvö 25 m2 gistihús á íbúðar- og atvinnulóðinni Laugagerði lóð L193102 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar tekur umrædd skipulagsbreyting ekki til meira lands en þörf krefur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins. Ekki er talið að breytt landnotkun muni hafa áhrif á aðlæg svæði eða takmarki búrekstarnot til framtíðar. Nefndin telur skynsamlegt að beina áframhaldandi uppbyggingu á verslun- og þjónustu á sama svæði m.t.t. núverandi landnotkunar svæðisins og sameiginlegra vegtenginga frá stofnvegi. Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er umrætt land að mestu misgróinn melur sem landeigendur hafa reynt að græða upp undanfarin ár, landið telst því ekki vera gott landbúnaðarland að mati nefndarinnar.
 
12. Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í umsókninni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðarinnar. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 19. janúar til og með 8. febrúar.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skógaræktarsvæðis innan Skálholtsjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
13.   Reykholt; Hreinsistöð; Aðalskipulagsbreyting – 2202018
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að skilgreindur er reitur I24 fyrir hreinsivirki fráveitu að Reykholti.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði í tengslum við hreinsivirki fráveitu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
14.   Reykholt; Hreinsistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2202019
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholt. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð fyrir nýtt hreinsivirki fráveitu að Reykholti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

15.

Flóahreppur:

Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2019; Íbúðasvæði; Arnarstaðakot-Skálmholt; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2110027

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að breyta skilmálum á þann hátt að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeiganda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhugað er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jaðarinnar Glóru á um 30 ha svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
16.   Arnarstaðakot; Búgarðabyggð; Deiliskipulag – 2201058
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Karli Ársælssyni er varðar nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Arnarstaðarkots. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 23 íbúðarhúsalóðum að stærðinni frá 6.124 fm til 11.920 fm. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu/bílageymslu og eitt útihús, sem (sbr.aðalskipulag) getur haft mismunandi hlutverk s.s. fyrir búfé, gróður, heilsutengda þjónustu og ferðaþjónustu. Allt dýrahald er leyfilegt innan skipulagsins en skal vera afgirt innan lóðar/spildu eða í taumi utan lóðar/spildu. Deiliskipulagið er í takt við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem er í vinnslu og tekur til skilgreiningu nýrra íbúðarsvæða innan aðalskipulags Flóahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn. Málið verði sérstaklega kynnt eigendum aðliggjandi jarða.
 

 

 

17.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þrastalundur lóð 1 L201043; Fyrirspurn – 2202009

Lögð er fram fyrirspurn frá Ásgeiri Ásgeirssyni er varðar Þrastalund lóð 1 L201043. Í fyrirspurninni felst ósk um breytingu á deiliskipulagi og hugsanlega aðalskipulagi með það að markmiði að stunda gistirekstur innan lóðarinnar. Í hugmyndum fyrirspyrjanda felst að sett verði upp kúlutjöld innan svæðisins. Rekstur þeirra og núverandi veitingasölu muni tengjast með beinum hætti.
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til umræðu og afgreiðslu innan sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps. Að mati nefndarinnar gæti slík starfsemi hentað ágætlega á svæðinu sem um ræðir í tengslum við núverandi starfsemi Þrastalundar. Nefndin bendir á að starfsemin sé háð breytingu á aðalskipulagi þar sem ekki er gert ráð fyrir gistingu innan skilgreinds verslunar- og þjónustusvæðis V5 sem tekur til Þrastalundar heldur eingöngu veitingaþjónustu. Samhliða þyrfti að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins eða gera nýja skipulagsáætlun sem tæki á svæðinu í heild m.s.br. Nefndin leggur áherslu á að frjáls för almennings um árbakka haldist óbreytt og að gisting standist allar kröfur byggingarreglugerðar er varðar slíka þjónustu. Nefndin bendir jafnframt á að samþykki landeigenda sé nauðsynlegt gagnvart framvindu verkefnisins.
 
18.   Vatnsbrekka 1 L199296; Skipting lóðar; Deiliskipulag – 2201076
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Jónassyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Vatnsbrekku 1 L199296. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fjórar jafnstórar lóðir sem verða um 21.750 fm hver. Ein lóðanna er þegar byggð og á henni er sumarbústaður (93,3 fm) byggður 2007 og geymsla (12,4 fm) byggð 2007. Heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
19.   Bíldsfell 1 L170812; Deiliskipulag – 2202010
Lögð er fram beiðni frá Kistufossi ehf. er varðar heimild til deiliskipulagsgerðar á jarðarhlut Bíldsfells 1 L170812 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagið tæki til um 70 ha svæðis sem er skilgreint sem frístundasvæði innan gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samykkt verði að vinna deiliskipulagstillögu sem tekur til svæðisins. Nefndin telur ekki þörf á gerð lýsingar fyrir verkefnið þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
20. Mýrarkot; Akurgerði 3-5 L169232; Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2202011
Lögð er fram umsókn frá Árbæ ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Mýrarkoti. Deiliskipulagsbreytingin tekur til skiptingar á lóðar Akurgerðis 3-5 L169232. Umsókn um skiptingu lóðarinnar var samþykkt í sveitarstjórn þann 19. janúar sl. með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
21. Hallkelshólar lóð (L168483); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2202003
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Láru D. Daníelsdóttur, móttekin 31.01.2022, um byggingarheimild til að byggja 39,3 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkellshólar lóð L168483 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 98 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps_ að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
22.   Álfhóll L210521; 25 hektarar; Deiliskipulag – 2111047
Lögð er fram að nýju deiliskipulagstillaga sem tekur til 25 ha lands Álfhóls L210521 eftir kynningu. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindir tveir byggingarreitir ásamt byggingarheimildum fyrir íbúðarhús, tvö minni hús allt að 60 m2, fjölnotahús tengt atvinnurekstri allt að 600 m2 auk skemmu/skýlis í tengslum við skógrækt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

 

 

23. 

Hrunamannahreppur:

Holt L192736 (áður Unnarholt land), deiliskipulag; Kæra til ÚUA nr. 16-2022 – 2201075

Lögð er fram til kynningar kæra til ÚUA vegna gildistöku deiliskipulags sem tekur til Holts L192736 ásamt svari UTU.
Lagt fram til kynningar.
 
24. Hlíð spilda 1 L221538; Landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði og stækkun frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2109065
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hlíðar spildu 1 í Hrunamannahreppi eftir kynningu. Á landinu Hlíð spilda 1 er um 13 ha frístundabyggð F1, það svæði verður stækkað og verður eftir stækkun um 23 ha. Einnig verður afmarkað allt að 65 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Í dag er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og telst ekki til úrvals ræktunarlands. Athugasemdir og umsagnir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Hlíðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að framlagðar athugasemdir við málið hafi ekki með landnotkun svæðisins samkvæmt aðalskipulagi að gera.
 
25.  Hlíð spilda 1 L221538; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2008063
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Hlíðar spildu 1 L221538. Deiliskipulagið tekur til skiptingu landsins, skilgreiningu byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Við gildistöku skipulagsins fellur núverandi deiliskipulags svæðisins úr gildi. Athugasemdir bárust við skipulagslýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
26.   Ásgarður; Kerlingarfjöll; Deiliskipulag – 2110077
Lagt er fram deiliskipulag fyrir reit Fannborgar ehf. innan Kerlingarfjalla eftir kynningu. Í gildi er deiliskipulag, svæði Fannborgar, Ásgarði Kerlingarfjöllum, sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.03.2014. Unnið er nýtt deiliskipulag á grunni gildandi skipulags af svæðinu. Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að sníða ramma utan um ferðaþjónustu Fannborgar í Kerlingarfjöllum og tryggja þróun hennar til framtíðar í sátt við einstaka náttúru. Markmiðin eru þau sömu og markmið gildandi deiliskipulags en útfærð nánar fyrir svæði Fannborgar. Í þeim felst að bæta þjónustu við ferðamenn og auðvelda þeim sem sækja svæðið að njóta útivistar og náttúrufars án þess að valda röskun eða tjóni á lífríki svæðisins. Að hugað verði sérstaklega að gönguleiðum innan svæðisins og þær tengdar við leiðir sem liggja fyrir utan skipulagsmörkin. Að bæta gistiaðstöðu og bjóða fjölbreytta gistingu til að koma til móts við ólíkar óskir ferðalanga. Að nýta og gera heilsteyptara það svæði sem þegar hefur verið tekið til ráðstöfunar. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins. Tillaga var kynnt með athugasemdafrest frá 19.janúar til 8.febrúar, engar athugasemdir bárust við kynningu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

 

 

27.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Löngudælaholt lóð 4 (L166656); umsókn um byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2201078

Fyrir liggur umsókn Þóris Guðmundssonar fyrir hönd Ágústs Jóhannessonar og Unnar Björnsdóttur, móttekin 28.01.2022, um byggingarheimild til að byggja 34,7 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Löngudælaholt lóð 4 L166656 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 66,8 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
28. Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting – 2005080
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði F27 á Flötum í landi Réttarholts, eftir kynningu. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða innan þess. Staðsetning á leik- og opnu svæði er breytt og skilgreind gönguleið. Skilmálar skipulagsins eru uppfærðir í heild sinni eftir breytingu þar sem m.a. er skilgreint nýtingarhlutfall lóða og byggingarheimildir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
 
 

 

29.  

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-158 – 2201004F

Lögð er fram fundargerð byggingarfulltrúa nr. 22-158.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45