Skipulagsnefnd – Fundur nr. 232 – 26. janúar 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 232. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2022 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Ásahreppur:

Sauðholt L165313; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2112038

Lögð er fram umsókn frá Kristjönu Ragnarsdóttir er varðar staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Sauðholt L165313.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn en mælist til þess að hnitsetningar innan gagnanna verði samræmd við þegar þinglýst gögn aðliggjandi jarða. Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn.
 

 

2.   Bláskógabyggð:

Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting – 2103067

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu eftir kynningu. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3. Málið var til kynningar frá 29. des. – 21. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Lönguhlíðarnámu E19 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
3.   Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19; Efnisnáma; Deiliskipulag – 2103066
Lögð er fram umsókn frá Eyvindatungu ehf. er varðar deiliskipulagstillögu Lönguhlíðarnámu merkt E19 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar námunnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn. Uppfæra þarf texta innan tillögunnar sem tekur til laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem ný lög um hverfismat framkvæmda og áætlana tóku gildi 2021. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðisins.
 
4. Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði innan Bláskógabyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir auglýsingu. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð. Í tillögunni felst að breyting er gerð á kafla 3.2.3 þar sem fyrir breytingu segir:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05. Þar segir einnig:
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Eftir breytingu mun ákvæði í kafla 3.2.3, frístundabyggð, sem varðar lóðarstærðir og byggingarmagn vera eftirfarandi:
Lóðarstærðir á frístundahúsasvæðum skulu að jafnaði vera á bilinu ½ – 1 ha (5.000 – 10.000 fm). Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega í eldri hverfum sem skipulögð voru fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags, geta frístundalóðir þó verið minni. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm.
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Tillagan var í auglýsingu frá 1.12.2021 – 4.01.2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 
5. Útey 1 lóð (L168171); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2201036
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Gunnars Þ. Gunnarssonar og Bryndísar B. Guðjónsdóttur, móttekin 11.01.2022, um byggingarheimild til að byggja 63,2 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Útey 1 lóð L168171 í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 103,2 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
6.   Böðmóðsstaðir; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2201041
Lögð er fram umsókn frá Einari Bjarka Hróbjartssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Böðmóðsstaða. Breytingin tekur til hluta deiliskipulagssvæðisins sem fyrri breytingar á deiliskipulagi hafa ekki tekið til. Í breytingunni felst breyting á byggingarskilmálum innan svæðisins. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir því að sumarhúsin séu ekki stærri en 60 fm, þakhalli sé á bilinu 13-45°og hámarkshæð mænis skuli vera 4,5 m frá gólfi. Með breyttum skilmálum er gert ráð fyrir að heimild fyrir byggingu allt að 200 fm frístundahúss auk 40 fm aukahúss innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilaður þakhalli verði á bilinu 0-45° og mænishæð 5,5 m frá gólfi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt innan svæðisins sem breytingin tekur til.
Vigfús Þór skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Davíð tók við fundarritun við afgreiðslu málsins.
 
7.   Traðir L167402; Garðyrkjulóð; Ferðaþjónusta; Fyrirspurn – 2201062
Lögð er fram fyrirpurn frá Hallgrími Friðgeirssyni er varðar lóðina Traðir L167402 að Laugarási sem er skráð sem garðyrkjulóð. Í fyrirspurninni felst hvort leyfi fengist til að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni sem yrði þá ferðaþjónustulóð eða ferðaþjónustulóð/verslun. Hugmynd er að setja upp nokkur smærri hús 30-50 m2 og leigja út til ferðamanna. Einnig þjónustuhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að málinu verði vísað til vinnuhóps sem vinnur að endurskoðun deiliskipulags fyrir Laugarás. Nefndin telur að umrætt svæði geti hentað ágætlega til uppbyggingar á verslun- og þjónustu enda er landnotkun aðliggjandi lóða skilgreind með þeim hætti.
 
8.  Reykholt í Bláskógabyggð; Brekkuholt 9 og 11; Deiliskipulagsbreyting – 2201070
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst að parhúsalóðirnar Brekkukot 9 og 11 verða skilgreindar sem einbýlishúsalóðir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

9.  

Flóahreppur:

Seljatunga L165496; Seljatunga 2; Staðfesting á afmörkun og stofnun lóðar – 2110056

Lögð er fram umsókn frá Herdísi Ernu Gústafsdóttur þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Seljatunga skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Jafnframt er óskað eftir stofnun nýrrar 13,87 ha landeignar, Seljatunga 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar og stofnun landeignar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar, lagfæringu á gögnum og samþykki eigenda aðliggjandi landeigenda fyrir hnitsettri afmörkun. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
10. Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983 og Smáholt L208386; Deiliskipulag – 1907022
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til deiliskipulags smábýlislóða í landi Heiðarbæjar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
11.   Stóra-Ármót; Rannsóknarborun; HT-34; Framkvæmdaleyfi – 2201054
Lögð er fram umsókn frá Selfossveitum bs er varðar framkvæmdaleyfi. Í umsókninni felst beiðni um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir rannsóknarborun í landi Stóra Ármóts í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
 
12.   Hróarsholt spilda G L197225; Deiliskipulag – 2201050
Lögð er fram umsókn frá Elísabetu Ósk Guðlaugsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag í landi Hróarsholts spildu G L197225. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka byggingareit fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, útihúss og skilgreina nýja aðkomu að landinu. Umsögn Vegagerðarinnar vegna nýrrar vegteningar við Villiholtsveg liggur fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin mælist til þess að eigendum aðliggjandi lóða verði kynnt málið sérstaklega.
 
13.   Syðri-Sýrlækur L166374; Syðri-Sýrlækur 2; Stofnun lóðar – 2110054
Lögð er fram umsókn frá Jónu Margréti Kristinsdóttur er varðar stofnun 71,9 ha lands, Sýrlækur 2, úr landi Syðri-Sýrlækjar L166374.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
14.   Forsæti 2 lóð L211658; Forsæti 2; Breytt heiti lóðar – 2201026
Lögð er fram umsókn frá Huldu Kristjánsdóttur er varðar breytta skráningu lóðar. Óskað er eftir að að staðfang lóðarinnar breytist úr Forsæti 2 lóð í Forsæti 2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar.
 
15.   Efri-Sýrlækur L166327; Efri-Sýrlækur 2 og 3; Stofnun lóða – 2110053
Lögð er fram umsókn frá Gunnlaugi Óttarssyni er varðar stofnun 2ja landeigna, Efri-Sýrlækur 2 og 3, úr landi Efri-Sýrlækjar L166327.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignanna skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun ásamt umsögn Vegagerðarinnar fyrir aðkomum. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
16.   Austur-Meðalholt lóð L212249; Breytt notkun húss; Fyrirspurn – 2201027
Lögð er fram fyrirspurn frá Hannesi Rúnari O Lárussyni. Innan fyrirspurnar er óskað eftir áliti skipulagsnefndar á því að hluti byggingar sem hýsir safn íslenska bæjarins í Austur-Meðalholtum verði skráð sem íbúð. Meðfylgjandi er uppdráttur og skráningartafla. Húsið er hannað og byggt á sínum tíma í samræmi við ofangreint. Einnig er óskað eftir því að húsið, sem er núna skráð á L188172, verði fært á lóð L212249. Eftir breytingu á skráningu er íbúðarhluti hússins 142.7 m2 og safnhluti hússins 267.0 m2.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlögð breyting á skráningu hússins sé í takt við notkun þess og skilgreinda landnotkun svæðisins samkvæmt aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytta skráningu og byggingarfulltrúa verði falið að klára málið.
 

 

 

17.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2010070

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram ásamt samantekt á svörum og viðbrögðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið verið umsögnum og athugasemdum á fullnægjandi hátt innan meðfylgjandi samantektar og innan gagna skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 
18. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag – 2010071
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir auglýsingu. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW. Umsagnir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt á svörum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullngæjandi hætti að mati nefndarinnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
19.   Mýrarkot land L200465; Mýrarkot Gerði; Breytt heiti lóðar – 2201029
Lögð er fram umsókn frá Guðjóni Hermannssyni er varðar breytt heiti landsins Mýrarkots land L200465. Óskað er eftir að landið fái heitið Mýrarkot Gerði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang úr Mýrarkot land í Mýrarkot Gerði.
 
20.   Klausturhólar L168258; Bæjartorfa; Deiliskipulag – 2201053
Lögð er fram umsókn frá Þórleifu Hoffmann Gunnarsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til bæjartorfunnar að Klausturhólum L168258. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin mælist til þess að staðföng innan svæðisins verði skilgreind og að tekið verði tillit til staðfanga sem þegar eru til staðar á svæðinu.
 
21.   Öndverðarnes; Réttarhólsvegur 46; Deiliskipulag – 2201042
Lögð er fram umsókn frá Sigurði H Sigurðssyni er varðar nýtt deiliskipulag að Réttarhálsvegi 46 innan jarðar Öndverðarness L168299. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á 3000 fm lóð ásamt byggingarheimildum fyrir íbúðarhús og geymslu allt að 300 fm í heild sinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
22.   Kiðjaberg lóð 90, L168955; Deiliskipulagsbreyting – 2201021
Lögð er fram umsókn frá Bergþóri Jóhannssyni er varðar breytingu á deiliskipulag frístundasvæðis að Kiðjabergi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðar Kiðjabergs lóð 90 L168955. Samkvæmt umsókn er fyrirhuguð bygging nýs húss á lóðinni utan núverandi byggingarreits. Halda eigi núverandi húsi eftir sem gestahúsi á lóðinni. Bent er á að byggingarreitir í nýrri deiliskipulögum eru oftast að þeirri stærð sem hér er farið fram á.
Skipulagsnefnd UTU bendir á að fyrir innan lóðarinnar er skráð 53,7 fm sumarhús og 18 fm geymsla. Samkvæmt skilmálum deiliskipulags er heimild fyrir geymsluhúsi/gestahúsi að 40 fm auk frístundahúss innan lóðar. Fyrrgreindar fyrirætlanir eru því umfram byggingaheimildir gildandi deiliskipulags óháð legu byggingarreits. Að mati nefndarinnar eru byggingarreitir lóða 74-92, sem eru saman í hverfi merk Holt á deiliskipulagsuppdrætti, allir sambærilegir að stærð. Nefndin telur því ekki ástæðu til að breyta legu staks byggingarreitar innan hverfisins umfram nærliggjandi lóðir. Mælst er til þess að umsækjandi hagi uppbyggingu innan lóðar í samræmi við gildandi skilmála deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði synjað.
 
23.   Kerhólar svæði A, B og C; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2201063
Lögð er fram umsókn frá Kerhrauni, félagi sumarhúsaeigenda er varðar deiliskipulag sem tekur til Kerhóla svæðis A, B og C. Gildandi deiliskipulag fyrir Kerhraun var staðfest 17. nóvember 1999. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á deiliskipulaginu síðan það tók gildi. Tillagan er sett fram sem nýtt deiliskipulag og tekur til allra þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á upprunalegu deiliskipulagi svæðisins. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla úr gildi öll ákvæði eldra deiliskipulags. Tilgangur skipulagsgerðarinnar er að uppfæra eldra skipulag í samræmi við núgildandi lög og skilgreina helstu bygginga- og framkvæmdaskilmála innan svæðisins með skýrum hætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

 

24.  

Hrunamannahreppur:

Hrunamannaafréttur L223267; Kerlingarfjöll; Landvarðaskáli, Deiliskipulag – 2110001

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til skilgreiningar lóðar fyrir landvarðarskála í Kerlingarfjöllum. Innan lóðar verður heimilt að byggja allt að 150 fm skálahús á einni til tveimur hæðum. Samhliða gildistöku þessa skipulags verður svæði fellt úr gildandi skipulagi svæðisins frá 2014.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
25.   Kotlaugar L166794; Stofnun lóðar – 2201061
Lögð er fram umsókn frá Helga Kjartanssyni er varðar stofnun lóðar. Í umsókninni felst stofnun lóðarinnar Kotlaugar 4 úr landi Kotlauga L166794.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Nefndin bendir á að forsenda fyrir útgáfu byggingarleyfis á lóð sé gerð deiliskipulags eða grenndarkynning innan svæðisins.
 

 

 

26.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Árnes; Smábýla- og frístundalóðir; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2201052

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem tekur til smábýla- og frístundalóða að Árnesi. Í málinu felst óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir smábýla- og frístundalóðir sunnan Þjórsárdalsvegar. Staðföng breytast og byggingareitur á einni lóð auk skilmála er varðar mænisstefnu og þakhalla.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
27.   Réttarholt L166586; Framkvæmdarleyfi – 2201028
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst ný tenging Nautavaðshverfisins við þéttbýlið í Árnesi, lagning göngustíga og stofnlagna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli deiliskipulags svæðisins.
 
28.   Mið- og Árhraunsvegur; Breytt landnotkun – 2201044
Lögð er fram beiðni frá Ósum ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem tekur til Mið- og Árhraunsvegar. Í breytingunni felst að landnotkun landsins færist til fyrra horfs með þeim hætti að skilgreind landnotkun landsins verði landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis. Svæðið sem um ræðir tekur til um 19 ha. Samhliða er óskað eftir því að samþykkt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins í tak við breytingu á aðalskipulagi. Að mati umsækjanda er ekki um verulega breytta landnotkun að ræða þar sem mikill hluti umrædds landsvæðis innan L225283 fellur undir flóðasvæði og er því ekki byggilegt. Ætlunin er að stunda skógrækt á svæðinu auk þess sem umsækjandi ætlar sér að hafa fasta búsetu á svæðinu. Ekki er farið fram á breytingar á byggingarheimildum deiliskipulags samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða beiðni um breytingar á skipulagi svæðisins. Skipulagnsnefnd telur að umsótt breytt landnotkun svæðisins sé óveruleg breyting á aðalskipulagi svæðisins og skuli fá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. og 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulegar breytingar á aðal- og deiliskipulagi þar sem að ekki er líklegt að breytingin hafi áhrif á einstaka aðila eða stórt svæði umfram þá landnotkun sem fyrir er á svæðinu, sérstaklega ef horft er til skilgreindrar flóðahættu innan þess. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða beiðni á grundvelli fyrrgreindra greina skipulagsreglugerðar.
 

 

 

29.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-157 – 2201002F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-157
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30