Skipulagsnefnd – Fundur nr. 231 – 12. janúar 2022

 

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 231. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn miðvikudaginn 12. janúar 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur:

Framnes; Nes 1 L230551 og Nes 2 L230552; Deiliskipulag – 2109063

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Nes 1 L230551 og Nes 2 L230552 í Ásahreppi eftir kynningu. Deiliskipulagið tekur til lóða fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu. Engar athugasemdir bárust við kynningu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2.   Þórisvatn; Þórisósstífla; Endurbætur á stíflu; Framkvæmdaleyfi – 2201019
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsvirkjun. Í framkvæmdinni felast endurbætur á stíflunni vegna skemmda á ölduvörnum. Fyrirspurn um matsskyldu verkefnisins var lögð fram til Skipulagsstofnunar 2021 og byggir umsóknin á þeirri fyrirspurn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu ásamt umsögnum og samþykktum vegna framkvæmdarinnar eru lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurbóta á Þórisósstíflu.
 
 

3.  

Bláskógabyggð:

Kjóastaðir 1 land 2 L220934; Skjól; Deiliskipulagsbreyting – 2112037

Lögð er fram umsókn frá Þorgeiri Óskari Margeirssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Kjóastaða. Í breytingunni felst skilgreining á nýjum byggingarreit B3. Innan byggingarreits verði heimilt að byggja allt að þrjú 150 fm hús.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi gagna. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila.
 
4.   Skálholt L167166; Endurheimt votlendis; Fyrirspurn – 2112061
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar um hvort að fyrirhuguð framkvæmd vegna endurheimt votlendis sé framkvæmdaleyfisskyld í samræmi við lög, en þó sérstaklega reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, í landi Skálholts.
Skipulagsnefnd UTU telur að endurheimt votlendis teljist til framkvæmdaleyfisskyldra verkefna sbr. 5 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Slíkt er þó í öllum tilfellum háð mati á umfangi verkefnisins hverju sinni.
 
5.   Efsti-Dalur 1 vegsvæði L229944; Framkvæmdarleyfi – 2201003
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar innan lands Efsta-Dals 1 vegsvæði L229944. Í framkvæmdinni felst vegagerð um sameiginlegt land í Efsta-dal 1. Vegurinn tengir land Hlauptungu við Laugarvatnsveg. Nánari lýsingu á framkvæmd er að finna í framkvæmdalýsingu sem komin er í hendur skipulagsembættisins á Laugarvatni. Í sama skjali má finna uppdrátt af legu vegar. Tenging vegarins við Laugarvatnsveg hefur þegar verið samþykkt af Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem fyrir liggur skriflegt samþykki landeigenda á svæðinu fyrir umræddri framkvæmd, auk þess sem viðkomandi landsvæði var sérstaklega merkt sem vegsvæði við landskipti landsins árið 2020, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu vegna útgáfu framkvæmdaleyfisins.
 
6.   Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011
Lögð er fram umsókn um deiliskipulag sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst skipulagning 8 ha frístundahúsasvæðis í Mýrarskógi. Innan svæðisins hafa nú þegar verið byggð 6 frístundahús og nær deiliskipulagið yfir þær lóðir auk þess sem bætt er við 4 lóðum innan reitsins svo lóðirnar verða 10 samtals. Lóðamörk mót suðri hafa verið aðlöguð að lóðarmörkum lóða í landi Úteyjar 1, lóða L168174 og L220202. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að tillagan verði sérstaklega kynnt eigendum þegar byggðra lóða innan skipulagssvæðisins.
 
7.   Færsla vegar innan Laugarvatns; Kæra til ÚUA nr. 184.2021 – 2112057
Lögð er fram stjórnsýslukæra vegna útgáfu framkvæmdaleyfis sem tekur til færslu vegar innan Laugarvatns. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
 
8. Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna íshellis í sunnanverðum Langjökli eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem skilgreint er afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. Athugasemdir við gildistöku deiliskipulagsins bárust frá Skipulagsstofnun og var afgreiðslu málsins frestað á 227. fundi skipulagsnefndar. Uppfærð gögn eru lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðisins.
 
 

9.  

Flóahreppur:

Krókur L166243; Deiliskipulag – 2112033

Lögð er fram umsókn frá Bjarna Ólafssyni er varðar nýtt deiliskipulag fyrir Krók, L166243. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan jarðarinnar. Innan skipulagsins er m.a. gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, skemmu, geymslu og gestahúsum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd mælist til þess að framlögð gögn verði rýnd m.t.t. hugsanlegrar flóðahættu á svæðinu.
 
10.   Orustudalur L189527; Viðbygging; Fyrirspurn – 2201010
Lögð er fram fyrirspurn frá Lenu Mariu Eriksson er varðar beiðni um undanþágu vegna fjarlægðar frá vegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við beiðni um undanþágu vegna fjarlægðar frá vegi. Skipulagsfulltrúa falið að aðstoða fyrirspyrjanda við beiðni um undanþágu til ráðuneytis.
 
11. Dalsmynni L166326; Dalsmynni 2 og Dalsmynni vatnsveitulóð; Stofnun lóða – 2112055
Lögð er fram umsókn frá Ágústi Hjálmarssyni er varðar stofnun lóða úr landi Dalsmynnis L166326. Í umsókninni felst stofnun tveggja lóða, Dalsmynni 2 og Dalsmynni vatnsveitulóð. Aðkoma að lóðunum er frá Hurðarbaksvegi (3199). Kvöð verður á Dalsmynni um aðgengi að báðum lóðunum og á Dalsmynni 2 um aðgengi að vatnsveitulóðinni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að erindið verði samþykkt. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á umsögn Vegagerðarinnar vegna nýrrar vegtengingar að landi Dalsmynnis 2 og vatnsveitulóðar.

Ingvar Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
12. Vorsabær L165516 og Vorsabær 2 L165517; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarða – 2112048
Lögð er fram umsókn frá Helga Stefánssyni þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðanna Vorsabæ L165516 (132,4 ha) og Vorsabæ 2 L165517 (1,3 ha) skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Jafnframt er óskað eftir breytingu á stærð jarðanna til samræmis við mælingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfæringu á gögnum og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna þar sem við á fyrir hnitsettri afmörkun. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
13.   Efri-Völlur L165470; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarðar – 2112049
Lögð er fram umsókn frá Helga Stefánssyni þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Efri-Völlur L165470 (107 ha) skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Jafnframt er óskað eftir breytingu á stærð jarðarinnar til samræmis við mælingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfæringu á gögnum og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna þar sem við á fyrir hnitsettri afmörkun. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
14. Vorsabæjarhóll L165515; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarðar – 2112050
Lögð er fram umsókn frá Markúsi Kristni Ívarssyni þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Vorsabæjarhóll L165515 (129 ha) skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Jafnframt er óskað eftir breytingu á stærð jarðarinnar til samræmis við mælingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfæringu á gögnum og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna þar sem við á fyrir hnitsettri afmörkun. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 
 

15.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Nesjar; Stapavík L170904; Frístundalóðir; Deiliskipulag – 2012010

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar Stapavík L170904 að Nesjum eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining þriggja lóða auk byggingarheimilda. Athugasemdir bárust við gildistöku deiliskipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
16.   Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2112047
Lögð er fram umsókn frá Agli Jóhannssyni sem tekur til breytingar á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalæks L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Landnúmer er 192476 og helst óbreytt. Skipulagssvæðið er landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi GG og er skráð sem lögbýli sbr. staðfestingu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ferðaþjónustubýlið mun starfa skv. gildum um sjálfbærni, nýsköpun og mannrækt og áhersla lögð á uppgræðslu lands, skógrækt, vistvæna hönnun, nýsköpun, sjálfbærni og hlutleysi hvað varðar kolefnisspor. Landið er að hluta ógróinn melur og syðsti hluti þess nýttur sem malarnáma fyrir mörgum árum síðan. Landið er ekki talið hafa verndargildi sökum gróðurs eða jarðfræði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd mælist til þess að samhliða verði afmörkun frístundasvæðis á svæðinu skoðuð og heimfærð við framlögð gögn innan endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
 
17.   Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag – 1804009
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem tekur til Steingrímsstöðvar. Í deiliskipulaginu felst að staðfesta núverandi landnotkun svæðisins. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Írafoss- og Ljósafossstöðvar. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá hefur deiliskráning fornminja verið gerð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
18. Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag – 1804008
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem tekur til Írafoss- og Ljósafossvirkjana. Í deiliskipulaginu felst í megindráttum staðfesting núverandi landnotkun svæðisins auk þess að gera ráð fyrir byggingu yfir hluta tengivirkis við Írafossstöð og gera ráð fyrir stöðvarhúsi fyrir vetnisstöð. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Steingrímsstöð. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðvarnar og eru settir skilmálar fyrir mannvirki í tengslum við hana.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
19.   Mosfell L168267; Endurheimt votlendis; Fyrirspurn – 2112062
Lögð er fram fyrirspurn frá Helgu Lucie Andrée Káradóttur varðandi framkvæmdaleyfisskyldu við endurheimt votlendis í landi Mosfells.
Skipulagsnefnd UTU telur að endurheimt votlendis teljist til framkvæmdaleyfisskyldra verkefna sbr. 5 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Slíkt er þó í öllum tilfellum háð mati á umfangi verkefnisins hverju sinni.
 
20.   Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag – 2107009
Lögð er fram tillaga deiliskipulags er varðar lóðir Kringlugils 1 og 2 úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og úthús. Tillagan var kynnt frá 1.-24. desember, engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
21. Úlfljótsvatnsbær (L223638); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús breyting á notkun í gistihúsnæði – 2112065
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Einarssonar fyrir hönd Skógræktarfélag Íslands, móttekin 30.12.2021, um byggingarleyfi til að breyta notkun á íbúðarhúsi í gistihús á jörðinni Úlfljótsvatnsbær L223638 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er innan skilgreinds afþreyingar- og ferðamannasvæðis samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Skipulagsnefnd UTU telur að breytt notkun hússins falli ágætlega að skilgreindri notkun svæðisins samkvæmt aðalskipulagi. Nefndin telur þó að ef komi til frekari uppbyggingar innan lóðarinnar á ferðaþjónustutengdri starfsemi sé eðlilegt að landnotkun lóðarinnar skuli skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði í takt við meginnotkun hennar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
22. Kiðjaberg lóð 107 L201721; Færsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2112024
Lögð er fram að nýju umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs sem tekur til lóðar Kiðjaberg 107 L201721. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit lóðarinnar um u.þ.b. 14 metra til suð-vesturs. Tilgangur breytingarinnar er að auka óhindrað útsýni frá húsinu. Málinu var frestað á 230. fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að fara á staðinn og meta aðstæður og hugsanleg grenndaráhrif breytinganna. Ljósmyndir og nánari gögn lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðum, L201720 og L200069.
 
 

23.  

Hrunamannahreppur:

Ásgarður; Kerlingarfjöll; Deiliskipulag – 2110077

Lagt er fram deiliskipulag fyrir reit Fannborgar ehf. innan Kerlingafjalla. Í gildi er deiliskipulag, svæði Fannborgar, Ásgarði Kerlingarfjöllum, sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.03.2014. Unnið er nýtt deiliskipulag á grunni gildandi skipulags af svæðinu. Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að sníða ramma utan um ferðaþjónustu Fannborgar í Kerlingarfjöllum og tryggja þróun hennar til framtíðar í sátt við einstaka náttúru. Markmiðin eru þau sömu og markmið gildandi deiliskipulags en útfærð nánar fyrir svæði Fannborgar. Í þeim felst að bæta þjónustu við ferðamenn og auðvelda þeim sem sækja svæðið að njóta útivistar og náttúrufars án þess að valda röskun eða tjóni á lífríki svæðisins. Að hugað verði sérstaklega að gönguleiðum innan svæðisins og þær tengdar við leiðir sem liggja fyrir utan skipulagsmörkin. Að bæta gistiaðstöðu og bjóða fjölbreytta gistingu til að koma til móts við ólíkar óskir ferðalanga. Að nýta og gera heilsteyptara það svæði sem þegar hefur verið tekið til ráðstöfunar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
24. Laugar 2 L175940; Borun; Nýting athafnasvæðis; Framkvæmdarleyfi – 2201012
Lögð er fram umsókn frá Varmaorku ehf. er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir leit og borun eftir jarðvarma á jörðinni Laugum, Hrunamannahreppi. Einnig nýting á athafnasvæði, Laugar 2, sem er í dag bifreiðaverkstæði og athafnasvæði en þar er áætlað að nýta núverandi hús og/eða stækka eftir þörfum. Samhliða er óskað eftir upplýsingum um hvaða breytingar þarf að gera á skipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna leitarborana og rannsókna á svæðinu og mælist til þess að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda aðalskipulags gr. 2.2.8 er varðar stakar framkvæmdir í byggð. Komi til virkjunar á heitu vatni innan svæðisins er slíkt háð skilgreiningu iðnaðarsvæðis innan aðalskipulags Hrunamannahrepps. Samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags sem skilgreinir með ítarlegri hætti heimilaðar framkvæmdir innan svæðisins til framtíðar.
 
25.   Dalbær 1 166735 L166735; Stofnun lóðar – 2201020
Lögð er fram umsókn frá Arnfríði Jóhannsdóttur er varðar stofnun lóðar úr Dalbæ 1 L166735. Í umsókninni felst að stofnuð verði 2414,1 fm lóð utan um þegar byggt íbúðarhús (mhl 14).
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
 
 

26.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Búrfellsvirkjun; Endurskoðað deiliskipulag – 2112064

Landsvirkjun og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leggja fram uppfært deiliskipulag af Búrfellssvæðinu. Gert var deiliskipulag vegna stækkunar Búrfellsstöðvar, staðfest í B-deild stjórnartíðinda 27. jan 2016 sem síðan hafa verið gerðar 4 breytingar í því skipulagi sú síðasta staðfest í B-deild 18. apríl 2018. Framkvæmdum við þá stækkun er nú að mestu lokið og hóf Búrfellsstöð II rekstur 2018. Nú er lögð fram breytt tillaga. Þar sem virkjun er fullbyggð og rekstur hennar hafinn snýr breytt skipulag að því að skilgreina núverandi stöðu svæðisins með Búrfellsvirkjun í fullum rekstri. Því tekur tillagan til núverandi stöðu svæðisins og til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru frá gildandi skipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
27.   Flatir lóð 17 L193908; Ægisbyggð; Breytt heiti lóðar – 2201009
Lögð er fram umsókn frá Ægi Rafn Magnússyni um breytt heiti lóðarinnar Flatir lóð 17 L193908. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Ægisbyggð. Lóðin er innan deiliskipulags frístundasvæðisins á Flötum í landi Réttarholts.
Skipulagnsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að umsókn um breytt heiti lóðar verði skoðað í samhengi við breytingar á deiliskipulagi svæðisins þar farið var fram á lagfæringu á staðföngum innan svæðisins. Í samræmi við uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt ætti því umrædd gata að fá nýjan staðvísi og allar lóðir við þá götu viðeigandi staðfang. Skipulagsnefnd mælist til þess að umsókn um breytt heiti lóðar verði synjað.
 
 

 

28.  

 

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-156 – 2112003F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-156.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00