Skipulagsnefnd fundur nr. 221 – 14. júlí 2021

Fundargerð skipulagsnefndar UTU

221. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 14. júlí 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur:

Efriás L230349; Deiliskipulag – 2107032

Lögð er fram umsókn frá Z-Gardínubrautum ehf er varðar nýtt deiliskipulag að Efriás L230349. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir byggingu íbúðarhúss, þriggja gestahúsa og úthúss/skemmu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við Hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Auglýsing skipulagsins verði sérstaklega kynnt eigendum aðliggjandi landeigna.
 

 

 

2. 

Bláskógabyggð:

Apavatn 2 L167621; Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19; Deiliskipulag – 2001050

Lögð er fram umsókn og tillaga deiliskipulags frístundasvæðis við Aphól í landi Apavatns 2 L167621. Deiliskipulagstillagan nær yfir 27,25 ha lands norðan við og samsíða Apá í Bláskógabyggð. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu sveitarfélagsins og verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust við gildistöku skipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar þar sem meira en ár er liðið síðan athugasemdafrestur við tillöguna rann út. Er því tillagan lögð fram að nýju til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
3.   Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð.
Í tillögunni felst að breyting er gerð á kafla 3.2.3 þar sem fyrir breytingu segir:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05. Þar segir einnig:
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Eftir breytingu mun ákvæði í kafla 3.2.3, frístundabyggð, sem varðar lóðarstærðir og byggingarmagn vera eftirfarandi:
Lóðarstærðir á frístundahúsasvæðum skulu að jafnaði vera á bilinu ½ – 1 ha (5.000 – 10.000 fm). Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega í eldri hverfum sem skipulögð voru fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags, geta frístundalóðir þó verið minni. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm.
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Lýsing breytingar var í kynningu frá 31.3.2021 til 23.4.2021. Umsagnir bárust á kynningartíma lýsingar og eru þær lagaðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á námum við Skálpanesveg í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.   Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagstillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem fyrir er í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Tillaga skipulagsbreytingar var auglýst frá 19. maí til 2. júní 2021. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
6.   Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls eftir auglýsingu. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir bárust vegna málsins. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum innan framlagðar gagna með fullnægjandi hætti. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
7. Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna íshellis í sunnanverðum Langjökli eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem skilgreint er afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykkt Skipulagsstofnunar á breyttu aðalskipulagi á svæðinu.
8. Lækjarhvammur (L167924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2102073
Lögð er fram tillaga að viðbyggingu á sumarhúsi á lóð Lækjarhvamms L167924. Málið var áður til afgreiðslu á 213. fundi skipulagsnefndar þar sem nefndin mæltist til þess við sveitarstjórn að málinu væri synjað vegna fjarlægðar frá læknum Djúpin. Umsókn lögð fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
9.    Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram umsókn frá Lárusi Kjartanssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar að Austurey 1 og Austurey 3. Í breytingunni felst að Eyrargata 9 verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð, gert verði ráð fyrir nýju verslunar- og þjónustusvæði, frístundasvæði F38, F39 og F40 verði minnkuð og vegstæði verði fært til.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkt verði að vinna skipulagslýsingu fyrir verkefnið á grundvelli 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Við vinnslu lýsingar skal horfa sérstaklega til umhverfisáhrifa vegna skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði á svæðinu. Leitað verði umsagna helstu umsagnar- og hagsmunaaðila við lýsinguna m.a. Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Vegagerðarinnar, Fiskistofu, Náttúrufræðistofnun og öðrum sem málið kann að varða.
10. Heiðarbær (L170232); Umsókn um byggingarleyfi – sumarhús viðbygging – 2107046
Fyrir liggur umsókn frá Þórði Þórðarsyni, móttekin 08.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 60.8 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Heiðarbær L170232. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 159.4 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Fyrir liggur jákvæð umsögn ríkiseigna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

11.  

Flóahreppur:

Hjálmholt L216498; Hraunhagi; Breytt heiti lóðar – 2106148

Lögð er fram umsókn frá Sigrúnu Guðjónsdóttur um breytingu á staðfangi landeignarinnar Hjálmholt 216498. Óskað er eftir því að landið fái staðfangið Hraunhagi.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðfangið Hraunhagi og mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytinguna.
12.   Vatnsholt 2 L166398; Tjaldstæði; Deiliskipulag – 2106162
Lögð er fram umsókn frá Margréti Ormsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag að Vatnsholti 2 L166398. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á svæði fyrir tjaldsvæði innan jarðarinnar ásamt byggingarheimildum fyrir 100 fm húsi tengt rekstri tjaldsvæðis.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að framlagt deiliskipulag taki jafnframt til heimilda er varðar gististarfsemi innan jarðarinnar og breyttrar aðkomu að fyrirhuguðu tjaldsvæði. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins sé frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir uppfærðum gögnum.
13.   Urriðafoss L166395; Náma; Deiliskipulag – 2107027
Lögð er fram umsókn frá Verk og tæki ehf. varðandi deiliskipulag námu í landi Urriðafoss merkt E7 á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á efnistökusvæði, áfangaskiptingu, vinnslu og frágangi innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
14. Egilsstaðakot 2 (L191087); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging og breyting – 2107007
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sveins O. Einarssonar og Kristínar L. Sigurjónsdóttur, móttekin 01.07.2021, um byggingarleyfi til að breyta innra rými og byggja 119,5 m2 við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Egilsstaðakot 2 L191087 í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 255,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
15.   Hallandi 1 166234; Grímsskjól; Stofnun lóðar – 1610015
Lögð er fram umsókn Sigríðar Harðardóttur um stofnun landeignar úr jörðinni Hallandi 1 L166234. Um er að ræða 37 ha spildu sem óskað er eftir að fái staðfangið Grímsskjól. Fyrir liggur kaupsamningur og afsal fyrir spildunni frá 2002 til Jóns S. Gunnarssonar og Elínborgar Högnadóttur frá fyrrum eiganda Hallanda 1. Búið er að undanskilja spilduna frá jörðinni við sölu hennar árið 2002. Gert er ráð fyrir aðkomu inn á spilduna frá Langholtsvegi (318) á tveimur stöðum, þ.e. sunnan og norðan megin við skurð sem fer í gegnum hana. Syðri aðkoman er núverandi aðkoma sem fer í gegnum spilduna og að skipulögðum frístundalóðum í landi Langholts 1 land 2A L218349.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir aðkomunni norðan megin við skurð og samþykki eigenda aðliggjandi landeigenda þar sem ekki liggja þegar fyrir samþykktar hnitsetningar.
 

 

 

16.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag – 2103106

Lagt er fram deiliskipulag frístundahúsalóða eftir auglýsingu sem tekur til Leynis L230589 úr landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að brugðist verði við athugasemdum er varðar flóttaleið m.t.t. brunavarna. Jafnframt mælist nefndin til þess að lagfærður uppdráttur verði sendur til yfirferðar BÁ.
17.   Neðan-Sogsvegar 61 L169338, Norðurkot, Skipting lóðar, Deiliskipulagsbreyting – 2010091
Lögð er fram að nýju uppfærð umsókn um deiliskipulagsbreytingu lóða Neðan-Sogsvegar 61, 61A og 61B. Í breytingunni felst ný skilgreining lóða og byggingarreita innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða deiliskipulagsbreytingu vegna Neðan-Sogsvegar 61. Nefndin mælist þó til þess að formlegri afgreiðslu málsins verði frestað og skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir uppfærðum gögnum vegna málsins.
18. Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2008091
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningar lóðar Grýluhrauns 1, 3 og 5 eftir grenndarkynningu. Umsögn barst vegna málsins frá sumarhúsafélagi svæðisins og er hún lögð fram til kynningar ásamt yfirlýsingu lóðarhafa er varðar sameiginlegan kostnað innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu með fyrirvara um lagfærð gögn. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent til varðveislu Skipulagsstofnunar eftir að uppfærð gögn berast.
19. Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 1811018
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Sogsvirkjana eftir kynningu. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Sogsvirkjanna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
20. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2010070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins þ. 3.3.2021 þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins lægi fyrir. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins auk niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninghrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
21. Vaðnes. 3.áfangi; Mosabraut 27; Ný lóðamörk og breyting á leik- og útivistarsvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2107004
Lögð er fram umsókn frá Byggðanesi ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Vaðness, 3. áfanga. Í breytingunni felst breytt lega lóðar Mosabrautar 27 og breytingu á leik- og útivistarsvæði þar sem gert er ráð fyrir skilgreiningu nýrrar lóðar á hluta svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Nefndin mælist til þess að auglýsing skipulagsins verði kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða við skipulagsbreytinguna ásamt sumarhúsafélagið svæðisins sé það til staðar.
22. Neðan-Sogsvegar 41 L169422; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2107005
Lögð er fram fyrirspurn frá Þórkötlu M. Valdimarsdóttir er varðar skiptingu lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 41 í landi Norðurkots.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjón Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við vinnslu deiliskipulagsbreytingar á svæðinu þar sem skilgreind verði lóð umhverfis hús fyrirspyrjanda.
23.   Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag – 2107009
Lögð er fram umsókn frá Ingibjörgu Guðrúnu Geirsdóttur er varðar deiliskipulagningu tveggja lóða, Kringlugil 1 og 2, úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og úthús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.   Útivistarsvæði Borg í Grímsnesi; Ú7; Deiliskipulag – 2107022
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði á Borg. Svæðið sem um ræðir er tæplega 19 ha að stærð og er ofan við núverandi byggð. Markmið skipulagsins er að skapa skjólgott útvistarsvæði með göngustígum, áningarstöðum og trjálundum til skjóls. Gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir aðstöðuhús. Samhliða deiliskipulagi er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitafélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem tillagan er í fullu samræmi við áður auglýsta aðalskipulagsbreytingu sem tekur til lands sveitarfélagsins norðan Biskupstungnabrautar.
25. Minni-Borg lóð (L169150); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2106154
Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Kristínar Halldórsdóttur og Stefáns Sveinssonar, móttekin 28.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 19,3 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Minni-Borg lóð L169150 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 52 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
26. Neðra-Apavatn L168269; Sauðhóll 5; Neðra-Apavatn lóð (Sauðhóll 6) L169306; Stofnun og breytt staðfang lóðar – 2107045
Lögð er fram umsókn eigenda Neðra-Apavatns L168269 um stofnun lóðar úr jörðinni skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að stofna 11.204 fm lóð og að hún fái staðfangið Sauðhóll 5. Jafnframt er óskað eftir að lóðin Neðra-Apavatn lóð L169306 fái staðfangið Sauðhóll 6.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við stofnun lóðar í samræmi við framlagða umsókn. Nefndin mælist til þess að staðföng allra lóða við veg merktur Sauðhólsvegur á uppdrætti fái viðeigandi staðföng í samræmi við reglgugerð um skráningu staðfanga.
27.   Villingavatn lóð L170965; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2107065
Lögð er fram umsókn Sveinbjarnar G. Haukssonar, dags. 25. júní 2021, um staðfestingu á afmörkun lóðar, Villingavatn lóð L170965. Hnitsett afmörkun hefur ekki legið fyrir áður og skv. meðfylgjandi lóðablaði mælist hún 2.000 fm og er í samræmi við núverandi skráningu í fasteignaskrá.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið með fyrirvara um uppfært lóðablað í samráði við skipulagsfulltrúa og samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsettri afmörkun.
28. Borgarleynir 7 L198615; Stækkun byggingarreits; Gestahús; Fyrirspurn – 2107069
Lögð er fram fyrirspurn frá Gullhömrum ehf er varðar staðsetningu gestahúss á lóð Borgarleynis 7 L198615.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðsetningu gestahúss sbr. framlögðum uppdrætti með fyrirvara um að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkt verði að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felist að byggingarreitur lóðarinnar verði afmarkaður í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í áttina að lóð Borgarleynis 5. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Málið verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.
 

 

 

29.  

Hrunamannahreppur:

Sandhólar 8 L199870; Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn – 2105080

Lögð er fram beiðni um endurskoðun ákvörðunar skipulagsnefndar er varðar synjun á heimild fyrir stækkun sumarhúss. Fyrirspurn vegna málsins var tekin fyrir á 218. fundi skipulagsnefndar þar sem málinu var synjað á þeim grundvelli að það samræmdist ekki gildandi deiliskipulagsskilmálum svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU telur ekki ástæðu til að endurskoða fyrri bókun vegna málsins. Hámarksbyggingarmagn lóðar miðast við nýtingarhlutfall 0,03. Innan nýtingarhlutfalls teljast allir skráðir fermetrar hússins yfir 1,8 m óháð því hvort rýmið er gluggalaust eða ekki. Fyrirspurn synjað. Nefndin mælist til þess að reyndarteikningu verði skilað af bústaðnum í samræmi við upphaflega umsókn málsins þar sem fram kemur að skráð stærð bústaðarins sé ekki rétt.
30.   Dalabyggð; Stækkun frístundasvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2107002
Lögð er fram umsókn frá Guðríði Sólveigu Þórarinsdóttur og Torfa Harðarsyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Dalabyggð í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst fjölgun lóða innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Auglýsing breytingar verði sérstaklega kynnt lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.
31. Laufskálabyggð úr landi Grafarbakka II; Lóðir 1,2,3,4; Deiliskipulagsbreyting – 2107008
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu frá Rafni Einarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Laufskálabyggðar í landi Grafarbakka II. Í breytingunni felst stækkun og sameining lóða Laufskálabyggðar 2 og 4 ásamt stækkun Laufskálabyggðar 1, aðkoma lóða 1, 2 og 3 breytist innan svæðisins auk þess sem breytingar eru gerðar á skipulagsskilmálum viðkomandi lóða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. Nefndin mælist til þess að byggingaskilmálar svæðisins verði teknir til endurskoðunar með heildstæðum hætti. Að mati skipulagsnefndar eiga skipulagsskilmálar innan svæðisins að taka til skipulagssvæðisins í heild sinni frekar en að mismunandi skilmálar séu í gildi fyrir stakar lóðir innan sama skipulagssvæðis. Óskað er eftir rökstuðningi vegna fjölda aukahúsa innan lóðar 2.
 

 

 

32.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Hraunhólar L166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða; Aðalskipulagsbreyting – 1803045

Lögð er fram að nýju tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunhóla L166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir kynningu. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar. Athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar sem brugðist hefur verið við innan gagna málsins.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Hraunhóla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
33. Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; nautaeldishús – 2106156
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Jóns M. Finnbogasonar og Finnboga Jóhannssonar, móttekin 24.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 138,3 m2 nautaeldishús á þegar byggðan áburðarkjallara (árið~1980) á jörðinni Minni-Mástunga L166582 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

34.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-146 – 2107001F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 21-146 lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15