Skipulagsnefnd fundur nr. 220 – 23. júní 2021

Fundargerð skipulagsnefndar. 220. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni þ. 23. júní 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur:

Hestás L204647; Ein lóð verður tvær lóðir; Deiliskipulagsbreyting – 2106077

Lögð er fram umsókn frá Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Hestáss L204647. Í breytingunni felst að lóð Hestáss verði skipt upp í tvær lóðir. Svæðið er skilgreint sem íbúðar- og landbúnaðarsvæði innan aðalskipulags Ásahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Nefndin mælist til þess að leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar vegna málsins.
2.   Kálfholt K 1b L219273; Laufbrekka; Breytt heiti lóðar – 2106139
Lögð er fram umsókn Brynju J. Jónasdóttur og Sigurðar Ó. Óskarssonar, dags. 9. júní 2021, um breytingu á staðfangi lóðar úr landi Kálfholts. Óskað er eftir að Kálfholt K 1b L219273 fái staðfangið Laufbrekka.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytt staðfang lóðar og mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að erindið verði samþykkt.
 

 

 

3.  

Bláskógabyggð:

Lækjarhvammur; Lóðir 4 og 5; Skipulagsskilmálar; Deiliskipulag – 2106010

Lögð er fram umsókn frá Lindarflötum ehf. er varðar deiliskipulag á lóðum Lækjarhvamms 4 og 5 innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss að 40 fm og geymslu allt að 20 fm, innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um leiðréttingu gagna m.t.t. hámarksstærðar geymslu. Nefndin mælist til þess að skipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fyrri umsögn ráðuneytisins er varðar heimildir vegna fjarlægðar frá Grafará gildi áfram.
4. Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna lóðar Eyjarlands L167649. Í breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands er breytt í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum. Skipulagslýsing var kynnt frá 3. – 24.mars. Umsagnir sem bárust á kynningartíma lýsingar lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Stóranefsgata 4 L167678; Breyting á þakhalla; Deiliskipulagsbreyting – 2106023
Lögð er fram umsókn frá Kjartani Lárussyni er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Austureyjar I og III. Í breytingunni felst að rýmkaðar eru heimildir er varðar þakhalla innan svæðisins. Núverandi skilmálar gera ráð fyrir að þakhalli skuli vera á bilinu 14-60°. Eftir breytingu verði þakhalli innan svæðisins heimilaður 0-60°.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
6.   Neðra-Holt L223498; Stórholt; Breytt heiti lóðar – 2106024
Lögð er fram umsókn frá Grétari H. Þórissyni og Ólöfu Ö. Gísladóttur er varðar breytt heiti lóðarinnar Neðra-Holt L223498. Óskað er eftir að nýtt staðfang lóðarinnar verði Stórholt.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytt staðfang lóðar og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að erindið verði samþykkt.
7.   Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012
Lögð er fram tillaga deiliskipulags fyrir fjallaskála að Árbúðum skammt norðan við Hvítá á Kili eftir auglýsingu. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gistingu og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt samantekt um viðbrögð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt að mati nefndarinnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.   Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram tillaga deiliskipulags fyrir fjallaskála að Geldingarfelli eftir auglýsingu. Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns. Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul. Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt að mati nefndarinnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Bjarkarbraut 14 L190016 og 16 L190017; Nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2106087
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins Reykholti. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðar Bjarkarbrautar 14 og 16 minnkar úr 0,40 í 0,25.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
10.   Laugagerði lóð 193102 – Fyrirspurn til skipulagsnefndar – 2106083
Lögð er fram fyrirspurn frá Önnu Svövu Sverrisdóttur er varðar hugsanlegar byggingarframkvæmdir á lóð Laugagerðis L193102.
Viðkomandi lóð Laugagerði lóð L193102 er flokkuð sem garðyrkjulóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi Laugaráss. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja gróðurhús og byggingar tengdar gróðurhúsastarfsemi ásamt íbúðarhúsi. Nýtingarhlutfall lóðarinnar má vera allt að 0,85 og byggingarmagn því allt að 12.800 fm. Nefndin leggst ekki gegn því að heimild verði veitt fyrir uppbyggingu tveggja smáhýsa á lóðinni enda séu slíkar framkvæmdir innan uppgefins nýtingarhlutfalls lóðarinnar þótt svo að viðkomandi uppbygging tengist ekki gróðurhúsastarfsemi með beinum hætti. Nefnin setur þó þann fyrirvara á að allar framkvæmdir innan lóða á svæðinu sem eru ekki í samræmi við framlagða skilmála er varðar gróðurhúsastarfsemi verði grenndarkynntir næstu nágrönnum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. Nefndin bendir á að heildarendurskoðun deiliskipulags að Laugarási stendur yfir og mælist almennt til þess að framkvæmdir innan svæðisins bíði gildistöku nýs deiliskipulags.
11.   Laugagerði lóð 193102 – Umsókn um breytingu á skráningu lóðar – 2106084
Lögð er fram umsókn um breytingu á skráningu lóðar Laugagerðis lóð L193102 frá Önnu Svövu Sverrisdóttur. Óskað er eftir breytingu á staðfangi lóðarinnar vegna ruglings við lóð Laugagerðis L167146 sem liggur neðan Skálholtsvegar gegnt Laugagerði þar sem eru aðrir eigendur og önnur starfsemi.
Nefndin mælist til þess að breytingar á staðfangi Laugagerðis lóð verði tekin til skoðunar við endurskoðun deiliskipulags fyrir Laugarás.
12.   Skálabrekka L170163; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2006053
Lögð er fram umsókn frá Tófarfjalli ehf. er varðar nýtt deiliskipulag að Skálabrekku L170163 miðhluti. Áður hefur lýsing deiliskipulagsverkefnis verið kynnt. Samhliða er unnið að aðalskipulagsbreytingu vegna skilgreiningar frístundasvæðis sem deiliskipulagið tekur til. Í deiliskipulaginu felst m.a. að gert er ráð fyrir um 27 nýjum frístundalóðum á um 25 ha svæði auk þess sem skilgreindir eru byggingarreitir og byggingarheimildir innan svæðisins. Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa í takt við bókun sveitarstjórnar frá 19.11.2020. Áður hefur aðalskipulagsbreyting vegna skilgreiningar á frístundasvæði verið samþykkt til auglýsingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Samhliða er unnin aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið.
13. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5 til afgreiðslu eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Í breytingunni felst að hluta frístundasvæðis F73 er breytt í landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða aðalskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins og innan þeirra koma engar athugasemdir fram við framlagða breytingu. Nefndin mælist til þess að breyting á aðalskipulagi taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. Drumboddsstaðir 2 L167078; Drumboddsstaðir lóð 1; Stofnun lóðar – 2106135
Lögð er fram umsókn Sigurðar E. Ragnarssonar f.h. Smáragarðs ehf, dags. 7. maí 2021, um stofnun lóðar úr landi Drumboddsstaða 2 L167078. Óskað er eftir að stofna 4.946 fm lóð, Drumboddsstaðir lóð 1. Lóðin er innan svæðis sem skilgreint er sem frístundasvæði (F87) innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Búið er að stofna 21 lóð innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar en bendir á að staðfangið Drumboddsstaðir lóð 1 er ekki í samræmi við reglugerð 577/2017 um skráningu staðfanga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið með fyrirvara um að lagt verði til nýr staðvísir (götuheiti) og númeraröð innan svæðisins m.t.t. fyrrnefndrar reglugerðar.
15. Miðbrún 2 L207321, Miðbrún 3 L207322, Mosavegur 10 L167585; Úthlíð 2 L167181; Stækkun lóðar og staðfesting á afmörkun – 2106137
Lögð er fram umsókn Ólafs Björnssonar f.h. Geirs Goða ehf, dags. 9. júní 2021, um stofnun 976,2 fm lóðar úr landi Úthlíðar 2 L167181 í þeim tilgangi að sameina við Miðbrún 2 L207321 sem verður 8.259,9 fm eftir stækkun. Kvöð hefur verið sett á Miðbrún 3 um aðkomu að lóðum 2, 4 og 5. Stækkun lóðar nr. 2 er ekki skv. núgildandi skipulagsbreytingu samþ. 04.09.2007. Stækkunin nær inn á aðkomuveg sem gert var ráð fyrir innan skipulagsins en sem var lagður í gegnum lóð nr. 3.
Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Mosavegur 10 L167585 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Afmörkun lóðarinnar er ekki í samræmi við skipulagið samþ. 05.05.1993.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlagðar breytingar á lóðamörkum og skilgreining á afmörkun lóða sé ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Nefndin telur að forsenda afgreiðslu málsins sé að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Nefndin vísar því til umsækjanda að farið verði í heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins hið fyrsta.
 

 

 

16.  

Flóahreppur:

Hamar land 2, L212450; Deiliskipulag – 2106069

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. er varðar deiliskipulag í landi Hamars 2 L166404 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarheimildum innan land Hamars 2 þar sem gert er ráð fyrir núverandi aðstöðuhúsi, tveimur reið- / vélaskemmum allt að 800 fm, tveimur einbýlishúsum með bílskúr, allt að 200 fm auk fjögurra gestahúsa allt að 50 fm. Heildarstærð landsins er um 110 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að staðfang lóðarinnar verði tekið til endurskoðunar.
17. Hnaus 2; Breyting á stærð lóða og ný aðkoma; Deiliskipulagsbreyting – 2106034
Lögð er fram umsókn frá Gísla B. Björnssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Hnaus 2. Í breytingunni felst að lóð Hnaus 2A breytist og minnkar, lóðum Hnausás 1-4 er hnikað til og þær stækka. Akvegur frá hesthúsalóð Hnaus 2C og að lóðum er felldur út en í hans stað kemur nú aðkoma að lóðum í Hnausás.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
18. Skálmholt land L186111; Úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2106047
Lögð er fram umsókn frá Nuuk ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Í umsókninni felst breytt landnotkun á um 70 ha svæði í landi Skálmholts land L186111. Í breytingunni felst að núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU telur að svo umfangsmikil breyting á landnotkun sé í grundvallaratriðum gegn núverandi stefnu aðalskipulags Flóahrepps þar sem ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu nýrra íbúðarhúsasvæða innan sveitarfélagsins umfram þau svæði sem fyrir eru skilgreind. Sé sveitarstjórn jákvæð fyrir erindinu hvetur nefndin til þess að stefna og forsendur er varðar íbúðarhúsabyggð í aðalskipulagi Flóahrepps verði tekin til endurskoðunar. Nefndin er að öðru leyti jákvæð gagnvart uppbyggingu á svæðinu og telur að staðsetning þessara hugmynda sé góð út frá fjarlægð í helstu þjónustu og stofnvegum.
19.   Skógsnes 2, L229833 og Lauftún, L230656; Deiliskipulag – 2106070
Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. er varðar deiliskipulag lóða Skógnes 2 L229833 og Lauftúns L230656 úr landi Skógsness í Flóahreppi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað rísi íbúðarhús, gestahús, reiðhöll-/skemma og vélaskemma. Hvort land fyrir sig er um 60 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.   Lækjarholt 1 L231163 og 2 L231164; Deiliskipulag – 2106068
Lögð er fram umsókn frá Landhönnun er varðar nýtt deiliskipulag í landi Lækjarholts 1 og Lækjarholts 2 í Flóahreppi. Innan skipulagsins er m.a. gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þremur íbúðarhúsum með bílskúr allt að 300 fm á 1-2 tveimur hæðum ásamt 6 gestahúsum hvert um sig allt að 40 fm. Auk þess er gert ráð fyrir aðstöðuhúsi/skemmu allt að 400 fm auk 7 lítilla gistihúsa allt að 50 fm hvert. Lækjarholt 1 er um 9 ha að stærð og Lækjaholt 2 um 2 ha. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir því að Lækjarholt 2 verði óbreytt en Lækjarholt 1 skiptist upp í 3 spildur á bilinu 2,19 – 2,60 ha að stærð.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlagt deiliskipulag samræmist ekki skilmálum aðalskipulags Flóahrepps er varðar byggingar á landbúnaðarlandi og mælist til þess við sveitarstjórn að málinu verði synjað í núverandi mynd. Nefndin telur að forsenda samþykktar á deiliskipulaginu í núverandi mynd sé að viðeigandi landnotkun verði skilgreind fyrir íbúðarhúsalóðir og verslun- og þjónustu sem tekur til gistihúsa.
21. Sviðugarðar land (L210074); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti – 2105095
Fyrir liggur umsókn Þórlaugar Bjarnadóttur, móttekin 20.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja 76,9 m2 sumarbústað með svefnlofti á lóðinni Sviðugarðar land L210074 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Nefndin mælist til þess að staðfang landsins verði tekið til endurskoðunar samhliða vinnslu deiliskipulags.
22.   Urriðafossnáma E7 L166392; Efnistaka; Möl; Framkvæmdaleyfi – 2106124
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Urriðafossnámu E7 ásamt drögum að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt og fái málsmeðferð á grundvelli 5. mgr. 13. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna viðkomandi efnistöku enda sé hún í takt við heimildir aðalskipulags.
23.   Egilsstaðatjörn L196514; Egilsstaðir 2 L166332; Stækkun lóðar – 2106131
Lögð er fram umsókn Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. eigenda, dags. 12. maí, um stækkun lóðar. Óskað er eftir að stofna 30.598,7 fm lóð úr landi Egilsstaða 2 L166332 í þeim tilgangi að sameina við Egilsstaðatjörn L196514 sem verður 113.517,2 fm eftir stækkun.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 

 

 

24.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2002001

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum. Tillaga var auglýst til kynningar frá 19. maí til 9. júní.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Þórisstaða lands L220557 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
25.   Tjaldhóll L210521; Vegagerð; Efnistaka; Náma; Framkvæmdaleyfi – 2106045
Lögð er fram umsókn frá Ásmundi Skeggjasyni er varðar framkvæmdaleyfi við veg inn á land Tjaldhóls L210521. Samhliða er óskað eftir staðfangabreytingu á lóðinni og heimild fyrir gerð deiliskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt og fái málsmeðferð á grundvelli 5. mgr. 13. gr og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar. Nefndin gerir ekki athugasemd við staðfangabreytingu lóðarinnar og samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir landið. Nefndin mælist til þess að leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar vegna málsins.
26.   Lerkigerði 2 L169289; Undanþága frá byggingaskyldu; Fyrirspurn – 2106046
Lögð er fram fyrirspurn frá Ársæli Ármannssyni er varðar undanþágu frá byggingarskyldu.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn að fallið verði frá byggingarskyldu í takt við framlagða fyrirspurn. Nefndin bendir á að uppbygging innan svæðisins er háð útgáfu byggingarleyfis.
27.   Miðborgir, Miðengi; Flóttaleið; Borgarleynir; Framkvæmdaleyfi – 2106060
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna flóttaleiðar frá Miðborgum í landi Miðengis auk óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Miðborga sem tekur til flóttaleiðar. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemd við skilgreiningu flóttaleiðar frá svæðinu á fundi sínum þann 21.4.2021 með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar og að unnin væri óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins. Fyrir liggja umsagnir Skógræktarinnar og Vegagerðarinnar vegna málsins auk tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna flóttaleiðar. Nefndin mælist til þess að óveruleg breyting á deiliskipulagi fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þar sem fyrir liggur samþykki Skógræktarinnar og Vegagerðarinnar telur nefndin ekki ástæðu til grenndarkynningar og mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að óveruleg breyting á deiliskipulagi taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
28. Lundeyjarsund 4 L168718; Skilmálar; Stálvirki; Deiliskipulagsbreyting – 2104009
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til skilmálabreytingar innan frístundabyggðarinnar að Hraunkoti. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess. Í breytingunni felst að krafa um að hús skuli byggð úr timbri verði felld út úr skipulagsskilmálum og gert verði ráð fyrir því að byggja megi hús úr stálvirki eða öðrum léttum byggingarefnum.
Athugasemdir bárust vegna kynningar á breyttum skipulagsskilmálum frá Sjómannadagsráði. Í athugasemdinni felst að óljóst þyki hvað er verið að samþykkja með framlagðri breytingu auk þess sem samráðsleysi er gagnrýnt. Skipulagsnefnd UTU tekur ekki undir þær athugasemdir og telur ljóst að í breytingunni felst að heimilað er að byggja úr fleiri léttum byggingarefnum en timbri. Gildandi skilmálar gera ráð fyrir að eingöngu megi byggja hús úr timbri innan svæðisins. Nefndin telur ljóst að þar sé um burðarvirki húsa að ræða. Breytingin taki því til þess að heimilt sé að byggja úr fleiri byggingarefnum en timbri sem geti talist til léttra byggingarefna. Það er mat byggingarfulltrúa og eftir atvikum skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar hverju sinni hvað geti talist til léttra byggingarefna ef vafi leikur á. Ljóst þykir að skilmálum þessum er ætlað að koma í veg fyrir gerð steinsteyptra bygginga innan svæðisins, breyting þessi er því í anda þeirra markmiða þótt svo að auknar heimildir séu veittar fyrir notkun mismunandi byggingarefna. Nefndin telur að staðið hafi verið að kynningu málsins á fullnægjandi hátt. Skipulagsfulltrúi hefur upplýst nefndina um að til standi að fara í heildarendurskoðun deiliskipulags á svæðinu. Nefndin fagnar því en telur ekki ástæðu til að stöðva ferli umsóttrar breytingar vegna þessa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins.
29. Neðan-Sogsvegar 4 L169505; Norðurkot; Minnkun á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2011076
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi sem tekur til Neðan-Sogsvegar 4. Í breytinguni felst minnkun byggingarreitar á lóð Neðan-Sogsvegar 4 í takt við athugasemdir sem gerðar voru við deiliskipulagsbreytingu innan svæðisins þar sem skilgreind voru lóðarmörk og byggingarreitir. Framlögð deiliskipulagsbreyting var samþykkt í sveitarstjórn 21.10.2020 og auglýst í B-deild í mars 2021. Gildistaka breytingarinnar var felld út gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2021 sem taldi að ekki hefði verið staðið rétt að kynningu málsins gagnvart lóðarhafa. Er því umrædd breyting sem byggir á athugasemdum lóðarhafa aðliggjandi lóðar lögð fram á ný til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhafa Neðan-Sogsvegar 4 og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
30. Stóra-Borg lóð 13 L218057; Veglagning; Efnistaka; Framkvæmdaleyfi – 2106067
Lögð er fram umsókn frá ÖRG sumarhús ehf. er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst veglagning að lóðinni um 400 metra frá Biskupstungnabraut. Gert er ráð fyrir því að efnistaka verði úr námu við Svínavatn og verði á bilinu 1200-1500 m3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt og fái málsmeðferð á grundvelli 5. mgr. 13. gr og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar. Unnið er að deiliskipulagi svæðisins. Nefndin mælist til þess að staðfang lóðarinnar/svæðisins verði tekið til endurskoðunar við vinnslu deiliskipulags á svæðinu.
31. Hestvíkurvegur 8 (L170887); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli – gestaherbergi, breyting – 1912009
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru þ. 30.05.2021 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 gestahús með geymslulofti á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 8 L170887 í Grímsnes- og Grafningshreppi í stað bátaskýli/gestaherbergi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
32. Álftavatn 2A (L168307); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með sambyggðu gestahúsi og geymslu – 2106037
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Þórðar Sverrissonar, móttekin 09.06.2021, um byggingarleyfi til að fjarlægja 45 m2 sumarbústað, mhl 01, byggingarár 1985 og byggja 144 m2 sumarbústað með sambyggðu gestahúsi og geymslu á sumarbústaðalandinu Álftavatn 2A L168307 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
33. Hamrar 3 (L224192); umsókn um byggingarleyfi; vinnustofa-geymsla – 2104039
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Gyðuborga ehf., móttekin 11.04.2021. Til stendur að byggja 38 m2 vinnustofu/geymslu á lóðinni Hamrar 3 L224192 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Nefndin mælist til þess að séu frekari framkvæmdir ætlaðar innan svæðisins til framtíðar verði unnið deiliskipulag.
34.   Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps – 1506033
Lögð fram til afgreiðslu fyrir kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 ásamt fylgigögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
35. Ásgarður; Suðurbakki 16 L212142 ; Stækkun byggingarreits ; Deiliskipulagsbreyting – 2106121
Lögð er fram umsókn frá Guðjóni Haukssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Suðurbakka 16 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður lítillega til suðvesturs. Engar breytingar eru gerðar á greinargerð skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

36.  

Hrunamannahreppur:

Neðri-Hveradalir L223267; Göngubrú; Göngupallur; Hrunamannaafréttur; Framkvæmdaleyfi – 2106044

Lagt fram til kynningar, útgáfa framkvæmdaleyfis vegna göngubrúar og göngupalls í Kerlingarfjöllum.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis.
37.   Efra-Langholt L166738; 10 lóðir; Deiliskipulag – 2106048
Lögð er fram umsókn frá Helga Kjartanssyni f.h. landeiganda er varðar nýtt deiliskipulag í land Efra-Langholts. Í deiliskipulaginu felst skipulagning 10 frístundalóða sem eru hver um 1 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt. Nefndin mælist til þess að skipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
38.   Svínárnes Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907015
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála Svínárnesi á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru byggingarheimildir
fyrir svæðið og afmörkuð lóð. Skipulagssvæðið er um 9 ha að stærð og innan þess er um 2 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
39. Efri-Kisubotnar Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulagsbreyting – 1907006
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála Efri-Kisubotna á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um rúmlega 4 ha lóð. Innan hennar er núverandi hús. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gert er ráð fyrir salerni í húsinu. Gerð verður grein fyrir fráveitu og vatnsbóli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
40.   Fosslækur Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907014
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála Fosslækjar á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 14 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból og vatnsleiðsla frá því að húsunum. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
41.   Grákollur Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907013
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála að Grákolli á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 8 ha lóð. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
42.   Miklöldubotnar Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907010
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála að Miklöldubotnum á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 5 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki og gerði fyrir fé/hross. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 30 gesti. Einnig er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
43.   Helgaskáli Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907009
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála að Helgaskála á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 15 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði, vatnsból og fráveita. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100 m2. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
44.   Heiðará Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907007
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála að Heiðará á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 7 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Staðurinn er hugsaður sem áningarstaður á göngu- og reiðleið með Stóru-Laxá. Ekki er gisting á staðnum. Heimilaðar eru endurbætur/viðhald á núverandi mannvirki. Þá er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
45.   Leppistungur L166846; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1907004
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fjallaskála að Leppistungur á Hrunamannaafrétti. Skipulagstillagan hefur áður verið kynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna málsins sem brugðist hefur verið við. Þar sem meira en ár er liðið síðan auglýstum athugasemdafresti málsins lauk er deiliskipulagið lagt fram að nýju til samþykktar í takt við 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið tekur til um 5 ha svæðis. Á staðnum er 70 m2 hús sem byggt var árið 1987. Einnig er þar gamalt leitarmannahús. Þessi hús eru notuð sem leitarmannahús og fyrir ferðafólk á sumrin. Einnig er á staðnum 36 m2 hesthús og hestagerði við það. Gisting er fyrir um 24 gesti. Aðkoma er af vegslóða sem liggur um Hrunamannaafrétt. Mannvirki eru í eigu Hrunamannahrepps. Starfsemi er aðallega yfir sumartímann. Innan lóðar/afmörkunar svæðis eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból. Heimilt verður að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100 m2. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
46.   Holt L192736; Unnarholt land; Deiliskipulag – 2011083
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag að Holti L192736 í Hrunamannahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining fjögurra byggingarreita, þriggja fyrir íbúðarhús og eins fyrir útihúss. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum umsækjanda og uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti. Afgreiðslu málsins var frestað á 216. fundi skipulagsnefndar og var skipulagsfulltrúa falið að fara á staðinn að skoða aðstæður.
Athugasemdir bárust frá landeiganda aðliggjandi jarðar í nokkrum liðum sbr. meðfylgjandi skjali dagsett 16. apríl 2021. Einnig bárust umsagnir vegna málsins frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Brunavörnum Árnessýslu. Engar athugasemdir komu fram innan framlagðra umsagna framangreindra stofnana. Skipulagsnefnd telur því að athugasemdir landeiganda aðliggjandi jarðar er varðar minjar, vegtengingu og hugsanlega röskun á vistkerfum innan og utan svæðisins m.a. vegna frárennslismála eigi ekki við í samræmi við umsagnir þess efnis. Nefndin telur ekki ástæðu til að bregðast við athugasemdum vegna málsmeðferðar málsins, kynningar þess og að bókunum skipulagsnefndar sé ábótavant. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulags Hrunamannahrepps er varðar byggingar á landbúnaðarsvæðum. Landbúnaðarsvæði er grunn landnotkunarflokkur aðalskipulags og eru ýmiss konar heimildir innan þess er varðar byggingu stakra íbúðarhúsa, frístundahús og útihúsa sbr. lið 2.2.1 og 2.2.8. Þær heimildir hafa t.d. verið nýttar á lóðum Unnarholtskots 3, Unnarholtskots 1C, Unnarholtskots 1 lóð auk þess sem stofnuð hefur verið lóð á svæðinu undir heitinu Kriki 1 þar sem samþykkt var byggingarleyfi sumarið 2020 að undangenginni grendarkynningu. Nefndin telur að markmiðum aðalskipulags um dreifbýlisyfirbragð sé ekki ógnað með samþykkt deiliskipulagsins enda sé það í ágætu samræmi við núverandi byggðarmynstur á svæðinu. Breytingar voru gerðar á auglýstum uppdrætti skipulagsins og var stærð og lögun byggingarreita breytt til að fyrirhuguð hús aðlagist betur að landslagi og þá sérstaklega með tilliti til hæðarlegu. Ennfremur var gerð sú breyting á skilmálum deiliskipulagsins að leyfileg hámarkshæð skemmu lækkar úr 8 í 7 metra þannig að hún verði minna áberandi í landslagi. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagið verði kynnt niðurstaða sveitarstjórnar.
47.   Skollagróf L166828; Efnistaka; Aðalskipulagsbreyting – 2106085
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á efnistökusvæði í landi Skollagrófar. Innan lýsingar er gert ráð fyrir um 2 ha svæði þar sem áætluð er um 40.000 m3 efnistöku.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
48.
Hvammur 1 (L166771); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús mhl 15 og hlaða mhl 16 – breyting á notkun í hesthús og íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – breyting – 2011024
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyting á fyrri samþykkt. Fyrir liggur samþykki að breyta fjárhúsi í hesthús og hlöðu, mhl 16, í bílskúr og vinnuherbergi. Nú er sótt um leyfi til að byggja 92,3 m2 við mhl 16 og breyta notkun í íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Hvammur 1 L166771 í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á mhl 16 eftir stækkun verður 150,1 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
49.   Langholtskot L166796; Klettakot; Stofnun lóðar – 2106012
Lögð er fram umsókn Unnsteins Hermannssonar, dags. 2. júní 2021, um stofnun lóðar úr landi Langholtskots L166796. Um er að ræða 14.214,9 fm lóð við bæjartorfuna þar sem fyrirhugað er að byggja sumarhús. Óskað er eftir því að lóðin fái staðfangið Klettakot.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Framkvæmdir innan lóða eru eftir atvikum háðar deiliskipulagi eða grenndarkynningu.
50.  Reykjadalur land (Reykjadalur 2) L179471; Reykjadalur land L194749; Staðfesting á afmörkun, breytt stærð og staðfang – 2106018
Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. eigenda, dags. 4. júní 2021, um staðfestingu á afmörkun og leiðréttingu á skráningu tveggja landeigna úr landi Reykjadals L166816. Um er að ræða annars vegar lóðina Reykjadalur land L179471, íbúðarhúsalóð, sem er skráð með stærðina 23.850 fm í fasteignaskrá en er í raun 3.850 fm og hins vegar lóðina Reykjadalur land L194749, ræktunarland, sem er skráð með stærðina 1 ha en er í raun 19.118 fm skv. meðfylgjandi lóðablaði. Jafnframt er óskað eftir að íbúðarhúsalóðin fái staðfangið Reykjadalur 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á skráningu lóðanna skv. fyrirliggjandi gögnum. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið með fyrirvara um samþykki viðkomandi lóðarhafa. Nefndin mælist til þess að staðföng innan svæðisins verði tekin til endurskoðunar.
51.   Reykjabakki L166812; Reykjalaut; Lögbýli; Deiliskipulag – 2105039
Lögð er fram umsókn frá Páli Orra Þrastarsyni er varðar nýtt deiliskipulag í landi Reykjabakka L166812. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og landbúnaðarhúsnæði. Málinu var frestað á 219. fundi nefndarinnar en er nú lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um lagfærð gögn og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

 

52.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Selhöfði og Sandártunga í Þjórsárdal; Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis AF9; Aðalskipulagsbreyting – 2106075

Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum er varðar heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal.
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
53.   Selhöfði og Sandártunga í Þjórsárdal; Deiliskipulag – 2106076
Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum er varðar heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal.
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
54. Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara og risi – 2104101
Lögð er fram beiðni um endurskoðun ákvörðunar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er varðar gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á 499,8 m2 íbúðarhúsi með kjallara og risi og innbyggðum tvöföldum bílskúr á jörðinni Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reit innan sveitarfélags. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Nefndin ítrekar fyrri bókun vegna málsins og telur að svo umfangsmikil framkvæmd á óröskuðu svæði í tæplega 1 km fjarlægð frá núverandi bæjarhlaði jarðarinnar sé þess eðlis að ástæða sé til að fara fram á gerð deiliskipulags. Samhliða mætti gera grein fyrir hugsanlegum framtíðar bygginga- og/eða framkvæmdaáformum innan jarðarinnar og gera grein fyrir núverandi notkun þeirra húsa sem þar eru fyrir. Skipulagnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að unnið verið deiliskipulag fyrir svæðið.
55. Mið- og Árhraunsvegur L225283; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2103073
Lögð er fram umsókn frá Ósum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 fm í stað 25 fm samkvæmt núverandi skilmálum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
56.   Sandlækur 1 (L166590); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2106042
Fyrir liggur umsókn Valgerðar Erlingsdóttur og Lofts Erlingssonar, móttekin 10.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 87 m2 íbúðarhús á einni hæð á jörðinni Sandlækur 1 L166590 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
57.   Markhóll (L230917); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2106051
Fyrir liggur umsókn Anne B. Hansen fyrir hönd Elínar Þórðardóttur, móttekin 14.06.2021, um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 25,8 m2 hús frá Árhraunsvegi 17 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á lóðina Markhóll L230917 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem skriflegt samþykki nágranna liggur fyrir mælist nefndin til þess að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

58.  

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-145 – 2106002F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 21-145 lögð fram til kynningar.

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00