Skipulagsnefnd fundur nr. 219 – 9. júní 2021

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 219. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 9. júní 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Ásahreppur:

Ás 1 spilda 5 L204636; Ásgarður; Deiliskipulag – 2105072

Lögð er fram umsókn frá Baldri Frey Gústafssyni er varðar deiliskipulag fyrir frístundalóðina Ás 1 spilda 5 L204636. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu 200 fm frístundahúss, 70 fm gestahúss og 30 fm geymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd mælist til þess að staðföng lóða á svæðinu verði skoðuð m.t.t. staðfangareglugerðar.
 
 

2.  

Bláskógabyggð:

Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053

Lögð er fram að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegstæðis í landi Hlauptungu. Í umsókninni felst að óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar og gerð bílaplans. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmdanna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 13. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við niðurstöðu Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins mælist nefndin til þess að leitað verði álits Skógræktarinnar á framkvæmdinni áður en framkvæmdaleyfi er gefið út. Nefndin bendir á að ekki er tilgreint innan umsóknar hvaðan efni í framkvæmdina er tekið. Efnistaka úr námum er háð útgáfu framkvæmdaleyfis.
 
3.   Kolgrafarhóll; Apavatn 2; Deiliskipulag; Kæra til ÚUA – 2105155
Lögð er fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna gildistöku deiliskipulags í landi Apavatns 2.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að svara kærunni í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
 
4. Úthlíð; Mosaskyggnir 15-17; Sameining lóða og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2105012
Lögð er fram að nýju umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningar lóða Mosaskyggnis 15-17 í landi Úthlíðar. Afgreiðslu málsins var frestað á 217. fundi skipulagsnefndar þar sem skipulagsfulltrúa var falið að skoða aðstæður m.t.t sameiningaráforma. Lagt fram að nýju eftir vettvangsheimsókn skipulagsfulltrúa á svæðið í fylgd umsækjanda.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nefndin telur að sameining lóðanna samræmist ágætlega lóðamynstri aðliggjandi lóða auk þess sem heppilegasta byggingasvæðið innan lóðanna fellur á mörkum þeirra í dag utan byggingarreita. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.
 
5.   Hrosshagi 5 L228433; Hrosshagi 5b; Smábýli; Deiliskipulag – 2105097
Lögð er fram umsókn Sebastian Sturm og Janis Schwenke er varðar nýtt deiliskipulag í landi Hrosshaga 5 L228433. Í deiliskipulaginu felst að landinu er skipt upp í tvær landeignir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum, úthúsum, hesthúsum og gestahúsum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
6.   Litla-Fljót 1 L167148; Minna-Fljót; Stofnun lóðar – 2106008
Lögð er fram umsókn frá Þórði J. Halldórssyni er varðar stofnun lóðar úr landi Litla-Fljóts L167148. Um er að ræða 4.446,15 fm lóð þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Minna-Fljót.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn. Skipulagsnefnd bendir á að útgáfa byggingaleyfis innan lóða er ýmist háð deiliskipulagi eða grenndarkynningu að undangenginni samþykkt sveitarstjórnar.
 
7.   Gröf lóð (L167802); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2105123
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Gunnars M. Zoéga og Ingu S. Ólafsdóttur, móttekin 25.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja 115,2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Gröf lóð L167802 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
 

8.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2003014

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 L170828 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Samhliða er lögð fram fornleifaúttekt innan svæðisins til kynningar. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 28. apríl til 19. maí 2021. Engar athugasemdir bárust á kynnningartíma.
Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Torfastaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
9. Ártangi L168272; Ný lóð og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2106002
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Þorgeirssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Ártanga. Í breytingunni felst skilgreining á nýrri lóð og stækkun á byggingarreit.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
 
10. Hraunborgir í landi Hraunkots L168252; Svæði A; Fjarskiptamastur fyrir MÍLU; Deiliskipulagsbreyting – 2106006
Lögð er fram umsókn frá MÍLU er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Hraunkots, svæði A. Í breytingunni felst að skilgreint verði svæði fyrir fjarskiptamastur, alls um 36 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að innan gagnanna verði skýrt hvort að viðkomandi athafnasvæði eigi að vera sér lóð eða ekki. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum og sumarhúsafélagi svæðisins.
 
11. Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2106009
Lögð er fram umsókn frá Hákoni Páli Gunnlaugssyni fh. Jarðarinnar Hests ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum og ný lega byggingarreits á lóð 8.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.
 
12.   Nesjavallavirkjun L170925; Uppsetning tilraunalofthreinsistöðvar; Framkvæmdaleyfi – 2105105
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Orku náttúrunnar ehf. er varðar uppsetningu tilraunahreinsistöðvar. Leyfið hefur nú þegar verið afgreitt á grundvelli heimilda deiliskipulags og fyrri umsagna vegna málsins. Lagt fram til kynnningar.
Skipulagnsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins innan UTU.
 
13. Giljatunga 32, 34 og 37; Ásgarður í Grímsnesi (2.áfangi); Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2106014
Lögð er fram umsókn frá Önnu Ólöfu Haraldsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst stækkun byggingarreita á lóðum Giljatungu 32,34 og 37.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Nefndin mælist til þess við skipulagsfulltrúa að viðkomandi breyting verði skoðuð m.t.t. fjarlægðar frá raflínum á svæðinu.
 
14.   Ásborgir í landi Ásgarðs; Göngustígur; Deiliskipulagsbreyting – 2106020
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar deiliskipulagsbreytingu að Ásborgum í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst skilgreining göngustíga innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
 

15.  

Hrunamannahreppur:

Gröf og Laxárhlíð; Miðsvæði, Reitur M2; Deiliskipulagsbreyting – 2105156

Lögð er fram umsókn frá Hrunamannahreppi er varðar breytingu á deiliskipulagi á reit M2, Gröf og Laxárhlíð. Í breytingunni felst færsla á aðkomuvegi til norðurs vegna fornleifa sem fundust við bæjarhól Grafar. Með færslunni er dregið úr röskun á bæjarhólnum. Færslan hefur minniháttar áhrif á lóðir en bílastæði breytast við Gröf 1 og Gamla fjóss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 
16.   Reykjabakki L166812; Reykjalaut; Lögbýli; Deiliskipulag – 2105039
Lögð er fram umsókn frá Páli Orra Þrastarsyni er varðar nýtt deiliskipulag í landi Reykjabakka L166812. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og landbúnaðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi gagna. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda og hönnuð deiliskipulags.
 
 

17.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2009071

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til um 11 ha svæðis að Áshildarvegi 2-26 í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir. Gert er ráð fyrir byggingarheimild fyrir íbúðarhús allt að 350 fm og 60 fm aukahúsi. Tillaga breytingar var kynnt frá 28. apríl – 19. maí.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt í takt við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi innan svæðisins.
 
18.  Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2009070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Kílhrauns land L191805, Áshildarvegur 2-26. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði. Tillaga breytingar var kynnt frá 28. apríl – 19. maí.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í takt við fyrri afgreiðslur, vegna Áshildarvegar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 
19.  Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag – 2008048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi virkjunar í neðanverðri Þjórsár norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 – Hvammsvirkjun, eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Nokkur fjöldi athugasemda og umsagna bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd til kynningar auk samantektar á viðbrögðum.
Skipulagsnefnd UTU hefur farið yfir framkomnar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu deiliskipulagstillögunnar. Nefndin telur að öllum efnislegum erindum sé svarað að fullu og sé í samræmi við meðfylgjandi samantekt athugasemda og umsagna ásamt greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dags. 10.12.2020 m.br. 31.5.2021. Nefndin telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda þar sem við á. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 

 

20.  

 

Öll sveitarfélög:

Svæðisskipulag Suðurhálendisins 2020-2032 – 2106017

Lögð er fram skipulagslýsing vegna svæðisskipulags fyrir suðurhálendið. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði 9 sveitarfélaga á Suðurlandi í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þessara 9 sveitarfélaga taka Árborg og Flóahreppur þátt í verkefninu. Afmörkun skipulagssvæðis fylgir þjóðlendumörkum. Svæðisskipulag skal, skv. skipulagslögum nr. 123/2010, ná yfir svæði sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til heilla landshluta eða annarra stærri heilda.
Skipulagsnefnd UTU hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórnir aðildarfélaga UTU samþykki lýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Sveitarstjórnir Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar hafa nú þegar samþykkt lýsinguna til kynningar.
 
21.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-144 – 2105005F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 21-144 lögð fram til kynningar.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00