Skipulagsnefnd fundur nr. 215 – 15. apríl 2021

Fundargerð skipulagsnefndar UTU, 215. fundur haldinn þann 15. apríl 2021 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.

Bláskógabyggð:

Snorrastaðir Skógarbrekka L211880; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2102008

Lögð er fram umsókn frá Örk fasteignum ehf. vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi á lóð Skógarbrekku 1 L211880 að Snorrastöðum. Í breytingunni felst aukin byggingarheimild fyrir sumarhús sem nemur 30 fm. Málinu var frestað á 211. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin rúmist innan núverandi heimilda aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
2. Efsti-Dalur 2 L167631; Hverfisvernd; Náma E42; Aðalskipulagsbreyting – 2103100
Lögð er fram umsókn frá Efstadalskoti ehf. er varðar beiðni um óverulega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að skilgreiningu hverfisverndarsvæðis er breytt auk tilfærslu á námu, skilgreind E42, innan jarðar Efsta-Dals 2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja umsótta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi með fyrirvara um umsögn Skógræktarinnar er varðar skilgreiningu hverfisverndarsvæðis. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar eftir að umsögn liggur fyrir. Niðurstaða sveitarstjórnar verði kynnt eftir að samþykkt Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
3. Seljaland 16 L167953; Ósk um undanþágu; Fyrirspurn – 2103076
Lögð er fram fyrirspurn frá Valgerði Unu Sigurvinsdóttir er varðar undanþágu vegna byggingatakmarkana frá vötnum, ám eða sjó. Lögð er fram greinargerð með málinu unnin af Ingiþór Björnssyni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará verði synjað.
4. Lækjarhvammur 11 L167928; Viðbygging; Fyrirspurn – 2103105
Lögð er fram fyrirspurn frá Sigurði Sverri Gunnarssyni og Sigríði Gísladóttir er varðar viðbyggingu við sumarhús á lóð Lækjarhvamms 11. Um er að ræða viðbyggingu í norður um 15 fm og í suður um 18 fm. Húsið er byggt 1985. Fjarlægð að lóðarmörkum í vestur er 13 metrar. Fjarlægð frá Grafará er um 28 metrar í takt við mælingu af loftmynd.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará verði synjað. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um framkvæmdir innan lóðarinnar sem fara fjær Grafará miðað við núverandi staðsetningu húss.
5. Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö efnistökusvæði við Skálpanesveg. Tillaga skipulagsbreytingar var í kynningu frá 3. til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna tveggja efnistökusvæða við Skálpanesveg í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
6. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem fyrir er í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Tillaga skipulagsbreytingar var í kynningu frá 3. til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna reiðleiða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
7. Fellsendi (L170155 ); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla mhl 10 – breyting á notkun í íbúðarhús og viðbygging – 2103112
Fyrir liggur umsókn Kristjáns G. Leifssonar fyrir hönd Borgþórs Þorgeirssonar og Berglindar Júlíusdóttur, móttekin 29.03.2021, um byggingarleyfi til að breyta notkun á véla- og verkfærageymslu mhl 10 í gestahús með svefnlofti ásamt að byggja við það 57,9 m2 á jörðinni Fellsendi (L170155) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 162,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8. Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarleyfi; hesthús og niðurfelling á mhl 12-19-27 – 2103121
Fyrir liggur umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 30.03.2021, um byggingarleyfi til að byggja hesthús á jörðinni Einiholt 1 L167081 í Bláskógabyggð og afskrá véla/verkfærageymslu mhl 12, stærð 34,6 m2, byggingarár 1969, hesthús mhl 19, stærð 36 m2, byggingarár 1969, hlaða mhl 9, stærð 162 m2, byggingarár 1938 og hesthús mhl 27, stærð 71,2 m2, byggingarár 1960.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

9.

 

Flóahreppur:

Sviðugarðar land L210074; Gögn vegna byggingaleyfis; Fyrirspurn – 2103101

Lögð er fram fyrirspurn frá Þórlaugu Bjarnadóttur er varðar hugsanlega umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á landi Sviðugarða í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps fari fram á að að framlagt deiliskipulag frá 2006 verði uppfært og það lagt fram til samþykktar skipulagsnefndar UTU. Nefndin mælist til þess að umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi innan svæðisins verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga komi fram umsókn um slíkt áður en deiliskipulag svæðisins klárast í ferli.
10. Hjálmholt L216498; Íbúðalóð á landbúnaðarsvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2103108
Lögð er fram umsókn frá Sigrúnu Guðjónsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Hjálmholts L216498. Í breytingunni felst að skilgreind frístundalóð innan deiliskipulags verði íbúðarlóð. Lóðin er staðsett innan landbúnaðarsvæðis í aðalskipulagi Flóahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Nefndin bendir á að grundvöllur þess að unnt sé að breyta notkun húsnæðis á lóðinni er að húsið standist þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsa samkvæmt byggingarreglugerð.
11. Merkurhraun 2 L207337; Úr sumarbústaðarlóð í íbúðarhúsalóð; Aðalskipulagsbreyting – 2103099
Lögð er fram umsókn frá Ríp ehf. fh. landeiganda að Merkurhrauni 2 L207337 er varðar breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps og deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felst að heimiluð verði heilsársbúseta á svæðinu og uppbygging íbúðarhúsnæðis.
Skipulagsnend UTU vísar málinu til umræðu og afgreiðslu sveitarstjórnar Flóahrepps. Nefndin mælist til þess að við hugmyndir um endurskoðun landnotkunar innan aðalskipulags verði horft til heildstæðra svæða. Sé sveitarstjórn Flóahrepps jákvæð fyrir skilgreiningu íbúðarbyggðar á núverandi frístundasvæðum verði forsendur þess skýrar svo ekki skapist óþarfa fordæmi fyrir viðlíka breytingum innan annarra ótengdra frístundasvæða sveitarfélagsins. Horft verði sérstaklega til aukins þjónustustigs íbúðasvæða í því samhengi.
12. Skálmholt L166375; Stækkun byggingarreits og aukin byggingarheimild; Deiliskipulagsbreyting – 2103111
Lögð er fram umsókn frá Jóni Árna Vignissyni fh. Ölhóls ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst aukin byggingarheimild vegna skemmu innan byggingarreits Ú-1 og heimild til að reisa lítið gestahús innan íbúðareits Í-1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
13. Rimar 3 L212343; Tegundir bygginga; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2104012
Lögð er fram umsókn frá Benedikt Steinari Magnússyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Rimum 3 í landi Súluholts. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulagsins í lið 2.2. er varðar byggingarheimildir. Núverandi skilmálar eru:
„2.2. Staðsetning húsa. Heimilt er að byggja 3 hús á hverri lóð; íbúðarhús/bílskúr, skemmu og útihús t.d. hesthús. Byggingarreitur er sýndur á uppdrætti og skulu hús staðsett innan byggingarreits og í samráði við byggingarfulltrúa“
Verður eftir breytingu:
„2.2. Staðsetning húsa. Heimilt er að byggja 3 hús á lóð, íbúðarhús/bílskúr, útihús (s.s. hesthús eða skemmu) og aukahús á lóð ( s.s. gestahús eða gróðurhús) innan hámarks byggingarmagns lóðar sem er 800 m2. Byggingarreitur er sýndur á uppdrætti og skulu hús staðsett innan byggingarreits og í samráði við byggingarfulltrúa“
Í breytingunni felst því ekki aukning á byggingarmagni innan lóðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
14. Syðri-Gróf 1 L166372, Syðri-Gróf 2 L166373; Breytt afmörkun jarða – 2104018
Lögð er fram umsókn Öldu Stefánsdóttur f.h. Bjarna Pálssonar, dags. 12. apríl 2021, um staðfestingu á afmörkun jarðanna Syðri-Gróf 1 L166372 og Syðri-Gróf 2 L166373. Verið er að skilgreina mörk Syðri-Grófar 1 og endurskilgreina mörk Syðri-Grófar 2 en ekki hefur legið fyrir hnitsett afmörkun jarðanna fyrr en nú. Hvorug jörðin hefur skráða stærð í fasteignaskrá en skv. fyrirliggjandi afmörkun þá mælist Syðri-Gróf 1 með stærðina 10,77 ha og Syðri-Gróf 2 mælist 202,73 ha. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna í meðfylgjandi gögnum fyrir utan Efri-Gróf, Árgerði, Forsæti og Mýrum þar sem staðfest mörk gagnvart þeim liggja þegar fyrir.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðfestingu á afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
 

 

15.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag – 1910010

Lagður er fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur vegna Tjarnarhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og var afgreiðslu málsins frestað á 204. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt að mati nefndarinnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. Neðan-Sogsvegar 4 L169505; Norðurkot; Minnkun á byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting; Kæra til ÚUA – 2103089
Lögð er fram stjórnsýslukæra til kynningar er varðar deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Neðan-Sogsvegar 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að skipulagsfulltrúa verði falið að svara kæru í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
17. Nesvegur 8 L205647; Þakhalli og aukahús; Deiliskipulagsbreyting – 2103084
Lögð er fram umsókn frá Ólafi Vigfússyni og Maríu Önnu Clausen er varðar breytingu á deiliskipulagi við Nesveg við Höskuldslæk í landi Vaðness. Í breytingunni felst að þakhalli gestahúss verði heimilaður 0-45° og að gestahús/aukahús megi vera allt að 40 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að fresta afgreiðslu málsins. Mælst er til þess að við endurskoðun deiliskipulags verði lögð fram tillaga að gólfkóta bygginga á svæðinu vegna endurtekinnar flóðahættu innan svæðisins.
18. Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag – 2103106
Lögð er fram umsókn frá Viðhaldsfélaginu ehf. og Stefáni Páli Jónssyni er varðar deiliskipulagningu frístundahúsalóða innan landsins Leynir L230589 úr landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um lagfæringu gagna er varðar brunavarnir og götuheiti. Málið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
19. Suðurkot L168285; Suðurkot 1; Stofnun lóðar – 2103069
Lögð er fram umsókn Auðar Ólafsdóttur, dags. 14. mars 2021, er varðar stofnun 9.072,6 fm lóðar úr landi Suðurkots L168285. Í umsókninni felst stofnun lóðar í kringum fasteignina Suðurkot (á lóðarblaði nefnd Suðurkot 1) svo umsækjandi geti gengið frá eignaskiptum á fasteigninni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að erindið verði samþykkt.
20. Hestur lóð 132 L168638; Hækkun hámarkshæðar; Deiliskipulagsbreyting – 2103107
Lögð er fram umsókn frá Sigurði Ágústi Hjartarsyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis að Hesti. Í breytingunni felst hækkun á hámarkshæð bygginga í 4,40 metra. Núverandi deiliskipulagsskilmálar svæðisins er varðar hámarks hæð segja: Hæð útveggja frá gólfi upp í efri brún sperru skal mest vera 3,40 m. Þakhalli skal vera frjáls.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri umsókn um deiliskipulagsbreytingu verði synjað á umsóttum forsendum. Nefndin telur að skilmálar er varðar hámarkshæð bygginga innan skipulagssvæðisins séu óljósir. Mælst er til þess að hámarks mænishæð verði skilgreind innan deiliskipulagssvæðisins. Skipulagsfulltrúa falið að annast gerð skilmálabreytinga í samráði við sumarhúsafélag svæðisins.
21. Miðborgir – Miðengi; Frístundabyggð; Flóttaleið; Fyrirspurn – 2103109
Lögð er fram fyrirspurn vegna flóttaleiðar frá frístundasvæði að Borgarleyni-Miðborgum að Biskupstungnabraut. Fyrir liggur samþykki frá stjórn Skógræktarfélagsins vegna nýtingar á vegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við skilgreiningu flóttaleiðar frá svæðinu. Nefndin mælist til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem gert verði grein fyrir flóttaleiðinni. Leitað verði umsagnar og samráðs við Vegagerðina vegna málsins.
22. Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Kæra til ÚUA – 2012008
Lagður er fram úrskurður ÚUA vegna synjunar á sameiningu lóða að Grýluhrauni 1, 3 og 5 í landi Farborgar.
Skipulagnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningsshrepps að skipulagsfulltrúa verði falið að annast samskipti við umsækjendur um endurupptöku málsins á grundvelli úrskurðar ÚUA.
23. Kiðjaberg lóðir 108, 109, 110, 111 við Kamba; Leiðrétting; Deiliskipulagsbreyting – 2101063
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna leiðréttingar á lóðarmörkum lóða Kiðjabergs 108, 109, 110 og 111 við Kamba eftir grenndarkynningu. Athugasemir bárust við breytinguna eftir að athugasemdafresti lauk auk þess sem athugasemdir bárust áður við breytingu er varðar stækkun á byggingarreit a lóð 110 sem sameinaðist viðkomandi máli. Athugasemdir lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Skipulagsnefnd telur að viðkomandi breyting sé í takt við þinglýst gögn lóða á svæðinu. Mælst er til þess að embætti UTU verði falið að setja út mörk lóða sem athugasemdir snúa að. Nefndin telur að stækkun byggingarreitar á lóð 110 hafi ekki för með sér grenndaráhrif fyrir lóð 111 og er því ekki gerð athugasemd við þá breytingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða nefndarinnar og kæruleiðir.
24. Úlfljótsvatn L170830; Gróðursetning; Framkvæmdaleyfi – 2104005
Lögð er fram umsókn frá Skógræktarfélagi Íslands er varðar framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst skógrækt á 171 ha í Úlfljótslandi. Fyrirhugað er að nýta svæðið sem útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að gróðursetja 430 þúsund trjáplötur af ýmsum tegundum í takt við umsókn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar skógrækt á opnum svæðum. Samkvæmt lögum um mat á umverfisáhrifum nr. 106/200 1. viðauka lið 1.07 er gert ráð fyrir því að nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breyti fyrri landnotkun sé tilkynningarskyld í C flokki. Nefndin telur framlögð gögn uppfylla skilyrði er varðar tilkynningarskyldu málsins til sveitarstjórnar vegna umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar.
25. Lundaeyjarsund 4 L168718; Skilmálar; Stálvirki; Deiliskipulagsbreyting – 2104009
Lögð er fram umsókn frá Huldu Ólafsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar innan Hraunborga í Grímsnesi. Í breytingunni felst að krafa um að hús skuli byggð úr timbri verði felld út úr skipulagsskilmálum og gert verði ráð fyrir því að byggja megi hús úr stálvirki einnig.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt og að heimild verði veitt fyrir byggingum úr timbri, stáli eða öðrum léttum byggingarefnum innan deiliskipulagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Leitast verði við að kynna breytinguna sérstaklega fyrir sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar á svæðinu.
26. Hraunkot (L168252); tilkynningarskyld framkvæmd; fjarskiptamastur – 2103091
Fyrir liggur umsókn Gauta Þorsteinssonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 23.03.2021. Til stendur að setja fjarskiptamastur og skáp á jörðina Hraunkot L168252 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
27. Stangarbraut 20 L202435; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2011059
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna Stangarbrautar 20 L202435 eftir grenndarkynningu. Málið var afgreitt á 214. fundi skipulagsnefndar þar sem málinu var hafnað eftir grenndarkynningu vegna athugasemda frá lóðarhöfum lóðar Stangarbrautar 18. Nú hefur umsækjandi fest kaup á lóð Stangarbraut 18 sbr. meðfylgjandi afsal og falla því framkomnar athugasemdir niður að beiðni hins nýja eiganda. Málið tekið til afgreiðslu á nýjan leik eftir grenndarkynningu, engar aðrar athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

28.

 

Hrunamannahreppur:

Álftabyggð og Birkibyggð 4 L227460; Göngustígur; Framkvæmdaleyfi – 2103114

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá SIAL ehf. Í umsókninni felst beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígs um Álftabyggð og Birkibyggð í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var til gildistöku á 212. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli heimilda deiliskipulags.
29. Birtingarholt 3 lóð L166868; Staðfesting á afmörkun og breytt skráning lóðar – 2104004
Lögð er fram umsókn frá Skúla Guðmundssyni er varðar afmörkun lóðar Birtingarholts 3 lóð L166868 úr landi Birtingaholts 3 L166727. Lóðin er skráð með stærðina 0,0 í fasteignaskrá en verður 2.513 fm skv. meðfylgjandi lóðablaði.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Mælst er til þess að staðfangi lóðar verði breytt í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga.
30. Garðastígur Flúðum; Göngustígur og ný lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2104011
Lögð er fram umsókn frá Hrunamannahreppi er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna garðyrkjulóða við Garðastíg. Í breytingunni felst að sett er kvöð um göngustíg meðfram austanverðum Garðastíg. Ný lóð er gerð fyrir dælustöð á lóð nr. 2 við Garðastíg og fær hún heitið Garðastígur 2A.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Samráð hefur verið haft við lóðarhafa innan svæðisins vegna breytinga og er því ekki talin þörf á grenndarkynningu.
31. Ásgarður L223398; Færsla byggingareits; Deiliskipulagsbreyting – 2104017
Lögð er fram umsókn frá Fannborg ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Ásgarðs L223398, Kerlingarfjöllum. Í breytingunni felst tilfæring á byggingarreit á svæðinu. Reitur er færður frá óröskuðu svæði inn á raskað svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar en umsækjandi eru innan svæðisins sem breytingin tekur til er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 

 

32.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Miðhús 1A L228403, Miðhús lóð L192871; Sameining lóða – 2103072

Lögð er fram umsókn frá Bjarnheiði K Guðmundsdóttir og Sigurfinni Þorleifssyni er varðar sameiningu tveggja landeigna skv. uppdrætti. Óskað er eftir að Miðhús lóð L192871 verði sameinuð við Miðhús 1A L228403 sem verður um 98.500 fm eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
33. Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting – 2104010
Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts. Í breytingunni felst færsla á Vallarbraut til austurs og þétting byggðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
34. Stóra-Mástunga II L166604; Breyting landnotkunar; Fyrirspurn – 2104020
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar áform um uppbyggingu þriggja frístundalóða í landi Stóru-Mástungu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að skilgreint verði frístundasvæði innan aðalskipulags á viðkomandi svæði sem fyrirspurnin tekur til.
35. Hlemmiskeið 1 (L179909); umsókn um byggingarleyfi; bogaskemma – 2104002
Fyrir liggur umsókn Ævars Austfjörð og Ástu Sifjar Tryggvadóttur móttekin 05.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja óupphitaða bogaskemmu 45 m2 á jörðinni Hlemmiskeið 1 (L179909) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

36.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-140 – 2103004F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 21-140 lagður fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15