Skipulagsnefnd fundur nr. 213 – 10. mars 2021

Fundargerð – 213. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í Þingborg þ. 10. mars 2021 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og og svo rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

 

1.

Ásahreppur:

 

Námur og efnislosunarsvæði við Þórisós; Ný svæði; Aðalskipulagsbreyting – 2011057

Lögð er fram tillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Í breytingunni felst skilgreining á fjórum nýjum efnistökusvæðum og einu efnislosunarsvæði í nágrenni við Þórisós.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Ás 3 land III-4 L204649; Reykásrimi; Stofnun lóðar – 2011064
Lögð er fram umsókn Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar um skiptingu landsins Ás 3 land III-4 L204649 í 2 hluta. Óskað er eftir að stofna 81.087 fm úr L204649 sem verður 84.549 fm eftir skiptin. Þá er óskað eftir að nýja lóðin fá staðfangið Reykásrimi og jafnframt að staðfangi upprunalandsins verði breytt í Hestásrimi. Skv. umsækjanda þá hafa þessi hólf verið nefnd Rimar og mun Reykásrimi fylgja lóðinni Reykás. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningunni sem og eigenda viðkomandi landeigna fyrir aðkomu að lóðunum sem er að breytast frá samþykktu lóðablaði dags. 08.11.2005 sem er fylgiskjal með þinglýstri landskiptagerð dags. 15.12.2005.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins né staðföng skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Ásahrepps samþykki erindið.
3. Húsar 1 land (L165334); Sumarbústaður viðbygging og auka byggingar á lóð – 2103016
Fyrir liggur umsókn Gunnars Helgasonar og Bjarkar Jakobsdóttur, um viðbyggingu við sumarbústað 6,8 m2, geymslu 21,3 m2, baðhús 12,7 m2 og opið hestaskýli 20,5 m2 á lóðinni Húsar 1 land (L165334) í Ásahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að málið verði samþykkt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar en umsækjandi eru innan svæðisins er ekki talin þörf á grenndarkynningu og mælist nefndin til þess að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

4.

 

Bláskógabyggð:

Kjóastaðir L200837; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2102059

Lögð er fram umsókn frá Direktu lögfræðiþjónustu er varðar stofnun 6.500 fm vegsvæðis úr landi landi Kjóastaða 3 L200837 í Bláskógabyggð vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið
5. Tungubotnar L212210; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2102058
Lögð er fram umsókn frá Direktu lögfræðiþjónustu er varðar stofnun 9.327 fm vegsvæðis úr landi landi Tungubotna L212210 í Bláskógabyggð vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið
6. Skálholt L167166; Skógrækt 120 ha.; Framkvæmdaleyfi – 2103001
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Kolvið vegna ræktunar loftslagsskóga á 120,7 ha. landi innan jarðar Skálholts L167166. Lagðir eru fram samningar á milli Kolviðs og landeigenda er varðar umsótta notkun landsins.
Gert er ráð fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á að allt að 38,16 ha. á umræddu svæði innan aðalskipulags Bláskógabyggðar merkt SL12, svæðið er að öðru leyti skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Innan deiliskipulags er jafnframt gert ráð fyrir því að svæðið utan núverandi skógræktar sé flokkað sem landbúnaðarland. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn skógrækt á svæðinu en mælist þó til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt utan núverandi heimilda aðal- og deiliskipulags verði ekki samþykkt. Mælst er til þess að unnar verði viðeigandi skipulagsbreytingar áður en heimild verður veitt fyrir svo umfangsmikilli skógrækt. Nefndin bendir jafnframt á að skógrækt að 200 ha. er tilkynningarskyld til sveitarstjórnar sbr. lið 1.07 laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015.
7. Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Snorrastaði II, Stóruskóga eftir auglýsingu. Athugasemdir og umsagnir bárust vegna málsins á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram til afgreiðslu ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu vegna málsins verði tilkynnt um niðurstöðu sveitarstjórnar.
8. Vílsenslundur L189550; Aukið byggingarmagn; Aukahús; Deiliskipulagsbreyting – 2103014
Lögð er fram umsókn frá Lenu Huldu Nilsen er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Vílsenslundar. Í breytingunni felst aukning á byggingarheimildum fyrir auka hús á lóð úr 30 fm í 40 fm. Samhliða er óskað eftir heimild fyrir breyttu heiti lóðar í Vílsensdal.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Nefndin mælist gegn staðfangabreytingu lóðarinnar þar sem að hún samræmist illa reglugerð um skráningu staðfanga.
9. Lækjarhvammur (L167924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2102073
Fyrir liggur umsókn Þorkels Magnússonar fyrir hönd Karenar Lindu K. Eiríksdóttur, móttekin 24.02.2021 um byggingarleyfi fyrir 44 m2 viðbyggingu. Heildarstærð sumarbústaðs verður 88,8 m2 á sumarbústaðalandinu Lækjarhvammur L167924 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd mælist gegn útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu vegna nálægðar við veg og læk. Samkvæmt skipulagsreglugerð er ekki heimilt að byggja frístundahús nærri stofn- og tengivegum en 100 metra og ekki nær ám og vötnum en 50 metra. Þótt svo að húsið sé á staðnum nú þegar er gert ráð fyrir því að viðbygging verði byggð enn nær læknum en núverandi hús er. Nefndin telur forsendu þess að heimild verði veitt fyrir viðbyggingu sé að framkvæmdin fari ekki nær á eða vegi en núverandi hús. Umsækjandi getur óskað eftir undanþágu frá reglum þessum til ráðherra sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.
10. Skálabrekka-Eystri L224848; breytt lega frístundasvæðis ; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar legu frístundasvæðis að Skálabrekkur-Eystri L224848 ásamt umsögnum sem bárust vegna lýsingar. Í breytingunni felst að skilgreindir frístundasvæðis flákar innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn er varðar deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku-Eystri L224848, Bláskógabyggð. Svæði sem um ræðir er tæplega 25 ha að stærð. Reiknað er með að frístundalóðir verði á milli 0,5 til 1,0 ha að stærð. Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1 og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð F(10). Aðkoma að svæðinu er um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku. Samhliða er unnið að tillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163. Lýsing tillögunnar var kynnt frá 9-30. september 2020. Umsagnir bárust við lýsingu og eru þær lagðar fram við agreiðslu málsins. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 19.11.2020 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að taka saman upplýsingar um hvernig tillagan samræmist hverfisvernd svæðisins, lögum um vatnasvið Þingvallavatns og hvort að reglum aðalskipulags er varðar uppbyggingu á 2/3 hluta frístundalóða innan jarðar, áður en ráðist sé í frekari stækkun, sé uppfyllt. Lagt er fram minniblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
13. Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram umsókn ásamt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði í stað frístundasvæðis á afmörkuðu svæði innan Úthlíðar 2 L167181.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að forsenda breytinga sé ný aðkoma að viðkomandi svæði.
14. Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Útgáfa byggingarleyfis fyrir viðbyggingu á Ketilvöllum lóð L167815 var samþykkt til grenndarkynningar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga á 203. fundi skipulagsnefndar þann 14. október 2020. Málið var grenndarkynnt og athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á 209. fundi nefndarinnar vegna athugasemda sem snéru að afmörkun lóðar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum innan framlagðra gagna. Athugasemdir nágranna er varðar skerðingu á útsýni lagðar fram til afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna málsins ásamt ljósmyndum af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir nágranna er varðar nálægð við lóðamörk eða hugsanlega skerðingu á útsýni vegna umsóttrar viðbyggingar. Af hæðarmælingu á staðnum, ljósmyndum og framlögðum teikningum af viðbyggingu telur nefndin óverulegar líkur á því að útsýni frá nágrannalóð muni skerðast vegna framkvæmdarinnar. Hæðarmunur á milli húsa er um 3 metrar og er mesta mænihæð viðbyggingar 3,58 m. Stendur því mænir viðbyggingarinnar um 58 cm ofar en gólf aðliggjandi sumarhúss. Meirihluti viðbyggingarinnar er lægri eða 3.03 m. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið verði samþykkt eftir grenndarkynningu og að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða sveitarstjórnar.
 

 

15.

 

Flóahreppur:

Hallandi L166310-166315; Engjar 1-11; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2010098

Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði að Hallanda í Flóahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst afmörkun á legu lóða og byggingareiti og skilgreining á byggingarheimildum innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og hefur verið brugðist við athugasemdum innan greinargerðar og á uppdrætti skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins. Mælst er til þess að byggingarskilmálar deiliskipulagsins er varðar sameiginlegt byggingarmagn lóðarpars verði skoðaðir með ítarlegri hætti. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda.
16. Súluholt L166385; Geymsla malbiks; Framkvæmdaleyfi – 2103022
Lögð er fram umsókn frá Súluholti ehf. vegna framkvæmdaleyfis í landi Súluholts. Í umsókninni felst beiðni um útgáfu framkvæmdaleyfis til að geyma og endurvinna malbik innan efnistöku-og efnislosunarsvæðis E13.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framkvæmdaleyfi verði veitt á grundvelli heimilda aðalskipulags með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.
 

 

17.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Minni-Borg lóð B L198597; 14 byggingareitir verði lóðir; Deiliskipulagsbreyting – 2102075

Lögð er fram umsókn frá Minni Borgum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að skilgreindar eru lóðir í kringum 14 byggingarreiti sem fyrir eru innan deiliskipulagsins. Engar byggingar hafa verið byggðar innan umræddra byggingarreita. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
18. Efri-Brú Sökk lóð 5 L198862; Brúarey 1-3; Niðurfelling göngustígs og stækkun lóðar nr.3; Deiliskipulagsbreyting – 2103003
Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf., f.h. landeigenda er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi lóða við Brúarey úr landi Efri-Brúar Sökk lóð 5 L198862. Í breytingunni felst að ræma fyrir skilgreindum göngustíg meðfram lóð nr. 3 er felld út og lóðin stækkuð sem því nemur. Þá er sett kvöð um gegnumakstur/vegstæði sem aðkomuleið gegnum lóð Brúarey 1 vegna aðstæðna á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
19. Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting – 2009016
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Lýsing var í kynningu frá 7.10.2020-28.10.2020. Umsagnir sem bárust við lýsingu verkefnisins fylgja við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. Hallkelshólar lóð 69 L186617; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2103019
Lögð er fram umsókn frá Erni Aanes Gunnþórssyni og Þórhildi Eddu Sigurðardóttir er varðar umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðar í landi Hallkelshóla. Í breytingunni felst breytt lega lóðar Hallkelskóla lóð 69 L186617. Samhliða er skilgreindur byggingarreitur innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
21. Tilraunahreinsistöð á Nesjavöllum; Fyrirspurn um matsskyldu – 2011042
Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 varðandi mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum viðkomandi framkvæmd er varðar tilraunahreinsistöðvar að Nesjavöllum skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum í takt við framlagða beiðni.
Skipulagsnefnd UTU telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisðagerðum og vöktun. Nefndin telur að framkvæmd á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin getur verið háð útgáfu framkvæmdaleyfis og eftir atvikum byggingarleyfa. Nefndin telur framkvæmdina rúmast innan skilmála aðal- og deiliskipulags fyrir svæðið.
 

 

22.

 

Hrunamannahreppur:

Grafarbakki 2, Laufskálabyggð L208830; Lóðir 7 og 9; Rotþró færð; Deiliskipulagsbreyting – 2008020

Lögð er fram umsókn frá Magnúsi Víkingi Grímssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarbakka II, Laufskálabyggð. Í breytingunni felst m.a. að felld er út 6 metra breið landræma á milli lóða 7 og 9 sem hafði verið sett inn í fyrri deiliskipulagsbreytingu. Lóð nr. 9 stækkar sem nemur breytingu. Staðsetning rotþróar færist til og sett er kvöð á lóðir 7 og 9 um aðkomu þjónustubíla að rotþró og siturlögn. Málinu var frestað á 200. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

23.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Stöng og Gjáin í Þjórsárdal Deiliskipulag – 1511004

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Þjórsárdal eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir komu fram við auglýsingu skipulagsins. Farið er yfir helstu breytingar eftir auglýsingu og samráð við umsagnaraðila í 6. kafla greinargerðar deiliskipulagsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24. Gunnbjarnarholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2103020
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Fjölskyldubúinu ehf. er varðar deiliskipulag sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ8 í landi Gunnbjarnarholts. Samkvæmt lýsingu er gert ráð fyrir uppbyggingu eldsneytisafgreiðslu, en einnig verði boðið upp á fjölbreyttari orkugjafa s.s. hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Þá verði gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustubyggingar m.a. til veitingaafgreiðslu og upplýsinga/kynningamála.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

25.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-138 – 2102004F

Fundargerð 21-138 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00