Skipulagsnefnd fundur nr. 212 – 24. febrúar 2021

Fundargerð 212. fundar skipulagsnefndar UTU. Haldinn þann 24. febrúar 2021 og hófst hann kl. 09:00.

 

Fundinn sátu: Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 – 2002038

Lögð er fram tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja tillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins Ásahrepps 2020-2032 til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

2.

 

Bláskógabyggð:

Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045

Lagt er fram deiliskipulag frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var í kynningu frá 28. okt. – 18. nóv. 2020. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum að hluta innan greinargerðar af skipulagshönnuði. Tilkynningarskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í takt við umsögn UST.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að afgreiðslu skipulagsins eftir auglýsingu verði frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar er varðar mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Nefndin mælist til þess að samhliða verði leitað samráðs við Vegagerðina vegna athugasemda þeirra við málið.
3.  Eyvindartunga; Langahlíð E19; Stækkun námusvæðis og efnisnámi; Fyrirspurn – 2102029
Lögð er fram fyrirspurn frá Eyvindartungu ehf. er varðar stækkun á efnistökusvæði E19 í landi Eyvindartungu. Um er að ræða aukningu á heimild fyrir efnistöku úr 50.000 m3 í 150.000 m3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirspurnina og mælist til þess við sveitarstjórn að tekið verði jákvætt í erindið. Nefndin bendir þó á að umræddar fyrirætlanir eru háðar eftirfarandi skilyrðum:
– Mati á umhverfisáhrifum sbr. lið 2.01. laga nr. 106/2000
– Umsókn um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem náma E19 verður endurskilgreind m.t.t. umfangs.
– Deiliskipulagningu svæðisins þar sem gert er ráð fyrir öllum helstu framkvæmdaheimildum innan þess.
4. Brú L167070, Brúarmelur; Stofnun lóðar – 1912014
Lögð er fram umsókn frá Margeiri Ingólfssyni og Sigríði J. Guðmundsdóttur er varðar stofnun lóðar úr landi Brúar L167070. Um er að ræða 2.000 fm lóð og innan hennar er búið að reisa spennistöð í umsjón RARIK. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Brúarmelur þar sem Brú höfðar til þess að lóðin er úr jörðinni Brú og melur lýsir landinu þar sem þarna er melur sem er hluti af malarnámu. Aðkoma að lóðinni er frá Biskupstungnabraut (35) um núverandi vegslóða að námu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
5. Laugagerði L193102; Verslun og þjónusta; Fyrirspurn – 2102035
Lögð er fram fyrirspurn frá Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfari Erni Valdimarssyni er varðar fyrirhugaða uppbyggingu á lóð Laugagerðis lóð L193102. Í fyrirspurninni felst beiðni um mat skipulagsnefndar á því hvort að ráðist þurfi í breytingar á aðal- og/eða deiliskipulagi lóðar Laugagerðis L193102 gagnvart eftirfarandi byggingarheimildum:
Fjögur smáhýsi ætluð til útleigu ferðamanna, 25-30 fm hvert. 80-100 fm vinnustofu listamanns/myndlistagallerí sem jafnframt yrði verslun með leyfi fyrir veitingasölu. Í millitíðinni er óskað eftir því að að fá leyfi til að reka myndlistagallerí/verslun í núverandi bílskúr sem stendur á lóð Laugagerðis.
Skipulagsnefnd telur að sú starfsemi sem fyrirspurnin tekur til falli best undir verslunar- og þjónustustarfsemi líkt og skilgreint hefur verið næst vegi á lóðum gegnt viðkomandi svæði. Að sama skapi telur nefndin að uppfæra þurfi skilmála deiliskipulagsins að Laugarási sem taka til viðkomandi lóða þar sem þær eru flokkaðar sem garðyrkjulóðir með háu nýtingarhlutfalli fyrir gróðurhús. Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við þá starfsemi sem lýst er inn fyrirspurnar og telur að hún eigi að geta hentað ágætlega innan þéttbýlisins að Laugarási samhliða fastri búsetu innan lóðarinnar en leggur áherslu á að farið verði í viðeigandi skipulagsbreytingar í samráði við skipulagsfulltrúa UTU og sveitarfélagið Bláskógabyggð.
6. Skálabrekkugata 18 L197194; Þakhalli; Skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2102054
Lögð er fram umsókn frá Aðalsteini Jónssyni er varðar breytingar á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Skálabrekku. Í breytingunni felst rýmkun á heimildum er varðar þakhalla. Samkvæmt núverandi skilmálum er gert ráð fyrir að þakhalli innan svæðisins megi vera á bilinu 14-30°. Innan umsóknar er vísað til þess að á svæðinu séu nú þegar byggingar með minni þakhalla en skipulagið geri ráð fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem geri ráð fyrir rýmkun skilmála er varðar þakhalla. Innan breytingar verði gert ráð fyrir að þakhalli megi vera á bilinu 0-30°. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan svæðisins.
7. V-Gata 30 (L170752); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2102026
Fyrir liggur umsókn Andrésar Úlfarssonar og Steinunnar M. Sigurðardóttur, móttekin 09.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja 58,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu V-Gata 30 L170752 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8. Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram tillaga deiliskipulags fyrir fjallaskála að Geldingarfelli. Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns. Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul. Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði. Skipulagið var áður auglýst frá 24. júlí 2019 með athugasemdafrest til 4. september 2019. Skipulagsstofnun taldi ekki ástæðu til að taka afstöðu til málsins eftir auglýsingu fyrr en fyrir lægi niðurstaða um matsskyldu sbr. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar frá 15. desember 2020 er ekki talið að framkvæmdir á grundvelli deiliskipulags séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur við deiliskipulagið rann út er málið tekið fyrir aftur til samþykktar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur þess liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027.
9. Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012
Lögð er fram tillaga deiliskipulags fyrir fjallaskála að Árbúðum skammt norðan við Hvítá á Kili. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gistingu og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð. Skipulagið var áður auglýst frá 24. júlí 2019 með athugasemdafrest til 4. september 2019. Skipulagsstofnun taldi ekki ástæðu til að taka afstöðu til málsins eftir auglýsingu fyrr en fyrir lægi niðurstaða um matsskyldu sbr. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar frá 15. desember 2020 er ekki talið að framkvæmdir á grundvelli deiliskipulags séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur við deiliskipulagið rann út er málið tekið fyrir aftur til samþykktar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur þess liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027.
10. Kolgrafarhóll 11 L167664 og 13 L167665 (Apavatn 2 lóð); Breyting á afmörkun lóða – 2010061
Lagt er fram uppfært lóðablað fyrir Kolgrafarhól 11 L167664 og 13 L167665, dags. 27.01.2021, að beiðni eiganda þar sem búið er að færa til lóðamarkalínuna milli lóðanna og lóðar L167663 skv. samkomulagi milli eigenda. Málið var áður tekið fyrir í skipulagsnefnd þ. 21.10.2020. Í breytingunni felst einnig að stærðir lóða 11 og 13 breytast frá fyrra lóðablaði á þann veg að lóð 11 verður 5.001 fm og lóð 13 verður 5.690 fm. Fyrir liggur rökstuðningur eiganda á breytingunni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við hnitsetta legu lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
 

 

11.

 

Flóahreppur:

Kelduland L228225; Vélaskemma; Íbúðarhús; Vegtenging; Deiliskipulag – 2102028

Lögð er fram umsókn frá Sigríði Jónsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Keldulands, L228225. Innan deiliskipulag er gert ráð fyrir heimild fyrir byggingu vélaskemmu og íbúðarhúsi auk þess sem lögð er til varanlegri vegtenging frá þjóðvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
12. Loftsstaðir-Vestri lnr 165512; Ferðaþjónusta; Tjöld og þjónustuhús; Aðalskipulagsbreyting – 1712001
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar að Loftsstöðum-Vestri í Flóahreppi. Í tillögunni felst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði innan jarðarinnar þar sem heimilt verði að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu í heilsárstjöldum/smáhýsum ásamt þjónustuhúsi. Tillagan var kynnt frá 27.1.2021 til 17.2.2021 og bárust athugasemdir vegna málsins.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn að málinu verði frestað vegna framkominna athugasemda. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð og umsækjanda.
13. Vatnsholt 2 L166398 Hrútholt Deiliskipulag – 1806063
Lagt er fram deiliskipulag að Vatnsholti 2 L166398, Hrútholt, eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru lóðir og byggingarheimildir fyrir uppbyggingu allt að 15 íbúðarhúsalóða sem hver um sig er 10.000 fm. að stærð. Nýtingarhlutafall lóðar er skilgreint allt að 0,05. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi Flóahrepps. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahreps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

14.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 1811018

Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Sogsvirkjana. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, falla stöðvarnar þrjár og háspennulína að þeim og frá undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi, þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. Jarðvarmanýting í landi Króks; Umsögn – 2102044
Lögð er fram greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu er varðar jarðvarmavirkjun í landi Króks í Grafningi. Lagt fyrir skipulagsnefnd til kynningar og álitsgerðar vegna umsagnar sveitarfélagsins um málið.
Skipulagsnefnd telur að vegna staðsetningar hugsanlegra framkvæmda gagnvart viðkvæmri náttúru aðliggjandi svæða að þá geti framkvæmdin talist háð mati á umhverfisáhrifum.
16. Hlíð (L170821); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 2102030
Fyrir liggur umsókn Vals Arnarssonar fyrir hönd K.J. ehf., móttekin 10.02.2021, um byggingarleyfi til að byggja 378 m2 véla- og verkfærageymslu á jörðinni Hlíð L170821 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru í næsta nágrenni við svæðið en umsækjandi sjálfur telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu vegna málsins. Málinu verði vísað til afgreiðslu byggingafulltrúa.
17. Stóra-Borg lóð 13 (L218057); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – kúluhús með svefnlofti – 2102039
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ögmundar Gíslasonar, móttekin 11.02.2021, um byggingarleyfi til að byggja 66,4 m2 gistihús/kúluhús með svefnlofti á lóðinni Stóra-Borg lóð 13 L218057 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan skipulagsbreytingar á lóðinni eru í vinnslu.
18. Selhólsvegur 10 (L169406); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum að hluta – 2102052
Fyrir liggur umsókn Pálmars Kristmundssonar fyrir hönd Helga R. Ólafssonar og Bjarneyjar Harðardóttur, móttekin 15.02.2021, um byggingarleyfi til að byggja 237,8 m2 sumarbústað á tveimur hæðum að hluta til á sumarbústaðalóðinni Selhólsvegur 10 L169406 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Nefndin telur nauðsynlegt að grenndarkynna útgáfu byggingarleyfis fyrir húsinu þar sem há mænishæð þess geti mögulega haft grenndaráhrif. Engin skilmálar eru settir fram innan deiliskipulags er varðar hámarkshæð mænishæð bygginga. Að auki mælist nefndin til þess að skipting lóðarinnar á grundvelli deiliskipulags verði kláruð áður en byggingarleyfi verði afgreitt. Að því loknu og berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
19. Sólheimar (L168279); umsókn um byggingarleyfi; baðhús – 2007038
Fyrir liggur umsókn Helga Más Halldórssonar fyrir hönd Sólheima ses., móttekin 15.07.2020, um byggingarleyfi til að byggja 84 m2 baðhús/þjónustuhús á jörðinni Sólheimar L168279 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að þar sem heildarendurskoðun deiliskipulags á svæðinu er í vinnslu fái framlögð umsókn málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru í næsta nágrenni við svæðið en umsækjandi sjálfur telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu vegna málsins. Málinu verði vísað til afgreiðslu byggingafulltrúa.
20. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2010070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
21. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag – 2010071
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
22. Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2002001
Lögð er fram umsókn frá Birgi Leó Ólafssyni og Rögnu Björnsdóttur er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst að breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan lóðar Þórisstaða land L220557. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23. Lokastígur 12 L193682; Ásabraut 4D og 6C; Breytt stærð lóðar – 2008058
Lögð er fram umsókn frá Lofti Magnússyni og Erlu Guðlaugu Sigurðardóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Ásgarðs sem tekur til Ásabrautar 1-40 og Lokastígs 1-10 samkvæmt fylgibréfi.
Skipulagsnefnd áréttar að við breytingar á deiliskipulagi verða ekki sjálfkrafa til breytingar á mörkum lóða innan fasteignaskrár eða þinglýsingabóka. Slíkar breytingar gerast ekki án viðeigandi lóðargagna með samþykki hlutaðeigandi lóðarhafa og aðliggjandi lóða. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að málinu verði vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa í samráði við vinnsluaðila deiliskipulagsins og lóðarhafa.
 

 

24.

 

Hrunamannahreppur:

Langholtsvegur (341); Heiðarbyggð; Syðra-Langholt; Framkvæmdaleyfi – 2102019

Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni er varðar framkvæmdaleyfi í Hrunamannahreppi. Í framkvæmdinni felst endurbygging og nýbygging Langholtsvegar (341-01) og Auðsholtsvegar (340-01) frá Heiðarbyggð að Syðra-Langholti 6, á milli klæðningarenda. Verkið er að stærstum hluta lagfæring á núverandi vegi. Á litlum hluta leiðarinnar (tæplega 0,4 km) verða tvær beygjur gerðar mýkri og víkur þá vegurinn út frá núverandi vegi á þeim stöðum. Samið hefur verið við landeigendur sem eiga land að vegi á kaflanum sem um ræðir.
Skipulagsnenfnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli heimilda aðalskipulags Hrunamannahrepps og 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga er varðar grenndarkynningu framkvæmdaleyfis. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem samið hefur verið við landeigendur á svæðinu vegna framkvæmdarinnar.
25. Birkibyggð 4 L227460; Gröf; Göngustígur; Deiliskipulagsbreyting – 2101021
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Birkibyggðar í Hrunamannahreppi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að skilgreindur er göngustígur um lóð 4 innan Birkibyggðar. Málið var samþykkt á 209. fundi skipulagsnefndar til málsmeðferðar á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Athugasemdir og fyrirspurnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum umsækjanda.
Skipulagsnefnd telur að umrædd skipulagsbreyting muni ekki hafa þau óæskilegu áhrif sem fram koma innan athugasemdar er varðar aukna umferð og skerðingu á dreni lóðar Birkibyggðar 6. Umsækjandi gerir ráð fyrir því að sett verði brú yfir umræddan skurð, sem liggur alfarið innan lóðar Birkibyggðar 4, og muni því framkvæmdin ekki hafa áhrif á drenun lóðarinnar umfram það sem fyrir er. Umsóttur göngustígur liggur alfarið á lóð Birkibyggðar 4 og tengir aðliggjandi opið svæði svæði betur við byggðina. Nefndin telur ekki að bætt aðgengi lóða að aðliggjandi útivistasvæðum muni skerða verðmæti eigna innan svæðisins eða að umferðarþungi um göngustíginn verði svo mikill að verulegt ónæði hljótist af umfram það sem fyrir er innan svæðisins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt eftir kynningu og taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Þeim sem athugasemdir gerðu verði tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar og kynntir kærufrestir.
26. Álftabyggð; Efra-Sel; Leikvöllur; Göngustígur; Deiliskipulagsbreyting – 2101022
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Álftabyggðar í Hrunamannahreppi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að skilgreindur er göngustígur um opið svæði innan Álftabyggðar. Málið var samþykkt á 209. fundi skipulagsnefndar til málsmeðferðar á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið verði samþykkt og að skipulagsbreytingin taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Athugasemdir sem bárust vegna göngustígsins snúa að aðliggjandi deiliskipulagi Birkibyggðar.
 

 

27.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Ásar L166523; Skútás; Stofnun lóðar – 2102045

Lögð er fram umsókn Höllu Guðmundsdóttur og Viðars Gunngeirssonar, dags. 14. janúar 2021, um stofnun landeignar úr landi Ása L166523. Um er að ræða 78.800 fm lóð miðað við afmörkun út í miðja á en 75.725 fm miðað við þurrlendi. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Skútás sem dregur nafn sitt af kennileiti innan lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar fyrir aðkomu að landinu sem er frá Gnúpverjavegi (325-01).
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
28. Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag – 2008048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi virkjunar í neðanverðri Þjórsár norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 – Hvammsvirkjun, eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fjöldi athugasemda og umsagna bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd til kynningar.
Nefndin mælist til þess að athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagsins skuli jafnframt teljast til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins. Viðkomandi aðilum sem athugasemdir gerðu skal tilkynnt um það. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Leitað verði umsagna helstu samráðs- og umsagnaraðila sem tilteknir eru innan greinargerðar deiliskipulagsins.
29. Þrándartún; Vegtenging við þjóðveg; Deiliskipulagsbreyting – 2102060
Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu á deiliskipulagi að Þrándartúni. Í breytingunni felst breytt vegtenging að svæðinu við Þjórsárdalsveg nr. 32.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.
 

 

30.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-137 – 2102002F

Fundargerð 21-137 fundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:05