Skipulagsnefnd fundur nr. 210 – 27. janúar 2021

Fundargerð 210. fundar skipulagsnefndar UTU haldinn  þ. 27. janúar 2021 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson , Björgvin Skafti Bjarnason , Helgi Kjartansson , Halldóra Hjörleifsdóttir , Ása Valdís Árnadóttir , Guðmundur J. Gíslason , Vigfús Þór Hróbjartsson , Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Sporðöldulón; Tveir grjótgarðar; Framkvæmdaleyfi – 2101019

Lögð er fram umsókn frá Landsvirkjun vegna framkvæmdaleyfis við Sporðöldulón. Í framkvæmdinni felst gerð tveggja grjótgarða til viðbótar við fyrirstöðugarð 1 sem var gerður á 2020. Áætlað grjótmagn í garða er 13.000 m3. Efnistaka er áætluð úr Hellunámu merkt E16 á aðalskipulagi Ásahrepps. Áætlaður framkvæmdatími er maí til nóvember 2021.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem á svæðinu er skilgreint iðnaðarsvæði og náma.
2. Áshamrar L165337; Breyting á byggingarmagni; Deiliskipulagsbreyting – 2012003
Deiliskipulagsbreyting að Áshömrum L165337 var tekin til afgreiðslu á fundi skipulagsnefndar þann 9. desember 2020 þar sem málið var samþykkt á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 20. janúar 2021. Athugasemdir bárust og eru lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir kynningu. Í breytingunni felst að heimilað verði aukið byggingarmagn um 80 fm á byggingarreit B1 fyrir íbúðarhús og bílskúr. Núverandi heimild gerir ráð fyrir 200 fm en eftir breytingu verði heimildin 280 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins. Mælst til þess að skipulagsfulltrúi fari á svæðið og kynni sér aðstæður með tilliti til hugsanlegra grenndaráhrifa breytinganna.
 

 

3.

 

Bláskógabyggð:

Suðurhlið Langjökuls; Íshellar; Aðalskipulagsbreyting – 2004046

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
4. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5 til afgreiðslu fyrir auglýsingu. Skipulagstillagan var í kynningu frá 16.12.2002 til 8.1.2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar. Í breytingunni felst að hluta frístundasvæði F73 er breytt í landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Stekkatúns 1 og 5 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 31.gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
5. Útey 1 lóð L168173 og Útey 1 lóð L168179; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóða – 2101020
Lögð er fram umsókn Guðrúnar Helgu Theodórsdóttur, dags. 11. janúar 2021, um staðfestingu á hnitsettri afmörkun og breytingu á skráningu stærða tveggja sumarbústaðalóða úr landi Úteyjar 1 skv. meðfylgjandi lóðablöðum. Um er að ræða annars vegar Útey 1 lóð L168173 sem er skráð 10.000 fm í fasteignaskrá en mælist 11.821 fm og hins vegar Útey 1 lóð L168179 sem er einnig skráð 10.000 fm en mælist 8.147,2 fm. Hnitsett afmörkun lóðanna hefur ekki áður legið fyrir. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
6. Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037
Lögð er fram umsókn frá Syðri-Reykjum Resort er varðar nýtt deiliskipulag í landi Syðri-Reykja 2 L167163. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðarþjónustu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að málið verði sérstaklega kynnt nærliggjandi lóðum og jörðum.
7. Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö efnistökusvæði við Skálpanesveg. Lýsing skipulagsbreytingar hefur verið kynnt. Umsagnir bárust á kynningartíma lýsingar og eru þær lagðar fram með afgreiðslu tillögunnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem er fyrir í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Umsagnir bárust á kynningartíma lýsingar og eru þær lagðar fram með afgreiðslu tillögunnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Efsti-Dalur 3 L199008; Efsti-Dalur 2C; Ný lóð; Vélaskemma; Deiliskipulagsbreyting – 2011049
Lögð er fram að nýju umsókn frá Efstadalskoti ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi í Efsta-Dal eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð umhverfis vélaskemmu innan deiliskipulagsins. Athugasemd barst við grenndarkynningu skipulagsbreytingar og er hún lögð fram til afgreiðslu.
Innan athugasemdar sem barst við deiliskipulagsbreytinguna telur viðkomandi að skiptingu dánarbús á svæðinu sé ekki lokið, sem tekur m.a. til viðkomandi geymslu sem skilgreina á lóð um. Samkvæmt framlagðri skiptayfirlýsingu hafa þau skipti farið fram. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið verði samþykkt eftir kynningu og að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu.
10. Stekkatún 1 L222637 og Stekkatún 5 L224218; Skilmálar og fyrirhuguð uppbygging; Deiliskipulagsbreyting – 2009066
Lögð er fram umsókn vegna deiliskipulags að Stekkatúni 1 og 5. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og og byggingaskilmála innan svæðisins. Samhliða er auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og að hún verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingu.
 

 

11.

 

Flóahreppur:

Vatnsholt 1 L166395; Deiliskipulag – 2008007

Lagt er fram deiliskipulag sem tekur jarðarinnar Vatnsholt 1 í Flóahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, útihús, skemmu og gestahúsa á tveimur spildum. Markmið skipulagsins er að styrkja búsetu og til minniháttar atvinnureksturs og áhugabúskapar. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess eftir auglýsingu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Þúfugarðar L221679; Byggingarskilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2101032
Lögð er fram umsókn frá Ólafi Sveini Gíslasyni og Hildi Bjarnadóttur er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst breyting á heimildum byggingarmagns innan lóðar. Núverandi skilmálar gera ráð fyrir því að heimilt sé að byggja allt að 250 fm innan lóðar í formi íbúðarhúss að 200 fm. og gestahúss/geymslu að 50 fm. mænishæð geti verið allt að 5 m. Eftir breytingu er skilgreint nýtingarhlutfall lóðar sett 0,02 og að mænishæð geti verið allt að 6,5 m. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
13. Stórhólmi L211525; Íbúðarhús, reiðhöll og hesthús; Deiliskipulag – 1911049
Lögð er fram tillaga deiliskipulags að Stórhólma L211525 Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingareita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, reiðhöll og hesthúsi. Lýsing deiliskipulags hefur áður verið kynnt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

14.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Mosfellsheiði innan Grímsnes- og Grafningshrepps; Vindorka; Aðalskipulagsbreyting – 2101044

Lögð er fram umsókn frá Zephyr Iceland ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Mosfellsheiði fyrir vindorkugarð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði vísað til heildar endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú stendur yfir.
15. Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101030
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur fyrir hönd Halldórs Harðarsonar og Þuríðar Einarsdóttur, móttekin 14. janúar 2021 um byggingarleyfi til að byggja 14,8 m2 gróðurstofu við sumarbústað ásamt 12,8 m2 óupphituðum kjallara á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir 21 (L170864) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 79,4 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
16. Kerið; Hverfisverndarsvæði H1; Göngustígar og pallar; Aðalskipulagsbreyting – 2101054
Lögð er fram umsókn frá Kerfélaginu ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst breyting á ákvæðum hverfisverndar H1 sem tekur til Kersins í Grímsnesi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði vísað til heildar endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú stendur yfir.
 

 

17.

 

Hrunamannahreppur:

Holt L192736; Unnarholt land; Deiliskipulag – 2011083

Lagt er fram deiliskipulag frá Guðmundi Traustasyni og Maríu I. Gunnbjörnsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag að Holti L192736 í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining fjögurra byggingarreita, þriggja fyrir íbúðarhús og eins fyrir útihúss. Skipulagstillagan var kynnt frá 16.12.2020 til 8.1.2021, engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
18. Berghylur L166724; Vatnsgeymir; Vatnsveita Flúða; Stofnun lóðar – 2101035
Lögð er fram umsókn frá Eflu f.h. Hrunamannahrepps, dags. 14. janúar 2021, er varðar stofnun lóðar úr jörðinni Berghylur L166724. Um er að ræða 1.200 fm lóð undir vatnsgeymi fyrir vatnsveitu Hrunamannahrepps.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
19. Kluftir L166791; Efnistaka; Framkvæmdaleyfi – 2012040
Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Fríðu Róbertsdóttur vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst efnistaka úr landi Klufta í Hrunamannahreppi námu E5. Stærð efnistökusvæðis verður allt að 2.500 fm, ummál 50 x 50 m og 3 m djúpt. Óskað er eftir heimild fyrir efnistöku að 5.000 m3 af möl sem verður notuð til vegagerðar. Málið var afgreitt á 209. fundi skipulagsnefndar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar til skoðunar m.t.t. þess hvort erindið geti fallið undir minniháttar efnistöku eiganda innan jarðar.
Skipulagsnefnd telur að efnistakan sé óveruleg og falli undir heimildir 3. mgr. 47. gr. náttúruverndarlaga er varðar heimildir eiganda lands fyrir efnistöku til eigin nota.
 

 

20.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-135 – 2101002F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 21-135 lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30