Skipulagsnefnd fundur nr. 207 – 9. desember 2020

207. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 9. desember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson , Björgvin Skafti Bjarnason , Helgi Kjartansson , Halldóra Hjörleifsdóttir , Ingibjörg Harðardóttir , Guðmundur J. Gíslason , Vigfús Þór Hróbjartsson , Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Áshamrar L165338; Breyting á byggingarmagni; Deiliskipulagsbreyting – 2012003

Lögð er fram umsókn frá Óðni Erni Jóhannssyni vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Húsar 1 í Ásahreppi, innan jarðar Áshamars L165338. Í breytingunni felst að heimilað verði aukið byggingarmagn um 80 fm á byggingarreit B1 fyrir íbúðarhús og bílskúr. Núverandi heimild gerir ráð fyrir 200 fm en eftir breytingu verði heimildin 280 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins breytast ekki.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

2.

 

Bláskógabyggð:

Sólbraut 7 L188593; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2012002

Lögð er fram umsókn frá Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi að Sólbraut 7, Reykholti. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 3 metra til norðausturs. Byggingarreitur verður eftir breytingu 7 metra frá lóðarmörkum í stað 10 metra. Lóðin er innan íbúðarbyggðar ÍB3 samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
3. Suðurhlið Langjökuls; Íshellar; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls. Lýsing verkefnisins var kynnt frá 10.06.2020 til 01.07.2020. Umfang skipulagsbreytingar hefur minnkað frá því að lýsing verkefnisins var kynnt. Samkvæmt lýsingu var gert ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi og tveimur deiliskipulögum. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. Lagðar eru fram umsagnir sem bárust vegna lýsingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir 5 lóðir innan frístundabyggðar að Kolgrafarhól, Apavatni 2, til afgreiðslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun sem brugðist hefur verið við innan tillögu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram tillaga aðalskipulasbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5. Skipulagslýsing var í kynningu frá 28. október til 18. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingar. Í tillögunni felst að hluta frístundasvæði F73 er breytt í landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Snorrastaðir lóð (L168091); umsókn um byggingarleyfi; skjólveggur – 2011075
Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Rthor ehf., móttekin 23.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja skjólvegg meðfram lóðarmörkum á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168091) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa
7. Sóltún (L212116); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús, viðbygging – bílskúr – 2011081
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Sigurþórs Jóhannessonar, móttekin 26.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílskúr við íbúðarhús 61,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sóltún (L212116) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr verður 198,1 m2
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem er fyrir í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö nú efnistökusvæði við Skálpanesveg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Heiði lóð 13 L167324; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2008062
Lögð er fram umsókn frá Hrafni Heiðdal Úlfssyni vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Heiði lóð 13, L167324. Í breytingunni felst stækkun lóðar til samræmis við skráða stærð lóðarinnar. Málinu var frestað á 201. fundi skipulagsnefndar þar sem farið var fram á undirritað samþykki landeiganda upprunalands fyrir deiliskipulagsbreytingu. Staðfesting þess efnis hefur borist embættinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
11. Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059
Lögð var fram umsókn frá Grafía dags. 14. október 2020, vegna breytinga á deiliskipulagi orlofs- og frístundabyggðar í landi Miðdals í Laugardal, á 204. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að annast hugsanlega lausn málsins gagnvart umsækjanda og skipulagshönnuði. Skipulagsfulltrúi kynnir fyrir nefndinni hugsanlegar tillögur að lausnum vegna málsins. Lagður er fram tölvupóstur frá skipulagshönnuði.
Lagt fram til kynningar.
12. Berghof 3 L218587; Bergsstaðir L189405; Stækkun lóðar – 2012012
Lögð er fram umsókn Péturs H. Halldórssonar, dags. 13. nóvember 2020, f.h. Sporðdrekans ehf, er varðar stækkun lóðarinnar Berghof 3 L218587. Lóðin er í dag skráð 19.287 fm en eftir stækkun verður hún um 4,5 ha skv. lóðablaði. Stækkunin kemur úr Bergsstöðum L189405. Lóðin er innan gildandi skipulags samþykkt þ. 4. desember 2007 en þar er gert ráð fyrir að hún sé um 2 ha.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun landeignarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að samhliða verði deiliskipulag svæðisins uppfært til samræmis. Nefndin mælist til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins og að hún fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

13.

 

Flóahreppur:

Skyggnir L197781; Deiliskipulag – 2011086

Lögð er fram umsókn frá Helga Eyjólfssyni og Elísabetu Rún Ágústsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag á lóð L197781 Skyggnir (áður Hróarsholt land H). Málið tengist útgáfu byggingarleyfis á svæðinu sem var samþykkt til grenndarkynningar á fundi nefndarinnar þann 14. október 2020. Tiltekið var í inngangi málsins að deiliskipulag fyrir svæðið væri í vinnslu og er það hér með lagt fram til afgreiðslu. Í deiliskipulagi felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Samkvæmt skilmálum skipulagsins er gert ráð fyrir íbúðarhúsi ásamt bílskúr allt að 250 fm, útihúsi allt að 1500 fm auk gestahúss allt að 60 fm að stærð á þremur byggingarreitum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029.
14. Vatnsholt 2 L166398 Hrútholt Deiliskipulag – 1806063
Lögð er fram umsókn vegna deiliskipulags að Vatnsholti 2, L166398, Hrútholt. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru lóðir og byggingarheimildir fyrir uppbyggingu allt að 15 íbúðarhúsalóða sem hver um sig er 10.000 fm að stærð. Nýtingarhlutafall lóðar er skilgreint allt að 0,05. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi Flóahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

15.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Hrossakrókar L168261; Úr landi Miðengis; Deiliskipulag – 2009103

Lögð er fram uppfærð umsókn frá Benedikt Gústavssyni þar sem nú er óskað eftir að stofna um 35.500 lóð úr landi Miðengis L168261 þar sem vinnsla við deiliskipulag fer á bið þar til endurskoðað aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps tekur gildi. Lóðin mun fá staðfangið Hrossakrókar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
16. Höfðabraut 1 L196603; Vaðnes; Þakgerð; Deiliskipulagsbreyting – 2011085
Lögð er fram umsókn frá Sigurlaugu Vilhjálmsdóttur og Tryggva Tryggvasyni varðandi breytingu á deiliskipulagi sumarhúslóðar við Höfðabraut 1. Í breytingunni felst að þakform verði gefið frjálst m.t.t. þakhalla, formlegu og stefnu. Í umsókninni felst að breytingin skuli eingöngu taka til Höfðarbrautar 1.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin taki til deiliskipulagssvæðisins í heild. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðis.
 17. Foss L168242; Foss 2 og 3; Skipting lands og stofnun lóða – 2012001
Lögð er fram umsókn Landforms, dags. 30. nóvember 2020, f.h. landeigenda um skiptingu jarðarinnar Foss L168242 í þrjá hluta. Óskað er eftir að stofna annars vegar 180,03 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 2 og hins vegar 152,50 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 3. Eftir skiptin mælist Foss með stærðina 236,14 ha skv. meðfylgjandi lóðablaði en hún er í dag skráð með stærðina 0,0 í fasteignaskrá þar sem hnitsett uppmæling hennar hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Aðkomur að landeignunum eru frá Kiðjabergsvegi (353) um núverandi aðkomur að sumarbústöðum innan jarðarinnar skv. lóðablaði.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Með fyrirvara um að samþykki aðliggjandi landeigenda liggi fyrir þar sem það á við. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
18. Nesjar L170824; Tjarnarlaut 6 L186649; Minnkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2010051
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi í landi Nesja, Tjarnarlaut 6, eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum sem lagðar eru fram til kynningar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19. Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Kæra til ÚUA – 2012008
Lagður er fram tölvupóstur mótt. þ. 3. desember frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kynnt er stjórnsýslukæra sem móttekin var þ. 2. desember vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi við Grýluhraun 1, 3 og 5.
Skipulagsnefnd UTU ítrekar fyrri bókun sína vegna afgreiðslu málsins á 204. fundi nefndarinnar og bendir á að þó svo að helsta markmið ákvæða aðalskipulags sé að ekki sé heimiluð fjölgun lóða innan þegar skipulagðra frístundasvæða að þá eigi ákvæði þetta sannarlega einnig við vegna sameiningar á lóðum. Slíkt er fordæmisgefandi gagnvart sambærilegum beiðnum og þarf því að huga vel að því að slíkar heimildir séu vel rökstuddar. Að mati nefndarinnar liggur ekki fullnægjandi rökstuðningur að baki ítrekaðri beiðni um sameiningu lóða innan svæðisins.Skipulagsfulltrúa falið að svara kærunni í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
 

 

20.

 

Hrunamannahreppur:

Syðra-Langholt 6 L223470; Áætlaðar byggingar; Deiliskipulag – 2009055

Lagt er fram nýtt deiliskipulag í landi Syðra-Langholts 6 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda innan lóðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir sambyggðri reiðskemmu og hesthúsi, heimild fyrir bílskúr við núverandi íbúðarhús auk heimilda fyrir allt að 5 litlum gistihýsum auk þjónustuhúss og skemmu. Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu eftir auglýsingu. Í breytingum felst að umfang svæðisins minnkar og tekur nú eingöngu til þess svæðis sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir innan. Umsögn og athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21. Holt L192736; Unnarholt land; Deiliskipulag – 2011083
Lögð er fram umsókn frá Guðmundi Traustasyni og Maríu I. Gunnbjörnsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag að Holti L192736 í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining fjögurra byggingarreita, þriggja fyrir íbúðarhús og eins fyrir útihúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22. Haukholt 1 L166757; Brúarhlöð; Stofnun lóðar – 2009047
Lögð er fram umsókn Magnúsar og Þorsteins Loftssona, dags. 22. apríl 2020, um stofnun nýrrar landeignar úr jörðinni Haukholt 1 L166757. Um er að ræða 40,9 ha land sem óskað er eftir að fái staðfangið Brúarhlöð sem er í samræmi við samþykkta skipulagslýsingu fyrir svæði innan landsins sem er í kynningu. Aðkoma er um Skeiða- og Hrunamannaveg (30) og kvöð er um aðkomu, sem fer í gegnum landið, að sumarbústaðalóðum sem liggja upp að landinu. Samhliða er óskað eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar L166918 skv. meðfylgjandi lóðablaði og breytingu á staðfangi hennar úr Haukholt í Stóragil sem er, skv. umsókn dags. 27. nóvember 2020, staðsett í gilkvos á milli klettabrúna og hefur þetta heiti verið notað um staðinn frá byggingu sumarhúss og er sagt vera gamalt örnefni. Ekki er fyrirhugað að fjölga sumarhúsalóðum við sama aðkomuveg. Lóðin er óstaðfest í þinglýsingabók en unnið verður að því samhliða að fá hana staðfesta. Lóðin er skv. hnitsetningu 2.500 fm og er í samræmi við skráningu í fasteignaskrá.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né afmörkun L166918 eða heitið Stóragil skv. fyrirliggjandi umsóknum. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi umsóknir með fyrirvara um samþykki landeigenda fyrir aðkomu að aðliggjandi sumarbústaðalóðum og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka.
23. Efra-Langholt; Stækkun frístundasvæðisins F16; Aðalskipulagsbreyting – 1810011
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Efra-Langholts í Hrunamannahreppi. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna beiðni um gildistöku breytingarinnar í samræmi við 32. gr. skipulaglaga. Í athugasemdinni fólst m.a. að breytingin væri ekki í takt við megináherslur aðalskipulags er varðar varðveislu góðs landbúnaðarlands. Lögð er fram umsögn og mat á viðkomandi landi með tilliti til flokkunar landbúnaðarlands eftir mikilvægi sem unnið var að RML ásamt uppfærðri greinargerð tillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki breytinguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt innan greinargerðar aðalskipulagsbreytingar og innan mats RML á flokkun landbúnaðarlands.
 

24.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Sultartangavirkjun L191624; Deiliskipulag – 1907031

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sultartangastöð unnið fyrir Landsvirkjun. Markmið deiliskipulagsins er að staðfesta núverandi landnotkun, auk þess sem unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og settir fram skilmálar í tengslum við hana. Þá hafa fornminjar verið skráðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
25. Sæluvellir (áður Réttarholt land) L189447; Sælugrund, Leiti; Verslunar- og þjónustulóðir_landbúnaðarland; Deiliskipulag – 1711033
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sæluvelli, Sælugrund og Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun eftir auglýsingu deiliskipulagsins. Brugðist hefur verið við athugsemdum Minjastofnunar innan tillögu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunnar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
 

 

26.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 -132 – 2011004F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 20-132 lögð fram til kynningar

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30