Skipulagsnefnd fundur nr. 202 – 23. september 2020

Skipulagsnefnd – 202. fundur skipulagsnefndar haldinn, 23. september 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Hrafnkell Guðnason, Vigfús Þór Hróbjartsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

 

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Röðull L198895; Deiliskipulag – 2009049

Lögð er fram umsókn frá Ásahreppi er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Röðuls L198895. Um er að ræða deiliskipulag sem hafði fengið málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga en tók aldrei gildi með birtingu í B-deild fyrir mistök sveitarfélagsins. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóðar og byggingarreitar auk byggingarheimilda innan lóðar. Á lóðinni er gert ráð fyrir að samanlögð hámarksstærð gólfflata megi vera allt að 200 m2 og mænishæð megi vera allt að 6 metrar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Ásahrepps 2010-2022.
 

 

 

2.

Bláskógabyggð:

Neðra-Holt L223498; Byggingareitir fyrir íbúðarhús og útihús; Deiliskipulag – 2009025

Lögð er fram umsókn frá Grétari H. Þórissyni er varðar nýtt deiliskipulag á landi Neðra-Holts L223498. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining fjögurra byggingarreita fyrir íbúðarhús, gestahús, hesthús og vélageymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2022.
3. Borgarhólsstekkur 8 og 20 og Borgarhóll, Stekkjarlundur; Sameining lóða; Fyrirspurn – 2009018
Lögð er fram fyrirspurn frá Degi Egonssyni og Guðbjörgu Erlingsdóttir er varðar sameiningu lóða við Borgarhólsstekk 8,20 og Borgarhól. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að heimild verði veitt fyrir því að unnin verði skipulagsbreyting sem geri ráð fyrir sameiningu viðkomandi lóða. Umsækjandi telur að við sameiningu lóða rúmist byggingarheimildir svæðisins betur við skilmála aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall þar sem allar lóðirnar eru undir 2000 fm. Um leið væri staðsetning húss á svæðinu betri m.t.t. aðliggjandi lóða og legu húss innan landslags lóðanna.
Skipulagsnefnd UTU tekur undir sjónarmið lóðarhafa og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkt verði að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem gert verður ráð fyrir því að Borgarhólsstekkur 8 og 20 verði sameinaður í eina lóð. Nefndin mælist til þess að lóðin Borgarhóll verði áfram sér lóð. Málið verði kynnt sérstaklega fyrir sumarhúsafélagi svæðisins sem og eigendum aðliggjandi lóða þegar uppfærð gögn hafa borist.
4. Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lögð er fram umsókn frá Jóni Péturssyni og Benedikt Jónssyni um breytingu á deiliskipulagi Snorrastaða II. Í deiliskipulagsbreytingu felst breyting á legu og stærð lóða við Lækjarbraut og Stóruskógarbraut. Málið var tekið fyrir á 198. fundi nefndarinnar þar sem málinu var frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum. Lagður er fram uppfærður uppdráttur.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Blásgkógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
5. Miðhús Kvisti L167413; Watthaimiðhúsa; Breytt heiti lóðar – 2009061
Lögð fram umsókn PhramahaPrasit Boonkam, dags. 6. september 2020, um breytingu á heiti (staðfangi) lóðarinnar Miðhús Kvisti L167413. Óskað er eftir að lóðin fá heitið Whatthaimiðhúsa skv. meðfylgjandi rökstuðningi fyrir heitinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að beiðni um breytt staðfang lóðar Miðhús Kvisti verði hafnað. Nefndin telur heitið ekki vera í takt við önnur staðföng innan svæðisins, samræmast málvenju eða vísa í örnefni innan svæðisins.
6. Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð.
Samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á reitnum það sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn. Þar sem í framlögðu deiliskipulagi felst nokkuð umfangsmikil uppbygging innan svæðisins telur skipulagsnefnd ástæðu til að málið verði kynnt áður en það verður samþykkt til auglýsingar. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt til kynningar á grundvelli 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5. Í breytingunni felst að frístundasvæði er breytt í landbúnaðarland að hluta. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 16.4.2020 að unnin yrði breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í takt við framlagða lýsingu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

 

8.

Flóahreppur:

Hróarsholt land H (L197781); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2009023

Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Helga Eyjólfssonar og Elísabetar R. Ágústsdóttur, móttekin 03.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 191,1 m2 á lóðinni Hróarsholt land H (L197781) í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að umsækjanda verði gert að annast vinnslu deiliskipulags fyrir lóð Hróarsholt land H áður en byggingarleyfi verði samþykkt. Innan deiliskipulags skal m.a. gera grein fyrir byggingarheimildum innan lóðar.
9. Hróarsholt land H L197781; Skyggnir; Breytt heiti lóðar – 2009038
Lögð fram umsókn Helga Eyjólfssonar, dags. 09. september 2020, um breytingu á heiti (staðvísi) landeignarinnar Hróarsholt land H L197781. Óskað er eftir að landið fái heitið Skyggnir og er nafnið fengið af hól á landinu sem kallast Skyggnir skv. upplýsingum frá umsækjanda.
Skipulagsnefn UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að nýtt heiti lóðarinnar verði samþykkt.
 

 

 

10.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Sogsvegur 18 L169548; Norðurkot; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting – 2004062

Lögð er fram beiðni frá Helga Birgissyni lögmanni, fh. dánarbús hjónanna Áka Guðna Granz og Guðlaugar Svanfríðar Karvelsdóttur og erfingja þeirra, er varðar tillögu að deiliskipulagsbreytingu Norðurkots unnin af Mannvit verkfræðistofu. Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi samning landeigenda er varðar skiptingu landsins skv. dómi Hæstaréttar þ. 16.01.2018. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 21.8.2020 og óskað eftir uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
11. Hallkelshólar lóð 56 (L174042); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009044
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Brjáns Árnasonar og Trausta B. Gunnarssonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 95,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 56 (L174042) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
12. Ferjubraut 11 L224508; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2008044
Lögð er fram umsókn frá Andrési B. L. Sigurðarsyni og Önnu Valdimarsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Ferjubraut 11. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 6.200 í 7.360 fm auk samsvarandi stækkunar á byggingarreit. Ástæða breytinganna er landhalli, jarðvegsdýpt og bleyta sem gera mannvirkjaferð erfiða innan núverandi byggingarreits.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um samþykki landeiganda. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

13.

Hrunamannahreppur:

Syðra-Langholt 6 L223470; Áætlaðar byggingar; Deiliskipulag – 2009055

Lögð er fram umsókn Sigurjóns Kristinssonar og Önnu Láru Jóhannesdóttir dags. 10.09.20 varðandi nýtt deiliskipulag í landi Syðra-Langholts 6. Í deiliskiuplaginu felst skilgreining byggingarheimilda innan lóðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir sambyggðri reiðskemmu og hesthúsi, heimild fyrir bílskúr við núverandi íbúðarhús auk heimilda fyrir allt að 5 litlum gistihýsum auk þjónustuhúss og skemmu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016-2032.
 

 

 

14.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Hraunhólar lnr 166567 Íbúða- og frístundabyggð Stækkun svæðis og fjölgun lóða Aðalskipulagsbreyting – 1803045

Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Hraunhóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst skilgreining nýs íbúðarsvæðis sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk skilgreiningar á svæði fyrir 3 nýjar frístundalóðir sem hver um sig getur verið um 0,5 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn.
15. Holtabraut 15 L166453; Stækkun byggingarreits fyrir bílskúr; Deiliskipulagsbreyting – 2009057
Lögð er fram umsókn Vignis Svavarssonar er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð Holtabrautar 15.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.
16. Mörk L191428; Aukin byggingarheimild og breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2009062
Lögð er fram umsókn frá Kára Fanndal Guðbrandssyni og Sigrúnu P. Sigurpálsdóttir er varðar óverulega breytingu á frístundalóðum í landi Markar á Skeiðum. Í breytingunni felst breytt stærð tveggja lóða af þremur og að heimilt verði að byggja allt að 45 fm gestahús/vinnustofu á öllum lóðum til viðbótar við þá byggingarheimild sem fyrir er.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
 

 

17. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 127 – 2009001F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16.09.2020 lagðar fram til kynningar.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00