Skipulagsnefnd fundur nr. 172 – 27. febrúar 2019

Skipulagsnefnd – 172. fundur skipulagsnefndar

haldinn að Laugarvatni, 27. febrúar 2019

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Sigurður Hreinsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Svartibakki (L226853); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1902031

Fyrir liggur umsókn Svartabakka dags. 13.02.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugaðri skemmu á lóðinni Svartibakki (L226853) í Ásahreppi. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag af spildunni.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir fyrirhugað hús. Grenndarkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til samræmis við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 2.

 Bláskógabyggð:

Brúnir 5 (L227336); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810030

Fyrir liggur ný umsókn með uppfærðum gögnum frá Guðborgu Hildi Kolbeinsdóttur dags. 18.09.2019 móttekin 19.02.2019 um byggingarleyfi til að flytja tvö hús og fá leyfi til að byggja viðbyggingu á milli þeira á sumarhúsalóðina Brúnir 5 (L227336) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 90 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og mælist til að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt til samræmis við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi.
3.  Heiðarbær lóð 170235 Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging – 1607024
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi Scheving fyrir hönd Live ehf. dags. 13.02.2019 móttekið sama dag þar sem óskað er eftir að erindið verði tekið fyrir að nýju hjá byggingarfulltrúa. Sótt er um stækkun á sumarhúsi og fá að byggja bílskýli á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð 170235 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu húss. Miðað skal við að nýtingarhlutfall verði í samræmi við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar með tilvísun um lóðir minni en 5000m2.
4. Snorrastaðir Fagrabrekka L168131; Gestahús; Fyrirspurn – 1902052
Bryndís Benediktsdóttir og Þórarinn Gíslason leggja fram fyrirspurn til skipulagsnefndar um hvort leyfi fáist til að setja niður 26,4m2 aukahús á lóðinni Snorrastaðir Fagrabrekka L168131, í Bláskógabyggð.
Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulaga af lóðinni.
Skipulagsnefnd frestar afgeiðslu máls og felur byggingarfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda.
 

5.

Flóahreppur:

Bitra þjónustumiðstöð L223928; Hótelstarfsemi; Aukið byggingarmagn; Aðalskipulagsbreyting – 1811047

Sigríður Ólafsdóttir f.h. Þjónustumiðstöðvarinnar Bitru ehf, leggur fram að nýju ósk um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er meðfylgjandi skipulags-og matslýsing til samræmis við 1. mgr. 30 gr. sömu laga. Ákvörðun um matskyldu hefur verið tilkynnt Skipulagsstofnun skv. 6,mgr. laga um mat á umhverfisáhrifum sbr. lið 12.05 í viðauka laganna. Skipulagsstofnun leitaði umsagna frá Flóahreppi, Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinni. Umsagnir bárust frá öllum ofnageindum aðilum, nema Ferðamálastofu.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar 20. febrúar 2019, er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu dagsetta í nóvember 2018, sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
 

6.

 Grímsnes- og Grafningshreppur:

Brúnavegur 21 L168360; Brúnavegur 21a og 21b; Stofnun og breytt heiti lóðar – 1902045

Pálmar Harðarson og Agnes Sigurðardóttir leggja fram umsókn þar sem óskað er eftir að sumarhúsalóðin Brúnavegur 21a L168360, í Grímsnes- og Grafningshreppi verði skipt upp í tvær lóðir eins og þær eru skv. gildadi deiliskipulagi frístundabyggðar Ásgarðs frá árinu 1996.
Í deiliskipulaginu eru þær skilgreindar sem lóð 21a og 21b og eru sagðar vera 5100m2 að stærð hvor. Samkvæmt meðfylgjandi hnitasettum lóðarblöðum er lóð 21a 5171,5m2 að stærð og 21b 5059,5m2 að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir beiðni umsækjanda.
7.  Reykjalundur L168273; Breyting á byggingarreit og magni; Deiliskipulagsbreyting – 1902044
Áslaug Einarsdóttir leggur fram umsókn og tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Reykjalundar L168273 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin fellst í að færa byggingarreit B6 fyrir gestahús til austurs og að heimilt verði að byggja 1 stk. 40m2 gestahús, í stað tveggja 20m2 smáhýsa í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og hefur breytingin engin umhverfisleg áhrif sem geta talist veruleg.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
8. Kerhraun 42 L168917; Sumarhús með kjallara; Fyrirspurn – 1902053
Þorgeir Símonarson leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort leyfi fáist til að byggja sumarhús með kjallara á lóðinni Kerhraun 42. L168917, í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lóðin er í miklum halla og er húsið talið falla vel inn í landslag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út bygggingarleyfi vegna fyrirspurnar, þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulagsnefnd telur æskilegt að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagsksilmálum varðandi hæðir húsa.
9.  Krókur L170822; Uppbygging náttúrulaugar; Deiliskipulagsbreyting – 1902054
Bæring Bjarnar Jónsson (Glámakím arkitektar) f.h. Suðurdals ehf leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU , þar sem óskað er eftir viðbrögðum nefndarinnar við fyrirhuguð breytingum á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Króks í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin mun fela í sér að minnka umfang deiliskipulags frístundabyggðar en byggja upp afþreyingaraðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu á hluta svæðis. Hugmyndir eru uppi um að nýta heitavatnsborholu á svæðinu, gera náttúrulaug/lón upp á ca 1000m2 og þjónustubygginga allt að 400m2. Meðfylgjandi gögn eru greinargerð og afstöðumynd af lóni ásamt þjónustubyggingum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt undir fyrirspurnina og mælist til að umsækjandi sendi inn tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, og breytingu á gildandi deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega með tilkynningarskyldu vegna mats á umhverfisáhrifum.
 

 10.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Búrfells og Skeljafell L223324; Færsla brúar við Sulartanga – 1902049

Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna færslu brúar við Sultartanga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vegna hruns úr bökkum Sultartangaskurðar er nauðsynlegt að færa núverandi brúarstæði um ca 95m ofar í skurðinum og tengja hana með samtals 1km löngum vegi sambærilegum og núverandi Þjórsárdalsvegur (veggerð C7). Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar sem gefið var í desember 2018. Einnig mun framkvæmdin verða tilkynnt skv. fl. C í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi til samræmis við skipulasáætlanir, þegar fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu.
11.  Hjálparvegur L223323; Endurbætur frá Þjórsárdalsvegi að Hjálparfossi; Framkvæmdaleyfi – 1902048
Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Hjálparvegi og gera hann jafnframt að heilsársvegi i vegflokki C7(tengivegur)í flokkun Vegagerðarinnar.
Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar sem gefið var í desember 2018. Einnig mun framkvæmdin verða tilkynnt skv. fl. C í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi til samræmis við skipulasáætlanir, þegar fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu.
12.  Vestra-Geldingaholt L166613; Tjarnarholt; Afmörkun jarðar og stofnun lóðar – 1902047
Lögð fram umsókn Sigfúsar Sigfússonar, dags. 18.09.18, þar sem óskað er eftir staðfestingu á jörðinni Vestra-Geldingaholt L166613. Skv. hnitsettri afmörkun er jörðin 252 ha. Samhliða er sótt um stofnun 174,8 ha lands úr jörðinni og óskað eftir að landið fái heitið Tjarnarholt. Aðkoma að landeigninni er frá Háholtsvegi (3335). Stærð Vestra-Geldingaholts eftir landskiptin er 77,2 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsetningu landamerkja. Ekki er gerð athugasemd við stofnun né heiti nýrrar landeignar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar um aðkomu að landinu. Þá er ekki gerð athugasemd við landskipti skv. 13. jarðalaga.
13.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 95 – 1902003F
Lögð fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20.02.2019.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Helgi Kjartansson    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Ingibjörg Harðardóttir    Guðmundur J. Gíslason