Skipulagsnefnd fundur nr. 170 – 30. janúar 2019

Skipulagsnefnd – 170. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Laugarvatni, 30. janúar 2019

og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Sigurður Hreinsson og Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Syðri-Hamrar 1 land L220069; Miðás 2; Breytt heiti lóðar – 1901054

Lögð fram umsókn Ástu B. Ólafsdóttur, dags. 21. janúar 2019, um breytingu á heiti landeignarinnar Syðri-Hamrar 1 land L220069 í Ásahreppi. Óskað er eftir að landið fái heitið Miðás 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landið fái heitið Miðás 2.
2. Syðri-Hamrar 1 land L217521; Sauðholt IV; Breytt heiti lóðar – 1901064
Lögð fram umsókn Guðmundar Gíslasonar og Sigurlaugar Steingrímsdóttur, dags. 24. janúar 2019, um breytingu á heiti landeignarinnar Syðri-Hamrar 1 land L217521 í Ásahreppi. Óskað er eftir því að landið fái heitið Sauðholt IV. Landið liggur m.a. upp að jörðinni Sauðholt III og er það heiti samþykkt af Örnefnanefnd árið 2013. Þegar eru til jarðirnar Sauðholt og Sauðholt 2. Skv. umsækjanda er ekki fyrirhugað að óska eftir lögbýlisleyfi á landeigninni.
Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna en mælir með að landið fái heitið Sauðholt 4 og að heiti Sauðholts III verði breytt í Sauðholt 3 til samræmis. Guðmundur vék af fundi.
 

3.

 Bláskógabyggð:

Efsti-Dalur land L199008; Efsti Dalur 3 Brúará, Efsti Dalur 3 Völlur; Stofnun lóða – 1901007

Lögð fram, að nýju, umsókn Óskars Sigurðssonar, f.h. dánarbús Sigurðar Sigurðssonar, um stofnun tveggja landeigna úr landi Efsta-Dals lands L199008. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar þar sem óskað var eftir lagfærðum gögnum og að skoða þyrfti heiti á upprunalandi og nýjum landeignum. Fyrir liggja lagfærð lóðablöð ásamt beiðni um breytt heiti á upprunalandinu Efsti-Dalur land í Efsti-Dalur 3. Lagfærð lóðablöð sýna annars vegar 14,4 ha land (14,1 ha miðað við þurrlendi) sem fengi þá heitið Efsti-Dalur 3 Brúará og hins vegar 145,3 ha land (140,1 ha miðað við þurrlendi) sem fengi heitið Efsti-Dalur 3 Völlur. Fyrir liggur samþykki eiganda jarðarinnar Efsta-Dals 2 fyrir hnitsetningu lóðamarka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytt heiti upprunalandsins í Efsti-Dalur 3 né stofnun landeignanna með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu að landinu Efsti-Dalur 3 Völlur frá Laugarvatnsvegi og fyrirvara um samþykki landeigenda Efsta-Dals 1. Ekki er gerð athugasemd við heiti nýju spildnanna og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
 

4.

 Flóahreppur:

Miklaholtshellir 2 L223302, Stækkun alifuglabús; Endurskoðað deiliskipulag – 1901042

Stefán Már Símonarson f.h.Nesbúegg ehf. leggur fram umsókn um að tekin verði til afgreiðslu skipulags- og matslýsing Eflu Verkfræðistofu dagsetta 16.1.2019, vegna stækkunar á alifuglabúi að Miklaholtshelli 2, L223302. Með fyrirhuguðu deiliskipulagi er áætlað að heimiluð verði bygging tveggja 1.500 m² húsa sem gætu hýst allt að 18.000 fugla. Heildarfjöldi alifugla á svæðinu yrði þá samtals 36.000 fuglar. Með stækkuninni er verið að efla og styðja við núverandi framleiðslu á lífrænum eggjum að Miklaholtshelli 2 á vegum Nesbúeggja ehf.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulags- og matslýsing verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
5. Svarfhólsvöllur lnr. 166322 Golfvöllur Deiliskipulag – 1706076
Lögð er fram deiliskipulagstillaga Golfklúbbs Selfoss fyrir svæði undir golfvöll félagsins. Tillagan tekur til svæðis sem er meðfram Ölfusá, í landi Laugardæla í Flóahreppi. Landsvæðið afmarkast af helgunarsvæði fyrirhugaðs nýs þjóðvegar nr. 1 til suðurs, bökkum Ölfusár til vesturs og skilgreindum landamörkum að landi Laugardæla til norðurs og austurs. Um er að ræða stækkun á núverandi golfvelli úr 9 holu, í 18 holu völl, ásamt tilheyrandi æfingasvæðum og völlum. Skipulagssvæðið nær til fjögurra landsskika með landnr. 178300 og 166322, þar sem núverandi völlur er, landnr.206118 sem er viðbót til suðurs og landnr. 206145 sem er stækkun til norðurs. Stærð golfvallarins og skipulagssvæðisins er um 70 ha.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki deiliskipulagstlllöguna og tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Sauðhagi L203004; Hagaslóð; Nýtt heiti lóða – 1901047
Lögð fram umsókn Gríms Valdimarssonar, dags. 16.01.2019, um nafngift á vegslóða sem skv. deiliskipulagi liggur um land Sauðhaga L203004 sem er úr landi Þingdals í Flóahreppi. Óskað er eftir að hann fái heitið Hagaslóð og fá þá frístundalóðirnar innan skipulagsins heitið Hagaslóð og viðeigandi númer skv. meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið Hagaslóð né númeringu frístundalóðanna.
7. Fljótshólar I land (L212336); Umsókn um byggingarleyfi, gestahús – 1901039
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Þormóðsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi, leyfi til að flytja 59,2 m2 gestahús á lóðina Fljótshólar I land (L212336) í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grennndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
 

 8.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Bjarkarlækur L224049; Byggingar á lóð; Lögbýli; Fyrirspurn – 1901053

Lögð er fram fyrirspurn Halls Símonarsonar, dags. 21.01.2019 um hvort mögulegt sé að gera Bjarkarlæk L224049, ca. 9 hektarar að stærð, að lögbýli. Hugmynd er um að byggja íbúðarhús, gestahús, hesthús og skemmu á lögbýlinu. Landspildan er í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 skilgreind sem landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og mælist til að fullunnin verði deiliskipulagstillaga fyrir svæðið.
9.  Hólsbraut 16 (L208946); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu – 1901049
Fyrir liggur umsókn Páls Tryggvasonar dags. 21.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 181,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 16 (L208946) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílgeymslu, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Ingibjörg Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu máls.
10. Frístundasvæði Öldubyggð; Svínavatn; Deiliskipulagsbreyting – 1811056
Lögð er fram fram beiðni Jóns Ingileifssonar dags. 26.11.2018 um breytingu á deiliskipulagsskilmálum sumarhúsabyggðar í landi Svínavatns. Óskað er eftir að breyta nýtingarhlutfalli lóða í 0,03. Aukahús/gestahús eða geymsla verði allt að 40m². Þakgerðir og mænisstefnur séu frjálsar. Efnisval húsa sé frjálst. Liður 8. í gildandi greinagerð deiliskipulags fellur út.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, og verði auglýst skv 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 

 11.

 Hrunamannahreppur:

Hrepphólar L166767; Bali; Stofnun lóðar – 1901009

Lögð fram umsókn Björgvins Ólafssonar, dags. 09.12.2018, um stofnun 5.653 fm íbúðarhúsalóðar um þegar byggt íbúðarhús úr jörðinni Hrepphólar L166767. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Bali og dregur hún nafn sitt af hólnum Bala sem er rétt fyrir utan lóðina. Aðkoman að lóðinni er frá Skeiða- og Hrunamannavegi nr. 30 og um Hreppshólaveg nr. 3425.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landeigna á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við heitið Bali. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að setja þarf upp skilti við veg með nýju heiti eftir lóðastofnun.
 

 12.

 Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Langamýri 1 L166479 og 2 L166480; Víðimýri; Sameining jarða og stofnun lóðar – 1901052

Lagðar fram umsóknir Kjartans H. Ágústssonar, dags. 20.01.2019. Annars vegar er óskað eftir sameiningu jarðanna Langamýri 1 L166479 og Langamýri 2 L166480 í eina jörð, Langamýri L166479. Jarðirnar eru óskiptar og eru í eigu sama landeiganda.
Hins vegar er óskað eftir stofnun um 59.000 fm landeignar sem stofnuð yrði úr Langamýri L166479 ef sameining jarðanna er samþykkt. Óskað er eftir að spildan fái heitið Víðimýri. Aðkoma að spildunni er frá Skeiða- og Hrunamannavegi (30) og um Löngumýrarveg (3249)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna né stofnun landeignarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við heitið Víðimýri. Þá er ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga né sameiningu jarða skv. 15. gr. jarðalaga.
13. Skeiðháholt 3 lóð; Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1901024
Fyrir liggur umsókn Kristínar Skaftadóttur dags. 08.01.2019 móttekin 10.01.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með risi 123,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholt 3a (L187518) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúss með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Skafti Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu máls.
14.  Reykjahlíð spilda 5 (L216354); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1901045
Fyrir liggur umsókn Braga Vilhjálmssonar og Stefaníu Guðrúnar Sæmundsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,9 m2 á Reykjahlíð spilda 5 (L216354) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúss með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
15.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 93 – 1901003F
Lögð fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23.01.2019.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Helgi Kjartansson    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Ingibjörg Harðardóttir    Guðmundur J. Gíslason