Skipulagsnefnd fundur nr. 169 – 16. janúar 2019

Skipulagsnefnd – 169. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Laugarvatni, 16. janúar 2019

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason og Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Miðmundarholt 1-6; Ásahreppur; Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis; Aðalskipulagsbreyting – 1804005

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022,samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigandi íbúðarlóða á Miðmundaholti hefur óskað
eftir að á lóðunum verði heimilt að vera með gistingu í flokki II skv. reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Gerð verður breyting á greinargerð og uppdrætti á þá veru að svæðið breytist í Verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki samþykki fyrirliggjandi skipulagslýsingu dagsetta 2.1.2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að íbúðarsvæði Í3 í gildandi aðalskipulagi er breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
2.  Kálfholt 2 K2 L165296; Reitur F1; Breytt byggingarform; Deiliskipulagsbreyting – 1812010
Eyrún Jónasdóttir leggur fram tillögu frá Verfræðistofunni EFLU dags. 13.12.2018, að breytingu á gildandi deiliskipulagi í Kálfholti 2, í Ásahreppi. Breytingin fellst í að í stað 5 smáhýsa á reit F1, verður heimilt að byggja allt að 120m2 hús ætlað til ferðaþjónustu. Svæðið er í samræmi við aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022 , skilgreint sem verlsunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
 

3.

Bláskógabyggð:

Kjóastaðir 2 L167132; Salernisaðstaða fyrir tjaldsvæðið; Deiliskipulagsbreyting – 1812023

Sveinbjörn Sveinbjörnsson f.h. Ásu Viktoríru Dalkarls leggur fram umsókn um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Kjóastaða II, sem tekur til ferðaþjónustu sem inniheldur útleigu á Asískum Yurt/tjöldum. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir salernum í hverju tjaldi, auk þess sem byggingarreitur undir aðstöðuhús er stækkaður og færður til og er nú gert ráð fyrir allt að 100m2 aðstöðuhúsi í stað 50m2 áður.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin ásðæða til grenndarkynningr þar sem breytingin er mun ekki hafa meiriháttar áhrif á útlit né fom viðkomandi svæðis.
4.  Laugargerði lnr 167146 (Garðyrkjustöðin): Breytt nýting lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1708069
Lögð fram að lokinni kynningu á skipulags-og matslýsingu skv.1.mgr.30.gr. skipulagslaga,vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, tillaga og greinargerð fyrir Laugargerði í Laugarási þar sem fyrirhugað er að breyta notkun garðyrkju lóðar þannig að heimilt verði að vera með verslun- og veitingarrekstur auk garðyrkju.
Skipulagsnefnd mælist til að tillagan og greinargerð verði kynnt almenningi með auglýsingu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Syðri-Reykir lóð L167456 Ný geymsla á lóð Fyrirspurn – 1809043
Runólfur Þorláksson leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort leyfi fáist til að byggja ca 40 m2 geymslu á lóðinni Syðri-Reykir landnr. 167456. Lóðin er 2710m2 að stærð.
Fyrir á lóð er 47,3m2 sumarhús.
Skipulagsnefnd frestar málinu. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda.
6. B-Gata lóð 9 L167988; Breyttur byggingarreitur; Fyrirspurn – 1901006
Inga Árnadóttir er með fyrirspurn til skipulagsnefndar sem er eftirfarandi:
Óskað er eftir leyfi til að byggja við hús til norðurs og óskar eftir að byggingarreitur verði færður til sömu áttar þannig að viðbygging rúmist innan reits.
Núverandi hús liggur að norðurmörkum gildandi byggingarreits.
Skipulagsnefnd samþykkir færslu á byggingarreit, þó með fyrirvara um óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að málið verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
7.  Efsti Dalur land L199008; Efsti Dalur 2 – Brúará, Efsti Dalur 2 – Völlur (land D); Stofnun lóða – 1901007
Óskar Sigurðsson Lex ehf,f.h. dánarbús Sigurðar Sigurðssonar leggur fram umsókn og uppdrátt dagsettan 26.11.2018 um stofnun tveggja landeigna, Efsti-Dalur 2, Brúará og Efsti-Dalur 2, Völlur, út úr Efsta-Dal land L199008. Mörk 145.3 ha spildunnar Völlur byggir á landskiptakorti frá 1991 og fóru hlutaðeigandi á vettvang til að sannmælast um hnitapunkta d1-d10, en að öðru leyti fylgja landamörk Brúará. Kvöð er um umferðarrétt að spildunni frá Laugarvatnsvegi yfir land Efsta-Dals 2 landnr. 167631.
Það sama gildir um 14.4 ha spilduna Brúará og hnitapunkta 1-6, en að öðru leyti fylgja mörkin Brúará. Spildunni fylgir réttur til umferðar í gegnum land Efsta-Dals 2 landnr 199008 og landnr 167631.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignanna en mælir ekki með að þær fái heitið Efsti-Dalur 2, Brúará og Efsti-Dalur 2, Völlur þar sem að upprunalandið er ekki Efsti-Dalur 2 heldur Efsti-Dalur land. Afgreiðslu frestað þar sem skoða þarf betur heitin á upprunalandi og nýju landeignunum. Einnig er óskað eftir lagfærðum gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.
8.  Torfastaðaheiði 1. og 2. áfangi Torfastaðir L167176 Sumarhúsa- og ferðaþjónustusvæði Deiliskipulagsbreyting – 1808022
Drífa Kristjánsdóttir og Ólafur Einarsson óska eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar áfanga 1. og áfanga 2. í landi Tofrastaða í Bláskógabyggð. Breytingin unnin af EFLU verkfræðistofu dags.3.1.2019,felur í sér að heimilt verði að leigja út frístundahús á svæðinu í atvinnuskyni, þ.e. svokölluð rekstrarleyfi í fl. II. Allir lóðarhafar svæðisins hafa lagt fram samþykki fyrir áformaðri breytingu á deiliskipulaginu. Breytingin mun gera ráð fyrir að heimilt verði að veita gistingu á hverri lóð fyrir allt að 10 manns, svo fremi að stærð húsa ráði við þann fjölda.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar F63, í landi Torfastaða í Bláskógabyggð fyrir áfanga I og áfanga II. Tillagan er samþykkt skv.1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælst er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
9.  Leynir Rimatjörn L207855 Landbúnaðarsvæði Breytt notkun Aðalskipulagsbreyting – 1803062
Lögð fram að nýju uppfærð skipulags- og matslýsing í samræmi við 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010,vegna fyrirhugaðrar breytingar á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2017-2029. Breytingin felur í sér að minnkað er svæði frístundabyggðar F42 um 7 ha, í landi Leynis í Bláskógabyggð og landinu breytt í landbúnaðarsvæði. Skipulags- og matslýsing hafði verið samþykkt í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 3.5.2018, sem óveruleg breyting á aðalskipulagi í samræmi við 2.mgr. 36. greinar skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur í bréfi dags. 6.12.2018 gefið út að hún samþykki ekki lýsinguna sem óverulega og verði því að málsmeðferð að vera skv. 30-32. gr. skipulagslaga, þ.e. veruleg breyting á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 7.1.2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2017-2029., skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
10.  Vatnsleysa land B L188581; Breytt notkun lands innan frístundasvæðis F67; Aðalskipulagsbreyting – 1901019
Hjörtur Bergstað leggur fram umsókn um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er lögð fram skipulags- og matlýsing dags. 7.1.2019 á fyrirhugaðri breytingu sem felur í sér að lóðin Vatnsleysa B landnr. 188581 sem skilgreind er í gildandi skipulagi sem frístundalóð verði breytt í landbúnarðarland. Lóðin er innan frístundasvæðis F67 í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Forsenda fyrirhugðarar breytingar er að landeigandi áformar að sameina umrædda lóð sem er um 2 ha að stærð annarri 4ha landbúnaðarspildu og hafa fasta búsetu á sameinaðri landspildu.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 7.1.2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027., skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu máls.
11.  Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð fram að lokinni kynningu á skipulags- og matslýsingu, tillaga dags. 2.1.2019, að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2017-2029. Breytingin felur í sér að stærð frístundasvæðis F23 stækkar úr 32 ha í 38 ha. Austan við við F23 frístundabyggð er skógræktarsvæði sem hefur verið hluti af Suðurlandsskógum frá árinu 1998 og er óskað eftir að svæðið, um 15 ha verði afmarkað inn á aðalskipulagsuppdrátt. Heildarskógræktarsvæði Eyvindatungu SL4 verði því samtals um 150 ha. Gerðar hefa verið lagfæringar og þeim komið inn í tillögu og greinargerð, eftir umsögn Skipulagsstofnunar dags. 1.11.2018.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls, og er skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjanda.
12.  Skálabrekkugata 3 lnr 172580 Breytt notkun lóðar Aðalskipulagsbreyting – 1804029
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði á fundi sínum 3.5.2018 eftirfarandi vegna fyrirhugðrar breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2017-2029, þar sem breyta á 2ha landbúnaðarlands í frístundabyggð og bæta við 125ha núverandi frístundabyggð:
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að aðalskipulagi svæðisins verði breytt í samræmi við umsókn. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, þegar endurskoðað aðalskipulag sem nú er í vinnslu hefur tekið gildi.
Í kjölfar bókunar sveitarstjórnar óskar Sipulagsstofnun í bréfi dags. 20.12.2018 eftir rökstuðningi sveitarstjórnar á því hvernig umrædd breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar geti talist óveruleg, skv. 2. mgr.36.gr. skippulagslaga.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.
13. Hrosshagi L167118; Hrosshagi 5; Stofnun lóðar – 1901022
Lögð fram umsókn Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur um stofnun 12,3 ha landeignar, Hrosshagi 5, út úr jörðinni Hrosshagi L167118. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu að landeigninni frá Hrosshagavegi. Fyrirhugað er að sækja um lögbýlisrétt á nýju landeignina.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar með fyrirvara um lagfært lóðablað í samráði við skipulagsfulltrúa og umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13. jarðalaga. Umsögn um lögbýli er vísað til sveitarstjórnar.
 

 14.

 Flóahreppur:

Langholt 2 (L166249); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr – breyting – 1812040

Ragnar Björgvinsson og Fríður Sólveig Hannesdóttir sækja um byggingarleyfi móttekin 18.12.2018, þar sem fyrirhugað er að breyta bílskúr í gistiaðstöðu í Langholti 2, landnr. 166249 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasmd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna breytinga á bílskúr í gistiaðstöðu. Breytingin samræmist gildandi deiliskipulagi fyrir Langholt 2, og einnig gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029.
15. Fljótshólar IV land L212340; Borgarhólar; Breytt heiti lóðar – 1901005
Jóhannes Þormóðsson leggur fram osk til skipulagsnefndar um að fá að breyti heiti lóðarinnar Fljótshólar 1-4 land C (landnr. 212340) í heitið Borgarhólar. Rök fyrir nafngift eru eftirfarandi:
Í munnmælum (frá Fljótshólum)var talað um þetta sem Borg.(þarna er tóft af fjárhúsum og alltaf talað um að fara upp á Borg)
Heimamenn, Sturla bóndi á Fljótshólum og hans búalið lögðu til að bletturinn fengi heitið Borgarhólar, til að tengja það við Borg og Fljótshóla.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að heiti landeignarinnar Fljótshólar IV land verði breytt í Borgarhólar.
16.  Mosató 1 L226312; Breytt notkun úr frístundalóð í íbúðarlóð; Fyrirspurn – 1810016
Á fundi skipulagsnefndar þann 10.10.2018 var tekið fyrir erindi Önnu Birnu Ragnarsdóttur og Höskuldar Harry Gylfasonar, dags. 25. september 2018, þar sem óskað var eftir leyfi til að breyta lóð þeirra hjóna að Mosató 1 L226312, úr landi Hnauss 2, úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð. Málinu var frestað þar til nýtt aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029 hefði öðlast gildi en er nú lagt fram að nýju þar sem endurskoðað aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029 hefur öðlast gildi.
Skipulagsnefnd samþykkir beiðnina, að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps og einnig gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þó er gerður fyrirvari um að núverandi frístundahús uppfylli kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 með síðari breytingum um íbúðarhús.
17. Hróarsholt spilda F1 L197221; Malarnáma 49.000m3; Fyrirspurn – 1901029
Magnús Ingberg Jónsson leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort heimilt verði að opna allt að 49.000m3 og 2.4ha malarnámu í landi Hróarsholts spilda F1 landnr. 197221.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 og færð inn í skipulagið umrædd malarnáma með stærð allt að 49.000m2 og 2.4ha að stærð.
18.  Þingás lnr 224358 og Efri-Gróf lóð 5 lnr 223471; Íbúðar- og útihús; Deiliskipulag – 1712033
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga tveggja lóða úr landi Efri-Grófar, annars vegar Efri-Grófar lóð 5 (L223471) sem er 30 ha að stærð, og hins vegar Þingáss (L224358) sem er 10,42 ha. Er gert ráð fyrir að á lóðunum verði heimilt að byggja íbúðarhús með bílskúr auk hesthúss/skemmu. Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahreppshrepps samþykki tillöguna með fyrirvara um að tekið verði tillit til athugasemda Vegagerðarinnar, og mælist til að verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga eftir að gögn hafa verið lagfærð.
19. Skúfslækur land L200268; Skúfslækur 1; Breytt heiti lóðar – 1811042
Lögð fram að nýju umsókn Árna Eiríkssonar og Sólveigar Þórðardóttur um breytt heiti landeignarinnar Skúfslækur land með landnr. 200268. Þau voru áður skráð á Skúfslæk 2. Málið var áður tekið fyrir hjá skipulagsnefnd þ. 28.11.2018 þar sem óskað var eftir að landið fengi heitið Skúfslækur 1 en var frestað þar sem skoða þurfti betur önnur heiti á svæðinu. Landeigendur hafa fallið frá þeirri beiðni og óska nú eftir að landið fái heitið Skúfslækur 2, Norðurbær.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að heiti landeignarinnar Skúfslækur land verði breytt skv. beiðni en þar sem heiti upprunalandsins er Skúfslækur II með rómverskum stöfum þá mælir skipulagsnefndin með að hún fái heitið Skúfslækur II Norðurbær eða þá að númeri upprunalandsins og annarra lóða úr því landi verði breytt úr II í 2 til samræmis. Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að setja þarf upp skilti við veg með nýju heiti þar sem íbúðarhús er á landeigninni. Árni vék af fundi.
 

 20.

 Grímsnes- og Grafningshreppur:

Arnarbæli 1 L168227; Arnarbæli 1A, 1C, 1D, 1E og 1F; Stofnun lóða – 1812046

Lögð fram umsókn Grétars Ottó Róbertssonar, dags. 09.12.2018, um stofnun 5 landeigna út úr jörðinni Arnarbæli 1 L168227. Meðeigendur Grétars hafa gefið samþykki sitt fyrir áformunum. Fyrirhugað er að spildurnar verði eftirfarandi:
Arnarbæli 1A verður 208.1 ha að stærð, Arnarbæli 1C verður 5.43 ha að stærð, Arnarbæli 1D verður 8.66 ha að stærð, Arnarbæli 1E verður 97.13 ha að stærð, og Arnarbæli 1F verður 97.13ha að stærð. Eftir landskiptin verður Arnarbæli 1 skráð með stærðina 2.600 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins né heiti nýju landeignanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
21.  Kiðjaberg Golfvöllur L168257; Vélaskemma; Hliðrun á byggingarreit; Fyrirspurn – 1812047
Kiðjaberg ehf óskar eftir að hliðra til byggingarreit fyrir skemmu á golfvelli félagsins í gildandi deiliskipulagi Kiðjabergs.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin fælist í að lóð undir skemmu yrði stækkuð til vesturs. Mælt er með að tillaga að breytingu skipulags verði auglýst skv. 1.mgr.41.gr.skipulagslaga.
22. Neðan-Sogsvegar 14 L169341; Norðurkot; Deiliskipulagsbreyting – 1805051
Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Neðan-Sogsvegar 14 og 14B í Norðurkoti en hún felur í sér að lóð 14 stækkar úr 13.800m2 í 14.795,5m2 og lóð 14B stækkar úr 18.000m2 í 37.864,5m2. Bætt er byggingarreiti inn á lóð 14 en hann er ekki til staðar í gildandi deiliskipulagi. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til 12. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagfulltrúi sendi deiliskipulagsbreytinguna til Skipulagstofnunar 17. október 2018 til lokaafgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstornun hefur í bréfi dags. 21. nóvember 2018 gert nokkrar athugasemdir sem snúa að tæknilegum útfærslum á gögnum. Skipulagsfulltrúi hefur unnið ásamt hönnuði að lagfæringum á gögnum til samræmis við ábendingar skipulagsstofnunar og hafa uppfærð gögn verið send Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd hefur rætt þær athugasemdir sem fram komu í bréfi Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samráði við Skipulagsstofnun.
23. Þóroddsstaðir lóð 7 L196933; Rekstrarleyfi í flokki II – 1901027
Fögruborgir ehf sækja um leyfi til að heimila gistingu í atvinnuskyni, rekstrarleyfi í fl. II á Þóroddstöðum lóð 7, landnr. 196933, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða.
Skipulagsnefnd synjar beiðni um breytingu á skipulagi sem gæfi leyfi til rekstur í atvinnuskyni í frístundabyggðum.
24. Þóroddsstaðir lóð 21 L194938; Rekstrarleyfi í flokki II – 1901026
Fögruborgir ehf sækja um leyfi til að heimila gistingu í atvinnuskyni, rekstrarleyfi í fl. II á Þóroddstöðum lóð 21, landnr. 194938, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða.
Skipulagsnefnd synjar beiðni um breytingu á skipulagi sem gæfi leyfi til rekstur í atvinnuskyni í frístundabyggðum.
25.  Þóroddsstaðir lóð 2 L210271, 4 L210272 og 20 L210276); Rekstrarleyfi í flokki II – 1901025
Fögruborgir ehf sækja um leyfi til að heimila gistingu í atvinnuskyni, rekstrarleyfi í fl. II á Þóroddstöðum lóð 2, landnr. 210271, lóð 4, landnr. 210272 og lóð 20, landnr. 210276, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðirnar eru á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða.
Skipulagsnefnd synjar beiðni um breytingu á skipulagi sem gæfi leyfi til rekstur í atvinnuskyni í frístundabyggðum.
26.  Nesjavallavirkjun L170925; Borun vinnsluholu NJ-31 á orkuvinnslusvæði; Framkvæmdaleyfi – 1811046
Orku náttúrunnar óska eftir framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu/uppbótarholu á orkusvæði Nesjavallavirkjunar sbr. umsókn dags. 18.11.2018 og lýsingu verks dags. 28.11.2018. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum og einnig í samræmi við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Markmiðið með borun uppbótarholu er að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Framkvæmdin felst í eftirfarandi: Gerð borholustæðis, borun vinnsluholu og lagning jarðstrengs ofanjarðar. Framkvæmdin tekur til vinnsluholu NJ-31 sem staðsett verður á borsvæði Nesjavallavirkjunar þar sem nú þegar hafa verið boraðar NJ-11, NJ-23, NJ-24 og NJ-25.
Fulltrúar ON mættu til fundarins og fóru yfir þær framkvæmdir og boranir sem hafa verið gerðar á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna borholu NJ-31.
27. Þóroddsstaðir L168295; Þóroddsstaðir 1, 2 og 3; Stofnun lóða – 1812014
Lögð fram að nýju umsókn Bjarna Þorkelssonar umsókn um stofnun þriggja lóða úr landi Þóroddsstaða landnr. 168295. Fyrst er að nefna lóð sem á að stofna utan um núverandi íbúðarhús á Þóroddsstöðum, 1.587m2 og á að fá heitið Þóroddstaðir 1. Þá er 10.574m2 lóð sem er staðsett vestast í landi Þóroddstaða (við Laugarvatnsveg) og á að fá heitið Þóroddsstaðir 2. Og sú þriðja, er staðsett austast í landinu við Stangarlæk og er 10.574 m2 og á að fá heitið Þóroddsstaðir 3. Afgreiðslu var frestað þar sem talið var að skoða þurfti notkun lóðanna og aðkomu. Fyrir liggja nánari upplýsingar frá umsækjanda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Varðandi heiti lóðanna bendir skipulagsnefnd á að óæskilegt er að tengja heiti frístundalóða við bæjarheiti með beinni númeraröð. Ekki er gerð athugasemd við 13. gr. jarðalaga.
 

28.

 Hrunamannahreppur:

Garðastígur 8 L166997; Garðastígur 8C; Ný lóð fyrir spennistöð; Deiliskipulagsbreyting – 1901002

Helgi Kjartansson f.h. Rarik leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Garðastígur 8 á flúðum.
Breytingin felur í sér að út úr lóðinni Garðstígur 8 er áformað að stofna 56m2 lóð undir spennistöð fyrir Rarik.
Skipulagnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv.2.mgr. 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna og birta auglýsingu um gildistöku tillögu í B-deild Stjórnartíðinda.
29. Tungufell L166833; Bygging vélageymslu; Fyrirspurn – 1812013
Forsvarsmaður Félagsbúsins að Tungufelli í Hrunamannahreppi leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að byggja vélageymslu í landi Tungufells á þeim stað sem tilgreindur er á meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd synjar fyrirhuguðum framkvæmdum, þar sem þær samræmast ekki gildandi aðalskipulagi Hrunamannhrepps 2016-2032.
30. Efra-Sel; Ferðaþjónusta; Deiliskipulag – 1801059
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4.mg 40.gr. skipulagslagan nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi sem nær til 2,8 ha svæðis á Efra-Seli, sem afmarkast af landmörkum milli Syðra-Sels og Efra Sels til vesturs. Innan reitsins er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels en fyrir er golfskáli með veitingasal, tvær skemmur og fjögur íbúðarhús.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31. Hrafnkelsstaðir 1 L166763; Hrafnkelsstaðir 1a; Stofnun lóðar – 1901020
Lögð fram umsókn Haralds Sveinssonar, dags. 08.01.2019, um stofnun 7.237 fm íbúðarhúsalóðar, Hrafnkelsstaðir 1a, út úr jörðinni Hrafnkelsstaðir 1 L166763.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um lagfært lóðablað í samráði við skipulagsfulltrúa og grenndarkynningu á því að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 

 32.

 Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Skeiðháholt 3 L166498; Skeiðháholt 3c; Stofnun lóðar – 1812041

Lögð fram umsókn Dyrgju ehf, dags. 04.12.2018, um stofnun 3.168 fm lóðar utan um þegar byggða véla- og verkfæraskemmu út úr landinu Skeiðháholt 3 L166498 sem er 137 ha að stærð. Óskað er eftir lóðin fái heitið Skeiðháholt 3c. Aðkoma að lóðinni er um land Skeiðháholts 3. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka ásamt samningi um umferðarrétt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heiti. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
33.  Skeiðháholt 3 lóð L187518; Skeiðháholt 3a og 3d; Stofnun og breytt heiti lóðar – 1812042
Lögð fram umsókn Kristínar Skaftadóttur, dags. 04.12.2018, um stofnun 1.957 fm íbúðarhúsalóðar út úr landinu Skeiðháholt 3 lóð L 187518. Eftir landskipti verður upprunalandið 8.710 fm að stærð skv. meðfylgjandi lóðablaði. Samhliða lóðastofnuninni er óskað eftir að Skeiðháholt 3 lóð fái heitið Skeiðháholt 3a.
Aðkoma að Skeiðháholti er um land Skeiðháholts 3 L166498, en aðkoma að lóð Skeiðháholt 3d er um land Skeiðháholts 3 L166498 og í gegnum lóðina Skeiðháholt 3c. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka ásamt samningi um umferðarrétt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um grenndarkynningu á því að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við heiti nýrrar lóðar né breytingu á heiti upprunalandsins. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
34.  Árnes athafnasvæði; Breyting landamerkja og lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1812012
Lögð er fram tillaga Landform dagsett 5.desember 2018, að breytingu á gildandi deiliskipulagi á athafnasvæði í Arnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Breytingin felur í sér:
a) Við breytingu landamerkja myndast 10 – 30m breitt belti milli núverandi athafnalóða við Suðurbraut og skipulagðra lóða við Þingbraut sem ekki hafa verið stofnaðar. Ákveðið var að láta landamarkalínu séreignarlands ráða lóðamörkum á athafnalóðum við Þingbraut. Við það minnkuðu nokkrar lóðir það mikið að ráðlegt var talið að sameina þær öðrum lóðum þar sem þær myndu ekki nýtast sem athafnalóðir að öðrum kosti. Lóðum á athafnasvæði fækkar því við
breytingu þessa og númer lóða breytast. Svæðið sem myndast á milli verður nýtt sem lagna- göngu- og reiðleiðabelti.
Eftirfarandi breytingar eiga sér stað:
1. Deiliskipulagsreitur breytist – sjá uppdrátt.
2. Lóðir nr. 1, 3 og 5 við D-götu eru sameinaðar í eina lóð og verður eftir breytingu, Þingbraut nr.1, stærð 7.069m².
3. Lóðin D-gata 2 stækkar, var 5.474m² að stærð og verður eftir breytingu, Þingbraut nr.2, stærð 6.388m²
4. Lóðinar D-gata 4 og 6 eru sameinaðar og verða eftir breytingu, Þingbraut nr.4, stærð 8.098m².
5. Lóðin D-gata 7 minnkar, var 4.248m², verður eftir breytingu Þingbraut, nr.3, stærð 3.451m².
6. Lóðin D-gata 9 minnkar, var 3.800m², verður eftir breytingu Þingbraut nr.5,stærð 3.510m².
7. Lóðin Tvísteinabraut 1 minnkar, var 48.040m² – verður eftir breytingu
38.853m² að stærð.
8. Númer lóðanna 11-21 breytast og verða 7, 9, 11, 13, 15 og 17, stærðir þeirra lóða breytast ekki.
Eftir breytingu eru lóðirnar við Þingbraut 11 talsins í stað 14 áður.b) Lóð fyrir spennistöð RARIK er stofnuð út úr lóðinni Suðurbraut 5, L224586. Um er að ræða 56m² lóð. Lóðin Suðurbraut 5 verður eftir breytingu 2.184m².
Skilmálar
Kvöð er sett um lagnaleið til austurs í gegn um lóðina Suðurbraut 5.
Að öðru leyti hefur breytingin ekki áhrif á núgildandi deiliskipulag né skilmála.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna skv. 1.mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
35.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 92 – 1812002F
Lögð fram til kynningar afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 19.12.2018.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Helgi Kjartansson    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Ingibjörg Harðardóttir    Guðmundur J. Gíslason