Skipulagsnefnd fundur nr. 162 – 13. september 2018

Skipulagsnefnd – 162. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Laugarvatni, 13. september 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason formaður, Helgi Kjartansson aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir varaformaður, Guðmundur J. Gíslason aðalmaður, Björn Kristinn Pálmarsson varamaður og Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

Bláskógabyggð:

1. Skólavegur 1 L188589, 1A L196585 og 1B L196586: Sameining lóða – 1808007
Lögð fram umsókn Jóhanns G. Reynissonar dags. 31.07.2018 um sameiningu þriggja samliggjandi lóða við Skólaveg í Reykholti. Um er að ræða sameiningu lóðanna Skólavegur 1A L196585 og 1B L196586 við Skólaveg 1 L188589 sem verður 8.175 fm eftir sameiningu skv. meðfylgjandi lóðablaði. Einnig er óskað eftir að gert verði ráð fyrir sameiningunni við gerð nýs deiliskipulags fyrir Reykholt ásamt því að umrædd lóð verði áfram skilgreind sem verslun og þjónusta. Fyrir liggur umsókn um stækkun lóðarinnar sem tekin er úr landi Birkilundar L167208.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsettri afmörkun Skólavegar 1 eins og hún er sýnd eftir sameiningu og mælir með að við gerð nýs deiliskipulags fyrir Reykholt, sem er í vinnslu, að lóðin verði afmörkuð og skilgreind til samræmis við ofangreinda beiðni.
2. Birkilundur L167208: Stækkun lóðar – 1808006
Lögð fram umsókn Jóhanns G. Reynissonar dags. 31.07.2018 um stækkun lóðarinnar Skólavegur 1 L188589 um 1.350,1 fm skv. meðfylgjandi lóðablaði og verður hún 9.525,1 fm eftir stækkun. Stækkunin kemur úr lóðinni Birkilundur L167208 sem verður 5.316 fm eftir minnkun. Einnig er óskað eftir því að gert verði ráð fyrir umræddri breytingu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Reykholt sem nú er í vinnslu. Fyrir liggur umsókn um sameiningu tveggja lóða við Skólaveg 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á afmörkun Birkilundar L167208. Nefndin mælir með að gert verði ráð fyrir umræddri breytingu við gerð nýs deiliskipulags. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
3. Brúarvirkjun stöðvarhús L226637: Breyting á byggingarreit: Deiliskipulagsbreyting – 1809005
Lögð fram umsókn Vigfúsar Sigurðssonar dags. 03.09.2018 um breytingu á deiliskipulagi Brúarvirkjunar. Breytingin felst í því að byggingarreit fyrir stöðvarhús innan lóðar er breytt. Vegna minnkunar stöðvarhúss og færslu á rýmum bakatil um 3,6 m til suðurs þá lenti hluti bakrýma utan byggingarreits. Nýr byggingarreitur fylgir lögun hússins eins og áður og er stækkaður um 3,6 m fyrir rýmin bakatil. Lóðarmörk eru óbreytt.
Í greinargerð með gildandi skipulagi segir um byggingarreit: Skilgreindur er byggingarreitur fyrir stöðvarhúsið sem er 1.215 m2 að flatarmáli. Breyttur byggingarreitur hefur samskonar lögun og áður og er 1.290 m2. Aðrar breytingar eru ekki gerðar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir byggingareit við stöðvarhús Brúarfossvirkjunar. Að mati skipulagsnefndar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afla skal samþykkis landeiganda fyrir breytingunni.
4.  Miðfell L170160: Suðurbraut 20-21: Stækkun sumarhúss: Fyrirspurn – 1809006
Katrín Edda Snjólaugsdóttir óskar eftir að fá leyfi til að byggja við núverandi sumarhús ca 15-20 m2 þannig aða hann stækki úr 30 m2 í allt að 50 m2. Sumarhúsið er skráð á landnúmer jarðarinnar Miðfell landnr. 170160.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti heimild fyrir viðbyggingunni, þó með fyrirvara um samþykki landeigenda.
5. Heiðarbær lóð 170191: Steypa kjallara undir hús: Fyrirspurn – 1809013
Samúel Smári Hreggviðsson f.h. skráðra eigenda sumarhúss að Heiðarbæ landnr. 170191, óskar eftir heimild til að hækka húsið um 1 m og þá fáist salarhæð upp á 2,7 m og einnig leyfi til að steypa kjallara undir húsið. Núverandi stærð húss er 45,3 m2, en kjallari yrði 84,8m2 að stærð. Geymsluskúr sem er á lóðinni yrði fjarlægður.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd samykkir að byggingarfulltrúa verði gefin heimild til að gefa byggingarleyfi fyrir byggingaráformum með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar og samþykki landeiganda(Jarðeignir ríkisins).
6. Snorrastaðir lóð 50 L168066: Sumarhús með kjallara: Fyrirspurn – 1808030
Lögð fram fyrirspurn Kristjönu V. Einarsdóttur dags. 17.08.2018, lóðarhafa lóðarinnar Snorrastaðir lóð 50 L168066, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja sumarhús með 98 fm gólffleti og um 51 fm kjallara, eða samtals um 149 fm. Lóðin er skráð með stærðina 2.990 fm.
Á þessu svæði er í gildi gamalt deiliskipulag sem er ekki með neina skilmála og á slíkum svæðum er almennt miðað við nýtingarhlutfallið 0,03 fyrir lóðir sem eru 5.000 fm og stærri. Skipulagsnefnd mælir með að erindinu verði synjað þar sem stærð sumarhúss fer yfir eðlilegt byggingarmagn á lóð.
7. Syðri-Reykir 1 lnr 167162: Vegsvæði: Stofnun lóðar – 1804053
Directa Lögfræðiþjónusta sækir um f.h. Syðri- Reykja ehf, stofnun 1.287 m2 lóðar fyrir vegsvæði úr landi Syðri-Reykja 1 L167162.
Umsóknin er tilkomin vegna áforma um endurbyggingu Reykjavegar (355) skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
8.  Apavatn 2 L167621: Presthólar: Malarnámur: Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Guðmundur Valsson óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Blákógabyggðar 2015-2027, breytt landnotkun. Að færð verði inn í aðalskipuag Bláskógabyggðar 26.5ha merking í landi Apavatns 2, fyrir malarnámu sem væri allt að 50.000 m3 að stærð. Náman fengi heitið E129.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði auglýst skv. 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Hverabraut 1: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504049
Breyting deiliskipulagsins felst í því að kvöð um aðgengi meðfram strönd Laugarvatns er felld niður innan lóðarinnar Hverabraut 1 og mun stígurinn fara vestur fyrir Hverabraut 1 þar sem fyrirhugað er að opna ferðamannastaðinn út mót vatni.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr, 123/2010.
10.  Laugargerði lnr 167146 (Garðyrkjustöðin): Breytt nýting lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1708069
Lögð er fram lýsing í samræmi við 1.mgr. 30.gr. skipulagaslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem felur í sér að lóðin Laugargerði landnr. 167146, breytist úr því að vera landbúnaðarsvæði/garðyrkjulóð í verslunar- og þjónustulóð. Eftir breytingu verður heimilt að vera með garðyrkju auk verslunar og veitingarekstur.
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsing verði kynnt almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að leitað verði umsagnar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við fyrrgreind ákvæði skipulagslaga.
11. Heiðarbær lóð lnr. 170249: Byggingar á lóð: Fyrirspurn – 1709144
Stay ehf sækir um að fá að byggja nýtt sumarhús á sama stað og eldra 86.2 m2 hús var fyrir. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Sótt hafði verið um töluvert stærra hús áður en hefur nú verið minnkað til samræmis við ákvæði gildandi lóðarleigusamnings. Grenndarkynning fór fram vegna fyrri umsóknar og gerðu þá Ríkiseignir athugasemd við stærð hússins.
Húsið hefur verið minnkað til samræmis við ábendingar Ríkiseigna. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir húsinu.
12.  Vatnsleysa land B L188581 og land C L188582: Sameining lóða: Fyrirspurn – 1809017
Hjörtur Bergstad leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort heimilt verði að sameina lóðina 188581 (kallað land B) við landspildu merkta D á meðfylgjandi uppdrætti í landi Vatnsleysu, Bláskógabyggð.
Einnig er fyrirspurn hvort heimilt verði að stofna lögbýli í kjölfar sameiningar lóða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að ofangeindar landspildur verði sameinaðar í eina, og gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi þannig að Land B verði felld út úr skipulaginu. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi landspildna. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
13. Fell L167086: Ásahverfi: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1809019
Selmúli ehf óskar eftir að gerð verði breyting á nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, á þann veg að frístundasvæði merkt F65 verði stækkað og eldra deiliskipulag lagfært og uppfært á stafrænan kortagrunn. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 15 lóðum og þar af eru 9 þeirra byggðar. Í nýju breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðum fjölgi upp í 35.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mg.36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. kynnt skv. 2.mgr.30 gr. og auglýst skv.31. mgr. sömu laga.
14. Fell L167086: Ásahverfi: Frístundabyggð: Deiliskipulag – 1808048
Selmúli ehf óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi sumarhúsabyggðar (F65 í aðalskipulagi) og það lagfært og uppfært á stafrænan kortagrunn. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 15 lóðum og þar af eru 9 þeirra byggðar. Í nýju breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðum fjölgi upp í 35.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi þ.e. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Flóahreppur:
15. Tunga L165506: Hótelbygging: Fyrirspurn – 1809003
Björgvin Njáll Ingólfsson og Sóley Andrésdóttir leggja fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort heimilt verði að reisa hótel á grunni refahúss sem fyrir var í Tungu L165506.
Skv. meðfylgjandi teikningum er gert ráð fyrir 11 tveggja manna herbergjum auk eldhúss, móttöku, matsalar, snyrtinga, geymslna og starfmannarýmis. Stærð byggingar er um 670m2.
Skipulagsnefnd telur að forsenda fyrir framkvæmunum sé að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
16.  Stóra-Ármót L166274: Slóðagerð vegna rannsóknarborhola: Framkvæmdaleyfi – 1809004
Páll Bjarnason Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Selfossveitna, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna vegslóðagerðar tengdum rannsóknarborholuverkefnum Selfossveitna, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi vegna vegslóðagerðar Selfossveitna samfara rannsóknarborholuverkefnum.
17. Neistastaðir 1 L220252: 6 gestahús vegna ferðaþjónustu: Fyrirspurn – 1809015
Sigurður Magnússon leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar þar sem óakað er eftir leyfi til að fullvinna deiliskipulagstillögu á Neistastöðum 1, þar sem gert er ráð fyrir núverandi íbúðarhúsi og bílskúr ásamt 6 gestahúsum allt að 25m2 að stærð hvert sem á að nota vegna ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði fullunnin og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.  Svarfhólsvöllur lnr. 166322: Golfvöllur Selfoss: 1. áfangi: Framkvæmdaleyfi – 1711007
Lagt fram að nýju erindi Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss dags. 31. október 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga fyrirhugaðra golfbrauta á Svarfhólsvelli. Deilsikipulagstillaga fyrir svæðið er í vinnslu en er á bið þar se ekki nýtt aðalskipulag fyrir Flóahrepp hefu ekki fengið staðfestingu. Nú er óskað eftir að hefja framkvæmdir á tveimur svæðum sem er lítll hluti heildarskipulagsins, skv. meðfylgjandi uppdráttum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og hefur umsóknin einnig verið kynnt jarðareigendum Laugardæla sem gera ekki athugasemdir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi breytinga á golfvelli Selfoss. Framkvæmdaleyfið skal þó aðeins taka til þess hluta svæðis er tilgeindur er á meðfylgjandi uppdráttum, þ.e. við þann hluta er snýr að og við væntanlegan brúarsporð nýrrar Ölfusárbrúar (braut 10) og einnig upp með landamerkjum Laugardæla (braut 18)
19. Stóru-Reykir land L198527: Byggðarholt: Breyting á heiti lóðar – 1808047
Lögð fram umsókn Antoníusar Þ. Svavarssonar dags. 03.08.2018 þar sem óskað er eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar Stóru-Reykir land, L198527, í Byggðarholt.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðar.
20.  Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983, Smáholt L208386: Stofnun 12 lóða: Íbúða- og þjónustulóðir: Fyrirspurn – 1808060
Lögð er fram fyrirspurn Helgu Vilmundardóttur f.h. Strontín ehf, hvort heimilt verði að skipta lóðunum Stórholti, Smáholti og Litlaholti í 11 u.þ.b. 10 ha lóðir ásamt 5 ha lóð. Notkun og nýting nýrra lóða yrði eftirfarandi: á lóðunum 11 mætti hugsanlega byggja heilsárshús með möguleika á útihúsi. Útihús yrðu nýtt sem hesthús, reiðhöll, heygeymslur eða álíka. á 5 ha lóð er hugmynd að setja niður smáhýsi til útleigu, tjaldstæði og þjónustubyggingu. Þjónustubyggingin myndi þjónusta áðurnefndar lóðir ásamt smáhýsum, tjaldstæði og umferð frá þjóðvegi. Í þjónustubyggingu væri til að mynda hreinlætisaðstaða, bensínsala, veitingasala, verslun, leiktæki fyrir börn og aðstöðu fyrir t.d. hjólafólk.
Í ljósi stærðar og umfangs fyrirhugaðs verkefnis vísar skipulagsnefnd erindinu til sveitarstjórnar Flóahrepps til umræðu.
 

21.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Farbraut 14 L169390: Norðurkot: Farbraut 14a: Stofnun lóðar: Fyrirspurn – 1809014

Ríkarður Sigmundsson f.h. RS Import ehf, leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort heimilað verði að skipta upp lóðinni Farbraut 14 í tvo hluta. (Farbraut 14 og Farbraut 14b)
Lóðin Farbraut 14, er nú um 7000-7500m2 að stærð.
Umsókn er synjað. Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki heimilt að skipta upp lóðum í þegar byggðum sumarhúsahverfum.
22.  Björk 1 L211337: Frístundabyggð: Breytt notkun lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1809016
Kristján Sverrisson f.h. Meltuvinnslunnar ehf, leggur fram ósk um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og einnig gildandi deiliskipulagi 57 lóða sumarhúsabyggðar í landi Bjarkar I, í þá veru að svæðinu verði breytt í íbúðabyggð.
Skipulagsnefnd vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps til frekari afgreiðslu.
23.  Hestur lóð 50 L168559: Frístundabyggð í landi Hests: Deiliskipulagsbreyting – 1808038
Þorleifur Björnsson f.h. Glóru ehf, óskar eftir að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina Hestur lóð 50.
Breytingin felst í að í stað 2,7m veggjahæðar frá gólfi í efribrún sperru sé leyfilegt að fara í 3,4 m og að leyfilegt verði að vera með þakhalla í 5 gráðum í stað 15-45 gráðum sem núverandi skilmálar gefi til kynna.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á Hestlandssvæðinu í heild sem gefi þakhalla frjálsan, eða 0-45gráðu halla. Einnig að veggjahæð upp á efribrún sperru verði hækkuð úr 2,7 frá gólfi uppí 3,4m á efri brún sperru. skv. gr. 2.3 í greinargerð skipulagsins. Ofangreindar breytingar koma til viðbótar þeim breytingum sem samþykktar voru af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps 15. mars 2007 á skilmálum deiliskipulagsins á gr. 2.3.
24. Hvítárbraut 13 L169711: Vaðnes: Ný lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1808044
Kjartan Hansson og Sif Handsóttir sækja um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagsskilmálum í Vaðnesi fyrir lóð 13.
Breytingin felst í að lóðin sem er nú 8700 m2 er stækkuð um 1300 m2 og henni skipt upp í 13 og 13b og verða þær því 5000 m2 hvor.
Liður 13 í gildandi skilmálum falli út, sem segir að hús megi ekki vera meira en 250 m2 að stærð. Í staðinn gildir 0,03 nýtingarhlutfall sem er í gildandi skilmálum.
Umsókn er synjað. Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki heimilt að skipta upp lóðum í þegar byggðum sumarhúsahverfum.
25. Bíldsfell III L170818: Lóð fyrir útihús: Deiliskipulagsbreyting – 1808049
Árni Þorvaldsson Bíldsfelli III óskar eftir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Bíldsfell III.
Breytingi felur í sér að útbúin er sérstök 3,5 ha lóð utan um byggingarreit fyrir útihús í gildandi deiliskipulagi.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna þar sem ekki er um að ræða aðra hagsmunaaðila.
26. Vesturhlíð L192153: Vesturhlíð 1: Stofnun lóðar – 1808050
Lögð fram umsókn Árna Þorvaldssonar dags. 21.08.2018 um stofnun nýrrar 35 ha lóðar út úr landspildunni Vesturhlíð L192153. Nafnið á nýrri spildu verður Vesturhlíð 1. Aðkoma að lóðinni er frá Grafningsvegi og eru tvær tillögur að aðkomunni sýndar á tveimur lóðablöðum.

Samhliða er óskað eftir vegtengingu inn á upprunalandið Vesturhlíð L192153 frá Grafningsvegi skv. lóðablaði þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðkoma að landinu.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að nýrri lóð. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Þá er ekki gerð athugasemd við vegtengingu að upprunalandinu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.
27.  Nesjar L170897: Tjarnarlaut 4: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1808053
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 23.08.2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170897. Heiti lóðarinnar verði Tjarnarlaut 4 í stað Nesjar. Stærð lóðar breytist úr 1.000 m2 í 2.800 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda upprunalandsins, lóðarhafa Tjarnarlautar 4 og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á skráningu lóðar miðað við fyrirliggjandi gögn og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
28. Nesjar lóð L170912: Uglukot: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1808052
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 23.08.2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170912. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Uglukot. Stærð lóðar breytist úr 4.300 m2 í 4.625 m2. skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda og lóðarhafa lóðarinnar á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktum hnitsettum lóðablöðum fyrir aðliggjandi lóðir.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðar.
29.  Nesjar L170909: Tjarnarlaut 3: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1808054
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 23.08.2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170909. Heiti lóðarinnar verður Tjarnarlaut 3 í stað Nesjar. Stærð lóðar breytist úr 2.500 m2 í 2.755 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda upprunalandsins og lóðarhafa Tjarnarlautar 3 ásamt umsókn landeigenda og lóðarhafa L170897 (Tjarnarlaut 4) um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar með hnitsettu lóðarblaði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar, með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
30. Björk 2 (L201555): Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma – 1808043
Móttekin er umsókn Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni dags, 22.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja reiðskemmu 480,0m2 á jörðinni Björk 2 (L201555) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir reiðskemmu á jörðinni Björk 2. Fyrir liggur undirritun nágranna, þar sem þeir gera ekki athugasemd við áætlaða framkvæmd.
 

31.

 Hrunamannahreppur:

Birkibyggð 5 (Birkibyggð 8) L224618: Breytt þakform og meginstefna húsa: Deiliskipulagsbreyting – 1809008

Þorsteinn Aðalbjörnsson sækir um f.h. JR smíði, óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagsskilmálum sumarhúsabyggðar í Birkibyggð í landi Grafar í Hrunamannahreppi. Núverandi skilmálar gera ráð fyrir mænisþökum eðar flötum þökum. Hér er farið fram á að þakform og mænisstefna þaka verði gefin frjáls þannig að í þessu tilfelli sé hægt að byggja hús með einhalla þaki. Einnig að hæð frá gólfi að efribrún þaka verði mest 5,5m. Að öðru leyti halda gildandi skilmálar sér.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi í Birkibyggð. Að mati skipulagsnefndar eru breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins. Breytingin nær til greinar 4.2. í gildandi deiliskipulagi og kemur til viðbótar þeirri breytingu sem var samþykkt af sveitarstjórn Hrunamannahrepps 2.2.2017.
32. Foss (L166746): Umsókn um byggingarleyfi: Vélaskemma – 1808033
Lögð er fram umsókn Hjörleifs Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur dags. 24.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 287,2 m2 á jörðinni Foss (L166746) í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna vélaskemmunnar. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki eru aðrir hagsmunaaðilar nálægir. Halldóra Hjörleifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
33.  Miðsvæði og garðyrkjulóðir á Flúðum: Félagsheimilisreitur: Spennistöð og hreinsistöð: Deiliskipulagsbreyting – 1809024
Sveitarfélagið Hrunamannahreppur óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi miðsvæðis á Flúðum. Breytingin felst í eftirfarandi:
Afmörkuð er ný 56 m2 lóð fyrir spennistöð vestan við hornið á Ungmennafélagsgarði. Þá er einnig afmörkuð 330 m2 lóð fyrir rotþró/hreinsistöð suður af lóð Félagsheimilis Flúða. Þá er gerð breyting á skilmálum greina 2.12 og 2.13 vegna ofangreindra lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
34. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 84 – 1808001F
35. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 85 – 1808004F

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Helgi Kjartansson    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Guðmundur J. Gíslason    Björn Kristinn Pálmarsson
 Rúnar Guðmundsson