Skipulagsnefnd fundur nr. 160 – 10. ágúst 2018

Skipulagsnefnd – 160. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Laugarvatni, 10. ágúst 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Björgvin Skafti Bjarnason formaður, Helgi Kjartansson aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir varaformaður, Ingibjörg Harðardóttir aðalmaður, Guðmundur J. Gíslason aðalmaður, Hrafnkell Guðnason varamaður og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

       Ásahreppur:

1. Hellir L165289: Aðkoma og vegstæði: Aðalskipulagsbreyting – 1807007
Lögð fram umsókn dags. 21. júní 2018 frá hluta eigenda jarðarinnar Hellis L1652889 í Ásahreppi um að formlegt vegstæði að landinu verði staðfest í upptöku á nýju aðalskipulagi Ásahrepps.
Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verði vísað til starfshóps um endurupptöku á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 og þeim falið að vinna áfram með erindið.
2. Laufás L201664: Aukið byggingarmagn: Deiliskipulag – 1805044
Deiliskipulagið tekur til Laufáss í Ásahreppi landnr. 201664, byggingarreits fyrir allt að 150m2 hesthúsi. Í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi við Landvegamót, um Ásveg (nr.275) og Laufásveg (nr.2756)
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022. Skipulagsnefnd mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
3.  Jarðstrengslögn í Ásahreppir: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Aðalskipulagsbreyting – 1805012
Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu að breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps. Breyting felur í sér að sett er inn allt að 3 ha iðnaðarsvæði fyrir tengivirki í landi Lækjartúns ásamt tengingu við Suðurlandsveg. Einnig er Selfosslína 2 felld út og gert ráð fyrir 66kV jarðstreng í stað hennar. Lagnaleið innan Ásahrepps er um 10 km löng.
Skipulagsnefnd mælir með að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010.
 4.  Lækjartún: Ásahreppur: Tengivirki vegna jarðstrengs: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Deiliskipulag – 1805013
Lögð er fram lýsing deiliskipulags unnin af Eflu verkfræðistofu vegna fyrirhugaðs tengivirkis í Landi Lækjartúns í Ásahreppi. Fyrirhuguð er bygging tengivirkishúss, norðan Suðurlandsvegar. Afmörkuð verður lóð fyrir tengivirkið og settir byggingarskilmálar fyrir það. Aðkoma að tengivirkinu verður af Suðurlandsvegi, austan Kálfholtsvegar ( nr. 288 ) og um nýjan aðkomuveg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar.
 

5.

Bláskógabyggð

Syðri-Reykir 2 lnr 167163: Ýmsar byggingar ásamt ferðaþjónustuhúsi: Deiliskipulag – 1804006

Lögð fram að nýju umsókn Syðri-Reykja Resort ehf. dags. 21. mars 2018 um deiliskipulag á landinu Syðri-Reykir 2 lnr. 167163. Málinu var synjað á fundi byggðaráðs þ. 20. júlí sl. þar sem tillagan að deiliskipulagi samræmdist ekki kvöð um umferðarrétt skv. skiptayfirlýsingu dags. 25. júní 2004. Nú er lögð fram lagfærð skipulagstillaga þar sem gert er ráð fyrir einu allt að 120 fm frístundahúsi í stað ferðaþjónustuhúss. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 500 fm gróðurhús og 120 fm vélaskemmu. Á landinu er þegar gamalt íbúðarhús (193,2 fm) og geymsla (180 fm).
Erindinu frestað þar til fyrir liggur samkomulag við eigendur Syðri-Reykja 4, um aðkomu að lóð í samræmi við uppbyggingaráform.
6. Torfastaðir L167176: Stofnun lóðar – 1806067
Lögð fram að nýju umsókn Drífu Kristjánsdóttur um stofnun nýrrar 31.010 fm lóðar úr jörðinni Torfastaðir L167176 ásamt því að óskað er eftir að lóðin fái heitið Hvönn. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar og óskað eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðarinnar. Fyrir liggur rökstuðningur umsækjanda í tölvupósti sem barst þ. 09.07.2018
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við að lóðin fá heitið Hvönn.
7.  Kjóastaðir lóð 3 L190572: Myrkholtsvegur 2: Aukið byggingarmagn á lóð: Fyrirspurn – 1807008
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Ernu Ólafsdóttur dags. 27.06.2018 þar sem óskað er eftir að fá að stækka núverandi sumarhús upp í tæpa 100 fm að grunnfleti. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Lóðin er er 5850 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða stækkun húss með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.  Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð fram umsókn Jóns Snæbjörnssonar dags. 03.07.2018 um breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin felur í sér að stærð frístundasvæðis F23 stækkar úr 32 ha í 38 ha. Austan við við F23 frístundabyggð er skógræktarsvæði sem hefur verið hluti af Suðurlandsskógum frá árinu 1998 og er óskað eftir að svæðið, um 15 ha verði afmarkað inn á aðalskipulagsuppdrátt. Heildarskógræktarsvæði Eyvindatungu SL4 verði því samtals um 150 ha.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Lækjarhvammur lnr 167642: Ný efnisnáma: Framkvæmdaleyfi – 1802027
Lögð fram að nýju, eftir gildistöku nýs Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, umsókn Gunnars Hafsteinssonar dags. 14.02.2018, landeiganda Lækjarhvamms L167642, um framkvæmdaleyfi fyrir námu. Náman kemur til með að ná yfir um 2 ha lands og er áætlað efnismagn allt að 49.900m³ af frostfríu burðarhæfu byggingarefni sem verði tekið úr námunni á 15 árum. Náman er skilgreind í aðalskipulagi sem E23.
Skipulagsnefnd mælir með að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna efnisnámu í Lækjarhvammi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu umsagnar Minjastofnunar. Nefndin telur framkvæmdina ekki vera háð umhverfismati, en niðurstaða sveitarstjórnar skal kynnt með auglýsingu á heimasíðu Umhverfis- og tæknsviðs Uppsveita.
10. Apavatn 2 L167621: Presthólar: Malarnámur: Framkvæmdaleyfi – 1808010
Guðmundur Valsson leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi vegna efnisnámu í landi Apavatns 2. Náman kemur til með að ná yfir um, annarsvegar 9 ha svæði og hinsvegar 17,3 ha svæði. Áætlað er að vinna um 50.000 m3 á svæðunum á tveggja ára tímabili milli 2018-2020. Námurnar eru ekki merktar inn á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Skipulagsnefnd getur ekki mælt með framkvæmdaleyfi fyrir viðkomandi malarnámu, þar sem svæðið er ekki skilgreint í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
11. Sólvellir 9 (L204978): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805061
Lögð er fram að nýju, eftir grenndarkynningu, umsókn Guðmundar Ólafssonar og Þóru S. Þorgeirsdóttur um byggingarleyfi á sumarhúsi 110 m2 á lóðinni Sólvellir 9, L204978.
Ein athugasemd barst við grenndarkynningunni.
Helstu andmæli eru:
Ahyggjur af of háum húsum
Áhyggjur af afkastagetu hitaveitu Reykjavalla
Og spurt er hvort sveitarfélagið hafi komið af stað vinnu við að fullgera það skipulag sem ekki öðlaðist gildi 2005, en notast hefur verið við að mestu, með grenndarkynningum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á Sólvöllum 9 og skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum.
12.  Friðheimahjáleiga 1-5 (Friðheimahjáleiga 6-9) L208643: Umsókn um byggingarleyfi: Raðhús – 1807016
Lögð er fram umsókn Friðheimahjáleigu ehf. dags. 11.07.2018 um byggingarleyfi til að byggja raðhús á einni hæð með fjórum íbúðum 207,3 m2 á lóðinni Friðheimahjáleiga 1-5 L208643 í Reykholti, Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingu raðhúss með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
13.  Tungubotnar (L212210): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og gestahús – breyting – 1807023
Lögð er fram umsókn Jón Svavars V Hinrikssonar og Magnúsar Flygenring um byggingarleyfi til að breyta áður samþykktum teikningum og byggja við íbúðarhús og breyta þaki á íbúðarhúsi auk stækkunar á geymslu sem nú er tilgreint sem gestahús á lóðinni Tungubotnar (L212210 Lóð A) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 67,9 m2 og gestahúsi 24,1 m2
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.  Kjalvegur sunnan Grjótár: Efnistaka úr námum E93, E94 og E95: Framkvæmdaleyfi – 1807030
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagfæringa á Kjalvegi sunnan við Grjótá á ca 5km vegkafla.
Áætlað er að taka efni úr námum E93, E94 og E95 sem eru allar merktar inni á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Heildarmagn efnis úr námum vegna þessarar framkvæmdar er áætlað 15-20 þúsund rúmmetra.
Samþykkt með fyrirvara um ítarlegri gögn.
 15.  Heiðarbær 1 L170157 og 2 L170158: Heiðarbær 4: Stofnun lóðar – 1807032
Lögð fram umsókn Andreu Skúladóttur og Sveinbjörns Einarssonar dags. 12.07.2018 um stofnun 10.000 fm lóðar úr óskiptu landi Heiðarbæjar 1 (landnr. 170157) og Heiðarbæjar 2(landnr. 170158) skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Heiðarbær 4.
Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og gerir ekki athugasemd við heitið Heiðarbær 4. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
16. Efri-Reykir 167080: Hótelbygging og baðlón: Deiliskipulag – 1610007
Þar sem nýtt aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 er nú samþykkt er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis fyrir hótel og baðlón á spildu í landi Efri-Reykja, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu. Búið er að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Umsagnaraðilar voru Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Fiskistofa.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
17.  Torfastaðaheiði 1. og 2. áfangi: Torfastaðir L167176: Sumarhúsa- og ferðaþjónustusvæði: Deiliskipulagsbreyting – 1808022
Lögð fram umsókn Drífu Kristjánsdóttur dags. 12.06.2018 um að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Torfastaða, 1. og 2. áfangi, verði breytt þannig að það leyfi að frístundahús verði leigð út sem gistihús. Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa á svæðinu fyrir breytingunni.
Forsenda breytingarinnar er að gerð verði breyting á aðal-og deiliskipulagi svæðisins þannig að þar verði ríkjandi landnotkun frístundabyggð, en verslun- og þjónusta möguleg.
 

18.

Flóahreppur:

Lambhagatá L217656: Stóra-Ármót: Stækkun vinnslusvæðis: Hola ÓS-4: Framkvæmdaleyfi – 1807005

Selfossveitur sækja um leyfi til borunar eftir heitu vatni á núverandi vinnslusvæði Selfossveitna í landi Stóra-Ármóts. Borholan mun fá heitið ÓS-4. Selfossveitur hafa starfrækt orkuvinnslu í landi Stóra-Ármóts síðan árið 2000. Þar eru starfræktar þrjár holur og er sú viðbót sem nú er óskað eftir tilkomin vegna mikillar aukningar á byggingum og fólksfjölgunar í Árborg.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag svæðisins leggur nefndin til að leitað verði umsagna skv. gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar hjá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Fiskistofu.
19.  Bitra þjónustumiðstöð L223928: Hótelstarfsemi: Aukið byggingarmagn: Deiliskipulagsbreyting – 1807006
Sigríður Ólafsdóttir arkitekt f.h. Þjónustumiðstöðin Bitra ehf, leggur fram breytingu á gildandi deiliskipulagi þjónustumiðstöðvar Bitru við Skeiðaafleggjara.
Gildandi skipulag gerði ráð fyrir um 5000 fm þjónustumiðstöð.
Með breytingunni er áætlað að bæta við allt að 350 fm og að þá verði bætt við allt að 250 herbergja hótelgistirýmum.
Skipulagsnefnd telur eðlilegt að málinu verði vísað á hreppsnefnd Flóahrepps til frekari skoðunar.
20.  Súluholt L166385: Súluholt 2: Staðfesting á lóðamörkum og stofnun lóðar – 1808001
Guðmundur V. Sigurðsson og Guðrún Hjörleifsdóttir f.h eigenda Súluholts óska eftir að stofna nýja um 1,1 ha lóð sem samanstendur af tveimur spildum og er úr landi Súluholts L166385 .
Nýrri lóð er ætlað að afmarka íbúðarhús (fastnr 220-523) og bílskúr(226-4783) sem fyrir er á landinu. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfæringu á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
21.  Hófgerði L215457: Nýjar lóðir: Hófgerði 1 og 2: Deiliskipulagsbreyting – 1808002
Brynjar Jón Stefánsson leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Hófgerðis landnr. 215457.
Breytingin fellst í að bætt er við tveimur byggingarreitum fyrir íbúðarhús, allt að 120m2 að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, sem er hún í samræmi við aðalskipulag Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015.
Mælt er með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
22. Nesjar L170891: Hestvíkurvegur 2: Breytt stærð og heiti lóðar – 1807009
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 4. júlí 2018 um staðfestingu á afmörkun, stærð og heiti frístundahúsalóðarinnar Nesjar L170891 úr landi Nesja L170824. Samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði er lóðin 5.000 fm að stærð og gert ráð fyrir að hún fái heitið Hestvíkurvegur 2. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar L170912 og þegar liggja fyrir áður samþykkt hnitsett lóðablöð fyrir Hestvíkurveg 4 og Jónslaut 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og stærð lóðar auk heitis.
Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
23.  Réttarhólsbraut 12 (L169940): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1806046
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 08.06.2018 móttekin 12.06.2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir niðurrifi á sólstofu og byggja setustofu í staðinn við sumarhús á Réttarhólsbraut 12 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir breytingar er 110,2 m2
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við viðbygginguna með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
24. Asparvík 10 L201290: Bygging bílskýlis: Fyrirspurn – 1808004
Ásbjörn Baldursson leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir byggingu allt að 40 m2 bílskýlis (opið skýli). Skilmálar gildandi deiliskipulags gera ráð fyrir allt að 150 m2 aðalhúsum og allt að 25 m2 aukahúsi, en þó aldrei meira byggingarmagn en 0,03 á hverri lóð.
Flestar lóðirnar eru um 5000 fm2 að stærð.
Erindinu er synjað þar sem það er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.
25.  Snæfoksstaðir lóð 100 L169639: Breyttur byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1808012
Einar Valur Oddson og Steinunn Jónsdóttir óska eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar Snæfoksstaðir 100.
Óskað er eftir að byggingarreitur að austanverðu færist og verði 5 m frá lóðarmörkum í stað 10 m.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar nr. 99.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og telur hana vera óverulega og skal breytingin auglýst skv. 2. mgr.  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26. Ásborgir í landi Ásgarðs: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1806007
Lögð fram að nýju, eftir grenndarkynningu, umsókn Grímsborga ehf., dags. 1. júní 2018. Óskað var eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi þar sem landnotkun lóða er breytt úr íbúðahúsalóðum í lóðir fyrir gisti- og/eða veitingahús. Svæðið er skv. núgildandi aðalskipulagi skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og svæði fyrir verslun og þjónustu. Borist hefur athugasemd við grenndarkynninguna þar sem því er andmælt að fleiri gistihús verði byggð á svæðinu. Ekki liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi Ásborga í land Ásgarðs. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd sem barst og óska eftir umsögn frá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Nefndin mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr.  41.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.  Lyngdalur (Björk I) L168232: Vegur í gegnum jörðina Björk 1 L211337: Framkvæmdaleyfi – 1807031
Lögð fram umsókn Magnúsar I. Jónssonar dags. 12.07.2018 um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar að landinu Lyngdalur landnr. 168232. Vegurinn liggur í gegnum jörðina Björk og er kveðið á um hann í landsskiptagerð um Björk I og II frá árinu 2005 og 2007.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur skýrt fyrir hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vatnsverndarsvæði.

 

28.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Stóra-Hof land L203207: Stóra-Hof lóðir 1-3: Aðalskipulagsbreyting – 1807010

Ólafur H. Guðmarsson leggur fram ósk um breytingu á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Óskað er eftir að breyta ca 10,3 ha spildu sem er í gildandi deiliskipulagi skilgreint sem frístundabyggð og svæði til sérstakra nota, í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta umræddu svæði skv, fyrirliggjandi gögnum úr frístundabyggð og svæði til sérstakra nota í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
29. Grámosar 4 L222425: Kjallari undir húsi: Fyrirspurn – 1806068
Hjálmar Árnason og Sigurbjörg Sigurpálsdóttir óska eftir afstöðu skipulagsnefndar til fyrirspurnar um að fá heimild til að nýta niðurgrafinn/steyptan kjallara undir sumarhúsi þeirra. Í gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir kjallara.
Skipulagsnefnd telur að tilvísun í gildandi deiliskipulag um stöllun húsa sé átt við stalla/palla (ekki heila hæð) og sé því ekki átt við leyfi til bygginar kjallara undir hús. Skipulaganefnd synjar því ósk um byggingu kjallara.
30. Götumelur úr landi Birkikinnar L166577: Deiliskipulag – 1808003
Deiliskipulagið tekur til lóðarinnar Götumels úr landi Birkikinnar L166577 sem er 8829 fm að stærð.
Ætlunin er að byggja frístundahús allt að 160 fm, auk gestahúss og geymslu. Nýtingarhlutfall lóðar fari þó ekki yfir 0,03.
Aðkoma að lóðinni er um Hælisveg (326)
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna 30 m fjarlægðar frá vegi skal óska eftir undanþágu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Einnig skal óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits og Minjastofnunar.
31. Brautarholt á Skeiðum: Ýmsar breytingar: Deiliskipulagsbreyting – 1805007
Lögð er fram breyting á tillögu að deiliskipulagsbreytingu eftir að auglýsingartíma lauk í landi Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag 2004-2016. Gert er ráð fyrir að lóð nr. 2 minnki og verði að lóð undir gistihús í stað verslunar. Þá eru byggingarreitir á lóð 4 og 6 sameinaðir í einn reit, ásamt því að lóð 4 stækkar á kostnað lóðar 2 og lóð 6 minnkar örlítið. Aðrar breytingar á auglýstri tillögu eru óbreyttar.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á tillögunni sé að ræða eftir að auglýsingartíma lauk, og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun.

 

Öll sveitarfélög:
32. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 82 – 1806004F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 27. júní 2018.
33. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 83 – 1807001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2018.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

Björgvin Skafti Bjarnason    Helgi Kjartansson
 Halldóra Hjörleifsdóttir    Ingibjörg Harðardóttir
 Guðmundur J. Gíslason    Hrafnkell Guðnason
 Rúnar Guðmundsson