Skipulagsnefnd fundur nr. 159 – 28. júní 2018

Skipulagsnefnd – 159. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Laugarvatni, 28. júní 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson aðalmaður, Einar Bjarnason varamaður, Guðrún S. Magnúsdóttir varamaður, Halldóra Hjörleifsdóttir varaformaður, Guðmundur Gíslason aðalmaður, Ingibjörg Harðardóttir aðalmaður og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá: 

 

1.

Ásahreppur:

Sjónarhóll L198871: Aukið byggingarmagn og byggingarreitum breytt: Deiliskipulagsbreyting – 1806043

Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi að Sjónarhóli í Ásahreppi lnr 198871.
Breytingin felst í að land Sjónarhóls hefur stækkað úr 2,8 ha í 5,0 ha. Einnig er byggingarreitur fyrir skemmu B1 stækkaður til norðurs og aukið byggingarmagn á reitnum um 800 m2. Þá er aukið við byggingarmagn um 100m2 á byggingarreit B2 sem er reitur íbúðarhúss.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin í samræmi við aðalskipulag svæðisins og gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.  Lækjartún L165306: Íbúðarhús, skemma og gróðurhús: Deiliskipulagsbreyting – 1806056
Umsókn frá Guðmundu Tyrfingsdóttur dags. 13. júní 2018 um breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Lækjartúns landnr. 165306 í Ásahreppi. Breytingin felur í sér að bætt er við nýrri 3,44 ha lóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 300m2 íbúðarhús, allt að 300m2 skemmu, allt að 500m2 gróðurhúsi og allt að 100m2 gesthúsi. Breytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin í samræmi við aðalskipulag svæðisins og gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

3.

Bláskógabyggð:

Syðri-Reykir 2 lnr 167163: Ýmsar byggingar ásamt ferðaþjónustuhúsi: Deiliskipulag – 1804006

Lögð fram umsókn Syðri-Reykja Resort ehf. dags. 21. mars 2018 um deiliskipulag á landinu Syðri-Reykir 2 lnr. 167163. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 500 fm gróðurhús, 120 fm vélaskemmu auk eins húss að 120 fm húsa fyrir ferðaþjónustu. Á landinu er þegar gamalt íbúðarhús (193,2 fm) og geymsla (180 fm).
Tillagan hefur verið kynnt nágrönnum á Syðri-Reykjum og barst ein athugasemd sem snéri að áhyggjum að aukinni umferð.
Skipulagsnefnd synjar beiðni um deiliskipulag þar sem það samræmist ekki kvöð um umferðarrétt í skiptayfirlýsingu dags 25. júní 2004.
4.  Iða 2 (201301): Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1806029
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 04.06.2018 móttekin sama dag frá löggiltum hönnuði Guðjóni Þóri Sigfússyni fyrir viðbyggingu á sumarhúsi á lóðinni Iða 2 (L201301) í Bláskógabyggð, heildarstærð eftir stækkun er 92,6 m2.
Skipulagsnefnd mælir með að gerð verði skilmálabreyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem rýmkaðar verða heimildir til byggingarmagns á lóðum á þann hátt að nýtingarhlutfall lóðar verði 0,03 og að aukahús geti verið allt að 40m2 að stærð.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
5. Sólvellir 9 (L204978): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805061
Lögð er fram umsókn Guðmundar Ólafssonar og Þóru S. Þorgeirsdóttur um byggingarleyfi á sumarhúsi 110 m2 á lóðinni Sólvellir 9, L204978.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingarleyfisumsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.  Drumboddsstaðir lóð (L167245): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806011
Lögð er fram umsókn Ólafs M. Hreinssonar, Hlíðar Þ. Hreinssonar og Birkis Ö. Hreinssonar um byggingarleyfi til að byggja sumarhús sem verður samtals 123,7 m2 á lóðinni Drumboddsstaðir lóð 20 (L167245) í Bláskógabyggð
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingarleyfisumsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Lindarskógur 6-8: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504050
Breytingin nær til lóðarinnar Lindarskógur 6, (skv. Þjóðskrá er lóðin skráð nr. 6-8, en í dsk er hún nr.6).Byggingareitur breytist, hann styttist til austurs og vesturs, en er rýmkaður til suðurs, sbr.uppdrátt.
Einnig er bætt inn 8 bílastæðum. Að öðru leyti er ekki um að ræða breytingar frá gildandi deiliskipulagi. Byggingaskilmálar eru óbreyttir og eru samkvæmt gildandi skipulagi samþykktu af sveitastjórn Bláskógabyggðar frá nóvember 2012 m.s.br.
Deiliskipulagstillagan hefur verið grenndarkynnt og komu engar athugasemdir fram. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og mælir með að tillagan verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
8. Heiðarbær L170196: Nýbygging: Deiliskipulag – 1806057
Jónína Jónsdóttir og Júlíana Gísladóttir leggja fram umsókn um nýtt deiliskipulag 5847 m2 frístundahúsalóðar í landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð.
Deiliskipulagið nær til byggingar frístundahúss, og byggingar geymslu,gestahúss,eða gróðurhúss.
Hámarks nýtingarhlutfall lóðar er 0,03 og mesta stærð aukahús 40m2.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.  Skálabrekka B,b,b1 lnr. 170772: Móakotsstígur: B1-B5: 5 nýjar lóðir: Stofnun lóða – 1708085
Lögð fram að nýju, að lokinni grenndarkynningu, umsókn eigenda landsins Skálabrekka B,b,b1 lnr. 170772 dags. 23. ágúst 2017 um skiptingu landsins í fimm hluta. Tillaga að nýju heiti, Móakotsstígur 1, 2, 3, 4 og 5, var send til eigenda annara lóða á svæðinu og voru engar athugasemdir gerðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins eða heiti lóðanna en minnir á, skv. fyrri afgreiðslu, að forsenda byggingarleyfa á útskiptum lóðum er að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við að spildur svæðisins fái heitið Móakotsstígur með númeringunum 1-5.
10. Torfastaðir L167176: Stofnun lóðar – 1806067
Lögð fram umsókn Drífu Kristjánsdóttur, dags. 13. júní 2018, um stofnun nýrrar 31.010 fm lóðar úr jörðinni Torfastaðir L167176 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Hvönn.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðar.
11.  Iða 2 lóð (L200300): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1805071
Lögð fram umsókn Kristínar Hrundar Whitehead og Balema Alou dags. 25.05.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús og geymslu 73,6 m2 á Iðu 2 lóð, Bláskógabyggð. Skv. Fasteignaskrá Íslands er fyrir geymsla sem er skráð 16m2 að stærð. Lóðin er skráð 3.343 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd mælir með að gerð verði skilmálabreyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem rýmkaðar verða heimildir til byggingarmagns á lóðum á þann hátt að nýtingarhlutfall lóðar verði 0,03 og að aukahús geti verið allt að 40m2 að stærð.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
12.  Reykjavegur 355-01: Efnistaka og smíði brúar yfir Fullsæl: Framkvæmdaleyfi – 1702033
Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 25. júní 2018 um endurnýjun áður útgefins framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar Reykjavegar milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar sem felur m.a. í sér smíði nýrrar brúar yfir Fullsæl. Framkvæmdaleyfi var gefið út þann 21. mars 2017 en þar sem framkvæmdir hófust ekki innan 12 mánaða frá útgáfu er það fallið úr gildi. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem hún fellur undir lið 2.04 og 10.10 í 1. viðauka laganna.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 og mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki að gefa út endurnýjað framkvæmdaleyfi. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að hún skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Flóahreppur:

13. Fljótshólar lóð L165475: Fljótshólar 1 L165474: Niðurfelling lóðar – 1806064
Lögð fram umsókn Hafsteins Rúnars Gunnarssonar dags. 22. júní 2018 f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir að fella lóðina Fljótshólar lóð L165475 inn í upprunajörðina Fljótshólar 1 L165474. Fyrir liggur samþykki allra þinglýstra eigenda lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir beiðni um niðurfellingu landnúmers og að landið falli undir jörðina Fljótshóla 1 með fyrirvara um samþykki eiganda jarðarinnar.
14. Skálmholt land F lnr 199346: Steinhólar: Deiliskipulag – 1802011
Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi fyrir tvö íbúðarhús, bílskúr, útihús, geymslu og vélargeymslu á um 5,4 ha svæði í landi Steinhóla L199346 (áður Skálmholt land F). Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 9. maí sl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins og hefur deiliskipulagstillagan og greinagerð verið lagfærð í samræmi við ábendingu Minjastofnunar um að bæta við útlínum tóftar innar svæðisins.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Flóahrepps, (fyrrum Villingaholtshreppi) 2006-2018. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. Langholt 2 lnr 166249: Tvær íbúðarhúsalóðir: Deiliskipulag – 1802012
Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær íbúðarlóðir á um 4 ha lands undir íbúðarhús, bílskúr og skemmu að Langholti 2. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 9. maí sl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja athugasemdalausar umsagnir Minjastofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlitsins.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Flóahrepps, (fyrrum Hraungerðishreppi) 2003-2015. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. Vatnsholt 2 L166398: Hrútsholt: Deiliskipulag – 1806063
Lögð fram umsókn frá Jóhanni Helga Hlöðverssyni um nýtt deiliskipulag í Vatnsholti 2 í Flóahreppi. Deiliskipulagið tekur til svæðis undir 15 íbúðarhúsalóðir auk tveggja byggingarreita undir annarsvegar íbúðarhús og bílskúr og hinsvegar hesthús.Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps sem blönduð landnotkun-landbúnaður íbúðarsvæði.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 (fyrrum Villingaholtshreppi). Skipulagsnefnd samþykkir að lýsing á deiliskipulagstillögu verði kynnt almenningi skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi mun afla umsagna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Vegagerðarinnar og Minjastofnunar.
17.  Brúnastaðir 1 L166228: Brúnastaðir 1A og Brúnastaðir 1B (áður lóð) L197110: Stofnun og stækkun lóða – 1806066
Lagðar fram umsóknir Höllu Kjartansdóttur, dags. 21. júní 2018, f.h. eigenda Brúnastaða 1 L166228 og Brúnastaða lóð L197110 um stofnun og stækkun lóða. Annars vegar er óskað eftir að stofna 1.703 fm lóð utan um núverandi íbúðarhús sem fær heitið Brúnastaðir 1A og hins vegar er óskað eftir að stækka núverandi íbúðahúsalóð, Brúnastaðir lóð L197110, um 313 fm, eða úr 1.200 fm eins og hún er skráð í dag í 1.513 fm. Nýja lóðin og stækkunin koma úr jörðinni Brúnastaðir 1 L166228. Jafnframt er óskað eftir að Brúnastaðir lóð L197110 fái heitið Brúnastaðir 1B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfæringu á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við heiti lóðar.
 

18.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Suðurheiðarvegur 8-10 lnr. 169456: Breytt stærð lands og innri afmörkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1710034

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Suðurheiðarvegur 8-10 þar sem lóðirnar hafa verið mældar upp ásamt því að innri afmörkun þeirra breytist og stærðir í kjölfar þess. Send var grenndarkynning til þeirra tveggja landeigenda sem ekki lá fyrir samþykki og barst athugasemd með bréfi Guðmundar Óla Björgvinssonar frá Lagastoð, dags. 11. júní, f.h. eiganda Norðurkots Kringlumýri þar sem gerð er athugasemd við breytinguna á þeim forsendum að ekki liggi fyrir eða sjáist glögglega á gögnum að afmörkun sem liggur að óskiptu landi Norðurkots og Norðurkots Kringlumýri fari ekki inn á það land. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjanda við athugasemdinni í tölvupósti sem barst þ. 18. júní, þar sem kemur m.a. fram að ítrekað hafi verið reynt að ná sambandi við þá sem gerðu athugasemdir og boðist til að hittast, en án árangurs.
Á fundi skipulagsnefndar 27.10.2017 var það mat nefndarinnar að breytingin væri óveruleg og mælti með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda. Þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra eigenda aðliggjandi landeigna er ekki tekin afstaða til landamerkja milli Suðurheiðarvegar 8-10 og óskipts lands Norðurkots og Norðurkots Kringlumýri.
19.  Öndverðarnes I: Frístundabyggð: Stækkun aukahúss: Deiliskipulagsbreyting – 1806050
Umsókn frá Sigurði H. Sigurðssyni f.h. stjórnar Öndverðarness ehf. um skilmálabreytingu á gildandi deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í Öndverðarnesi I.
Lóðir á svæðinu eru frá 2800-7097 m2 að stærð.
Óskað er eftir að í texta skilmála um aukahús verði leyft að byggja allt að 40m2 aukahús í stað 25m2 í gildandi skipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð sé breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem verði leyft að byggja allt að 40m2 gesthús/geymslu/gróðurhús á lóðum sem eru 4.000m2 og stærri. Á lóðum sem eru minni en 4.000m2 skuli notast við gildandi skilmála, þ.e. 25m2.
Einnig mælir nefndin með að ákvæði um hámarksstærð húsa sem er 250 m2 í gildandi skilmálum skuli felld út þar sem það fer yfir nýtingarhlutfallið 0,03 vegna stærðar lóða innan skipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
20. Neðan-Sogsvegar 14 L169341: Norðurkot: Deiliskipulagsbreyting – 1805051
Umsókn frá Páli Gunnlaugssyni f.h. lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Breytingin felur í sér skv. meðfylgjandi uppdrætti að lóð 14 er stækkuð úr 13.800 fm í 14.795,5 fm og lóð 14B er stækkuð úr 18.000 fm í 37864,5 fm. Þá er gert ráð fyrir byggingarreit á lóð 14. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða vegna ytri afmörkunar lóða 14 og 14B á samþykktu lóðablaði dags. 10. febrúar 2017 en þær eru í dag skráðar í Þjóðskrá sem ein lóð með stærðina 52.660 fm.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.  Miðengi L168261: Byggingarreitur B stækkaður: Deiliskipulagsbreyting – 1806051
Helga Gústafsdóttir f.h. landeigenda leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi á bæjartorfunni Miðengi landnr. 168261.
Breytingin felst í að byggingarreitur B fyrir útihús stækkar til norðurs og verður 6.500m2 (var áður 3.500m2)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og er hún að mati nefndarinnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa í B-deild stjórnartíðinda. Þar sem ekki er verið að auka við byggingarmagn né um aðra hagsmunaaðila að ræða, er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
22.  Borgarhólsbraut 4 L169685: Hvítárbraut 27A L225120: Staðfesting á afmörkun lóða – 1806054
Lögð fram umsókn Eyjólfs Guðjónssonar dags. 15. júní 2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærðum lóðanna Borgarhólsbraut 4 L169685, stærð 10.784.4 fm, og Hvítárbraut 27A L225120, stærð 10.401,7 fm, úr landi Vaðness skv. uppfærðu lóðablaði dags. 06. júní 2018.

Árið 2014 var tekin fyrir umsókn um skiptingu Borgarhólsbrautar 4 í tvennt skv. lóðablaði dags. 2. desember 2013 sem var samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða. Nýlega lá fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóða á lóðablaðinu frá 2013 en í millitíðinni hafði lóðin Hvítárbraut 27A verið stofnuð sem misræmismál byggt á eldri þinglýstum gögnum en engin nákvæm afmörkun lóðanna hafði legið fyrir.

Afmörkun lóðanna hefur ekki breyst á milli lóðablaða og er því núna einungis verið að sækja um staðfestingu á afmörkun ásamt breytingu á stærð þeirra í fasteignaskrá þar sem núverandi skráð stærð þeirra beggja er 10.000 fm.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna og breytingu á stærð lóða. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 

23.

Hrunamannahreppur:

Dalaland 6 L213721: Hækkun nýtingarhlutfalls lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1806053

Erlingur Ingi Sigurðsson og Birna Sigurkarlsdóttir leggja fram umsókn um skilmálabreytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar Dalalands, Hólaþýfis í landi Reykjadals í Hrunamannahreppi.
Óskað er eftir að á lóð 6, sem er 5700m2 að stærð, verði heimilt að fara með nýtingarhlutfall upp í 0,03, þ.e að heimilt verði að byggja 130m frístundahús og allt að 40m2 gesta/aðstöðuhús.
Skipulagsnefnd samþykkir að hækka nýtingarhlutfall í 0,03 og að aðalhús geti verið allt að 130m2 og að gestahús/geymsla geti verið allt að 40m2, fyrir allt svæðið. Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

24. Skriðufell L166688: Leigulóð: Staðfest afmörkun lóðar – 1806052
Hreinn Óskarsson f.h. Skógræktar Ríkisins leggur fram umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Skriðufell L166688 í landi Skriðufells skógrækt L166597, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skv. meðfylgjandi lóðablaði er lóðin 5.000 fm sem er í samræmi við núverandi skráningu í Þjóðskrá. Skv. umsækjanda liggja engar aðrar lóðir upp að lóðinni nema upprunalandið sjálft.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
25. Álfsstaðir II L215788: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1806055
Sigmundur Þorsteinsson og Vigdís Hulda Sigurðardóttir leggja fram umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Álfsstaða II landnr. 215788.
Deiliskipulagið tekur til 98.500m2 lóðar þar sem gert er ráð fyrir 2 byggingarreitum. Reit 1. fyrir allt að 350m2 íbúðarhúsi og reit 2. fyrir hesthúsi og geymslu/skemmu samtals allt að 500m2.
Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.  Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021
Lögð fram lagfærð tillaga og greinargerð að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu, fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og baðstað. Brugðist hefur verið við flestum ábendingum umsagnaraðila. Breyting á aðalskipulagi svæðisins var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 10. janúar sl. og voru drög að deiliskipulagi svæðisins hluti af kynningargögnum. Bæði aðal og deiliskipulagstillögur hafa verið auglýstar skv, ákvæðum skipulagslaga og var auglýsingin til sýnis og kynningar frá 18. apríl-31. maí 2018. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma. Fyrir lágu umsagnir frá Skipulagsstofnun, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landgræðslu ríkisins, Vegagerðar ríksins, Skógræktar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa skv 2. mgr 32. gr. skipulagslaga að svara þeim aðila/aðilum sem gerðu athugasemdir við bæði aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillöguna og senda Skipulagsstofnun tillöguna með umsögnum og athugasemdum ásamt viðbrögðum og lagfæringum.
27. Skarð 2 L166595: Stofnun frístundalóðar: Deiliskipulag – 1805048
Lögð fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir nýja 7.020 fm frístundalóð úr landi Skarðs 2 L166595. Fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga en óskað var eftir að lögð yrði fram tillaga að heiti aðkomuvegar sem einnig liggur að lóð sunnan megin við nýju lóðina. Skv. uppfærðri tillögu er óskað eftir að aðkomuvegurinn fái heitið Hrafnaklettur og að númer lóðanna verði 2 og 4. Nafnið er fengið af örnefninu Hrafnaklettur sem er í ásnum fyrir ofan lóðirnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið Hrafnaklettur og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
28.  Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1709046
Lögð fram lagfærð tillaga og greinargerð að aðalskipulagsbreytingu, fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og baðstað. Brugðist hefur verið við flestum ábendingum umsagnaraðila. Breyting á aðalskipulagi svæðisins var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 10. janúar sl. og voru drög að deiliskipulagi svæðisins hluti af kynningargögnum. Bæði aðal og deiliskipulagstillögur hafa verið auglýstar skv, ákvæðum skipulagslaga og var auglýsingin til sýnis og kynningar frá 18. apríl-31. maí 2018. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma. Fyrir lágu umsagnir frá Skipulagsstofnun, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landgræðslu ríkisins, Vegagerðar ríksins, Skógræktar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa skv 2. mgr 32. gr. skipulagslaga að svara þeim aðila/aðilum sem gerðu athugasemdir við bæði aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillöguna og senda Skipulagsstofnun tillöguna með umsögnum og athugasemdum ásamt viðbrögðum og lagfæringum.

 

Öll sveitarfélög:

29. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 81 – 1806002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. júní 2018.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

Árni Eiríksson    Einar Bjarnason
 Guðrún S. Magnúsdóttir    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Guðmundur Gíslason    Ingibjörg Harðardóttir
 Rúnar Guðmundsson