Skipulagsnefnd fundur nr. 158 – 14. júní 2018

Skipulagsnefnd – 158. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  Borg, 14. júní 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Ingibjörg Harðardóttir Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Berglind Sigurðardóttir Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Berglind Sigurðardóttir, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1. Miðmundarholt 1-6: Ásahreppur: Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis: Aðalskipulagsbreyting – 1804005
Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breyttrar notkunar lóðar þar sem heimiluð verði heimagisting í flokki II sbr. reglugerð 1277/2016, á íbúðarsvæði Í3, á Miðmundarholti í landi Króks í Ásahreppi. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í dag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skilmálum íbúðasvæðis Í3 verði breytt með tilvísan í reglugerð nr. 1277/2016. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að breytingin verði samþykki skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörg á að grenndarkynna breytinguna.
2. Miðmundarholt 1-6: Ásahreppur: Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis: Deiliskipulagsbreyting – 1805050
Lögð er fram tillaga Eflu verkfræðistofu dags. 9. maí 2018 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðmundarholt í Ásahreppi. Á hverri lóð verður heimilað að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús. Einnig verður heimilt að byggja annaðhvort allt að 500m2 skemmu eða 450m2 skemmu og allt að 80m2 gestahús. Heimiluð er gisting fyrir allt að 8 manns á hverri lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
3. Dynjandisvegur 38: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með bílskýli – 1708062
Tekið fyrir umsókn um byggingarleyfi á sumarhúsi við Dynjandisveg 38. Óskað er eftir heimild á tilfærslu á sumarhúsi sem fer út fyrir byggingarreit a.m.k. 5.5 metra, vegna mikillar nálægðar við Dynjandisveg nr.36. Lóðin er skráð 7.680m2 að stærð og er húsið samtals 143,6 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tilfærslu sumarhúss og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þó með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhafa nr. 36 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Iða 2 lóð (L200300): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1805071
Lögð er fram umsókn Kristínar Hrundar Whitehead og Balema Alou dags. 25.05.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús og geymslu 73,6 m2 á Iðu 2 lóð, Bláskógabyggð. Skv. Fasteignaskrá Íslands er fyrir geymsla sem er skráð 16m2 að stærð. Lóðin er skráð 3.343 m2 að stærð. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að veitt verði byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni er að unnið verði að skilmálabreytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið.
5. Efri-Reykir 167080: Hótelbygging og baðlón: Deiliskipulag – 1610007
Þar sem nýtt aðalskipulag Bláskógar er nú samþykkt er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis fyrir hótel og baðlón á spildu í landi Efri-Reykja, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu. Búið er að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Þá liggur einnig fyrir umsögn Minjastofnunar og Náttúrufræðistofnunar en ekki hefur enn borist umsögn frá Fiskistofu þrátt fyrir ítrekaða beiðni.
Skipulagsfulltrúa falið að ítreka við Fiskistofu óskir um umsögn. Afgreiðslu frestað.
6. Sandskeið úr landi Miðfells: Bláskógabyggð: Deiliskipulag – 1806005
Lögð fyrir umsókn Félag sumarbústaðaeigenda við Sandskeið dags. 06.06.2018. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Sandskeið við Þingvallavatn. Gert er ráð fyrir 100 lóðum fyrir frístundarhús. Lóðirnar eru um 2.700 – 11.500m2 að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillaga að deiliskipulagi svæðisins verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
7. Skyggnisvegur 7 L167536: Aukið byggingarmagn á lóð: Fyrirspurn – 1806006
Lögð fram fyrirspurn Hermanns Ottóssonar og Jóhönnu Þormar dags. 01.06.2018. Óskað er eftir leyfi fyrir 40m2 viðbyggingu til austurs við núverandi sumarhús sem er skráð skráð í dag 47,5 m2 að stærð. Lóðin er skv. fasteignamati skrá 5100 m2 að stærð.
í deiliskipulagi fyrir svæðið kemur fram að byggingarmagn skuli ekki fara umfram nýtingarhlutfall sem 0,03. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemd við að byggt verði við núverandi frístundarhús.
8. Laugagerði lnr 167146 (Garðyrkjustöðin): Breytt nýting lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1708069
Lögð fram að nýju umsókn eigenda Garðyrkjustöðvarinnar Laugagerði í Laugarási (lnr. 167146) um breytingu á aðalskipulagi landsins, þannig að heimilt verði að vera með verslun- og veitingarekstur á lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að unnið verði breyting á aðalskipulagi sem felst í landnotkun verði breytt úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu.
9. Laugargerði: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting á notkun – 1708004
Lögð fram að nýju umsókn, samhliða ósk um aðalskipulagsbreytingu, um breytta notkun pökkunarhúss á lóðinni Laugargerði L167146 í Laugarási í kaffihús.
Forsenda á breyttri notkun á pökkunarhúsi í samræmi við erindi er að deiliskipulagi svæðisins verði breytt samhliða aðalskipulagsbreytingu þar sem svæðið er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
10. Austurey 1 L167622: Stækkun á byggingarreit vegna skemmu: Deiliskipulagsbreyting – 1806015
Lögð er fram umsókn Kjartans Lárussonar dags. 25.04.2018. Óskað er eftir stækkun á núverandi byggingarreit um 20 metra til austurs. Fyrirhuguð er bygging skemmu sem staðsett verður að hluta á hinni nýju stækkun. Fyrirhuguð stærð skemmu er 500m2. Samkvæmt fasteignaskrá er jörðin skráð 305 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun byggingarreits. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur nefndin til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að grennarkynna.
11. Þingvallavegur (36-04): Endurbætur milli Þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallaveg: Framkvæmdaleyfi – 1708019
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 5. apríl 2018 var samþykkt umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á 8 km kafla Þingvallavegar milli þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallaveg.

Í samráði við Vegagerðina hefur Bláskógabyggð til skoðunar hvort skilyrði séu til endurupptöku á tilvitnaðri ákvörðun sveitarstjórnar með hliðsjón af því að nýtt aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027, sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. apríl 2018, tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 25. maí 2018. Þá liggja fyrir nýjar umsagnir í málinu sem láðist að afla við fyrri meðferð málsins.

Í hinu nýja aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 er fjallað um vegi í kafla 2.6.1. Segir þar um Þingvallaveg að gert sé ráð fyrir endurbótum á veginum þar sem hann liggur gegnum Þingvallaþjóðgarð. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027.

Í samræmi við 3. mgr. 61. gr. nr. 60/2013 um náttúruvernd og 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 liggja fyrir í málinu nýjar umsagnir Umhverfisstofnunar og Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar vegna fyrirhugaðra endurbóta á Þingvallavegi og efnistöku, dags. 18. maí 2018 og 22. maí 2018. Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar fer með hlutverk náttúruverndarnefndar skv. 14. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Eru því uppfyllt skilyrði 3. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir að jákvætt sé að taka efni úr námunni í Svartagili í stað þess að fara í frágengnar námur og að það verklag sem verður viðhaft við breikkun Þingvallavegar, þ.e. breikkun vegarins ýmist til vinstri eða hægri lofi góðu. Þá bendir Umhverfisstofnun á að nýta ætti framkvæmdina til að bæta umgengni og verklag í námunni í Svartagili. Að öðru leyti gerir Umhverfisstofnun ekki athugasemdir við umrædda umsókn um framkvæmdaleyfi. Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framkvæmdaleyfisumsóknina.

Í samræmi við 9. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns liggur fyrir umsögn heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 22. maí 2018. Í umsögn heilbrigðisnefndar Suðurlands segir að nefndin veiti jákvæða umsögn um umsótt framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar, að því gefnu að boðaðar verklagsreglur vegna mengunaróhappa liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi og fylgigögn, álit Skipulagsstofnunar og fyrirliggjandi umsagnir. Það er mat nefndarinnar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, hönnunargögn séu fullnægjandi og að framkvæmdin sé í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Leitað hefur verið allra lögbundinna umsagna og eru þær fyrirliggjandi. Gætt hefur verið að ákvæðum laga um náttúruvernd, laga um menningarminjar, skipulagslaga, reglugerðar um framkvæmdaleyfi, laga um mat á umhverfisáhrifum og annarra laga og reglugerða sem við eiga.

Með vísan til framangreinds telur skipulagsnefnd lagaskilyrði til endurupptöku fyrri samþykktar um framkvæmdaleyfi. Með hliðsjón af framansögðu telur skipulagsnefnd þó ekki ástæðu til að endurskoða fyrri afstöðu sína um samþykkt Vegagerðarinnar frá 8. mars 2018. Nefndin lýsir áfram áhyggjum sínum af því að verkið sé unnið í tveimur áföngum en ekki einum vegna mikillar röskunar á umferð íbúa og gesta um þjóðgarðinn.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrri samþykkt umsóknar Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Þingvallavegi frá 5. apríl 2018 verði felld úr gildi og að sveitarstjórn taki málið til nýrrar umfjöllunar og samþykktar. Vakin er athygli á því að vegagerð innan þjóðgarðsins á Þingvöllum er jafnframt háð leyfi Þingvallanefndar skv. 5. gr. laga nr. 47/2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

12. Svartagil 170167: Efnistaka úr námu: Framkvæmdaleyfi – 1803002
Tekin fyrir að nýju umsókn Vegagerðarinnar, dags. 26. febrúar 2018, um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Svartagili. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Afgreiðslu málsins var upphaflega frestað á 157. fundi skipulagsnefndar þann 24. maí 2018 þar til nýtt aðalskipulag Bláskógabyggðar hefði tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Fyrirhuguð efnistaka nemur 30.000 m2 af efni úr námunni í Svartagili. Efnið verður nýtt í fyrirhugaðar endurbætur á Þingvallavegi 36-04 milli Þjónustustöðvar Þingvalla og syðri gatnamóta við Vallarveg. Tilgangur framkvæmdarinnar er að gera veginn í stakk búinn að bera þá umferð sem um hann fer, með því að bæta burðarþol hans, og þannig auka umferðaröryggi.

Að mati skipulagsnefndar er framkvæmdin í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027, sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. apríl 2018 og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 25. maí 2018, en þar er gert ráð fyrir námu í Svartagili. Hefur efni úr námunni þegar verið nýtt til ýmissa verkefna innan Þingvalla. Ekki er í gildi sérstakt deiliskipulag fyrir efnistökusvæðið.

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar, dags. 11. maí 2018, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Því er framkvæmdinni ekki gert að sæta mati á umhverfisáhrifum. Nánar er rakið í ákvörðun stofnunarinnar að um sé að ræða umfangslítið magn efnis úr námu sem þegar er opin. Efnistöku og frágangi verði hagað í samvinnu og samráði við þjóðgarðsvörð og Umhverfisstofnun. Í verklok verði náman mótuð að umhverfinu og jarðvegur nýttur til uppgræðslu. Fyrirhugað sé ákveðið verklagt til að fyrirbyggja mengun og lágmarka möguleg mengunaróhöpp.

Benti stofnunin á að umhverfisáhrif fyrirhugaðrar efnistöku felast fyrst og fremst í áhrifum á landslag og vatnafar. Áhrifin verða að einhverju leyti afturkræf vegna framburðar í leysingum sem endurnýjar efni námunnar smám saman. Áhrifin eru bundin við afmarkað svæði og ekki líkleg til að hafa áhrif á marga þar sem sjónræn áhrif eru hverfandi frá helstu ferðamannastöðum þjóðgarðsins.

Fram kemur í umsókn Vegagerðarinnar að fyrirhuguð efnistaka sé unnin í samráði við og samþykkt af Þjóðgarðsverði. Allri efnistöku og frágangi námunnar í verklok verði hagað í samráði við Þjóðgarðsvörð.

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi umsókn og gögn og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Skipulagsnefnd telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum, mótvægisáhrifum og verklagi.

Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga skal framkvæmdaleyfi til efnistöku gefið út til tiltekins tíma og skal í leyfinu gerð grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis sem heimilt er að nýta samkvæmt því. Skipulagsnefnd leggur til að í samræmi við fyrirmæli tilvitnaðs ákvæðis verði í útgefnu framkvæmdaleyfi sett fram nánari fyrirmæli um efnistöku til samræmis við upplýsingar sem fram koma í umsókn og greinargerð.

Með vísan til framangreinds, fyrirliggjandi gagna og að teknu tilliti til fyrirhugaðra mótvægisaðgerða og verklags, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umsókn Vegagerðarinnar um efnistöku í Svartagili verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og auglýsa framkvæmdaleyfið. Vakin er athygli á því að efnistaka úr Svartagili er jafnframt háð leyfi Þingvallanefndar skv. 5. gr. laga nr. 47/2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skv. reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

13. Krákumýri lnr 224829: Skemma/hesthús og ferðaþjónustuhús: Nýir byggingarreitir: Deiliskipulagsbreyting – 1803046
Lögð fram að nýju umsókn Ægis Sigurðssonar um breytingu á deiliskipulagi Krákumýrar L224829. Óskað er eftir að bætt verði við einum byggingarreit fyrir hesthús/gróðurhús allt að 300m2 að stærð. Breyting frá fyrra erindi dags. 12.03.2018 er að byggingarreitur fyrir ferðaþjónustu er tekin út.
Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur nefndin til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga með fyrirvara um að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa.
14. Grænhólar lóð 1 L218185: Grænhólar 1: Breytt heiti lóðar – 1805076
Lögð er fram umsókn Helga Gunnarsson og Önnu S. Árnadóttur dags. 18.05.2018. Óskað er eftir breytingu á heitinu Grænhólar lóð 1 í Grænhólar 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á heiti lóðar.
15. Arnarstaðir L166220: Arnarstaðir lóð L166290: Afmörkun jarðar og sameining – 1806017
Lögð fram umsókn Gunnars B. Gunnarssonar og Guðríðar Þ. Valgeirsdóttur dags. 02.06.2018 um staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Arnarstaðir L166220. Jörðin er í dag skráð 0,0 fm í fasteignaskrá en verður 245,6 ha skv. hnitsettri afmörkun. Jafnframt er óskað eftir því að sumarhúsalóðin Arnarstaðir lóð L166290 verði sameinuð jörðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og stærð jarðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda lóðarhafa aðliggjandi lóða á lóðarmörkum. Jafnfram gerir nefndin ekki athugasemd við að sumarhúsalóð verði sameinuð við jörðina.
16. Borgarbraut 5 (L204149): Tilkynningarskyld framkvæmd; Íbúðarhús – viðbygging – 1805074
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 25.05.2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir 40 m2 viðbyggingu á íbúðarhúsi sem er skráð samtals 208,1m2 að stærð, á lóðinni Borgarbraut 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er skráð samkvæmt fasteignarmati 1.880 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði við núverandi íbúðarhús og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
17. Ásborgir í landi Ásgarðs: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1806007
Lögð fram umsókn Grímsborga ehf dags. 01.06.2018. Óskað er eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi þar sem landnotkun lóða er breytt úr íbúðahúsalóðum í lóðir fyrir gisti og/eða veitingahús. Svæðið er skv. núgildandi aðalskipulagi skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis- og svæði fyrir verslun og þjónustu.
Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur nefndin til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöður grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum á svæðinu og umsögn Heilbriðiseftirlits Suðurlands.
18. Stofusund 1 L168789: Hraunkot L168252: Stækkun lóðar – 1806010
Lögð er fram umsókn Eflu verkfræðistofu og Sjómannadagsráð dags. 07.06.2018. Óskað er eftir breytingu á stærð lóðarinnar Stofusund 1 L168789. Í dag er hún skráð 1,0 ha að stærð en verður 10 ha samkvæmt lóðarblaði. Stækkunin kemur úr jörðinni Hraunkot L168252.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðar samkvæmt lóðarblaði með fyrirvar um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
19. Jórugil 1 L202407: Sameining lóða, stækkun og breytt afmörkun: Deiliskipulagsbreyting – 1806012
Lögð er fram umsókn Eflu verkfræðistofu og GT2 dags. 07.06.2018. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á frístundabyggð Illagil í landi Nesja L170824.
Breytingin felur í sér að Jórugil 1,3 og 5 verður ein lóð og mun heita Jórugil 1. Auk þess breytist afmörkun lóðarinnar. Stærð lóðarinnar fer úr 22.200m2 í 39.078m2. Lóðum á svæðinu verður fækkar úr 23 í 21. Lóðarinar á heildarsvæðinu verða því á bilinu 5000m2-39.078m2.
Að mati nefndarinna er breytingin óveruleg og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
20. Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga var grenndarkynnt í annað sinn með bréfi, dags. 28.11.2017. Búið er að lagfæra uppdrátt til samræmis athugasemda sem bárust og fundar sem haldin var með stjórn sumarhúsafélags og lóðarhöfum 31.01.2018.
Skipulagsnefnd ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagna frá Vegagerð og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
21. Krókur í Grafningi L170822: Rannsóknarhola á Folaldahálsi: Umsagnarbeiðni – 1806018
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunnar dags. 18.05.2018. Óskað er eftir umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps vegna borunnar á rannsóknarholu á Folaldahálsi að Króki í Grafningi. Fyrir liggur greinargerð ÍSOR dags. 04.04.2018 þar sem nánar er gerð grein fyrir framkvæmdinni. Í umsögn skal koma fram hvort Grímsnes- og Grafningshreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er áætlaður borstaður nærri svæði á náttúruminjaskrá. Í greinargerð aðalskipulags kemur jafnframt fram að ekki er litið á svæði á náttúrminjaskrá sem verndarsvæði í heild sinni en á þeim svæðum verði farið varlega í framkvæmdir og leitað umsagna Umhverfisstofnunar ef hætta er á röskun náttúrminja við framkvæmdir sbr. 38 gr. náttúrverndalaga nr. 44/1999 (nú 3. mgr. 37 gr. náttúruverndarlaga nr 60/2013.

Þó umfang framkvæmdar bendi ekki til þess að hætta sé á umtalsverðum umhverfisáhrifum er holan í námunda við svæði á náttúruminjaskrá og framkvæmdaleyfisskyld skv. skipulagslögum. Í greinargerðinni kemur fram staðsetning og stærð borplans en lýsingu vantar á útfærslu borunar s.s. tækjakosts, skolvatnsöflunar, efnistöku til borplans, efnis til frágangs að framkvæmdum loknum, losun borsvarfs, o.þh. Jafnframt er ekki gerð grein fyrir mögulegum áhrifum af raski, vatns- og efnisöflun og -losun, eða hvort núverandi slóð þoli flutninga á tækjum og efni.

Sveitarstjórn veitir framkvæmdaleyfi byggt á 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Bent er á að gögn um leyfi til framkvæmda þurfa að uppfylla 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, sem innsend gögn vegna ákvörðunar um matsskyldu gera ekki. Telur nefndin að ekki sé gerð nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun en vísar endanlegri afgreiðslu til sveitastjórnar.

22. Nesjavellir 1-13: Deiliskipulag: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1806019
Lögð fram til kynninga stjórnsýslukæra dags. 25.05.2018. Kærendur krefjast þess að ógilt verði ákvörðun Grísmnes- og Grafningshrepps frá 04.04.2018, sem var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.04.2018 um breytingu á deiliskipulagi frístundalóða við Þingvallavatn, Nesjavellir 1-13.
Skipulagsnefnd felur lögfræðingi sveitarfélagsins og skipulagsfulltrúa að svara nefndinni og senda inn gögn sem málið varðar.
23. Holtabyggð 112 L198544: Breyting á byggingarreit: Deiliskipulagsbreyting – 1806016
Lögð er fram umsókn Fögrusteina ehf dags og Fjólu I. Kjartansdóttur dags. 08.06.2018. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Syðra Langholti IV. Breytingin felur í sér að byggingarreitur á lóð nr. 112 er stækkaður til að koma húsi á grúspúða sem er kominn. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir skv. núgildandi skipulagi frá árinu 2006.
Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.
24. Löngudælaholt lóð 21 (L166670): Tilkynningarskyld framkvæmd: Aðstöðuhús – 1805072
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 25.05.2018 frá löggildum hönnuði Árna G. Kristjánssyni fyrir byggingu aðstöðuhúss sem verður samtals 38,5 m2 á lóðinni Löngudælaholt lóð 21, Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samkvæmt fasteignaskrá er 50 m2 sumarhús og er lóðin er skráð 5000m2 að stærð. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt aðstöðuhús í samræmi við umsókn og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þó með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum nr. 19 og nr. 22, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25. Kálfhóll 2 lnr 166477: Kálfhóll 2A og Kálfhóll 2 Árfarvegur: Stofnun lóða – 1712019
Lögð fram að nýju umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 12. desember 2017, þar sem lagður er fram uppfærður hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun jarðarinnar Kálfhóll 2 L166477 og skiptingu hennar í tvo hluta. Nýja landeignin fær heitið Kálfhóll 2A og er samtals 117,7 ha og samanstendur af tveimur spildum. Eftir skiptin er heildarstærð jarðarinnar Kálfhóls 2 L166477 samtals 117,9 ha og samanstendur af þremur spildum. Sá hluti árfarvegar Þjórsár, sem liggur undan landi jarðarinnar út í miðjan farveg, skiptist jafnt á milli Kálfhóls 2 og Kálfhóls 2a, u.þ.b. 41 ha hvor um sig. Eignarhluti í árfarveginum er ekki inn í uppgefinni stærð landeignanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og stærð jarðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna. Jafnframt er ekki gerð athugasemd við skiptingu jarðarinna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
26. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 80 – 1805006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. maí 2018.
26.1 1805062 – Jaðar 1 (L166785): Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús
26.2 1805070 – Kiðjaberg lóð 129 (L201719): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsluskýli
26.3 1805060 – Villingavatn (L170960): Stöðuleyfi: Gámur
26.4 1805064 – Kóngsvegur 7 (L169464): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging
26.5 1805068 – Kiðjaberg lóð 125 (L202124): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
26.6 1805074 – Borgarbraut 5 (L204149): Tilkynningarskyld framkvæmd; Íbúðarhús – viðbygging
26.7 1805072 – Löngudælaholt lóð 21 (L166670): Tilkynningarskyld framkvæmd: Aðstöðuhús
26.8 1703029 – Árbakki: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun íbúðarhúss
26.9 1804045 – Sandskeið G-Gata 9 (170727): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
26.10 1805031 – Lindargata 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
26.11 1805036 – Brekka lóð (L167210): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 12
26.12 1805037 – Brekka lóð (L167210: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 13
26.13 1804084 – Friðheimar (167088): Umsókn um byggingarleyfi: Vélageymsla
26.14 1805063 – Furustekkur 7 (L170564): Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd: Kvistar á sumarhús
26.15 1805069 – Gamlatún 9 (L215987); Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
26.16 1708062 – Dynjandisvegur 38: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með bílskýli
26.17 1805071 – Iða 2 lóð (L200300): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla
26.18 1805047 – Fljótshólar lóð (165476): Umsókn um niðurrif: Sumarhús mhl 01
26.19 1805039 – Þórsstígur 17 (198172): Umsögn um rekstrarleyfi: Gististaður
26.20 1805078 – Nónsteinn (L166533): Umsögn um rekstrarleyfi
26.21 1804068 – Austurey 1 (167622): Umsögn um rekstrarleyfi: Gististaður
26.22 1804073 – Reykjavellir (167436): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting
26.23 1805003 – Myrkholt lóð 1 (217197): Umsögn um rekstrarleyfi: Gistiskáli
26.24 1805081 – Dalbraut 6 (L167846): Umsögn um rekstrarleyfi: Veitingastaður

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Halldóra Hjörleifsdóttir    Helgi Kjartansson
 Ingibjörg Harðardóttir    Nanna Jónsdóttir
 Rúnar Guðmundsson    Berglind Sigurðardóttir