Skipulagsnefnd fundur nr. 157 – 24. maí 2018

Skipulagsnefnd – 157. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  Þingborg, 24. maí 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Berglind Sigurðardóttir Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Berglind Sigurðardóttir, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.
Krókur land L208423: Hlíð: Breytt heiti lóðar – 1805011

Lagt fram bréf umsækjanda dags. 15.05.2018 vegna fyrri umsóknar dags. 23.04.2018 þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir að nafn lóðar Krókur land lnr. 208423 verði breytt í Hlíð. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðin fái heitið Hlíð.

2.
Jarðstrengslögn í Ásahreppi: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Aðalskipulagsbreyting – 1805012

Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu að breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps. Breyting felur í sér að sett er inn allt að 3 ha iðnaðarsvæði fyrir tengivirki í landi Lækjartúns ásamt tengingu við Suðurlandsveg. Einnig er Selfosslína 2 felld út og gert ráð fyrir 66kV jarðstreng í stað hennar. Lagnaleið innan Ásahrepps er um 10 km löng.

Lagt fram til kynningar þar sem ekki liggur ekki fyrir samþykki landeigenda.

3.
Lækjartún: Ásahreppur: Tengivirki vegna jarðstrengs: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Deiliskipulag – 1805013

Lögð er fram lýsing deiliskipulags Eflu verkfræðistofu vegna fyrirhugaðs tengivirkis í Landi Lækjartúns í Ásahreppi. Fyrirhuguð er bygging tengivirkishúss, norðan Suðurlandsvegar. Afmörkuð verður lóð fyrir tengivirkið og settir byggingarskilmálar fyrir það. Aðkoma að tengivirkinu verður af Suðurlandsvegi, austan Kálfholtsvegar ( nr. 288 ) og um nýjan aðkomuveg.

Lagt fram til kynningar. Ekki liggur fyrir samþykki landeiganda. Óskað er eftir nánari upplýsinum um umfangi umrædds tengivirkis

4.
Miðmundarholt 1-6: Ásahreppur: Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis: Aðalskipulagsbreyting – 1804005

Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breyttrar notkunar lóðar þar sem heimiluð verði heimagisting í flokki II sbr. reglugerð 1277/2016, á íbúðarsvæði Í3, á Miðmundarholti í landi Króks í Ásahreppi. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í dag.

Í ljósi umfangs er málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

 

5.
Miðmundarholt 1-6: Ásahreppur: Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis: Deiliskipulagsbreyting – 1805050

Lögð er fram tillaga Eflu verkfræðistofu dags. 9. maí 2018 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðmundarholt í Ásahreppi. Á hverri lóð verður heimilað að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús. Einnig verður heimilt að byggja annaðhvort allt að 500m2 skemmu eða 450m2 skemmu og allt að 80m2 gestahús. Heimiluð er gisting fyrir allt að 8 manns á hverri lóð.

Í ljósi umfangs er málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

6.
Laufás L201664: Aukið byggingarmagn: Fyrirspurn – 1805044

Lögð er fram umsókn Steins Loga Björnssonar dags. 16.05.2018. Óskað er eftir að byggja 200 m2 hesthús/geymslu á jörðinni Laufás lnr. 201664, innan byggingareits sem er tilgreindur á uppdrætti. Skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 37057 m2 að stærð. Fyrir er íbúðarhús sem er skráð 147,6 m2 að stærð. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af lóðinni.

Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að hægt sé að veita byggingarleyfi í samræmi við fyrirspurn að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið.

7.
Þingvallavegur (36-04): Endurbætur milli Þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallaveg: Framkvæmdaleyfi – 1708019

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 26. febrúar 2018, um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Svartagili. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fyrirhuguð efnistaka nemur 30.000 m2 af efni úr námunni í Svartagili. Efnið verður nýtt í endurbætur á Þingvallavegi 36-04 milli Þjónustustöðvar Þingvalla og syðri gatnamóta við Vallarveg, en samþykkt var að veita framkvæmdaleyfi vegna þeirrar framkvæmdar á fundi sveitarstjórnar þann 5. apríl sl. Framkvæmdaleyfi hefur þó ekki verið gefið út. Tilgangur þeirra framkvæmda er að gera veginn í stakk búinn að bera þá umferð sem um hann fer, með því að bæta burðarþol hans, og þannig auka umferðaröryggi.

Afgreiðslu frestað þar til nýtt aðalskipulag Bláskogabyggðar hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

8.
Lindarskógur 6-8: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504050

Lögð er fram á ný, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lindarskógur 6-8 á Laugarvatni. Breytingin felst í að byggingarreitur lóðar Lindarbrautar 6 lnr. 167840 verði stækkaðar um 22 m í átt að götu og verða þá 4,2 m frá húsi að lóðarmörkum. Einnig að byggingarreitur stækki um 15 m til austurs. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

9.
Syðri-Reykir 2 lnr 167163: Ýmsar byggingar ásamt ferðaþjónustuhúsi: Deiliskipulag – 1804006

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu deiliskipulagstillaga í landi Syðri Reykja 1. lnr. 167163. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 500 fm gróðurhús, 120 fm vélaskemmu auk tveggja, allt að 120 fm, húsa fyrir ferðaþjónustu. Á landinu er þegar fyrir gamalt íbúðarhús (193,2 fm) og geymsla (180 fm). Fyrir liggur athugasemd sem barst með tölvupósti 23.04.2018.

Frestað. Óskað er eftir að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa á þá leiðað að byggingarreitur verði minnkaður. Óskað er eftir gögnum sem sýna staðfestingu á kvöð um aðkomu í gegnum Syðri-Reykja 4.

10.
Skálabrekka lóð lnr 170780: Staðfesting á afmörkun lóðar – 1803027

Lagt fram uppfært lóðablað dags. 09.05.2018 sem sýnir afmörkun lóðarinnar Skálabrekka lóð lnr. 170780. Lóðin er skráð 5000m2 í Fasteignaskrá Íslands en er samkvæmt lóðarblaði 6.577 m2 að stærð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og stærð lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda lóðarhafa aðliggjandi lóða á lóðarmörkum. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

11.
Melur L224158: Byggingarreitur B-1: Stækkun húss: Deiliskipulagsbreyting – 1805045

Lögð fram umsókn Geysisholts ehf dags. 14.05.2018 um breytingu á núgildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Mela úr landi Einiholts 1 land 1 í Bláskógabyggð lnr. 224158. Breytingin felur í sér að heimilað verði að byggja allt að 450 m2 þjónustuhús í stað 350m2 vegna ferðaþjónustu. Að öðru leyti haldast sömu skilmálar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna, sem að mati nefndarinnar er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þó með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.

12.
Kjóastaðir 1 land 2 L220934: Fjölgun húsa á lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1805056

Lögð er fram umsókn Eflu verkfræðistofu og Skjóts ehf. dags. 18.05.2018. Óskað eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjóastaðir 1 land 2 L220934. Fyrirhugað er bygging tveggja íbúðarhúsa fyrir starfsmenn ferðaþjónustu sem þar er fyrir.

Samkvæmt aðalskipulagi er spildan á skilgreindu svæði verslunar- og þjónustu.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að unnið verði að breytingu deiliskipulagsins.

13.
Aphóll 4 L221651: Apavatn 2 L167621: Sameining landeigna – 1805055

Lögð er fram umsókn Guðmundar Valssonar f.h. eigenda Apavatns 2 og 4. dags. 15.08.2018. Óskað er eftir að sameina lóðina Aphóll 4, lnr. 221651 við uppruna jörðina Apavatn 2 lnr. 167621. Fram kemur í umsókn að vegna nálægðar við veg yrði byggingarreitur óásættanlega lítill.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðin verði sameinuð við uppruna land eins og fram kemur í umsókn.

14.
Fellsendi land L222604: Hafnað að breyta í lögbýli: Umsagnarbeiðni – 1805058

Lagt fram bréf dags. 05.05.2018 þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógarbyggðar vegna stofnunar lögbýlis á Fellsenda land lnr. 222604.

Skipulasgnefnd vísar afgreiðslu til sveitastjórnar.

15.
Reykjavegur 1 L167271: Bygging á lóð: Fyrirspurn – 1805057

Lögð fram fyrirspurn Andreu D Færseth dags. 18.05.2018 um hvort byggja megi timburhús samtals 26m2 á lóðinni Reykjavegur 1 lnr. 167271 í Bláskógabyggð. Skv. fasteignaskrá er hús fyrir sem er samtals 53m2. Lóðin er skráð í fasteignaskrá 20.000m2 að stærð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði 26m2 hús og mælir með að sótt verði um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

16.
Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 – 1505037

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunnar til kynningar dags. 16.05.2018 þar sem fram kemur að stofnunin samþykkir að staðfesta Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2017 þegar útprentuð gögn hafa borist.

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd fagnar staðfestingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar.

17.
Árheimar (áður Hólmasel 2) lnr. 225221: Deiliskipulag – 1708068

Lögð er fram, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga fyrir Árheima lnr. 225221 (áður Hólmasel) sem nær til um 14,4 ha spildu úr landi Hólmasels 2. Heildarstærð landsins er 58,1 ha og er það skráð sem lögbýli sem fá mun nafnið Árheimar.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu hesthúss og reiðskemmu, allt að 300 fm íbúðarhúss á 1 – 2 hæðum auk þriggja allt að 150 fm starfsmanna-/gestahúsa. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.
Stóra-Ármót L166274: Rannsóknarboranir: Framkvæmdaleyfi – 1805049

Lögð er fram umsókn Selfossveita dags. 11.05.2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyrir rannsóknarboranir í landi Stóra Ármóts lnr.166274. Fram kemur í umsókn að Selfossveitur hafi nýlega skrifað undir samning við Búnaðarsamband Suðurlands um útvíkkun á vinnslu og leitarsvæði jarðhita í landi Stóra Ármóts. Þessi samningur er viðbót við núverandi samning frá árinu 2000 en Selfossveitur hafa verið með vinnslu á svæðinu síðan þá.

Áætlað er að byrjað verði á tveim holum sem tilgreindar eru nánar í meðfylgjandi skýrslu ÍSOR en stefnt verður á fleiri holur á næstu misserum.

Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag svæðis leggur nefndin til að leita verði umsagna skv. gr. 5.11.2 skipulagreglugerðar hjá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Fiskistofu.

19.
Leyndarholt lnr. 224673: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1709036

Lögð er fram, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi sem nær til 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða lnr. 168233 sem kallast Leyndarholt lnr. 224673. Stofnað hefur verið lögbýli á landinu og samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, hesthúss og skemmu. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerir engar athugasemdir.

Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.
Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Uppbótarhola NJ-30: Framkvæmdaleyfi – 1804072

Lögð fram að nýju umsókn Orku náttúrunnar um framkvæmdarleyfi til borunar á uppbótarholu NJ-30 með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða Nesjavallavirkjunar.

Fyrir liggur umsögn frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin telur að það hafi verið gert ráð fyrir borun NJ-30 í áðurnefndu mati frá árinu 2000. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við umbeðið framkvæmdarleyfi.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi verði veitt til borunnar á uppbótarholu NJ-30 í samræmi við umsókn.

21.
Nesjavallavirkjun 170925: Tilraunaniðurrennsli: Hola NJ-18: Framkvæmdaleyfi – 1804051

Lögð er fram á nýju umsókn Orku náttúrunnar kt. 521213-0190, dags. 11.04.2018, um tímabundið framkvæmdaleyfi fyrir yfirborðslögn frá niðurrennslisveitu ( NN-7) að holu NJ-18 vegna niðurrennslis í jarðhitageyminn, í tilraunaskyni.

Fyrirliggja jákvaðar umsagnir frá Skipulagsstofnun, Umhverfsistofnun og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir framkvæmdinni.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að veitt verði framkvæmdarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsagnir.

22.
Hæðarendi lnr. 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Deiliskipulag – 1602041

Lögð fram að nýju endurskoðuð deiliskipulagstillaga, dags. 7.05.2018 um baðstað í landi Hæðarenda lnr. 168254 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

23.
Austurbrúnir 11 L189681 og 13 L190427: Breyting á lóðamörkum og byggingarreitum: Deiliskipulagsbreyting – 1805043

Lögð fram umsókn Margrétar Pétursdóttur, dags. 15.05.2018. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs í Grímsnesi. Breytingin felur í sér að mörk lóða milli Austurbrúna 11 lnr. 189681 og Austurbrúna 13 lnr. 190427 færast um 10 metra til vestur, þannig að lóð nr. 11 minnkar úr 6.730 m2 í 5.947m2 og lóð nr. 13 stækkar úr 6.417 m2 í 7.396 m2. Byggingarreitir færast sem því nemur og verða 10 metra frá lóðamörkum.

Að mati skipulagsnefnda er breytingin óveruleg og leggur til aö hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

24.
Þverholtsvegur 10 L169596: Óbyggileg lóð: Breytt notkun lóðar – 1805046

Lögð er fram umsókn Stefaníu Flosadóttur dags. 09.05.2018. Óskað er eftir breytingu á notkun lóðar Þverholtvegur 10 lnr. 169596 í nytjaland sem í dag er skráð sem frístundarlóð. Fram kemur í umsókn að rafmagnslína gangi þvert yfir landið og er því ekki nothæft til sumarhúsabyggingar.

Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verði hafnað.

25.
Minni-Borg 168263: Minni-Borg 2: Stofnun lóðar – 1804011

Lagt fram lagfært lóðablað dags. 17.05.2018 sem sýnir afmörkun 29,2 ha lóðar úr landi Minni-Borgar lnr. 168263 og Minni- Borg golfvöllur lnr. 208755. Gert ráð fyrir að hún fái heitið Minni-Borg 2.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta stærð og afmörkun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

26.
Neðan-Sogsvegar 14 L169341: Norðurkot: Deiliskipulagsbreyting – 1805051

Lögð er fram umsókn Herdísar Kjartansdóttir dags. 15.05.2018. Óskað er eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi Neðans-Sogsvegar lóð 14 lnr. 169341. Breytingin snýr að því að settur er inn byggingarreitur á lóð 14 ásamt því að lóðin er nú afmörkuð í samræmi við samþykkta afmörkun skv. lóðarblaði dags. 10.02.2017.

Afgreiðslu frestað lagfæra þarf gögn í samráði við Skipulagsfulltrúa.

27.
Snæfoksstaðir lóð 100 L169639: Breytt nýtingarhlutfall lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805054

Lögð er fram umsókn Einars Vals Oddsonar dag. 17.05.2018 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Rauðhólahverfis í landi Snæfoksstaða í Grímsnesi. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall á Snæfoksstaðarlóð nr. 100 lnr. 169639, sem í dag er 0,03 verður 0,05. Skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 8400 m2 að stærð.

Að mati nefndarinna er breytingin óveruleg og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna. Óskað er eftir að heiti lóðanna 99-104 verði breytt til samræmis reglugerðar um skráningu staðfanga 557/2017

28.
Grafningsvegur efri (nr.360-02): Endurbygging og lagning slitlags milli Nesjavalla og Hagavíkur: Framkvæmdaleyfi – 1805053

Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 11.05.2018 ásamt greinargerð dags. 07.05.2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri (nr. 360-02) frá Nesjavöllum og rétt lengra en Hagavík. Fram kemur í umsókn að áformað er að hefja framkvæmdir með vorinu og að þeim ljúki haustið 2018.

Fyrirhuguð efnistaka verður við Stangarhyl en ekki liggur fyrir framkvæmdarleyfi. Málinu var frestað 22.02.2018. Þar sem fyrirhuguð efnistaka úr þessari námu er orðin meiri en 50.000 m3 þarf að tilkynna hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdarleyfi við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi.

29.
Birkibyggð 3 L224617: Breytt byggingarmagn á lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1805052

Lögð fram umsókn Hildar Sigurðardóttur og Brynjars Berg Jóhannssonar. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða lóðina Birkibyggð 3 lnr. 224617 sem skv. fasteignaskrá er skráð 3.950 m2 að stærð. Fram kemur í umsókn að samkvæmt sérákvæðum lóða í Birkibyggð er leyfi fyrir einnar hæðar húsi með risi að hámarki 5,5 m mæni. Sótt er um leyfi fyrir niðurgröfnum kjallara að því vísu að nýtingarhlutfall verði virt.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

30.
Skarð 2 L166595: Stofnun frístundalóðar: Deiliskipulag – 1805048

Lögð er fram umsókn Benedikts Björgvinssonar dags. 15.05.2018 þar sem er óskað eftir að deiliskipuleggja nýja frístundalóð í landi Skarðs 2, lóð 4 lnr. 166595. Um er að ræða lóð sem er 7020 m2 að stærð og er staðsett 350m norðaustan bæjartorfunnar í Skarði. Jafnframt er óskað eftir stofnun lóðar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41 gr. Leita þarf umsagna Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Mælt er með að lögð verði fram tillaga að heiti aðkomuvegar sem liggur líka að lóð 3.

31.
Álfsstaðir II: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1805026

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags. 08.05.2018 til að byggja íbúðarhús 126,7 m2 á tveimur hæðum á jörðinni Álfastöðum II lnr. 215788 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Jörðin er skráð 9,8 ha í fasteignaskrá Íslands.

Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að hægt sé að veita byggingarleyfi í samræmi við umsókn að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið.

32.
Stekkur lnr 166686: Skarð 1 lnr 174781: Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar – 1802006

Lögð fram beiðni um að lóðin Skarð lnr 166686 fái heitið Skarðstekkur. Búið er að samþykkja afmörkun lóða en heitið Stekkur var ekki samþykkt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við aða lóðin fái heitið Skarðstekkur.

33.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 79 – 1805002F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. maí 2018.
33.1
1706015 – Hrútur 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús
33.2
1805040 – Kópsvatn 1 borhola L226869 (Kópsvatn 1 L 166792): Umsókn um byggingarleyfi: Skemma
33.3
1804034 – Hrepphólar (166767): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús
33.4
1804090 – Kluftir (166791): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús
33.5
1805035 – Galtaflöt 2 (L200920): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.6
1804022 – Unnarholtskot 1 (166837): Stöðuleyfi: Vinnuskúr
33.7
1805032 – Valgeirsbraut 1: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús
33.8
1805034 – Lyngborgir 21 (L225958): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.9
1805033 – Skyggnisbraut 19 (L168844): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.10
1805030 – Kjarrengi 2: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging
33.11
1804095 – Grýluhraun 10 (202173): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.12
1804080 – Suðurkot lóð (220998): Tilkynningarkyld framkvæmd: Gestahús
33.13
1804065 – Stapi lóð 5 (203840): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.14
1805028 – Goðhólsbraut 1: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús
33.15
1804052 – Kiðjaberg lóð 30: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging
33.16
1805026 – Álfsstaðir II: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús
33.17
1805041 – Hamarsheiði II lóð 4 (L208845): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús
33.18
1805002 – Snorrastaðir lóð (168129): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.19
1804015 – Brúarvirkjun stöðvarhús ( 226637) (Gil lnr. 222982): Umsókn um byggingarleyfi: Stöðvarhús
33.20
1804016 – Brúarvirkjun stífla austur (226636) (Gil 222982): Umsókn um byggingarleyfi: Inntakshús
33.21
1805025 – Rjúpnabraut 9: Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi fyrir sumarhús
33.22
1805027 – Brekkuheiði 76: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús
33.23
1802025 – V-Gata 32: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús
33.24
1803008 – Ástún: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – viðbygging
33.25
1704022 – Drumboddsstaðir land: Umsögn um rekstrarleyfi
33.26
1709137 – Hnaus land 1 lóð: Umsögn um rekstrarleyfi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Árni Eiríksson
Björgvin Skafti Bjarnason
Gunnar Þorgeirsson
Helgi Kjartansson
Nanna Jónsdóttir
Halldóra Hjörleifsdóttir