Skipulagsnefnd fundur nr. 156 – 11. maí 2018

Skipulagsnefnd – 156. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  Flúðir, 11. maí 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Berglind Sigurðardóttir Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Berglind Sigurðardóttir, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur

 Krókur land L208423: Hlíð: Breytt heiti lóðar – 1805011

Lögð er fram umsókn Loryane Bjarkar Jónsdóttur dags. 23.04.2018 þar sem óskað er eftir breytingu á heiti lóðarinnar Krókur land lnr. 208423 í Hlíð. Skv upplýsingum frá umsækjanda lýsir nafnið lóðinni vel sem er hlíð í landslaginu sem snýr í suðurátt.
Afgreiðslu er frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.
2. Jarðstrengslögn í Ásahreppir: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Aðalskipulagsbreyting – 1805012
Tekin er fyrir umsókn Landsnets dags. 05.04.2018 um breytingu á Aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar lagningu jarðstrengs til styrkingar á raforkukerfi Suðurlands.

Áformað er að leggja Selfosslínu 2 að hluta í jörð milli Hellu og að tengivirkinu við Þjórsá. Jarðstrengurinn kemur til með að fylgja Suðurlandsvegi í gengum Ásahrepp og Rangárþyng ytra en ekki hefur verið ákveðið hvoru megin þjóðvegar strengurinn muni liggja. Einnig mun vestur hluti Selfosslínu 2 verða tengdur inn í áðurnefnt tengivirki. Með breytingunni verður því Selfosslína 2 felld út af skipulagi á umræddu svæði og gert ráð fyrir jarðstreng með Suðurlandsvegi í stað loftlínu. Einnig verður sett inn iðnaðarsvæði fyrir byggingu tengivirkis í landi Lækjartúns sem í dag er skrá sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi í samræmi við umsókn. skilyrði er að samþykki liggi fyrir við landeigendur.
3. Lækjartún: Ásahreppur: Tengivirki vegna jarðstrengs: Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi: Deiliskipulag – 1805013
Tekin er fyrir umsókn Landsnet dags. 04.05.2018 þar sem óskað er eftir að hefja vinnu deiliskipulags í landi Lækjartúns lnr. 165306 samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu jarðstrengs til styrkingar raforkukerfi Suðurlands.

Áformað er að leggja Selfosslínu 2 að hluta í jörð milli Hellu og að tengivirkinu við Þjórsá. Jarðstrengurinn kemur til með að fylgja Suðurlandsvegi í gengum Ásahrepp og Rangárþyng ytra en ekki hefur verið ákveðið hvoru megin þjóðvegar strengurinn muni liggja. Einnig mun vestur hluti Selfosslínu 2 verða tengdur inn í áðurnefnt tengivirki. Með breytingunni verður því Selfosslína 2 felld út af skipulagi á umræddu svæði og gert ráð fyrir jarðstreng með Suðurlandsvegi í stað loftlínu. Einnig verður sett inn iðnaðarsvæði fyrir byggingu tengivirkis í landi Lækjartúns sem í dag er skrá sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð í samræmi við umsókn, með fyrirvara um samþykki landeiganda.
 

 

4.

 

Bláskógabyggð

Friðheimar (167088): Umsókn um byggingarleyfi: Vélageymsla – 1804084

Lögð er fram umsókn Knútar Rafns Ármanns dags. 25.04.2018 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi samtals 635,8 m2. Jörðin Friðheimar lnr. 167008 er 4 ha að stærð skv. fasteignaskrá. Fyrir er byggingarmagn samtals 6.478,7 m2.
Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þó með fyrvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44 gr skipulagslaga 123/2010.
5. Sólvangur (167434): Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús – 1804091
Lögð er fram umsókn Dóru Björg Marinósdóttur dags. 25.04.2018 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús sem verður samtals 49,4 m2 á lóðinni Sólvangur 167434 í Reykholti. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 7,7 ha að stærð fyrir er einbýlishús sem er 196,8 m2 og bílskúr sem er 108 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði aðstöðuhús í samræmi við umsókn og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þó með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Heiðarbær lóð 170216: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging og geymsla – 1505023
Lagt fram svar umsækjanda dags. 02.05.2018 við bréfi Ríkiseigna dags.10.10.17 vegna umsóknar Péturs Jóhannssonar dags. 05.05.2017 um byggingarleyfi fyrir stækkun frístundahúss á lóðinni Heiðarbær lóð lnr. 170216 úr 64 fm í 225,6 fm auk 32 fm geymslu. Lóðin er skráð 13.000 fm að stærð.
Breyting hefur þó orðið á umsókn þar sem heildarbyggingarmagn hefur farið niður í 248,7 m2.
Með vísan í umsögn Ríkiseigna er leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
7. Austurey I og III: Vagnabraut: Breytt heiti vegar, stækkun bílastæða og tilfærsla lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805019
Lögð er fram umsókn Kjartans Lárussonar dags.25.04.2018 um tillögu að breytingu að deiliskipulagi á frístundasvæði í landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að hluti vegar sem áður hét Illósvegur verður Vagnabraut. Lóð undir smáhýsi verður merkt nr. 2 og óbyggð lóð verður merkt nr. 4 ásamt því að hún færist að Vagnabraut. Gerð eru 6 bílastæði með aðkomu frá Vagnabraut að smáhýsum og stærra bílastæði við lóð nr 4 fyrir allt að 22 bíla.
Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og leggur til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna. Leita þarf umsagna Heilbriðiseftirlits Suðurlands.
8.  Austurey I og III: Illósvegur 6: Stækkun byggingarreits og lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805020
Lögð er fyrir umsókn Kjartans Lárussonar dags. 25.04.2018 á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Illósvegar 6 í landi Austureyjar III. Breytingin felur í sér stækkun lóðar úr 1869m2 í 7672m2. Auk þess sem byggingarreiturinn stækkar um 30 metra til austurs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og samþykkir að grenndarkynna hana fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.  Illósvegur 6 : Austurey III: Breytt notkun í íbúðarhúsalóð: Aðalskipulagsbreyting – 1805021
Lögð er fyrir umsókn Kjartans Lárussonar dags. 25.04.2018 um breytingu á deiliskipulagi í landi Austureyjar 1-3. Um er að ræða breytingu á skráningu lóðar við Illósveg 6 í landi Austureyjar III sem er skráð sem frístundarsvæði í dag skv. aðalskipulagi í íbúðarhúsalóð.
Forsenda þessa að breyta megi lóðunum úr frístundarbyggð í íbúðarhúsalóð er að bæði aðal- og deiliskipulaginu verði breytt. Ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi er vísað til ákvörðunar sveitarstjórnar.
10. Lindarbraut 4 lnr 167852: Minnkun á lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1805008
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Landform dags. 04.05.2018 sem nær til lóðarinnar Lindarbraut 4 lnr. 167852. Breytingin felst í því að lóðin minnkar úr 7197 m2 í 5977m2. Hluti núverandi bílastæða á lóðinni verða að almennum bílastæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,65 í 0,78 og leyfilegt byggingarmagn verður sem áður 4.678m2.
Aðkoma að lóðinni helst óbreytt
Að mati skipulagsnefnda er breytingin óveruleg og leggur til aö hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

 

 

11.

Flóahreppur

Austur-Meðalholt (L188172): Umsókn um byggingarleyfi: Íslenski torfbærinn – 1805005

Lögð er fram umsókn Hannesar Lárussonar dags. 30.04.2018 um byggingarleyfi. Óskað eftir flutning sumarhússins Laxabakka í Öndverðarnesi 2 í Grímsnesi lnr. 170095 að Austur-Meðalholtum lóð lnr. 188172 í Flóahreppi, stærð lóðarinnar er 9,9 ha. Húsið verður endurbyggt með viðbótum á steinsteyptum undirstöðum á lóð íslenska bæjarins. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að húsið verði flutt á lóðina og endurbyggt í upphaflegri mynd í samráði við Minjastofnun og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á að grenndarkynningu. 
12. Hnaus 2 192333: Ýmsar lagfæringar ásamt leiðréttingu á lóðarmörkum: Deiliskipulagsbreyting – 1804007
Lögð að ný fram umsókn Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnssonar dags. 19. mars 2018 um breytingu á deiliskipulagi í landi Hnauss 2. Í breytingunni felst að afmörkuð er neysluvatnsborhola ásamt brunn- og grannsvæði, lóðarmörk lóða 1-4 breytast lítillega, byggingarreitur hótels stækkar og jarðhýsi og hreinsivirki staðsett innan byggingarreit auk umfjöllunar um efnistöku. Málinu var frestað 10.04.2018 þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands lægi fyrir. Umsögn Heilbrigðiseftirlitsins liggur nú fyrir er búið að uppfært vatnsverndarsvæði til samræmis við þeirra umsögn og lagfæra bílastæði.
Skipulagsnefnd leggur til að útsýnispallur verður hluti af deiliskipulagstillögu sem liggur fyrir að auglýsa skv. lið 12 í fundargerð.
13. Mosató 3 hótel (225133): Umsókn um byggingarleyfi: Útsýnispallur – 1804060
Lögð er fyrir umsókn 360 gráður ehf dags. 17.04.2018 um byggingarleyfi fyrir 200 m2 útsýnispalli fyrir ferðafólk og gesti hótels. Pallurinn mun rísa um 4,5 metra yfir nærumhverfið. Pallurinn er innan byggingarreits hótelsins. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið dags. 16.06.2016
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að byggður verði útsýnispallur innan byggingarreits og mælir með að umsókn verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þó með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
  

14.

Grímsnes- og Grafningshreppur

 Sólbrekka: Frístundabyggð: Syðri-Brú: Deiliskipulag – 1802028

Lögð fram tillaga deiliskipulags frístundahúsasvæðis úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a. Um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð. Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðarmörk innan svæðis, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýju lóðum.

Samhliða er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar sem bendir á að frístundalóðirnar 6 í landi Syðri Brúar eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag, þar sem þær eru ekki á skilgreindu frístundasvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. Miðað við stærð umrædds svæðis, landnotkun í nágrenni þess og stefnumörkun um frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi telur nefndin að breytingin á aðalskipualgi sé óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagsslaga.
15. Göltur lnr 168244: Stofnun nýrrar lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805016
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Galtar lnr. 168244. Í breytingunni felst að afmörkuð er ný lóð, samtals 3,9ha að stærð. Nýja lóðin liggur að austurmörkum lóðarinnar Göltur land 1 lnr. 201657. Gert er ráð fyrir frístundhúsi allt að 300m2, gesthúsi allt að 60m2, bílskúr allt að 110m2 og bátaskýli allt að 180m2 að stærð. Byggingarreitur er skilgreindur 10 metrar frá öllum lóðarmörkum en 50 metra frá Hestvatni. Aðkomuvegur að lóðinni er frá vegi sem liggur að lóð með lnr. 201657.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. Ekki er talin þörf á að grenndarkynningu.
16.  Hraunbraut 6 lnr 213336 og 8 lnr 213337: Breyttur byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1805010
Lögð er fyrir umsókn Pálmars K Sigurjónssonar ehf. dags. 06.05.2018 þar sem óskað er eftir að byggingarreitur verður færður til. Breytingin felst nánar tiltekið í að byggingarreitum á lóðum 6, 6a og 8, 8a, 8b við Hraunbraut í Borg í Grímsnesi verður færður til 5 metra frá lóðarmörkum í stað 10m.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna, sem að mati nefndarinnar er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
17. Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag – 1804009
Lögð er fram lýsing deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Írafossstöðvar, Ljósafosstöðvar og Steingrímsstöðvar. Aðkoma að öllum stöðvunum er af Þingvallarvegi.

Skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir stöðvunum þremur í aðalskipulagi og einnig háspennilínum að þeim og frá. Einnig er gert ráð fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæðum og svæðum á náttúrminnjakskrá.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulaginu til samræmis við umsókn. Að mati nefndarinnar er hún veruleg og mælir með sveitastjórn samþykki að kynna hana skv. 1. Mgr, 36. Gr skipulagsalaga 123/2010.
18.  Suðurheiðarvegur 8-10 lnr. 169456: Breytt stærð lands og innri afmörkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1710034
Lögð er fram að ný skv. beiðni lóðarhafa umsókn um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Suðurheiðarvegar 8-10.
Ekki liggur fyrir samþykki allra eiganda aðliggjandi lóða fyrir hnitsetningu útmarka lóðanna. Óskað er eftir úrræðum til að klára málið.
Skipulagsnefnd leggur til að málið verði grenndakynnt fyrir eigendum aðliggjandi lóða. Ekki er talin þörf á að kynna breytingarna fyrir þeim lóðarhöfum sem þegar hafa gefið samþykki sitt.
19.  Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Deiliskipulag – 1602041
Lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga dags. 07.05.2018 að baðstað í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi til samræmis við ábendingar frá Skipulagsstofnun dags. 06.04.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta tillögu en þar sem ólíklegt er að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda áður en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út leggur skipulagsnedndin til við sveitarstjórn að auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlandi.
20.  Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag – 1804008
Lögð er fram lýsing deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Írafossstöðvar, Ljósafosstöðvar og Steingrímsstöðvar. Aðkoma að öllum stöðvunum er af Þingvallarvegi.

Skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir stöðvunum þremur í aðalskipulagi og einnig háspennilínum að þeim og frá. Einnig er gert ráð fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæðum og svæðum á náttúrminnjakskrá.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulaginu til samræmis við umsókn. Að mati nefndarinnar er hún veruleg og mælir með sveitastjórn samþykki að kynna hana skv. 1. Mgr, 36. Gr skipulagsalaga 123/2010.
  

21.

 Hrunamannahreppur

 Efra-Sel: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1801059

Lögð er fram umsókn Halldóru Halldórsdóttur og Unnsteins Loga Eggertssonar dags. 04.05.2018. Óskað er eftir afgreiðslu á skipulagslýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða skipulag fyrir um 2,8 ha svæði á Efra-Seli, sem afmarkast af landmörkum milli Syðra-Sels og Efra Sels til vesturs. Innan reitsins er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels, en fyrir er golfskáli með veitingasal, tvær skemmur og fjögur íbúðahús. Í aðalskipulagi er skipulagssvæðiðr skilgreint sem VÞ5 þar sem gert er ráð fyrir veitinga- og gistiþjónustu og umhverfis er ÍÞ1 sem er skilgreint sem íþróttamannvirki utan þéttbýlis í tengslum við ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22. Varmalækur lnr. 166905: Stofna 3 nýjar lóðir: Deiliskipulag – 1805014
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Varmalæk lnr. 166907. Skipulagssvæðið nær til austasta hluta jarðarinnar og er um 2.2 ha að stærð. Gert er ráð þremur íbúðarhúsalóðum þar sem heimilt er að byggja allt að 350m2 íbúðarhús og 60m2 gestahús/geymslu. Einnig er gert ráð fyrir lóð undir hesthús allt að 250m2. Vegtenging við þjóðveg og að skipulagssvæðinu breytist lítilega.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þó með fyrirvara um að gögn verði lagfærð lítilega í samráð við skipulagsfulltrúa. Leita skal umsagna Vegagerðarinnar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
23.  Melar lnr 166840: Flúðir: Miðsvæði og garðyrkjulóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1803010
Lögð fram að nýju umsókn Guðjóns Birgissonar og Sigríðar Helgadóttur dags. 19.02.2018 um breytingu á deiliskipulagi á Flúðum. Breyting hefur orðið á deiliskipulaginu þar sem nú er einungis gerð tillaga að þremur húsum í stað tíu. Skv. aðalskipulagi Hrunamannahrepps er þetta landbúnaðarsvæði í þéttbýli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þó með fyrvara um að gögn verði lagfærða lítlega í samráð skipulagsfulltrúa. Leita skal umsagna Vegagerðarinnar, Minjastofnunar og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Skeiða og Gnúpverjahreppur

24. Hólaskógur: Afmörkun fjögurra lóða: Deiliskipulag – 1805009
Lögð er fram umsókn Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 04.05.2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Hólaskóg sem er skilgreindur sem jaðarmiðstöð og verslunar og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Um er að ræða deiliskipulag fyrir landspildu á Gnúpverjaafrétti sem er innan þjóðlendu. Tillagan tekur til afmörkunar á fjórum lóðum. Skipulaginu er ætlað að staðfesta núverandi mannvirki og uppbyggingar á lóðum.
Á lóð 1 lnr. 186970 stendur fjallaskáli. Gert er ráð fyrir stækkun skálans auk þess sem er gert ráð fyrir bílastæðum og rútustæðum á lóðinni.
Ekki er fyrirhuguð uppbygging á lóð 2.
Óheimilt er að breyta kofanum sem er þar fyrir en þó ert gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar.
Á lóð 3 lnr. 166704 er fjallamannaskáli á tveimur hæðum og hesthús.
Fyrirhugað er að endurbyggja fjallaskálann á einni hæð allt að 250m2 og er gert ráð fyrir rennandi vatni og bílastæðum innan lóðar.
Lóð 4 er notuð sem safngirðing fyrir fé og hross.
Ekki er fyrirhuguð frekari uppbygging á þeirri lóð önnur en viðhald girðinga og aðhalds.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að skipulagstillagan sé auglýst skv. 1. mgr. 41 gr skipulagslaga. Leita skal umsagna Skipulagsstofnunar auk Forsætisráðuneyti, Umhverfisstofnun og Minjastofnun
25. Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Aðalskipulagsbreyting – 1803045
Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps frá Eflu verkfræðistofu dags. 02.05.2018. Tillagan snýr að breyttri landnotkun úr landbúnaðarsvæði í blandaða landnotkun íbúðar og landbúnaðarsvæði svo unnt sé að fjölga lóðum fyrir smábýli á svæðinu. Jafnframt verður svæðið stækkað til austurs um allt að 18ha og verður alls um 26 ha að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fyrvara um að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar
26. Fossnes frístundasvæði: Minnkun svæðis F30: Breytt notkun: Aðalskipulagsbreyting – 1805018
Lögð er fram tillaga frá Eflu verkfræðistofu dags.02.05.2018 að breyttu aðalskipulagi sem snýr að breyttri landnotkun úr frístundarsvæði í landbúnaðarsvæði á allt að 10 ha svæði. Afmörkun frístundarsvæðisins verður breytt og verður tvískipt en með sama númeri.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar
27. Brautarholt á Skeiðum: Ýmsar breytingar: Deiliskipulagsbreyting – 1805007
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 04.05.2018. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag 2004-2016. Um er að ræða breytingu sem er tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar eftir parhúsalóðum og stærri atvinnulóðum á svæðinu. Í breytingunni felst m.a að verið er að fjölga parhúslóðum á kostnað einbýlishúalóða við Vallar- og Holtabraut ásamt að lóðarmörk og byggingarreitir þriggja lóða við Malarbraut 2-6 breytast. Einnig er staðsett hreinsivirki skv. mælingu, lóðin stækkuð og byggingarreitur fyrir tengistöð er færður.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
28.  Flóa- og Skeiðamannaafréttur lnr 223325: Afmörkun Rauðafoss (F17) og stækkun þjóðlendunnar – 1805015
Lagt er fram uppfært landspildublað fyrir Flóa- og Skeiðamannaafrétt dags. 23.04.2018. Afmörkun á hniti fyrir Rauðafoss ( fs 17 ) hefur verið breytt. Stærð þjóðlendunnar stækkar því úr 801 km2 í 803km2.
Málinu er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum þar sem breytingin komi skýrt fram.
29. Þjórsárholt lnr 166616: Stofnun 0,7 ha íbúðahúsalóðar – 1805017
Lögð er fram umsókn Árna Ísleifssonar og Helgu Óskarsdóttur dags. 02.05.2018 um stofnun 6612m2 lóð undir íbúðarhús úr landi Þjórsárholts lnr. 166616 sem á að fá nafnið Þjórsárholt 2. Aðkoma er um Þjórsárholtsveg sem er jafnframt heimreið bæjarins. Lóðin er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um samþykki allra landeiganda um að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga
30. Hlemmiskeið 2A lnr 217104: Stækkun lóðar – 1805023
Lögð er fram umsókn Vilhjálms Eiríkssonar og Ásthildar Sigurjónsdóttur dags. 07.05.2018 ásamt uppdrætti sem sýnir breytta afmörkun og stærð lóðar Hlemmiskeið 2A lnr. 217104 úr landi Hlemmiskeiðs 2 lnr. 166465.
Gert er ráð fyrir að lóðin verði 4300m2 að stærð í stað 3575 m2 eins og hún er skráð núna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13 gr. jarðarlaga.
31.  Hlemmiskeið 2 lnr 166465: Hlemmiskeið 2D, Hlemmiskeið-Drífudæld og Hlemmiskeið-Hraunsnef: Stofnun þriggja lóða – 1805024
Lögð er fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar dags. 07.05.2018 um stofnun þriggja nýrra lóða út úr jörðinni Hlemmiskeið 2 lnr. 166465.

Fyrsta lóðin er 4176 m2 að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fái nafnið Hlemmiskeið – Drífudæld.

Önnur lóðin er 11,3 ha að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fá nafnið Hlemmiskeið – Hraunsnef.

Þriðja lóðin er 4.850 m2 að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fá nafnið Hlemmiskeið 2D

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Mið fyrirvara um samræmingu á heiti lóðanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
32.  Hlemmiskeið land 2 lnr 174528: Hlemmiskeið 2C: Breytt stærð og heiti lóðar – 1805022
Lögð er fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar dags. 07.05.2018 ásamt uppdrætti sem sýnir breytta afmörkun og stærð lóðar Hlemmiskeið land 2 lnr.174528 úr landi Hlemmiskeið 2 lnr. 166465. Gert er ráð fyrir að lóðin verði 13.330m2 í stað úr 1.250 m2 eins og hún er skráð núna . Samhliða er óskað eftir að breyta heiti lóðarinnar í Hlemmiskeið 2C.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Með fyrirvara um samræmi heiti lóða á bæjartorfunni. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13 gr. jarðarlaga.
33. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18-78 – 1804006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. maí 2018.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 02.05.2018.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Gunnar Þorgeirsson    Helgi Kjartansson
 Nanna Jónsdóttir    Halldóra Hjörleifsdóttir