Skipulagsnefnd fundur nr. 151 – 22. febrúar 2018

Skipulagsnefnd – 151. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Árnes, 22. febrúar 2018

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, Formaður, Helgi Kjartansson, Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir, Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

1.   Bláskógabyggð

Melur lnr 224158: Aukið byggingarmagn á byggingarreit B-1: Deiliskipulagsbreyting – 1802031

Lögð fram umsókn Geysisholts ehf. dags. 19. febrúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis sem nær til lóðarinnar Mels (lnr. 224158) úr landi Einiholts. Um er að ræða skilmálabreytingu sem felst í að innan byggingarreits B-1 verði heimilt að byggja allt að 80 fm þjónustuhús fyrir rafbíla auk rafhleðslustöðvar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna, sem að mati nefndarinnar er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að grenndakynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga.
 
2.   Lækjarhvammur lnr 167642: Ný efnisnáma: Framkvæmdaleyfi – 1802027
Lögð fram umsókn Gunnars Hafsteinssonar dags.? um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Lækjarhvamms lnr. 167642. Meðfylgjandi er yfirlitsuppdráttur í mkv. 1:5.000 sem sýnir afmörkun 2 ha námusvæðis og í meðfylgjandi greinargerð kemur fram að fyrirhugað er að taka allt að 49.900 m3 af frostfríu, burðarhæfu efni. Er náman í samræmi við samþykkt aðalskipulag Bláskógabyggðar sem Skipulagsstofnun hefur fengið til staðfestingar.
Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulagi og þess vegna er ekki hægt að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á þessu svæði að svo stöddu. Aftur á móti er gert ráð fyrir efnistökusvæði á þessum stað í aðalskipulagi sem sveitarstjórn hefur samþykkt og er nú í ferli staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Afgreiðslu málsins er því frestað þar til aðalskipulagið hefur verið staðfest.
 
3.   Heiðarbær lóð 170216: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging og geymsla – 1505023
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn Péturs Jóhannssonar um byggingarleyfi fyrir stækkun frístundahúss á lóðinni Heiðarbær lóð lnr. 170216 úr 64 fm í 225,6 fm auk 32 fm geymslu. Lóðin er skráð 13.000 fm að stærð. Eru lagðar fram athugasemdir Ríkiseigna dags. 10. október 2017, f.h. Ríkissjóðs Íslands.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við athugasemd Ríkiseigna.
 
4.   V-Gata 32: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1802025
Lögð fram umsókn Páls Rúnars ingólfssonar og Eydísar Guðrúnar Sigurðardóttur dags. 12. febrúar 2018 um byggingarleyfi fyrir 21 fm gestahúsi á lóðinni V-gata 32 úr landi Miðfells. Lóðin er skráð 8.196 fm að stærð og á henni stendur 71 fm frístundahús byggt 1965.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsóknin verði grenndarkynnt fyrir eigendum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
 

5.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Sólbrekka: Frístundabyggð: Syðri-Brú: Deiliskipulag – 1802028

Lögð fram umsókn Sumarhúsafélagsins Sólbrekka dags. 12. febrúar 2018 um deiliskipulag frístundahúsasvæðis úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a. Jafnframt er lögð fram tillaga lýsingu deiliskipulagsins. Þar kemur m.a. fram að um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð og byggðist upp að mestu á 8. – og 9. áratug síðustu aldar. Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðarmörk innan svæðis, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýju lóðum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar.
 
6.   Nesjavellir: Efnistaka við Stangarháls: Framkvæmdaleyfi – 1802030
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 31. janúar 2018 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku við Stangarháls á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að taka allt a 25.000 m3 úr námunni og nýta endurbyggingu Grafningsvegar.
Þar sem fyrirhuguð efnistaka úr þessari námu er orðin meiri en 50.000 m3 þarf að tilkynna hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Afgreiðslu málsins er frestað þar til niðurstaða í því ferli liggur fyrir.
 
 

7.  

Flóahreppur

Langholt 2 lnr 166249: Tvær íbúðarhúsalóðir: Deiliskipulag – 1802012

Lögð fram umsókn Eflu dags. 2. febrúar 2018, f.h. landeigenda Langholts 2, þar sem óskað er eftir að lýsing deiliskipulags fyrir tvær íbúðarhúsalóðír á um 4 ha lands verði tekin til afgreiðslu. Um er að ræða svæði nokkuð austan við núverandi bæjartorfu og er þar gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, bílskúr og hesthús/skemmu á hvorri lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun og Veðurstofu Íslands til umsagnar.
   
8.   Loftsstaðir-Vestri lnr 165512: Ferðaþjónusta: Tjöld og þjónustuhús: Deiliskipulag – 1712001
Lögð fram til tillaga að nýrri afmörkun byggingarreits fyrir tjöld og þjónustuhús í landi Loftsstaða-Vestra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýja staðsetningu á tjöldum og þjónustuhúsi en telur að forsenda uppbyggingarinnar sé að aðalskipulagi svæðisins verði breytt í afþreyingar og ferðaþjónustusvæði. Ákvörðun um hvort að breyta eigi aðalskipulagi svæðisins er vísað til sveitarstjórnar.
 
9.   Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1709046

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels- og baðstaðar við Reykholt. Gerir Skipulagsstofnun ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst að teknu tilliti til ákveðinna ábendinga. Er einnig lögð fram endurskoðuð gögn aðalskipulagsbreytingar þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandið við umsækjendur um framhald málsins.
 
10.   Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018 varðandi aðal- og deiliskipulag hótels- og baðstaðar í Reykholti. Þar kemur m.a. fram að það sé mat stofnunarinnar að deiliskipulagið falli undir ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Þá er lögð fram endurskoðuð greinargerð deiliskipulags þar sem gerðar hafa verið breytingar til koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandið við umsækjendur um framhald málsins.
 
 

11.  

Hrunamannahreppur

Núpstún: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1802032

Lögð fram umsókn Páls Jóhannessonar og Margrétar Larsen dags. 19. febrúar 2018 um byggingarleyfi fyrir 748,7 fm fjósi í landi Núpstúns lnr. 166811.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar. Ef áfram verður gert ráð fyrir aðkomu beint inn á Skeiða- og Hrunamannaveg þarf að leita umsagnar Vegagerðarinnar.
 
 

12.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 73 – 1802002F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2018.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________