Skipulagsnefnd fundur nr. 127 – 9. febrúar 2017

Skipulagsnefnd – 127. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Aratunga, 9. febrúar 2017

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Halldóra Hjörleifsdóttir, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Bláskógabyggð

Hrosshagi lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Gripahús – 1701043

Sótt er um leyfi til að byggja gripahús 54,6 ferm og 188,4 rúmm úr stálgrind við véla/verkfærageymslu sem fyrir er. Heilarstærð eftir stækkun er 163,8 ferm
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina enda er hún í samræmi við landnotkun svæðisins. Er samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir öðrum hagsmunaaðilum á bæjartorfunni. Ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
2.   Apavatn 1 lnr. 167620: Efra-Apavatn 1B, 1C, 1D og 1E: Stofnun lóða – 1508055
Lögð fram umsókn sem varðar skiptingu jarðarinnar Apavatn 1 lnr. 167620. Í því felst að stofnaðar eru 10 spildur úr jörðinni auk þess sem verið er að staðfesta afmörkun fimm áður stofnaðra lóða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar og samþykki eigenda aðliggjand jarða á landamörkum. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
3.   Útey lóð 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1701055
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús á lóðinni útey lóð 2 lnr. 168221 , svefnskála með tengibyggingu 50,9 ferm og 160,9 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 117,6 ferm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun núverandi sumarhúss með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigenda aðliggjandi lóðar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef engar athugasemdir berast við kynningu er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
   

 

 

4.   Valhallarplan og Þingplan: Þingvellir: Þjónustubyggingar: Deiliskipulag – 1702008
Lögð fram umsókn Þjóðgarðsins á Þingvöllum dags. 2. febrúar 2017 um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir tvær salernisbyggingar á sitt hvoru svæðinu, Valhallarplan og Þingplan. Óskað er eftir fallið verði frá því að gerð verði krafa um skipulagslýsingu. Meðfylgjandi er greinargerð dags. 2. febrúar 2017.
Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að unnið verði að gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir þingvallasvæðið áður en tekin er ákvörðun um staðsetningu stakra mannvirkja á þjóðgarssvæðinu.
 
5.   Haukadalur 4 lnr 167101: Lóð fyrir spennistöð: Deiliskipulagsbreyting – 1701073
Lögð fram umsókn Rarik um breytingu á deiliskipulagi við Hótel Geysi sem felur í sér að afmörkuð er 56 fm lóð fyrir spennistöð austan við hótelið sem er í byggingu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi breytingu og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
 
6.   Farvegur sunnan Hvítárbrúar: Efnistaka: Framkvæmdarleyfi – 1701076
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 24. janúar 2017 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr farvegi sunnan Hvítárbrúar.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óskað eftir ítarlegri gögnum. Bent er á að ef taka á efni í eða við ánna þarf að sækja um leyfi hjá Fiskistofu.
 
7.   Hlöðuvellir lnr 168224: Nýr byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1701069
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Hlöðuvelli í Bláskógabyggð sem felst í að afmarkaður er byggingarreitur fyrir allt að 100 fm hesthús. Jafnframt er gert ráð fyrir að núverandi hesthúsi verði breytt í neyðarskýli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsagnir Forsætisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar.
 
8.   Þverbrekknamúli lnr 186290: Tilfærsla á húsi: Deiliskipulagsbreyting – 1701070
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Þverbrekknamúla í Bláskógabyggð. Í breytingunn felst að byggingarreitur fyrir skálavarðarhús færist frá því að vera norðan núverandi skála að svæði sunnan þess.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsögn Forsætisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar.
 
9.   Stekkjarlundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1604012
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Stekkjarlund úr landi Miðfells í Bláskógabyggð. Tillagan hefur verið lagfærð til að koma til móts við athugasemdir sem fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. nóvember 2016. Einnig eru lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, en umsögn Minjastofnunar liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Þrátt fyrir ábendingar í umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar mælir skipulagsnefnd með því að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulag. Um er að ræða gamalt frístundahúsahverfi þar sem flestar lóðir eru þegar byggðar og því er ekki talið raunhæft að gera t.d. kröfu um sameiginlega fráveitu. Markmið deiliskipulagsins er að setja samræmda skilmála um uppbyggingu lóða á svæðinu auk þess að afmarka lóðir eins nákvæmlega og hægt er miðað við fyrirliggjandi uppplýsingar. Það er mat nefndarinnar að ekki sé hægt að miða við sömu kröfur og gerðar eru til deiliskipulags nýrra svæða.
 
10.   Veiðilundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1511043
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Veiðilund úr landi Miðfells. Hefur tillagan verið lagfærð til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi dags. 14. nóvember 2016. Þá liggja fyrir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar, en umsögn Minjastofnunar liggur enn ekki fyrir.
Þrátt fyrir ábendingar í umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar mælir skipulagsnefnd með því að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulag. Um er að ræða gamalt frístundahúsahverfi þar sem flestar lóðir eru þegar byggðar og því er ekki talið raunhæft að gera t.d. kröfu um sameiginlega fráveitu. Markmið deiliskipulagsins er að setja samræmda skilmála um uppbyggingu lóða á svæðinu auk þess að afmarka lóðir eins nákvæmlega og hægt er miðað við fyrirliggjandi uppplýsingar. Það er mat nefndarinnar að ekki sé hægt að miða við sömu kröfur og gerðar eru til deiliskipulags nýrra svæða.
 
11.   Brú lóð lnr 188518: Nýbyggingar til útleigu: Fyrirspurn – 1701064
Lögð fram fyrirspurn eigenda spildu úr landi Brúar lnr. 234-5951 dags. 25. janúar 2017 um hvort að heimilt verði að reisa 100 fm hús á landinu sem skiptist í fjórar 25 fm stúdíóíbúðir til útleigu.
Umrætt land er í fasteignaskrá skráð sem sumarbústaðaland og svæðið er merkt sem slíkt í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd telur því að umsóknin samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins.
 
12.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur): Bjarnastaðir 1: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1701063

Lögð fram umsókn dags. 26. janúar 2017 um breytingu á deiliskipulagi svæðis sem kallast Tjarnhólsmýri úr landi Bjarnastaða. Óskað er eftir að lóðirnar verði skilgreindar sem smábýli í stað þess að vera frístundahúsalóðir, en flestar lóðirnar eru um 10 ha og þær minnstu um 2,5 ha. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 300 fm íbúðarhús, allt að 100 fm bílageymslu/aðstöðuhús og allt að 200 fm hesthús.
Í gildandi aðalskipulagi kemur fram að hverfi smábýla skuli skilgreina sem íbúðarsvæði og þess vegna telur nefndin að gera þurfi breytingu á aðalskipulagi svæðisins áður en deiliskipulaginu er breytt.
   
13.   Þórs-, Óðins- og Herjólfsstígur: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1610029
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Þórsstíg, Herjólfsstíg og Óðinsstíg í landi Ásgarðs. Tillagan vera kynnt með bréfi dags. 28. nóvember 2016 með athugasemdafrest til 10. janúar. Athugasemdabréf bárust frá eigendum þriggja lóða þar sem því er m.a. mótmælt að verið sé að minnka lóðir án bóta.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með lögfræðingi sveitarfélagsins.
 
14.   Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn – 1611047
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem varðar Kóngsveg 21 og 21 a og Fabraut 5 úr landi Norðurkots. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. desember með athugasemdafrest til 27. janúar. Athugasemd barst frá eigendum lóðarinnar Kóngsvegur 21.
Breytingu á deiliskipulagi hafnað í ljósi innkominna athugasemda.
 
15.   Hagi 2 lnr 168246: Hagi 2 vélageymsla: Stofnun lóðar – 1701067
Lögð fram umsókn Kjartans Helgasonar dags. 21. janúar 2017 um stofnun 295,7 fm lóðar utan um véla- og verkfærageymslu úr landi Haga 2 lnr. 168246. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar auk samþykkis meðeigenda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
 

16.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Kálfhóll lóð lnr 178950: 5 frístundalóðir: Deiliskipulag – 1701074

Lögð fram umsókn eigenda spildunnar Kálfhóll lnr. 178950 dags. 31. janúar 2017 um deiliskipulag sem felur í sér skiptingu lóðarinnar í 5 frístundahúsalóðir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með fyrirvara um að skilmálum verði breytt á þann veg að nýtingarhluftfall verði 0.03 og að stærð aukahúss megi að hámarki vera 40 fm.
 
17.   Ósabakki lóð 2 lnr. 178244: Staðfesting á afmörkun lóðar – 1702006
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu og Lilju Guðmundsdóttur dags. 2. febrúar 2017 um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Ósabakki lóð 2 lnr. 178244. Lóðin er í dag skráð 10.000 fm og mun stærð hennar ekki breytast.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka.
 
18.   Ósabakki 2 166487: Ósabakki 3 skemma: Stofnun lóðar – 1702007
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu og Hafliða Sveinssonar dags. 2. febrúar 2017 um stofnun 2.228 fm lóðar utan um skemmu úr landi Ósabakka 2 lnr. 166487. Ný lóð mun fá nafnið Ósabakki 3 skemma.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
19.   Flóahreppur

Langholt 1 land 2A lnr. 218349: Kríuholt 1-11: Lóðir fyrir útleiguhús: Deiliskipulag – 1702009

Lögð fram lýsing deiliskipulags sem nær til lóðarinnar Langholt 1 land 2A sem er 10 ha spilda úr landi Langholts 1. Landið er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en skv. lýsingu er gert ráð fyrir að afmarkaðar 10 lóðir fyrir allt að 300 fm heilsárshús til útleigu.
Þar sem forsenda deiliskipulagsins er að aðalskipulagi svæðisins verði breytt að þá er afgreiðslu málsins frestað þar til sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um landnotkun svæðisins í aðalskipulagi. Bent er á að ef samþykkt verður að gera ráð fyrir byggingarlóðum á þessu svæði þarf að fjalla með nákvæmari hætti um flóðahættu á svæðinu. Þyrfti t.d. að gera grein fyrir mögulegri flóðahæð og einnig hvort og þá hvernig koma eigi til móts við hættu af flóðum.
 
20.   Traustholtshólmi lnr 165505: Uppbygging ferðaþjónustu: Deiliskipulag – 1701068
Lögð fram umsókn eiganda Traustholtshólma dags. 24. janúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til gerðs deiliskipulags fyrir svæðið þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistirýma fyrir ferðamenn. Þá liggur jafnframt fyrir tölvupóstur dags. 7. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi svæðisins verði breytt. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er Traustholtshólmi skilgreindur sem óbyggt svæði og er einnig merktur sem hverfisverndarsvæði þar sem mannvirkjagerð og jarðrask er með öllu óheimil.
Þar sem gerð deiliskipulags er háð breytingu á aðalskipulagi er afgreiðslu frestað og málinu vísað til sveitarstjórnar. Jafnframt er bent á að áður en farið er í skipulag svæðisins þurfi að tryggja aðkomu að svæðinu í samráði við eigendur þess lands sem aðkoman fer um.
 
21.   Laugardælur: Golfvöllur Selfoss við Svarfhólsvöll: Aðalskipulagsbreyting – 1601028
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Laugardæla sem er í eigu sveitarfélagsins Árborgar. Breytingin er gerð vegna stækkunar á golfvelli og felst í að íbúðarsvæði merkt Í4 og Í5 og hluti af landbúnaðarsvæði breytist í opið svæði til sérstakra nota. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt með auglýsingu 25. febrúar 2016 og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um hana. Engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
 
22.   Öll sveitarfélög

Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi Ölfuss: Hveradalir, Raufarhólshellir og Innstidalur Umsagnarbeiðni – 1702011

Lagðar fram til kynningar skipulagsáætlanir sem auglýsar hafa verið af sveitarfélaginu Ölfus nýlega og sendar embættinu til kynningar. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag sem nær yfir land Skíðaskálans í Hveradölum, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag sem nær til svæðis við Raufarhólshelli og að lokum lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna afþreyingar og ferðamannasvæðis í Innstadal.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreindar skipulagsáætlanir.
 
23.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17-47 – 1701005F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2017.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________