Skipulagsnefnd fundur nr. 125 – 10. janúar 2017

Skipulagsnefnd – 125. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Laugaland, 10. janúar 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.   Bláskógabyggð

Skálabrekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bátaskýli: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1602052

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. desember 2016 um kæru varðandi endurnýjun byggingarleyfis fyrir byggingu sumarhúss og bátaskýlis á lóð í Skálabrekku með lnr. 196048. Niðurstaða málsins var að því var vísað frá úrskurðarnefndinni
 
2.   Brúarhvammur lóð 1 lnr 167225 og lóð 2 lnr 174434: Deiliskipulagsbreyting – 1608035
Lögð fram lagfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúarhvamms sem auglýst var frá 13. október til 25. nóvember 2015. Athugasemd barst við auglýsa tillögu og til að koma til móts við hana er tillagan lögð fram með breytingum á lóðarmörkum. Hefur breytt tillaga verið kynnt þeim sem gerðu athugasemdir og liggur fyrir að fallið er frá fyrri athugasemd, sbr. meðfylgjandi tölvupóstur dags. 3. janúar 2017. Þá hafa verið gerðar minniháttar breytingar til að koma til móts við ábendingar sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Í ljósi þess að fallið hefur verið frá athugasemd mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna með ofangreindum breytingum, með fyrirvara um nýja umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
 
3.   Þingvallasveit: Ákvæði um deiliskipulag: Aðalskipulagsbreyting – 1612009
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 5. janúar 2017 um lýsingu breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit sem kynnt var 15. desember 2016. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að fella út ákvæði um að ekki megi gefa út byggingarleyfi á svæðinu nema á grundvelli deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leita umsagnar þeirra aðila sem vísað er til í umsögn Skipulagsstofnunar.
   
4.   Höfði II lnr. 211605: Höfði IIb: Stofnun lóðar – 1701015
Lögð fram umsókn Erlendar Hjaltasonar dags. 5. janúar 2017 um stofnun 3.000 fm lóðar utan um skemmu sem stendur á landinu Höfði II lnr. 211605.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að á lóðablaði komi fram kvöð um aðkomu að nýrri lóð. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
5.   Efri-Reykir 167080: Hótelbygging og baðlón: Fyrirspurn – 1610007
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Efri-Reykja sem ætlað er til uppbyggingar hótels- og baðlóns. Gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við athugasemdir sem fram koma í afgreiðslu nefndarinnar á fundi 22. desember 2016. Hefur byggingarreitur verið færður fjær Brúará, gert er ráð fyrir hreinsivirki, starfsmannahúsum fækkað og fyrirhugaður þyrlupallur felldur út.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Fiskistofu, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
 
 

6.  

Flóahreppur

Miklaholtshellir 2 lnr 223302: Stækkun alifuglabús: Fyrirspurn – 1612042

Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu dags. 29. desember 2016 f.h. landeigenda, um óverulega breytingu á deiliskipulagi alifuglabús Miklaholtshelli 2. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til að geta fjölgað hænum úr 15.000 varphænum í 18.000. Þá er einnig gert ráð fyrir stækkun girðingar- og öryggishólfs.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna.
 
7.   Ármótsflöt 1, 3 og 5: Stóra- og Litla-Ármót: Deiliskipulagsbreyting – 1701016
Lögð fram umsókn Baldurs I. Sveinssonar og Betzy M. Daviðsdóttur dags. 4. janúar 2016 um breytingu á deiliskipulagi íbúðarhúsalóða úr landi Litla-Ármóts. Í breytingunni felst að lóðin Ármótsflöt 5 stækkar auk þess sem skilmálar fyrir lóðirnar Ármótsflöt 1, 3 og 5 (Áður Í5, Í6 og Í7) breytast. Nú er gert ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að byggja 500 fm hesthús/skemmu í stað 300 fm og að hæð hússins megi vega allt að 8 m en ekki 6 m.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin óverulega og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með þeirri breytingu að skilmálabreyting nái til allra lóða innan deiliskipulagssvæðisins og með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Skal tillagan grenndarkynnt eigendum Stóra-Ármóts.
 
8.   Ósbakki: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1612036
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús að Ósbakka. Stækkunin er 37,2 fm og verður húsið 74,2 eftir stækkun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
 
 

9.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Kiðjaberg 96 lnr. 198263: Færsla á byggingarreit: Fyrirspurn – 1701014

Lögð fram umsókn Jens Sandholt dags. 5. janúar 2017 um færslu á byggingarreit lóðar nr. 96 í landi Kiðjabergs í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
 
 

10.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Réttarholt A lnr 166587: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1612035

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Réttarholt A lnr. 166587. Nú er afmarkaður einn byggingarreitur fyrir allt að 30 smáhýsi á bilinu 12-30 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um nákvæmari útfærslu á fráveitu frá byggðinni. Mælt með að tillagan verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
 
11.   Kílhraun land 191805: Hraungerði (Árhrauns- og Miðhraunsvegur): Stofnun lóðar – 1701011
Lögð fram umsókn Kílhrauns ehf. um stofnun 17,06 ha spildu úr landi Kílhrauns lnr. 191805.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
12.   Hrunamannahreppur

Garðastígur 8 lnr 166997 (Flúðasveppir): Breytt notkun húss: Fyrirspurn – 1612041

Lögð fram umsókn Georgs Ottósonar dags. 20. desember 2016 um breytta notkun á húsnæði Flúðasveppa við Garðastíg 8 á Flúðum. Fyrirhugað er að breyta hluta húsnæðisins í veitingasölu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn um breytingu á notkun hússins með fyrirvara um fullnægjandi lausn á fráveitumálum í samráði við sveitarfélagið.
 
 

13.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 45 – 1701001F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. janúar 2017.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________