Skipulagsnefnd fundur nr. 123 – 8. desember 2016

Skipulagsnefnd – 123. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Árnes, 8. desember 2016

og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð

Stekkatún 1-5: Efri-Reykir: Deiliskipulag – 1606010

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 22. nóvember 2016 varðandi deiliskipulag fyrir Stekkatún 1-5 úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu frestað þar til lagfærð gögn liggja fyrir.
 
2.   Litla-Fljót 1 167148: Borgarás: 6 lögbýlislóðir: Deiliskipulag – 1610030
Lögð fram lýsing skipulags vegna deiliskipulags 6 lögbýlislóða úr landi Litla-Fljóts við Reykholt. Skipulagssvæðið er um 13,5 ha að stærð og er gert ráð fyrir að lóðirnar verði á bilinu 1,3 – 2,66 ha að stærð og liggi upp að norðurmörkum þéttbýlisins. Aðkoma að svæðinu verður um veg sem liggur um athafnalóðir við Vegholt og síðan um land Brautarhóls.
Afgreiðslu frestað og umfjöllun vísað til sveitarstjórnar.
 
3.   Vatnsleysa land B lnr 188581: Frístundahúsalóðir: Deiliskipulag – 1612004
Lögð fram umsókn Landhönnunar dags. 25. nóvember 2016 f.h. landeigenda Vatnsleysu, lands B lnr. 188581, um deiliskipulag fyrir landið. Landið er 21.833 fm að stærð og skv. tillögunni er afmarkaður byggingarreitur fyrir frístundahús og aukahús. Fram kemur að nýtingarhlutfall sé 0.03 og að stærð aukahúss geti verið allt að 25 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið verði auglýst með fyrirvara um að það nái einnig yfir tvær aðliggjandi lóðir sbr. ákvæði skipulagslaga um að deiliskipulag skuli að jafnaði miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu. Er þá gert ráð fyrir að afmarkaður verði sambærilegur byggingarreitur fyrir hinar tvær lóðirnar og að sömu skilmálar gildi.
 
4.   Holtabyggð: Neðri-Dalur: Kóngsgata: Deiliskipulagsbreyting – 1612006
Lögð fram umsókn Neðri-Dals ehf. dags. 2. desember 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta nafni á götu í frístundabyggð í Neðri-Dal úr Kóngsvegi í Kóngsgötu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að breytt heiti götunnar.
 
5.   Brattholt: Brattholt 6: Ný lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1612007
Lögð fram umsókn Svavars Njarðarsonar dags. 29. nóvember 2016 um breytingu á deiliskipulagi í landi Brattholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri 6.000 fm lóð fyrir tvö starfsmannahús og eitt gróðurhús. Annað starfsmannahúsið og gróðurhúsið eru þegar innan lóðarinnar.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytinguna skal grenndarkynna fyrir eigendum aðliggjandi lands.
 
6.   Kolviðarholtsmýri 1 lnr. 223689: Nýbyggingar – 7 sumarhús og 2 skemmur: Deiliskipulag – 1606038
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Kolviðarholtsmýri á spildu úr landi Böðmóðsstaða. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst 1. september með athugasemdafrest til 14. október 2016. Á fundi skipulagsnefndar 27. október var bókað,með vísun í lög um náttúruvernd, að ekki væri heimilt að ræsa landið frekar fram en nú þegar hefur verið gert til að nýta megi landið til uppbyggingar frístundabyggðar. Var sú afgreiðsla staðfest í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 3. nóvember. Í þeirri tillögu sem nú er lögð fram er ekki gert ráð fyrir að landið verði ræst fram heldur eingöngu að útbúnar verði grunnar vatnsrásir til að veita yfirborðsvatni frá á vorin og haustin sem ekki hafi áhrif á vatnsbúskap landsins.
Í ljósi breytinga sem gerðar hafa verið á tillögunni mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið og feli skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
 
7.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst til kynningar 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember. Eitt athugasemdarbréf barst auk þess sem borist hafa nýjar umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skógrækt ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Þá eru lögð fram viðbrögð umsækjenda um helstu atriði athugasemdar.
Að mati skipulagsnefndar koma ekki fram ný atriði í innkominni athugasemd og mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að umsögn um athugasemdir sem lögð verður fram við afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
8.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi Brúarvirkjunar sem auglýst var samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins frá 13. október 2016 til 25. nóvember. Ein athugasemd barst auk þess sem fyrir liggja nýjar umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skógrækt ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Gerðar hafa verið minniháttar breytingar á skipulagsgögnum til að koma til móts við ábendingar í fyrirliggjandi umsögnum og eru breytingarnar tilgreindar aftast í greinargerðinni.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með minniháttar breytingum sbr. ofangreint og feli skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Umfjöllun um athugasemdir er vísa til afgreiðslu aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið.
 
9.   Brúarhvammur lóð 1 lnr 167225 og lóð 2 lnr 174434: Deiliskipulagsbreyting – 1608035
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúarhvamms sem auglýst var frá 13. október til 25. nóvember 2015. Eitt athugasemdabréf barst auk þess sem fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Þá liggur fyrir bréf umsækjenda um innkomnar athugasemdir.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með umsækjenda og þeim sem gerðu athugasemdir, saman eða í sitt hvoru lagi. Þá þarf einnig að gera grein fyrir hvernig koma eigi til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
 
 

10.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Hvítárbraut 30: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610042

Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Hvítárbraut 30 dags. 27. október 2016 um leyfi til að rífa núverandi sumarhús byggt árið 1986 og byggja nýtt. Núverandi hús er 67,8 fm en nýtt hús er 157,3 fm.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
 
11.   Þóroddsstaðir 7 lnr 196933: Breyttur þakhalli: Fyrirspurn – 1611066
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Þóroddsstaðir lóð 7 lnr. 196933 dags. 22. nóvember 2016 um hvort að heimilt verði að byggja hús með 10 gráðu þakhalla, en gildandi skilmálar gera ráð fyrir lágmarksþakhalla upp á 15 gráður.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að leyft verði að byggja hús með 10 gráðu halla að deiliskipulagi svæðisins verði breytt. Er slík breyting að mati nefndarinnar óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki að gera slíka breytingu með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins og landeigenda.
 
12.   Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1608018
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga sem nær til lóða 44, 46 og 48. Tillagan var auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember auk þess sem hún var kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan svæðisins. Tvö athugasemdabréf bárust.
Afgreiðslu frestað þar til umsögn lögfræðings sveitarfélagsins um innkomnar athugasemdir liggur fyrir. Ef umsögnin berst fyrir fund sveitarstjórnar gerir nefndin ekki athugasemd við að málið verði afgreitt á þeim fundi.
 
 

13.  

Flóahreppur

Hróarsholt spilda A: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1611062

Lögð fram umsókn eigenda Hróarsholts spilda A lnr. 197224 dags. 24. nóvember 2016 um byggingaleyfi fyrir 65,2 fm sumarhúsi sem flutt verður á staðinn. Húsið er í dag skráð sem starfsmannahús og er staðsett á lóðinni Haukadalur 3 lnr. 167099
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsóknin verði grenndarkynnt fyrir eigendum aðliggjandi lands, með fyrirvara um lagfærð gögn. Ef engar athugasemdir berast við kynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Leita skal umsagnar vegagerðarinnar um aðkomu að spildunni.
 
14.   Hnaus 2 192333: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1607015
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í landi Hnaus 2 sem felst í að gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði þar sem heimilt verður að byggja hótel. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki auglýsta aðalskipulagsbreytingu óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar.
 
15.   Hnaus 2 192333: Hótel og frístundabyggð: Deiliskipulag – 1608054
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 38 ha af jörðinni Hnaus 2. Innan svæðisins er gert ráð fyrir skógræktarsvæði auk 4 frístundahúsalóða og 1 lóðar fyrir verslun- og þjónustu þar sem byggja má hótel. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki auglýsta deiliskipulagstillögu óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
 
 

16.  

Hrunamannahreppur

Hrafnkelsstaðir 3A lnr 166765: Sandskarð: Stofnun lóðar – 1611067

Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu dags. 29. nóvember 2016, f.h. eiganda Hrafnkelsstaða 3a lnr. 166765, um stofnun 10.000 fm lóðar sem eigi að fá heitið Sandskarð.
Afgreiðslu málsins frestað þar sem gera þarf grein fyrir afmörkun þess lands sem eftir verður af upprunalandi og að fram komi hvort að skilgreint ræktað land sé innan nýrrar lóðar að hluta eða að öllu leyti.
 
 

17.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hjólhýsabyggð í Þjórsárdal: Skriðufell: Deiliskipulagsbreyting – 1612010

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags hjólhýsasvæðis í landi Skógræktar ríkisins á jörðinni Skriðufell í Þjórsárdal. Breytingin var samþykkt í sveitarstjórn 3. september 2014 en hún hlaut ekki formlegt gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 

18.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-43 – 1611005F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. nóvember 2016. Nefndin bendir á mikilvægi þess að fylgigögn séu aðgengileg við yfirferð mála. Á það hér við mál nr. 12 og 13.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________