Skipulagsnefnd fundur nr. 122 – 24. nóvember 2016

Skipulagsnefnd – 122. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Þingborg, 24. nóvember 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Björn Pálmarsson varamaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

1.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga var grenndarkynnt með bréfi dags. 4. október og gefinn frestur til 1. nóvember til að koma með athugasemd. Eitt athugasemdarbréf barst og varðar afmörkun Ásabrautar 17 og 19. Þá liggur fyrir umsögn skipulagsráðgjafa um innkomna athugasemd í bréfi dags. 17. nóvember 2016.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.
 
2.   Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn – 1611047
Lögð fram fyrirspurn eigenda Kóngsvegar 21a úr landi Norðurkots um breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem m.a. felst í að byggingarreitur á hluta lóðarinnar verði í 5 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Einnig er gert ráð fyrir að stærð og afmörkun lóðanna Kóngsvegur 21 og 21a og Farbraut 5 breytist lítillega. Meðfylgjandi er bréf dags. 29. október með rökstuðningi fyrir breytingunni auk tillögu að breytingaruppdrætti.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að breytingin verði samþykkt þar sem hún er í ósamræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð mannvirkja frá lóðarmörkum í frístundabyggð. Hægt er að sækja um undanþágu frá ákvæðum reglugerðarinnar en almennt er miðað við að sækja eingöngu um undanþágu þegar erfitt er eða ómögulegt að byggja án undanþágu. Það á ekki við í þessu tilviki þar sem byggingarreiturinn er stór.
 
3.   Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag – 1602016
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða á spildu úr landi Bíldsfells, land sem heitir Bíldsfell 6 land 5. Tillagan var auglýst 1. september 2016 með athugasemdafresti til 14. október. Nokkrar athugasemdir bárust sem að meginefni varða vegtengingu við spildur sunnan við deiliskipulagssvæðið og var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2016. Nú er tillagan lögð fram með þeirri breytingu að vegur innan skipulagssvæðis tengist núverandi slóða.
Þar sem deiliskipulagið hefur ekki áhrif á aðgengi að lóðum sunnan deiliskipulagssvæðisins mælir nefndin með að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindri breytingu.
 
4.   Arnarbæli 1 168227: Grímsnesi: Afmörkun lóðar – 1611048
Lögð fram umsókn Grétars Ottó Róbertssonar dags. 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Arnarbæli 1. Í fasteignaskrá er jörðin án stærðar en skv. lóðablaði er hún 417,5 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á lóðarmörkum auk þess sem koma þarf fram kvöð um aðgengi eigenda Arnarbælis 2 að sínu landi.
 
5.   Bláskógabyggð

Miðhús land 202374: 2 lóðir og breyting byggingarreita: Deiliskipulagsbreyting – 1610032

Lögð fram lagfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Miðhús land 202374. Breytt tillaga gerir ráð fyrir að stofnaðar verði tvær 8.505 fm lóðir utan um núverandi byggingarreiti auk þess sem að heimilt verði að reisa allt að 40 fm gesthús innan lóðanna. Þá er einnig afmarkaður byggingarreitur á upprunalandi þar sem heimilt verður að byggja allt að 120 fm verkfærageymslu.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða sem hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en lóðarhafa sjálfa. Mælt er með að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.
 
6.   Heiðarbær lóð 170211/223275: Almennt mál: Kæra á frestun umsóknar – 1510056
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. nóvember 2016 um ákvörðun skipulagsnefndar frá 10. september 2015 um að fresta afgreiðslu umsóknar um byggingarleyfi á lóð 223275 í landi Heiðarbæjar.
Þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndar mælir nefndin ekki með að málið verði tekið formlega til afgreiðslu að svo stöddu þar sem eina mögulega niðurstaða þess væri að hafna málinu. En í ljósi þess að langur tími hefur liðið frá því að umsóknin var lögð inn og ekki er vitað hvenær endurskoðað aðalskipulag muni taka gildi mælir nefndin með að sveitarstjórn samþykki að farið verði af stað með breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felst í að ákvæði um að deiliskipulag sé ávallt forsenda byggingarleyfis verði felld út.
 
 

7.  

Flóahreppur

Bitra land 215992: Stækkun hótels: Deiliskipulagsbreyting – 1605056

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 7. nóvember 2016 um matslýsingu deiliskipulags vegna hótels í landi Bitru. Að mati stofnunarinnar er forsenda breytingarinnar að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins sem er veruleg en ekki óveruleg eins og skipulagsnefnd og sveitarstjórn töldu.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að láta skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins að útbúa lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. í samráði við umsækjendur sem síðan verði lögð til afgreiðslu í skipulagsnefnd og sveitarstjórn.
 
8.   Langholt 1 land 2A lnr 218349: Nýbyggingar á 10 nýjum lóðum: Fyrirspurn – 1611042
Lögð fram fyrirspurn Eflu Verkfræðistofu dags. 11. nóvember 2016 um heimild til að gera deiliskipulag fyrir lóðina Langholt 1 land 2A. Er fyrirhugað að skipta lóðinni í 10 minni lóðir fyrir 100 – 250 fm heilsárhús til útleigu. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins til samræmis við þessar fyriráætlanir.
Ákvörðun um breytingu á landnotkun svæðisins er vísað til sveitarstjórnar. Þar sem svæðið er á mögulegu flóðasvæði telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að áður en tekin er ákvörðun um breytingu á landnotkun svæðisins þurfi að vinna drög að skipulagi svæðisins.
 
9.   Krækishólar 19c lnr 219431: Breytt aðkoma að lóð: Fyrirspurn – 1611049
Lögð fram fyrirspurn Helenu Halldórsdóttur dags. 17. nóvember 2016, eigenda lóðarinnar Krækishólar 19 C. Er óskað eftir að aðgengi að lóðinni verði frá frístundabyggð vestan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd telur að í ljósi breytinga á skipulagi aðliggjandi svæðis væri æskilegt að aðkoma að lóðunum Krækishólar 19a, b og c verði frá vegi sem liggur um sumarhúsahverfi vestan lóðanna, enda er þar þegar kominn vegur. Skipulagsfulltrúa falið að senda bréf á lóðarhafa hverfisins þar sem þessi breyting er kynnt.
 
10.   Súluholt 216736: Frístundahús: Deiliskipulag – 1611046
Lögð fram umsókn eigenda Súluholts 216736 dags. 17. nóvember 2016 um deiliskipulag fyrir 6 frístundahús til útleigu. Meðfylgjandi er lýsing deiliskipulagsins auk deiliskipulagstilllögu.
Að mati skiplagsnefndar samræmist tillagan ákvæðum gildandi aðalskipulags og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að deiliskipulagi svæðisins skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.
 
 

11.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Kálfhóll lóð 178950: Íbúðabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1611043

Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Kálfhóll lóð 178950 dags. 7. nóvember 2016 um breytingu á aðalskipulagi sem nær til lóðarinnar. Lóðin er 7,2 ha og er í dag skráð sem sumarhúsalóð en óskað er eftir að hún verði gerð að íbúðarsvæði. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd mælir með að ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi verði gerð í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu.
 
12.   Arngrímslundur lnr 224679: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1611044
Lögð fram umsókn Sigurðar Björgvinssonar dags. 9. nóvember 2016 um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Arngrímslund sem er 0,7 ha að stærð í landi Skarðs 1. Fyrirhugað er að byggja smáhýsi til útleigu á lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir allt að 3 smáhýsum til útleigu á lóðinni verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
 
13.   Eystra-Geldingaholt 166545 (Hraunbær): Eystra-Geldingaholt lóð 9: Stofnun lóðar – 1611045
Lögð fram umsókn Kristjáns Helga Guðmundssonar dags. 11. nóvember 2016 um skiptingu lóðarinnar Eystra-Geldingaholt 166545 í tvær lóðir. Lóðin er í fasteignaskrá skráð 10 ha er skv. lóðablaði 11,6 ha. Á lóðinni er 34,2 fm frístundahús frá 1973. Fyrir liggur samþykki eigenda allra eigenda aðliggjandi landa.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins með fyrirvara um að gerð verði grein fyrir aðkomu að nýrri lóð og hugsanlegu samþykki Vegagerðarinnar þar um ef þarf. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
14.   Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 16. nóvember 2016 um heimild til deiliskipulagsgerðar vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Jafnframt er lögð fram tillaga að uppfærðri lýsingu vegna deiliskipulagsins. Lýsing deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun var kynnt í október/nóvember 2015 en ferli deiliskipulags fór í bið á sínum tíma út af nýju matsferli vegna framkvæmdanna. Fyrir liggur að gera þarf breytingu á aðalskipulagi svæðisins þar sem gildandi skipulag gerir ekki ráð fyrir afmörkun lóns ofan þjóðvegar. Drög að breytingu aðalskipulagsins er lögð fram samhliða ofangreindum gögnum.
Að mati skipulagsnefndar er um verulega breytingu á aðalskipulagi að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 

16.  

Ásahreppur

Þóristungur 165349: Breytt heiti og staðfesting á afmörkun lóðar – 1611052

Lagt fram lóðablað yfir lóð sem í dag kallast Þóristungur í fasteignaskrá og er með landnúmerið 165349, en lóðin er ekki til þinglýst og er án stærðar. Á lóðina eru í dag skráð starfsmanna- og íbúðarhús í eigu Landsvirkjunar sem undanfarin ár hafa verið leigð út og er þar í dag rekið Hótel Háland. Samkvæmt lóðablaði er lóðin 16.007,4 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar en vísar ákvörðun um heiti hennar til sveitarstjórnar. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
15.   Öll sveitarfélög

Rangárþing Ytra: Vindrafstöðvar: Aðalskipulagsbreyting: Umsagnarbeiðni – 1611050

Lögð fram til umsagnar lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Rangárþings Ytra sem varðar afmörkun iðnaðarsvæðis á um 193 ha svæði norðan Þykkvabæjar. Fyrirhugað er að reisa allt að 13 vindrafstöðvar sem samtals gætu verið 45 MW.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu, en áskilur sé rétt til að koma með athugasemdir við málið á síðari stigum þegar nákvæmari gögn um áhrif framkvæmdanna liggja fyrir, sérstaklega hvað varðar sjónræn áhrif og skuggavarp.
 
17.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-42 – 1611003F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2016.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________