Skipulagsnefnd fundur nr. 121 – 10. nóvember 2016

Skipulagsnefnd – 121. fundur  

haldinn Aratunga, 10. nóvember 2016

og hófst hann kl. 08:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Unnsteinn Eggertsson varamaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.   Skjólholt lnr 213345: 8 smáhýsi: Breytt byggingaráform: Fyrirspurn – 1611009
Lögð fram fyrirspurn Sóleyjar Ösp Karlsdóttur dags. 21. október 2016 um hvort að breyta megi skipulagi Skjólholts lnr. 213345 þannig að byggja megi 8 smáhýsi á bilinu 20-25 fm á reit sem var ætlaður vélaskemmu/hesthúsi. Landið er 2 ha að stærð og skráð sem lögbýli og er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirhuguð uppbyggingin gildandi aðalskipulagi en telur að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið og er fyrsta skrefið í því að vinna lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
 
2.   Gunnbjarnarholt 166549 og Sandlækur I land 2 lnr 201307: Skipulagsáform: Fyrirspurn – 1611008
Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu dags. 2. nóvember 2016, f.h. eigenda Gunnbjarnarholts (lnr. 166549) og Sandlæks 1 land 2 (lnr. 201307) þar sem kynnt eru skipulagsáform á þessum spildum/jörðum. Samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti er gert ráð uppbyggingu á þremur svæðum, þ.e. 6 stórum íbúðarhúsalóðum á landi Sandlækjar, svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Gunnbjarnarholts vestan gatnamóta Skeiða- og Hrunamannavegar og Þjórsárdalsvegar auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu vélaskemmu og heshúss á bæjartorfu Gunnbjarnarholts. Óskað er eftir að aðalskipulagi svæðisins verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi áform auk þess sem óskað er leiðbeininga um hvort að vinna eigi sameiginlegt deiliskipulag fyrir allt svæðið sem eina heild, eða vinna sér skipulag fyrir hvert svæði fyrir sig.
Þar sem um er að ræða nokkuð ólíka starfsemi á hverju svæði fyrir sig telur skipulagsnefnd að vinna eigi sér deiliskipulag fyrir hvert þeirra. Þá er mikilvægt að áður en tekin er ákvörðun um staðsetningu verslunar- og þjónustusvæðis að skoða hvernig svæðið eigi að tengjast við þjóðveg þar sem um er að ræða gatnamót nokkuð fjölfarinna vega. Einnig þarf að skoða sérstaklega hvort að æskilegt sé að gera ráð fyrir nokkrum dreifðum íbúðarhúsum á 65 ha svæði. Ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.
   
3.   Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting: Umsókn – 1606007
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á svæðinu í Árnesi sunnan Þjórsárdalsvegar. Í breytingunni felst að afmörkun þettbýlisins minnkar og að svæði utan þéttbýlismarka verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að byggja íbúðarhús, landbúnaðarbyggingu og smáhýsi til ferðaþjónustu.
Þar sem engar athugsemdir hafa komið við kynningar málsins gerir nefndin ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
 
4.   Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Deiliskipulagsbreyting – 1609048
Lögð fram að nýju umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Árnes sem nær til landsins Urðarholt, sunnan þjóðvegar. Í breytingunni felst að á svæði þar sem í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir hesthúsasvæði verði í staðinn byggingarreitur fyrir íbúðarhús (allt að 600 fm), útihús (allt að 2.500 fm) og smáhýsi (allt að 100 fm). Er tillagan í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem verið er að vinna að.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5.   Fossnes 166548: Breytt stærð: Staðfesting afmörkunar – 1501025
Lagt fram lagfært lóðablað fyrir jörðina Fossnes lnr. 166548 og liggur einnig fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lands. Mæld stærð jarðarinnar er 947,4 ha þar sem búið er að draga frá stofnaðar lóðir innan marka jarðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðablað.
 
6.   Fossnes lóð 176972 og Fossnes lóð 176472: Sameining lóða – 1501023
Lag fram lagfært lóðablað sem sýnir sameiningu lóðarinnar Fossnes lóð 176472 við Fossnes lóð 176972. Lóðin verður 14.200 fm eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
7.   Kópsvatn 1 166792: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1608076
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags. 23. september 2016 fyrir fjós í landi Kópsvatns 1. Um er að ræða nýtt fjós með áburðarkjallara sem tengist eldra fjósi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir eigendum Kópsvatns 2. Ef engar athugasemdir berast við kynningu er mælt með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Einnig verði leitað umsagnar Minjastofnunar Íslands.
 
8.   Smiðjustígur 10: Umsókn um byggingarleyfi: Atvinnuhúsnæði – 1610041
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 72 fm húsi á lóð Smiðjustígs 10 á Flúðum. Um er að ræða hús fyrir bakarí á lóð sem skilgreind er sem athafnalóð.
Að mati skipulagsnefndar er umsóknin ekki í ósamræmi við gildandi deiliskipulag og gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir því.
 
9.   Nesjavellir lóðir 3 – 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1611010
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 26. október 2016, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, um breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Í breytingunni felst að suðurmörk lóða nr. 3-5 og 9-11 færast til norðurs og þær minnka miðað við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á stærð lóðanna í deiliskipulagi en telur að úr því að verið er að gera breytingu á svæðinu ætti að bæta við skilmálum hvað varðar fráveitu í samræmi við reglugerð nr. 650/2006. Einnig að skýra þurfi betur út hvort og þá með hvaða hætti standa megi að endurnýjun húsa á svæðinu m.t.t. fjarlægðar þeirra frá Þingvallavatni. Afgreiðslu frestað.
 
10.   Laugarvatn 224243: Land Grímsnes- og Grafningshrepps: Stofnun lóðar – 1611019
Lögð fram tillaga að lóðablaði sem sýnir land sem Grimsneshreppur keypti úr landi Laugarvatns árið 1917. Landið hefur aldrei verið stofnað en fyrir liggur kaupsamningur frá 1917 milli Böðvars Magnússonar og hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Skipulagsfulltrúa falið að útfæra nánar greinargerð með lóðablaði í samráði við skipulagsráðgjafa.
 
11.   Skálabrekkugata 12 lnr 203328: Hámarkshæð útveggjar: Fyrirspurn – 1611013
Lögð fram fyrirspurn Jakobssona ehf. dags. 3. nóvember 2016, eigenda lóðarinnar Skálabrekkugata 12 lnr. 203328, um heimild til að vera með utveggshæð upp á 4,50 fm í stað 3. Fyrir liggur að hús með sambærilega vegghæð hefur verið samþykkt á svæðinu.
Að mati skipulagsnefndar er um það óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Hámarkshæð hússins er innan skilmála og því gerir nefndin ekki athugasemd við að fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi verði samþykkt af byggingarfulltrúa.
 
12.   Gullfoss þjónustuhús 167306 (Sigríðarstofa): Brattholt: Afmörkun lóðar: Breyting á deiliskipulagi – 1611017
Lögð fram umsókn Gullfosskaffis ehf. dags. 24. október 2016 um breytingu á deiliskipulagi Gullfoss á svæði við Sigríðarstofu. Í breytingunni felst að afmörkun lóðar utan um Sigríðarstofu og bílastæði breytist.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir Umhverfisstofnun. Þá er einnig gerður fyrirvari um að höfundar gildandi deiliskipulags fái gögnin til skoðunar til að samræmi sé í hnitsetningu á svæðinu.
 
13.   Brattholt 167065: Friðlandið við Gullfoss: Stofnun lóðar – 1611018
Lögð fram umsókn Brattholts ehf. dags. 22. október 2016 um afmörkun friðlandsins við Gullfoss. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir hnitsetta afmörkun landins sem er 164,2 ha að stærð.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vera í samráði við Þjóðskrá Íslands um framhald málsins.
 
14.   Vatnsendi: Alifuglabú: Deiliskipulag – 1508012
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi kjúklingabúss á jörðinni Vatnsenda í Flóahreppi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir allt að 6 alifuglahúsum á um 5,4 ha spildu norðan Villingaholtsvegar fyrir allt a 80.000 fugla. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt með auglýsingu 3. september 2015 og barst eitt athugasemdabréf. Þá liggja fyrir umsagnir Skipulagsstofnunar, Matvælastofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leitað verði umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðarinnnar. Einnig þarf að gera sérstaklega grein fyrir vatnsþörf fyrir starfsemina.
 
15.   Miklholtshellir: Svæði fyrir landbúnaðarstarfsemi: Deiliskipulag – 1601002
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi alifuglabús í landi Miklholtshellis. Þá liggur einnig fyrir samningur um móttöku á hænsnaskít á jörðinni Ragnheiðarstaðir. Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna sem kynnt var skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 14. júlí 2016 auk umsagnar Minjastofnunar Ísland, Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar um lýsingu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
16.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-41 – 1610006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2016.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________