Skipulagsnefnd fundur nr. 115 – 8. ágúst 2016

Skipulagsnefnd – 115. fundur  

haldinn Aratunga, 8. ágúst 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Eigendastefna fyrir þjóðlendur: Ósk um ábendingar og athugasemdir – 1608007
Lögð fram drög dags. 27. júlí 2016 að „Eigendastefnu fyrir þjóðlendur“ sem unnin er af Forsætisráðuneytinu. Í erindi sem fylgdi kemur fram að óskað er eftir ábendingum og athugasemdum fyrir 1. september n.k.
 

2.  

Hrunamannahreppur

Ásgarður (223398): Umsókn um byggingarleyfi: Hótel – 1502061

Lagt fram erindi Sif Konráðsdóttur f.h. Landverndar dags. 21. júlí 2016 þar sem farið er fram á afturköllun ákvörðunar um að gefa út byggingarleyfi fyrir hóteli við Ásgarð í Kerlingarfjöllum með vísun í niðurstöðu úrskurðarnefndar.
Afgreiðslu málsins vísað til sveitarstjórnar Hrunamannahrepps.
3.   Jaðar 1 166785: Nýbygging-sumarhús: Aðalskipulagsbreyting – 1605051
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 26. júlí 2016 um breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem felur í sér að jarðirnar Jaðar I og II verði að skilgreindar sem landbúnaðarsvæði í stað þess að vera óbyggt svæði að hluta.
Málinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags Hrunamannahrepps.
 

4.  

Flóahreppur

Arnarstaðakot 166219: Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús – 1606052

Lögð fram að lokinni grenndarkynnningu umsókn um byggingarleyfi 40 fm aðstöðuhúsi í landi Arnarstaðakots. Umsóknin var kynnt fyrir eigendum aðliggjandi jarðar með bréfi dags. 27. júní 2016 með athugasemdafresti til 26. liggja fyrir viðbrögð umsækjenda um atriði athugasemdar í meðfylgjandi tpósti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er fjarlægð milli hússins og íbúðarhúss Arnarstaða það mikil að starfsemin komi ekki til með að hafa veruleg neikvæð áhrif í för með sér, sérstaklega þar sem sambærileg starfsemi hefur verið stunduð á svæðinu í lengri tíma. Nefndin mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Gunnar Þorgeirsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5.   Langholt 2 166249: Deiliskipulag: Kæra til ÚUA – 1608006
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. júlí 2016 þar sem kynnt er kæra dags. 6. júlí 2016 vegna samþykktar á deiliskipulagi fyrir Langholt 2.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda úrskurðarnefnd gögn sem varða málsmeðferð deiliskipulagsins.
6.   Miklholtshellir: Svæði fyrir landbúnaðarstarfsemi: Deiliskipulag – 1601002
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt alifuglahús í landi Miklaholtshelli á svæði vestan Ölvisholtsvegar, rétt sunnan bæjartorfu jarðarinnar. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 1.800 fm húss fyrir allt að 17.400 fugla og allt að 400 fm hauggeymslu. Tillagan var kynnt með auglýsingu dags. 14. júlí 2016. Athugasemdir bárust með tölvupósti dags. 5. ágúst 2016.
Afgreiðslu frestað þar til borist hafa viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum.
7.   Krákumýri: Fljótshólar 1: Deiliskipulag – 1605048
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 25. júlí 2016 um lýsingu deiliskipulag fyrir Krákumýri úr landi Flóahrepps þar sem fram kemur að stofnunin telji að fyrirhuguð uppbygging ferðaþjónustu samræmist ekki ákvæðum aðalskipulagsins. í ljósi umsagnar Skipulagsstofnunar er tillagan nú lögð fram með þeirri breytingu að ekki er gert ráð fyrir byggingu húsa fyrir ferðaþjónustu að svo stöddu.
Skipulagsnefnd mælir með að skipulagsfulltrúa verði fali að kynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður tekin til auglýsingar þurfa umsagnir Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar að liggja fyrir.
8.   Bitra: Þjónustumiðstöð: Deiliskipulag – 1512011
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 22. júlí 2016 um deiliskipulag þjónustumiðstöðvar í landi Bitru.
Skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með skipulagsráðgjafa fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
 

9.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Búrfellsvirkjun 166701: Efnistaka við Fauskásalæmi: Framkvæmdaleyfi – 1608016

Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 3. ágúst 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Fauskásarlæmi vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Um er að ræða tilfærsla á fyrri umsókn um efnistöku úr svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem E7 Guðmundareyri. Hætt hefur verið við að taka efni austast úr Eyrinni en i staðinn taka efnið vestan við hana. Meðfylgandi er bréf dags. 2. ágúst 2016 auk uppdrátta sem sýna staðsetningu svæðisins og aðkomu að því.
Í gildandi aðalskipulagi er efnistökusvæði E7 afmarkað með tveim punktum vestan og austan megin í Guðmundureyri, en er ekki nákvæmlega afmarkað. Að mati skipulagsnefndar samræmist það svæði sem sótt er um vestari punktinum og gerir því ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
10.   Hraunvellir: Ólafsvellir: Deiliskipulagsbreyting – 1503011
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. júlí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla þar sem bent er á að þar sem aðalskipulagsbreyting svæðisins tók ekki gildi fyrr en í maí þarf sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna að nýju.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna óbreytta.
 

11.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn – 1602041

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi baðstaðar í landi Hæðarenda ásamt viðbrögðum umsækjenda við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við fyrirliggjandi svörum umsækjenda.
12.   Þórsstígur 27 lnr. 178826: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1607048
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Þórsstígur 27 í landi Ásgarðs dags. 16. júní 2016 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á skilmálum frístundabyggðar við götuna til samræmis við önnur hverfi í landi Ásgarðs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skilmálum frístundahúsalóð við Þórsstíg verði breytt til samræmis við skilmála aðliggjandi lóða í landi Ásgarðs, þ.e. að nýtingarhlutfall lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03 og að heimilt verði að byggja allt að 40 fm aukahús. Slík breyting yrði þá auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
13.   Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag – 1512045
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 30. júní 2016 um deiliskipulag frístundabyggðarinnar Álfabyggð í landi Miðengis. Þar kemur fram að setja þarf skilmála sem taka mið af umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. júní 2014 um verndun innan svæðisins. Þá er lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi þar sem bætt hefur verið texta í greinargerð um að við staðsetningu húsa þurfi að hafa umsögn Umhverfisstofnunar í huga.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki tillöguna að nýju með breytingum á greinarerð til að koma til móts við umsögn Skipulagsstofnunar.
14.   Bláskógabyggð

Heiðarbær lóð 170235: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1607024

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús og steypa bílskýli undir bústað, stækkun 93,9 ferm og 297,7 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 195,2 ferm og 555,7 rúmm.
Erindinu hafnað þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
15.   Útey 1 lóð 168168: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1607013
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 206,6 ferm og 372,3 rúmm úr timbri. Núverandi bústaður á lóð er 50 ferm sem á að fá leyfi til að rífa að hluta sem verður nýttur sem gestahús 30 ferm.
Skipulagsnefnd fellst ekki á framkvæmdina þar sem fyrirhugað hús er nær ánni en 50 m og er þar með í ósamræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar. Þá er mælt með að unnið verði deiliskipulag af svæðinu.
16.   Spóastaðir 2 167169: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1607025
Lögð fram umsókn dags. 11. júní 2016 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir byggingu 84,9 fm íbúðarhúss úr timbri í landi Spóastaða 2 lnr. 167169.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsóknin verði grenndarkynnt fyrir eigendum innan bæjartorfunnar skv. 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
17.   Miðdalskot lóð 1 – 4 (Hléskógar): Staðfesting á afmörkun lóða – 1607035
Lögð fram umsókn Guðmundar Rafnar Valtýssonar dags. 13. júlí 2016 þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun fjögurra sumarhúsalóða úr landi Miðdalskots Hléskógar 1-4) og taka afstöðu til lansskipta skv. 13. gr. jarðalaga. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur unninn af Valtý Þórissyni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun ofangreindra lóða og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
18.   Efri-Reykir vegsvæði: Efr-Reykir 167080: Stofnun lóðar – 1607036
Lögð fram beiðni um stofnun 6.5 ha spildu úr landi Efri-Reykja lnr. 167080 sem nær til vegssvæðis Reykjavegar frá Laugarvatnsvegi að Fullsæl.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
19.   Reykjavegur 1 lnr. 167271: Reykjaskógur: Gestahús: Fyrirspurn – 1607037
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Reykjavegur 1 lnr. 167271 dags. 8. júlí 2016 um hvort að heimilt verði að byggja 48 fm aðstöðuhús á lóðinni í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum aðliggjandi lóða. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
20.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði: Stækkun bílastæða: Deiliskipulagsbreyting – 1608015
Lögð fram umsókn Þjóðgarðsins á Þingvöllum dags. 3. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi við Hakið. Í breytingunni felst stækkun og breytt fyrirkomulag bílastæða auk þess sem bætt er inn tveimur byggingareitum fyrir salernisbyggingar auk spennistöðvar. Þá er byggingarreitur þjónustuhúss stækkaður og gert ráð fyrir nýjum stíg (þjónustuleið) að fræðslumiðstöð. Meðfylgjandi eru drög að deiliskipulaginu auk matslýsingar dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi matslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Nefndin bendir á nauðsyn þess að kláruð verði vinna við heildarendurskoðun skipulags fyrir þingvallaþjóðgarð til að geta komið til móts við fjölgun ferðamanna á svæðinu.
 

 

21.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-34 – 1607002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2016.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45