Skipulagsnefnd fundur nr. 114 – 12. júlí 2016

Skipulagsnefnd – 114. fundur  

haldinn Borg, 12. júlí 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.  

Bláskógabyggð

Fljótsholt 167089: Reykholt: Deiliskipulagsbreyting – 1607017

Lögð fram umsókn Gufuhlíðar um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti. Er breytingin gerð þar sem í ljós koma skekkja í hnitsetningu og afmörkun lóða. Í breytingunni felst lagfæring á útmörkum heildarlands, lóðir og byggingarreitir stækka auk þess sem gata breikkar úr 5 m i 6. Ekki verða breytingar á skilmálum er varða stærðir húsa.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.   Miðhús lóð 189792: Miðhús 2: Nafnabreyting – 1607001
Lögð fram umsókn eigenda 5.000 fm íbúðarhúsalóðar sem heitir Miðhús lóð 189792, dags. 23. júní 2016, þar sem óskað er eftir að lóðin fái heitið Miðhús 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðin fái heitið Miðhús 2.
3.   Neðraberg: Bergsstaðir 167060 og Bergsstaðir lóð A3 lnr. 219953: Deiliskipulag – 1607007
Lögð fram umsókn Einars E. Sæmundsen dags. 4. júlí 2016 um deiliskipulag sem nær til tveggja lóða úr landi Bergsstaða. Í skipulaginu eru afmarkaðar 4 nýjar frístundahúsalóðir auk þess sem afmörkuð er lóð utan um núverandi frístundahús (Neðra-Berg) og núverandi útihús.
Þar sem lóðirnar eru utan við svæði sem afmarkað er sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi telur nefndin ekki hægt að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi.
4.   Kolviðarholtsmýri 1 lnr. 223689: Nýbyggingar – 7 sumarhús og 2 skemmur: Deiliskipulag – 1606038
Lagt fram deiliskipulag fyrir 14,9 ha svæði sem heitir Kolviðarholtsmýri 1 úr landi Böðmóðsstaða við Apavatn. Í tillögunni er afmarkaðar 7 frístundahúalóðir á bilinu 0,43 til 0,53 ha þar sem heimilt verður að reisa eitt hús þar sem nýtingarhlutfall er 0.03. Að auki eru afmarkaðir tveir byggingarreitir á upprunalandinu fyrir skemmur og einnig gert ráð fyrir tveimur allt að 12 m háum vindrafstöðvum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir tveimur vindmyllum. Leitað verður umsagna Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar.
5.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602042
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins 19. maí 2016 með athugasemdafresti til 1. júlí. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir hafi borist mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.
6.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Hótel- og íbúðabyggð við Hvítá: Deiliskipulag – 1603043
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að endurskoðun deiliskipulags 6,3 ha svæði í Laugarási sem nær til lóðarinnar Iðufell og aðliggjandi svæðis. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 19. maí 2016 með athugasemdafresti til 1. júlí. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir hafa borist mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna óbreytta.
7.   Stekkatún 1-5: Efri-Reykir: Deiliskipulag – 1606010
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi 5 lóða undir frístundabyggð á um 13 ha lands úr landi Efri-Reykja. Tvær lóðanna eru um 0,6 ha, ein um 0,9 ha en hinar tvær 4,33 og 6,57 ha. Á þremur minnstu lóðunum (Stekkatún 2, 3 og 4) er gert ráð fyrir allt að 130 fm frístundahúsi og 40 fm aukahúsi en á stærri lóðunum, Stekkatúni 1 og 5, verði heimilt að byggja 150 fm frístundahús, 50 fm bílskúr og 40 fm aukahús. Á lóðinni Stekkatún 1 er gamalt fjárhús sem mun standa áfram.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
8.   Laug 167137: Geysir í Haukadal: Stígar: Framkvæmdaleyfi – 1606072
Lögð fram umsókn Einars E. Sæmundssonar dags. 28. júní 2016, f.h. Umhverfisstofnunar, um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg um land Lauga upp á topp Laugafells ásamt útsýnispöllum o.fl. Meðfylgjandi er kynning dags. 18. mai 2016 með uppdráttum sem sýna gönguleiðir, útfærslur palla o.fl.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdirnar eins og þær eru kynntar í fyrirliggjandi gögnum. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindum framkvæmdum með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa á samræmi stiga og handriða við ákvæði byggingarreglugerðar.
 

 

9.   Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257: Stofnun 7 nýrra lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1606073
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Efri-Reykir lóð 1 dags. 1. júní 2016 um breytingu á deiliskipulagi á þann veg að afmarkaðar verði 7 lóðir á bilinu 2.068 til 2.907 fm þar sem byggja megi 60-65 fm hús til útleigu eða sölu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, landeigenda og stjórn sumarhúsafélagsins.
10.   Efri-Reykir lóð A 1: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – 1606025
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Efri-Reykir lóð A1 dags. 27. júní 2016 um hvort að heimilt verði að setja niður 26 fm gestahús á lóðinni sem er 2.500 fm að stærð. Á lóðinni er þegar 89,6 fm frístundahús og 12,6 fm geymsla.
Þar sem lóðin er eingöngu 2.500 fm að stærð verður nýtingarhlutfall lóðarinnar töluvert hærra en aðliggjandi hverfum. Erindinu hafnað.
11.   Kjalvegur: Hvítá – Árbúðir: Framkvæmdaleyfi: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1510055
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2016 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringum á Kjalvegi.
 

12.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn hótels: Deiliskipulag – 1607005

Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Hengils Fasteigna, tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Nesjavellir 209139 þar sem starfrækt er hótelið ION Luxury Adventure Hotel. Þá er einnig lögð fram matslýsing vegna deiliskipulagsins. Hótelið er í dag rúmlega 2.300 fm en tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að stækka það um allt að 1.500 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og matslýsingu, með fyrirvara um að gerð verði breyting á afmörkun aðliggjandi deiliskipulagssvæðis. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun matslýsingu til umsagnar auk þess að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands.
13.   Villingavatn 170831: Villingavatn 3: Stofnun lóðar – 1607006
Lögð fram umsókn eigenda Villingavatns 1 dags. 5. júlí 2016 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 61,4 ha land úr jörðinni. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að stofnað verði nýtt lögbýli á landinu. Meðfylgjandi er lóðablað dags. júní 2016 sem sýnir hnitsetta afmörkun landsins ásamt óundirrituðu samkomulagi milli landeigenda og ábúenda.
Afgreislu frestað þar til fyrir liggur undirritað samkomulag við ábúenda jarðarinnar og gögn hafi verið lagfærð.
14.   Kerið: Grímsnesi: Salernisaðstaða: Stöðuleyfi – 1607010
Lögð fram umsókn Kerfélagsins ehf. dags. 7. júlí 2016 um stöðuleyfi fyrir salerni á athafnasvæði við bílastæði við Kerið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og tæknisviðs.
15.   Nesjavallarvirkjun: Stækkun á niðurrennslisveitu: Framkvæmdaleyfi – 1606064
Lögð fram umsókn Orku náttúrunnar dags. 22. júní 2016 um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar niðurrennslisveitu á Nesjavöllum. Er framkvæmdin í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla sem nýlega tók gildi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Byggingarfulltrúi sér um að gefa út leyfi fyrir byggingarleyfisskyldum framkvæmdum.
16.   Stangarhylur: Náma E22a við Stangarlæk: Efnistaka: Framkvæmdaleyfi – 1606070
Lögð fram umsókn Birgis Leós Ólafssonar dags. 3. júní 2016, f.h. Magnúsar Jónssonar, um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu (Stangarhylsnámu) sem merkt er E22a í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Er náman á spildu úr landi Þóroddsstaða og liggur að Stangarlæk og Laugarvatnsvegi. Gert er ráð fyrir að taka megi allt að 149.900 m3 á 49.950 fm svæði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 27. maí 2016 um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir áætlun um frágang á eldra námusvæði.
17.   Öndverðarnes 2 lóð 170114: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bílgeymsla – 1604058
lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir 222,1 fm frístundahúsi á lóðinni Öndverðarnes 2 lóð 170114. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 30. maí 2016 með athugasemdafresti til 28. júní. Ein athugasemd barst með bréfi dags. 26. júní 2016.
Að mati skipulagsnefndar gefur innkomin athugasemd ekki tilefni til að umsókn um byggingarleyfi verði hafnað. Stærð frístundahússins er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um nýtingarhlutfall og þá er ekki talið að hæð hússins hafi neikvæð áhrif á aðliggjandi lóðir. Í athugasemd er nefnt hvort að ekki megi staðsetja húsið annarsstaðar á lóðinni en vegna nálægðar við Biskupstungnabraut er það ekki mögulegt.
 

18.  

Flóahreppur

Egilsstaðir lóð 196512: Aðalskipulagsbreyting – 1511084

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga tilllaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur í sér að hluti svæðis fyrir frístundabyggð, merkt F8, úr landi Egilsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er um 10 ha að stærð og er fyrirhugað að stofna nýtt lögbýli á spildunni. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 19. maí 2016 með athugasemdafresti til 1. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. .
Þar sem engar athugasemdir hafa borist mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta.
19.   Egilsstaðir lóð 196512: Deiliskipulag – 1509058
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi nýbýlis á 9,8 ha spildu (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1 á svæði sem liggur upp að landi Urriðfoss, vestan Villingaholtsvegar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, útihúss og skemmu. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 19. maí 2016 með athugasemdafresti til 1. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir hafa borist mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt.
20.   Arabær 165464: Umsókn um byggingarleyfi: Véla/verkfærageymsla – breyting – 1606069
Lögð fram umsókn dags. 22. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun á véla/verkfærageymslu í landi Arabæjar (mhl 10 sem er 106 ferm) í gistihús.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

21.  

Hrunamannahreppur

Ásgarður (223398): Umsókn um byggingarleyfi: Hótel – 1502061

Lagður fram til kynningar úrskurðar Úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2016 varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar um 1. áfangi í uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum skuli ekki háður mati á umhverfisáhrifum.
 

22.  

Öll sveitarfélög

Hlið í frístundahúsahverfum – 1607011

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 6. júlí 2016 var bókað að fela skipulags- og byggingarnefnd að koma með tillögu að reglum um hlið á öllu svæðinu.
Skipulagsnefnd felur starfsmönnum embættisins að koma með tillögur um hvernig tryggja megi aðgengi starfsmanna sveitarfélagsins að frístundahúsahverfum á svæðinu.
23.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-33 – 1606006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. júní 2016.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20