Skipulagsnefnd fundur nr. 113 – 23. júní 2016

Skipulagsnefnd – 113. fundur  

haldinn Laugaland, 23. júní 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn: Deiliskipulagsbreyting – 1606060

Lögð fram umsókn Hengils fasteigna ehf. dags. 16. júní 2016 um heimild til að stækka núverandi hótel um u.þ.b. 1.100 fm til norðvesturs í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að hægt sé að veita leyfi fyrir stækkun hótelsins um rúma 1.000 fm að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.
 
2.   Miðborgir: Frístundabyggð: Deiliskipulagsbreyting – 1606031
Lögð fram umsókn félags lóðareigenda í Miðborgum í landi Miðengis dags. 10. maí 2016 um að skilmálum frístundabyggðarinnar verði breytt þannig að heimilt verði byggja 40 fm aukahús í stað 25 fm eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á skilmálum hverfisins enda er hún í samræmi við ákvæði aðliggjandi svæða. Þar sem tillaga um breytingu á skilmálum hverfisins var samþykkt á aðalfundi félags lóðareigenda telur nefndin að breytingin sé óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga þar sem fyrir liggur samþykkt aðalfundar sumarhúsafélagsins.
 
3.   Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag – 1602016
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi 12 frístundahúsalóða á spildu úr landi Bíldsfells (Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399). Samkvæmt erindi hefur verið komið til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að lóð nr. 11 verði felld út og að fyrirhuguð borhola verði staðsett þannig að vatnsverndarsvæði hennar hafi ekki áhrif á aðliggjandi land. Þá þurfa nýjar umsagnir Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands einnig að liggja fyrir. Jafnframt þarf að gera breytingar á texta greinargerðar í samráði við skipulagsfulltrúa.
 
4.   Flóahreppur

Egilsstaðakot 166330: Egilsstaðakot 1: Stofnun nýrrar lóðar: Egilsstaðakot lóð 191087: Beiðni um samþykkt – 1606036

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 13. júní 2016, f.h. landeigenda, um stofnun nýrrar íbúðarhúsalóðar úr landi Egilsstaða lnr. 166330 utan um íbúðarhús byggt 1982 (fastanr. 2201187). Gert ráð fyrir að húshlutar sem ná inn á NA hluta lóðarinnar verði rifnir. Þá er jafnframt lagt frá lóðablað fyrir aðliggjandi lóð Egilsstaðakot lóð 191087
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun nýrrar lóðar og við nýtt lóðablað sbr. ofangreint með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
5.   Langholt 2 og 3: Kæra vegna samþykkts deiliskipulags: Úrskurður ÚUA – 1605008
Lögð fram beiðni Baldurs Eiðssonar dags. 8. júní 2016 um endurgreiðslu byggingarleyfis fyrir íbúðarhús sem samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur verið fellt úr gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Að mati skipulagsnefndar ber að endurgreiða byggingarleyfisgjald fyrir íbúðarhúsinu þar sem ekki verður heimilt að byggja í samræmi við áður útgefið leyfi.
 
6.   Hnaus II: Nýbygging: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1606058
Lögð fram umsókn eigenda Hnaus 1 lnr. 192333 dags. 16. júní 2016 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar sem hefur verið til meðferðar hjá embættinu. Óskað er eftir að lóðir sem merktar voru sem lóðir nr. 3 og 4 verði sameinaðar í eina og að á henni verði heimilt að byggja hótel. Felur þetta m.a. í sér breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagi svæðisins verði breytt á þann veg að gert verði ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu á svæði sem tilgreint er sem lóð fyrir hótel í fyrirliggjandi erindi. Að mati nefndarinnar er um verulega breytingu að ræða sem felur í sér að kynna þarf lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þá er bent á að ekki er hægt að halda áfram með deiliskipulag frístundabyggðar svæðisins heldur auglýsa það að nýju með ofangreindum breytingum.
 
7.   Súluholt 216736: Frístundahús: Nýframkvæmd: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1606055
Lögð fram umsókn eigenda Súluholts lnr. 216736 dags. 16. júní 2016 um byggingu 30 fm frístundahúss á svæði rétt norðvestan Súluholts og Skyggnisholts (ofan við veg nr. 311). Spildan er 13,5 ha að stærð og er skv. aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. [Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi getur skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning.]1)
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við umsókn er að fyrst verði samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið.
 
8.   Arnarstaðakot 166219: Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús – 1606052
Lögð fram umsókn eigenda Arnarstaðakots dags. 16. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 40 ferm aðstöðuhús (hundakofi). Meðfylgjandi eru drög að teikningum og afstöðumynd. Húsið hefur þegar verið reist að hluta.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
9.   Bláskógabyggð

Kolviðarholtsmýri 1 lnr. 223689: Nýbyggingar – 7 sumarhús og 2 skemmur: Deiliskipulag – 1606038

Lögð fram umsókn Dagný Bjarnadóttur dags. 7. júní 2016, f.h. landeigenda Kolviðarholtsmýrar 1 lnr. 223689, þar sem lagt er fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir svæðið. Landið er 14,9 ha að stærð og samkvæmt meðfylgjandi tillögu er gert ráð fyrir 7 frístundahúsalóðum auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu skemmu á landinu sjálfu (ekki á frístundahúsalóð).
Afgreiðslu frestað þar sem ekki koma fram neinir skilmálar fyrir svæðið.
 
10.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 19. maí með fresti til athugasemda til 30. maí. Engar athugasemdir og umsagnir hafa borist umfram þær sem bárust við lýsingu tillögunnar en nú liggur fyrir greinargerð ÍSOR dags. 16. júni 2016 um möguleg áhrif virkjunar á vatnstökusvæði og vatnsból.
Í ljósi niðurstöðu í greinargerð Ísór mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
 
11.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Brúarvirkjun í landi Brúar sett fram á uppdrætti sem sýnir yfirlitsmynd í mkv. 1:10.000, stöðvarhússvæði í mkv.1:1.000 og stíflu-/lónssvæði í mkv. 1:2.500 auk greinargerðar dags. 18. mars 2016.
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
 
12.   Brú: Biskupstungur: Frístundabyggð: Deiliskipulagsbreyting – 1606013
Lögð fram að nýju umsókn Mannvits hf. dags 6. júní 2016, f.h. landeigenda, um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst að 20 frístundahúsalóðir eru felldar út og verða eftir breytingu 10 talsins í stað 30.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
 
13.   Hlíðarbraut 5 lnr.193691, breyting á byggingarreit, fyrirspurn – 1606044
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Hlíðarbrautar 5 um hvort að heimilt verði að byggja viðbyggingu við núverandi hús þannig að hún fari út fyrir byggingarreit sbr. meðfylgjandi drög afstöðumynd.
Að mati skipulagsnefndar er um það óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
14.   Brekka lóð 167210: Áhaldahús – stækkun byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting – 1606054
Lögð fram umsókn Péturs Jónssonar dags. 16. júní 2016, f.h. Bandalags háskólamanna orlofssjóðs, um breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM í Brekkuskógi. Óskað er eftir að byggingarreitur fyrir áhaldahús við þjónustumiðstöðina breikki um 2 m sbr. meðfylgjandi tillöguteikning.
Skipulagsnefnd mælir ekki með því að sveitarstjórn samþykki breytingu á deiliskipulaginu þar sem fyrri breyting á deiliskipulagi er enn í kæruferli hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
 
15.   Stekkjarlundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1604012
Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Stekkjarlundur í landi Miðfells við Þingvallavatn. Tillagan var send til kynningar lóðarhafa á svæðinu með bréfi dags. 25. maí og gefinn frestur til 17. júní til að koma með athugasemdir eða ábendingar.
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði auglýst sk.v 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með eftirfarandi breytingum á skilmálum. Hámarksstærð húsa má vera 100 fm (birt stærð, ekki grunnflötur) og að hámarksmænishæð sé 5,5 m frá jörðu. Á sú hæð þó ekki við um hús með flötu þaki en þá skal miða hámarkshæð við 4 m. Á hverri lóð má gera ráð fyrir aðalhúsi og einu aukahúsi, en stærð aukahúss má að hámarki vera 30 fm. Þá þarf að gera minniháttar breytingar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa auk þess sem taka þarf út byggingarreiti á lóðum við Arnarstekk vegna fjarlægðar frá þjóðvegi.
 
 

16.  

Hrunamannahreppur

Gröf: Flúðir: Deiliskipulag – 1606061

Lögð fram tillaga Landforms að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði úr landi Grafar á Flúðum sem afmarkast af Litlu-Laxá og Hvammsvegi. Samkvæmt endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem miðsvæði og verður horft til uppbyggingar á ýmisskonar atvinnustarfsemi í bland við íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 

17.  

Ásahreppur

Ásmúli 165264: Ásmúli 1A-1C og Ásmúlasel: Stofnun lóða – 1604037

Lögð fram að nýju umsókn Hellatúns ehf. dags. 12. apríl 2016 þar sem óskað er eftir stofnun fjögurra lóða úr landi Ásmúla lnr. 165264. Afgreiðslu var frestað á fundi skipulagsnefndar 25. april og óskað umsagnar Vegagerðarinnar. Nú liggur umsögn fyrir sbr. tpostur dags. 26. maí þar sem bæði er gerð athugasemd við fjölda tenginga og einnig afmörkun lóða meðfram Ásvegi. Fyrir liggur uppdráttur þar sem tengingum hefur verið fækkað til samræmis við athugasemdir Vegagerðar en afmörkun lóðanna hefur ekki verið breytt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir breytingum á tengingum. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
   
18.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-32 – 1606003F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. júní 2016.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________